Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.08.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 11.08.1969, Blaðsíða 8
úr EINU u Helgi Sæm. í útvarpinu — Föstudagsgreinin umdeilda — Ráðherrar í sumarfríi — Fjallaferðir útlendinga — Grímseyjar- hneykslið — Yrkir Tómas betur? — Púlli og stúlkan siðvanda Æ, Æ, ER HANN Helgi okkar Sæmundsson, ekki orðinn ein- um of fjölfróður í útvarpsþáttum sínum? Það er gott að geta sagt mikið, en Helgi virðist orðinn nokkuð einhliða í þessum þáttum, skortir all-mikið upp á að á hann sé hlustað af sama áhuga og áður. Hressilegir útvarpsþættir, eins og þátturinn hans Sverris Hermannssonar hér á dögunum eru útvarpinu hin mesta nauðsyn. OG TALANDI um þátt Sverris. Margir hafa orðið mjög hneykslaðir yfir föstudagsgrein Þorsteins Thorarensen um Kennedy-slysið. Telja þeir að þar hafi Þorsteinn gengið of langt, og telja sumir, að grein þessi sé með eindæmum hörð og rætnisleg í garð Kennedys. Greinin var að vísu ,,öðruvísi“ en sér sjást daglega, en þó ekki slík, að nauðsynlegt sé að hneykslast, því greinin var í sjálfu sér næsta hógvær, ef hún er borin saman við sumt það, sem önnur blöð út í hinum stóra heimi hafa birt um þetta umtalaða slys. ÞAÐ ER NÚ víst að komast í tízku að ferðast með ,,12-far þega“ skipum Eimskipafélags íslands, einkum meðal heldri manna. Gylfi Þ. Gíslason reið á vaðið er hann eyddi sumar- fríi sínu í slíkri ágætisferð, enda er aðbúnaður hinn bezti og enginn ófriður eins og stundum vill verða á fjölmennari far- þegaskipum. Nú heyrist, að þeir ráðherrarnir Jóhann Hafstein og Eggert Þorsteinsson, Oddur í Glæsi og enn fleiri stórmenni ætli bráðlega í slíkan sumartúr, þar sem þeim auðnast algjör hvíld frá ys og þys daglegra starfa. Þó fékkst ekki þessi ,,frétt“ staðfest. FLÆKINGUR útlendinga í óbyggðir er orðinn mjög almennur og oft eru slíkar ferðir farnar af alltof mikilli óforsjálni. Hefur orðið að senda leitarflokka og björgunarsveitir til að koma þessu fólki úr ógöngum og kostar það bæði tíma og peninga. svo ekki sé rætt um ef slys ber að höndum. Ferðaskrifstofur vita nær alltaf um þessa hópa og ættu þær að gera fólki þessu Ijóst, að allt er tryggara en íslenzkt veðurfar og betra að vera við ölu búinn í óbyggðum. Svona flan er ekki til fagnaðar og minnir helzt á hinar árlegu ógöngur sem hendir rjúpnaskyttur okkar um veiðitímann. UNDARLEGT ER, að ekkert heyrist meira varðandi skemmdir þær, sem urðu á varnargarðinum i Grímsey, en hann var bygð- ur í trássi við skoðun þeirra manna, er bezt þekkja til á eynni. Stórkostlegt tjón varð á mannvirkjum, en enginn hefur enn verið dreginn til ábyrgðar. Það góðra gjalda vert, að kenna íslenzkri náttúru um þau mistök er henda mannanna verk, en ýmsir telja að skemmdir þessar hefðu ekki orðið ef garður- inn hefði verið staðsettur þar sem ..innfæddir" óskuðu. ÞEIR Þórður Albertsson og Tómas skáld Guðmundsson hitt- ust yfir kaffibolla á Hótel Borg. Var þeim kunningjum margt til hjals, enda gömul vinátta milli þeirra. Er þeir höfðu spurzt almennra tíðinda segir Þórður: „Yrkir þú alltaf jafnvel Tómas minn?“ ,,Já, og því betur sem fleiri fást við Ijóðasmíðar" svaraði Tómas glottandi. PÚLLI heitinn (Páll Jónsson) var rólyndismaður, rasaði ekki um ráð fram, en tók lífinu almennt með fílósófískri rósemi. Ekki var Púlli ýkja mikið upp á kvenhöndina, en þurfti þó sitt þegar svo bar undir. Eitt sinn hafði Púlla tekizt að koma konu- kind upp á herbergi sitt á Borginni (Þetta var áður en hótel- stjórar gerðust vakthundar siðferðisins) og leitaði mjög eftir ástum. Hófst ástleitni Púlla; um klukkan 10 að kvöldi en hvorki gekk né rak, enda konan siðprúð. Hurð var í hálfa gátt, því Púlli taldi það engan vansa þótt samgestir hans vissu af at- ferlinu. Klukkan fjögur um nóttina, eftir margar en árangurs- litlar tilraunir heyrðu nærstaddir að Púlli sagði stundarhátt: „Ef þú ekki ferð að gefa þig — þá er ég bara hættur". SJÓN VflRP Sjónvarpið lióf aftur störf um síðustu helgi og minnti einna helzt á sjúkling, sem farið hefur of snemma á fætur og slegið niður. -msir héldu að eftir að sjónvarp- inu hafði farið hrakandi viku frá viku, þá hefðu forráðamenn þess reynt eitthvað að bæta fyrir sér í hinu ótilhlíðilega fríi, sem stofn- unin tók sér. Nei, ónei, eina sjá- anlega framförin var sú, að Markús Or.n Antonsson, trónaði nú spán- nýju „mustachia" í stíl við mexi- Apollo-myndin var góð svo kanska bandittos frá fyrri öldum. langt sem liún náði, en álnigi var orðin almennt lítill eftir „innhlaup" sjónvarpsins mitt í fríinu. Þessi endursýning vakti því litla athygli. Myndin um sambúð Svía og blá- manna, var eins og búast mátti við, ekki annað en lélegt og ákaflega barnalegt própaganda fyrir kyn- þáttagælur Svía. Kitt-kötturinn, sem frægust er af því að svívirða forsetafrú Bandaríkjanna, rjúka til Hollywood síðan og setja melluljós í glugga sína eins og bandaríska og evrópska pressan sagði frá, var meðal „hugsuða" í myndinni svo ekki sé nefnd önnur blökkukona frá Afríku. Einn af aðalfyrirsvars- mönnum Svía var einhverskonar götusali, afgömul kerling en in á milli töluðu svo svartir listamenn. Vælið í þeim má lesa og heyra hvar vetna í USA en á sjálf vandamálið var lítið sem ekkert minnzt. Það eina jákvæða heyrðist í lok þáttar- ins, þegar Svíinn sagði, að gallinn væri sá hjá Svíum og öðrum mann Almenn vonbrigði — Dagskráin versnar — Blaðamenn og Svíar — Fréttir og sjúkraflutningar — Vignir og kartöflusjeffinn — Hroðalegar ófarir — vinum í Skandinavíu, að þeir þekktu ekki vandamáiið, skildu það ekki, en væru ætíð viðbúnir að gagnrýna aðrar þjóðir og „kenna þeim ráð". Satt bezt sagt, þá má telja víst, að engar þjóðir myndu taka þessum blámönnum verr cn einmitt Norðurlandabúar, ef þeir fiyttust þangað að ráði. ★ Fréttir voru í vikunni frámuna- lega lélegar þótt ekki skorti við- burðina. Mikill hluti frétamynda Framhald á 6. síðu. STAÐREYNDIR — sem ekki mega gleymast: (33) FYRSTIL ÝDRÆÐISLEGI HEIMSFRIDURINN Samningsbundið lýðræði — Vanrækt veizluhöld — Safn merkt „Versailles" — Fráleit hugmynd — „Hlutlaust réttlæti“ — Hrikalegur dauðadómur — Frumherjar lýðræðisins — „Auk landamæraákvarðan- ana í París, sem vöktu eðlilega og réttmæta reiði, komu önnur og ekki síður gremjulcg atvik til. Þeirra herfilegust voru hin- ar fáránlegu skaðabótakröfur, hinir einhliða afvopnunarskil- málar og hið alræmda ákvæði um „sekt“. Afleiðingin af þess- um ákvörðunum samanlögðum varð sú, að sigurvegurunum frá 1919 mistókst að semja viðun- andi frið við hina sigruðu fjandmenn sína“. — Frank H. Sim'onds, Litt. D./Brooks Emeny, Ph. D.: THE GREAT POWERS IN WORLD POLITICS (American Books Company New York—Cincinn- ati — Ohicago, 1939, bls. 187. Minnast ber merkisatburða Sá siður að halda upp á af- mæli manna, fyrirtækja og stofn- ana af hinu sundurleitasta tagi, og minnast liðinna atburða og at- hyglisverðra tímamóta með marg- víslegum hætti, hefir mjög far- ið i vöxt á undanförnum árum- Þessi venja er óefað að mörgu leyti gagnleg og getur oft verið bæði skemmtileg og nauðsynleg, sénstaklega ef tilefnið er notað til þesis að draga rétta lærdóma af viðburðunum, ýmist til hvatning- ar eða varnaðar. Hi'tt verður aif't- ur á móti að hafa ríkt í huga, að slíkar siðvenjur má ekki oftíðka. Þá getur hæglega svo farið að hinir merkari atburðir hverfi í skugga hinna ómerkilegri, eins og t-d. henti aðalmálgagn fjölmenn- asta vinstri'flokksins á íslandi, ,.Morgúnblaðið“, þegar það gleymdi Þjóðfundinum 1851, en helgaði sig þess í stað óskiptri hrifningarvímu í ti'lefni aff 50 ára afmæli spilavítis í Monte Carlo- Ek'ki sýnist heldur vera nein sér- stök ástæða til almennrar þjóð- hátíðar þó að Hundahreinsunar- mannasamband Suður-Þingeyjar- sýslu minnist tíu ára starfsemi sinnar, 25 ár séu liðin síðan bíl- sjúku betlilýðveldi upp við Norð- urpól var timbrað saman að fengnu leyfi tveggja setuliða, sem höfðu bannað slíka „frelsisibar- áttu“ tveimur árum áður, eða að veizluhalda- og fterðalaigaklúbbur lýðræðislegra uppskafniniga eins og NATO hafi háð 20 ára bar- áttu við sitt eigið úrræðaleysi- Slíkar og þvílíkar tiltektir leiða hversdagslegan óhrjáleik hluitað- eigaindi dvergsálna enn betur i ljós en ella, sem að vísu alls ekki ber að vanmeta, en er þó alger óþanfi samt, og verða auk þess oft til þess að hégóminn verður fyrirferðarmeiri en heppilegt hlýt- ur að verða andlegum heilbrigðis- háttum. Hins vegar er sjálfsagt að rifja upp og minnast liðinna merkisaitburða við tilteikifi, af- mörkuð tímamót í ljósi Ifenginn- ar reynslu, með efitirminnilegum hætti, t-d. Versailles-saminingsins. FramihalLd á 7. síðu. „LJIÍF OG MILD“ Reykið

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.