Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.08.1969, Side 1

Mánudagsblaðið - 18.08.1969, Side 1
Blaó fyrir alla 21.árgangur Mánudagur 18. ágúst 1969 11. tölublaS Thor Olafsson Thors í Landsbankann? I blaðinu í dag: „Pop''-hljómsveit * Kak- ali * „Faxa fréttir" * Kvenfólk og sólskin. Sjá 3. síðu * Hroðalegt land, bréfadálkur. * Úr einu í annað * Hitler og Ciano. * 0. m. fl. — Enn deilur um embættið — Björgvin líklegur — Vandamál forustumanna óþjál og erfið viðfangs. — Nýtt nafn hefur nú birzt á himni hinna eilífu mála um nýjan bankastjóra. Heitir sá Thor Ólafsson Thors, sonur Ólafs heit- ins forsætisráðherra og núverandi framkvæmdastjóri verk- takanna á Keflavíkurvelli. Thor er röskur maður, lítt viðriðinn opinber mál, en þó frammámaður í einu arðbærasta fyrirtæki þjóðarinnar, ef frá eru skildar Loftleiðir. Fast á eftir fylgir Jónas Haralz a.m.k. sem bráðabirgðabankastjóri. Thor — tromp! Thor Ó- Thors er einskonar „svartur hestur“ í þessu mikla samningamakki um stöðuna í Landsbankanum og sagður tromp Bjarna Benediktssonar, forsætis- ráðherra, sem á í nokkrum erfið- leikum í þessu máli- Jónas Har- alz er hinsvegar einskonar neyð- aruppástunga, og ekki ætlaður nema sem „stutt“ mótspil, enda sagður ótryggur öllum. Úrlausn nú Bankastjóramálið er að verða eitt vandamesta mál valdamanna okkar, óþjált og illt viðfengis. Styrr mikill stendur um hver hljóti embætti Péturs Ben. og þykja ekki allir færir að fylla sess hans. Auðvitað hefur þetta orðið ærið bitbein, því margir þykjast sjálfsagðir, en fáir enn- þá útvaldir. Gunnar Thoroddsen, sendiherra, er sagður úr leik og svo ýmsir hinna smærri spá- manna- Bankayfirvöld hafa látið í það skina, að úrlausnar sé að vænta eftir helgina, jafnvel um helgina. Bezti maður Thor Ó- Thors er talinn bezti maður, fáskiptinn, og ekki mjög æstur í slíka stöðu- Hann skipar nú veglegan sess í verktökunum, þiggur góð laun, bíl og önnur fríðindi, sem venjulega fylgja tignarfólki, laun ágæt, og bíla- kostnað. Ólíklegt verður þvf að telja, að hann vilji rýma nú- verandi stöðu til að taka þátt í daglegum erjum starfandi banka- stjóra. Björgvin Bjögvin Vilmundarson er talinn viss í stöðu við bankann, enda reynslumikill og vinsæll. Telja kunnugir engan efa á að hann hreppi þetta mikla hnoss, enda lærður og vel kunnugur völ- undarhúsi bankamála. Á hann Höfuðborgin: Hrein borg ólyktarbæli — Svíkui borgarstjórnin öll loforð um ólyktar- verksmiðjur Reykjavíkur . . .? Fróðlegt væri að vita hve lengi borgarstjórnin ætlar að svíkja þau loforð sín og bræðsluverksmiðjanna í Reykjavík, að fá hingað tæki, sem útiloka þann ódaun — peningalykt — sem svífur yfir höfuðstaðnum þegar verksmiðjan er í gangi. í sumar hafa „túristar11 fengið að anda að sér lyktinni, og undr- ast allmjög, að yfirvöldin skuli láta slikt viðgangast þar sem vitað er, að erlendar borgir, sem búa við álíka iðnað, hafa fyrír löngu útilokað þessa lykt með nýtízku aðferðum. Svikin Ioforð Á sínum tíma loifuðu bæði borgaryfirvöldin og forráðamenn Kletts og örfirseyjarverksmiðj- unnar, að fá hingað tæki til að koma í veg fyrir að þessi lykt Olafur Thors í Reykjaneskjörd. ? Ungur Thorsari áhugasamur um stjórnmál. Talið er nú liklegt að Ólafur Thors — alnafni og frændi formanns Sjálfstæðisflokksins — keppi nú um sæti Péturs Benediktssonar á Suðurnesjum. Ólafur er ungur maður, eini Thorsarinn af sinni kynslóð, sem afskipti hefur af stjórnmáium. Hann er fríður sýnum, rösklegur og máske líklegur til forustu, þótt enn skorti hann reynslu og persónuleika Péturs. Sumir telja að þetta séu ráð Bjarna Benediktssonar sem telur þingsætið í hættu eftir nauman sigur Péturs bróður síns. Stafar og nokkur Ijómi af Thorsara-nafn- inu, ekki sízt af alnafna Ólafs heitins. Enn eru öll þessi „plön“ á frumstigi, en þó ekki ólíkleg, því víða má svipast um í röðum yngri Sjálfstæðismanna, áður en eygja má frambærilegan mann. bærist út. Vitað var þé, að bæði í Ameríku, Þýzkalandi og víðar væru til tæki sem eyddu allri slíkri „peningalykt“. Ýimsir hátt- stemmdir menn í Reykjavík töldu með öllu óþarfa að bægja ó- dauninum frá vitum borgarbúa töldu að slík lykt minnti menn á, að þjóðin lifði á fiskvinnslu og öllum sómakærum borguirum væri það metnaðarmál, að finna þessa lykt. Ferðamálamenn Þessi einstæða röksemd gekk mótmælalaust af hendi þeirra, sem um ferðamál sjá, og í augum málsmetandi manna, þótti ekki annað hlýða, en að ALLIR sannir Islendingar, gerðu sér að góðu fýluna, sem lagði yfir höfuðborg- ina. Vera má, að hér sé um þjóðarstolt að ræða. Borgarstjóm- in virðist styrkja og styðja þá staðreynd, að hreint land, fagurt land þurfi endilega að vera ó- lyktarbæli- Liggur við, að allir toaimrar, opinberir eða ekki, verði opnaðir svo íslendingurinn geti fengið megna lykt sér til afþrey- irigar. Ólyktarást borgaryfirvaldanna Sannleikurinn er sá, að borgar- yfiiyöldin hafa sýnt eindæma tryggð við alla lykt sem hægt er að framleiða- Til skamms tíma og ennþá, að miklu leyti hikar borgin ekki að dreifa skarna á tún og bletti borgarinnar, jafn- vel utan við glugga helzfcu hótel- anna. Þeir, sem rituðu um heim- Framhald á 6. síðu. bæði vísan sbuðning áhrifamanna og vinsældir á æðstu stöðum og myndi sennilega verða áhrifa- mesti maður banikans, ef til kæmi. Þreyttur almenningur Þó er það svo, að almenning- ur er orðinn harla þreyttur á hrossakaupum og makki forráða- manna um stöður þessar. Það er engu lagi líkt, að ekki skuli fást endalolc í skipun bankastjóra- stöðunnar, svo langt sem liðið er frá ótímabæru fráfalli Péturs Benediktssonar. ER ÞAÐ SATT, að ÆSKAN hafi eytt 70 — 90 milljón- um um verzlunarmanna- helgina? Leikfang Mónudagsblaðsins Brennivínsæðið og lögreglan Fremur dómsmálaráðuneytið lögbrot? Hvað segja lögfróðir menn um það uppátæki lög- reglunnar, að taka áfengi af fullorðnu fólki, sem ekur um landsbyggðina og hella því niður? Því miður fást þar engin svör. Flestum þykir þetta stórlegt afbrot gagnvart einstaklingsfrelsi og freklegt brot á eignar- rétti einstaklingsins. Lögreglan fær skiljanlegt æði í þessum málum þegar efnt er til útiskemmtana. Vill hún með þessu móti hefta víndrykkju æskunnar. En það er of dýru verði keypt, ef lögreglunni er leyft að fremja slíkt ofbeldi gagnvart einstaklingum. Svona öfgar gera ekki annað en skapa, almenna reiði gegn vörðum laganna almennt sem fótumtroða allan rétt þjóðfélagsþegnsins til eigin athafna. Ríkið selur áfengi þeim er lögaldur hafa. En ríkinu er óheim- ilt að taka þennan varning af fullorðnu fólki, sem ekki hefur til sakar unnið. Dómsmálaráðherra ætti að rann- saka þetta mál, því það er, eða ætti að vera, hlutverk hans, að gæta réttar þegnanna, en láta ekki hvert lög- brotið af öðru sem vind um eyru þjóta. Við búum ekki enn að sögn, í lögregluríki. 1.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.