Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.08.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 11.08.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 11. ágúst 1969 KAKALI skrifar: Blaó fynr alla Ritstjórl og ábyrgðarmaSur: Agnar Bogason. Simar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Borgarstiórn og knattspyrnu- málin - í annan öldudal? Samkvæmt upplýsingum Alberts Guðmundssonar, for- manns KSÍ, verður ekkert úr fyrirhuguðum landsleikjum við Luxemburg og V.-Þýzkaland. Þá mun Island ekki leggja á- herzlu á að fá aðild að Norðurlandamótinu í knattspymu. Á- stæðan virðist vera, að sögn formannsins, sú, að engir pen- ingar séu fyrir hendi og aðstoð hins opinbera bæði lítil og með öllu ónóg. Islenzk knattspyrna hefur tekið geysilegum framförum á síðasta ári. Knattspyrnumenn okkar hafa æft betur og skipu- legar en nokkru sinni fyrr og agi ráðið þar sem áður var hálf- kæringur og agaleysi. Almenningur hefur geysilegan áhuga á knattspyrnumálum og hafa stóru leikirnir sýnt, að ekki er það hans sök, að ekki er betur búið að þessari grein íþrótta, en raun er á. Nú er sýnt, að ef ekki er skjótlega brugðið við og knatt- spyrnunni sýndur fjárhagslegur sómi, þá muni knattspyrnan á Islandi einangrast ef ekki daga uppi með öllu. Það má heita undarlegt, að borgaryfirvöldin hafa ekki sýnt nokkurn teljandi áhuga á málum knattspyrnunnar. Vissulega hafa verið byggð- ar hallir og laugar, en miður sýndur áhugi á þeirri nauðsyn, að íslenzku liðin þurfa að kynnast og keppa meira við ná- granna okkar og aðrar þjóðir sem skara fram úr í knattspyrnu en verið hefur. Um heim allan, þar sem knattspyrna er leikin, er hún lang-vinsælasta grein íþróttanna, að öðrum ólöstuðum. Á Islandi hefur almenningur mestu ánægju af knattspyrnu, kappleikir vel sóttir og menn muna, að þá laugardaga, sem ensk knattspyrna var sýndi sjónvarpinu hélt stór hluti borgar- búa sig við sjónvarp sitt og gilti það um yngri sem eldri. Þumbaraháttur borgarstjórnarinnar og framtaksleysi er með öllu óskiljanlegt. Við höfum nú sem formann KSÍ einn reynd- asta mann veraldar í þessum málum, fornan „stórmeistara", sem enn nýtur geysiálits ytra þótt nær tveir áratugir séu síðan hann lét af keppni. Fyrir milligöngu hans höfum við fengið hingað heimsfrægt lið, séð knattspyrnu eins og hún gerist bezt ytra. Knattspyrnufrömuðir, útlendir, hafa farið lofsamleg- um orðum um leikmenn okkar og allt benti til um tíma, að knattspyrna á fslandi væri að hefjast úr þeim öldudal, sem hún of lengi var í. Hversvegna er þá þetta skeytingarleysi borgarinnar varð- andi knattspyrnu? Hér mun mestu um ráða borgarstjóri sjálfur, sem vel gæti hrundið þessum málum í lag ef hann beitti sér fyrir því. Það yrði illa ef svo færi, að knattspyrnan einangrað- ist á Islandi. Víst má telja, að við misstum af leiðsögn Alberts og af því myndi leiða áhugaleysi og deyfð, sem endanlega yrði banamein íslenzkrar knattspyrnu. Borgarstjórn ber skylda til að hiú að þeim gróanda, sem verið hefur undanfarið í þessum málum. Nú er þess eins beðið hvernig Geir og borgarstjórn bregst við þessari sjálfsögðu og almennu kröfu. Og spyrja mætti: Hver er afstaða forseta ÍSl til þessara mála?, en hann er eins og kunnugt er einn af áhrifamönnum borgarstjórnar Reykjavíkur. Þeir, sem vilja koma greinum og öðru efni í Mónudagsblaðið hafi samband við ritstióra eigi síðar en miðvikudag nœstan á undan útkomudegi. í HREINSKILNISAGT Að drepast úr ættjarðarást — Iðnaðarmenn landflótta — Hörmulega leikin stétt — Hverjir flýja? Lauahæstu stétt- irnar — Flugkempur hyggja á flótta — Lið glæsimenna riðlast — Að fórna öllu 100% — Mikil samúð — Stinnu brjóstin í kjölfarið, máske? — í guðs friði. — Það er segin saga, að þegar einhver íslendingurinn ferðast eða flytur til údanda, þá gleym- ist ekki að gera einhverskonar ástarjátningu til landsins. Þessir „Iandflóttamenn" eins og Þjóðv. kallar þá, hefja allt í einu upp raunarugl sitt, persónulegt aðal- Iega, um fátæka, sveltandi fjöl- skyldu og önnur vandræði á veraldlega sviðinu. En rúsínan í pylsuendanum er svo hinn sári söknuður. að hverfa frá landinu, sem hefur fóstrað þá og alið, fjöllunum, loftinu, sólarlaginu að ógleymdum hverum og hrauni. „Við söknum alls heima, en Iandið gat ekki fætt okkur og stjórnin sveik" liggur venjulega á bak við raunatölur þessara „flóttamanna". Nú og jæja. Við skulum nú athuga hverjir það eru, sem landið eru að flýja. Ekki þarf lengi að Ieita unz í Ijós kemur, að það eru launahæstu stéttir landsins, sem nú flýja unnvörp- um, hlaupa burtu, eða hóta brott för. Fremstir í flokki flótta- manna eru auðvitað iðnaðar- menn. Ef farið er eftir götunum eilítið lengra, þá eru það ekki aðeins iðnaðarmenn almennt, heldur og sá hópur innan vé- banda þeirra. sem langmestar tekjur hafa haft undanfarna ára tugi, sannkallaðir milljónamær- ingar hins vinnandi manns. Það eru nú eitt til tvö ár, síðan að draga fór saman hjá þessum ætt jarðarvinum og, þótt enn væru verkefni, þá var ekki lengur hægt, fyrir þá, að notfæra sér aðstöðu sína á þann hátt, sem áður þótti sjálfsagt og áður var praktiserað kinnroðalaust. Flótta menn þessir þoldu einfaldlega ekki eðlilegt ástand á íslandi en kröfðust þess að það þjóðfélags- óeðli, sem skapaðist eftir stríð og hefur haldizt nokkuð jafnt í fimmtán ár — auk feykilegra góðæra til lands og sjávar, upp- gripa í síldveiðum, og markaðs- verði upp úr öllu hófi — héldi áfram svo þeir gætu haldið uppi „sínum" standard. Þegar það brást, eins og allir vissu að yrði, þá brugðust þessir ættjarðarvin- ir einnig og flúðu af hólmi. Og vitanlega tóku Svíar við þeim, sem er vorkunn, því þeir eru „í hönk" um stund, og nýta alla hjálp og greiða vel fyrir. Til landsins hafa svo borizt fréttir af þeim sjálfum og eftir þá sjálfa um hversu lifandis ósköp duglegir þeir séu og hvílík víta- mínsprauta það hafi orðið sænsk um iðnaði að fá til sín slíka af- reksmenn og snillinga. Vera má að satt sé, því það er töggur og dugnaður í íslendingum, jafnvel hinum fróma iðnaðarmanni — á flótta. Að vísu hafa ekki enn verið sungnar messur né saknað arljóð í tilefni þess mikla manna missis, en Þjóðv. hefur oft látið í ljós samúð með flóttamönnum, en sú samúð hefur jafnan verið blandin nokkurri gleði, því þar liggur „tækifæri" til að kenna ríkisstjórninni um. Þá er það hinn flokkur flótta- mannanna. Flugmenn hafa tíð- um þótt einskonar primadonnur vinnustétta landsins, ef frá eru dregnar flugfreyjur, sem þykja sætari með bátana sína Iitlu og stinnu brjóstin. í kringum 1930 þóttu það ekki litlir afreksmenn, bílstjórarnir í gömlu rútunum, sem fóru aleinir í farartækjum sínum niður hlykkjótta Kamb- ana. Farþegar gengu en mörg stúlkan horfði hugfangin á þess- ar hetjur með kaskeytin og gylltu borðana um kollinn. Næsti ofurhugahópurinn, sem landið fékk urðu flugmenn. Spengilegir og beinvaxnir, lík- amlega ódrepandi, stigu þessar hetjur upp í farkosti sína, ekki til að renna niður Kamba, held- ur svifu þeir í loft upp. Þótti þetta ganga næst göldrum svo ekki væri talað um hugdirfðina. íslenzka alþýðupían mátti varla vatni halda er hún eygði þessar glæsilegu sveitir einkennis- klæddra kappa, sem svifu um loftin blá og lentu óskemmdir niður á jörðu. Gekk svo um ára bil. En flugið náði þroska, flug félög voru stofnuð, vélakostur batnaði með ári hverju, tæknin gerði flugið einna hættu- minnstu atvinnu veraldar í sam bandi við ferðalög. Ekki fór þó svo að æfintýra- og hetjuljómi hyrfu af flugmönnum algjör- lega. Gallinn varð bara sá, að í stað þess að alþýðan héldi hrifn- ingu sinni á flugköppum, þá gerðu þeir það aðallega sjálfir, jafnvel slógu út hrifningu stúlkn anna, eins og hún þekktist mest. Og ,flugið" á íslandi hélt áfram að þróast, tvö stór félög héldu Ieiðsögninni en mörg smærri hófu sérleyfisferðir og atvinna var nóg í stéttinni, allir fengu vinnu og stéttinni óx fiskur um hrygg. Velmektarárin keyrðu um þverbak, peningaflóðið óx, samtök flugmanna styrktust og allt Iék í Iyndi. Flugmenn urðu ein al-tekjuhæsta sétt landsins, sumir flugmanna höfðu nær tvö faldar ráðherratekjur, þótt ekki sé talað um lágtekjumenn eins og bankastjóra. En um leið og dofnaði yfir velmektarárunum, samkeppni harðnaði og almenningur gat ekki leyft sér peningaausturinn jafn-ótt og fyrr, þá urðu sum félögin að draga saman segl. eins og gerist í siðuðu þjóðfé- lagi. en flugmenn voru nú alls ekki á þeim brókunum og það í þess orðs fyllstu merkingu. Þeir upphófu sitt alkunna „buxna- stríð", brugðu einkennisbrókum sínum í mótmælaskyni og köst- uðu af sér bláum einkennisjökk- unum og borðalögðu húfunum, Urðu þeir að almennu athlægi í erlendum flughöfnum og var lit- ið á þá, sem bítla eina eður hippys, en stjórnir flugfélag- anna léru þá afskiptalausa um langa stund og höfðu í Iaumi gaman af tiltektum þessum. Sárreiðir hugðu flugmenn á hefndir miklar og það tókst. Eft ir að hafa krafizt allt að því 100 % kauphækkana og ýmissra ívilnana, gerðu þeir alvöru úr hótun sinni og hófu eitt af þess- um alræmdu villikatta-verkföll- um, mitt á mesta annatímanum. Var þeim fast fylgt eftir af smurningsmönnum og öðrum olíusjeffum viðgerðadeildanna. Tveggja daga verkfall hófst, túr- istar, óttaslegnir að verða kyrr- settir á eyjunni okkar, og geta enga björg sér veitt þutu burtu á öllum fáanlegum farartækjum, afpöntuðu hótelherbergi, hættu við að eyða fríjum sínum á ís- landi og báru út sögur ytra, að hér væri á engu mark takandi, því verkföll gætu þá og þegar dunið yfir og enginn von bjarg- ar vegna Iegu og einangrunar landsins. Kostnaðurinn varð milljónir, mikið í gjaldeyri, ó- orð komst á ferðaþjónustuna og skaði mikil fyrir félögin sjálf. Málið var sett í gerð, en þaðan er enn ekki Iausn fengin. í skottið á flugmönnum komu svo flugfreyjur, sem þóttust af- skiptar, en þó slapp flotinn við að stöðvast þeirra vegna. Nú upplýsir flugmannafélag- ið, að margir flugmenn hyggi á Iandflótta af því nokkrum mönn um er sagt upp. Vera má, að flótti sé eina haldbæra lausnin. Að vísu varaði félagið ekki verð andi flugmenn við því, að hætta yrði á samdrætti næstu árin, ef ekki brygði til hins betra, en máske er það ekki innan verk- efnis flugmannasamtakanna að vara við slíku. Kaupkröfur flug manna, voru eins og að ofan getur, allt að 100% hækkun. Miðað var við kaup flugmanna hjá ríkustu þjóðum og lang- stærstu félögum heimsins. Vera má, að flugmenn eigi einhverja leiðréttingu inni hjá félögum sínum, en þvílíkar kröfur náðu engri átt. Nú virðist svo, að við megum vænta þess, að flugmenn okkar svífi í japönskum skýjum eða mettuðu lofti meginlands Ev- rópu, því margir hugsa sér flótta sem eina úrræði, og ekki bregst þeim stuðningur Þjóðv., sem myndi þjóðnýta þá ef sá mögu- Ieiki væri fyrir hendi. „Við munum -sakna landsins okkar, fjallanna, björtu nóttanna og félaga og ættingja" sagði einn dapureygur flugmaður sorg mæddum rómi, „en fjölskyldan má ekki fara á vergang, litlu Framhald á 6. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.