Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.08.1969, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 18.08.1969, Qupperneq 2
2 Manudagsblaðið Mánudagur 18. ágúst 1969 Dagbók CIANOS greifa 2. júlí: „Sendiherrann (Alfieri í Berlín) hefur skýrt frá samtali sinu við Hitler. Ég er sannfærð- ur um, að maðurinn hefur fengið nýja hugmynd í höfuðið, og að engar nýjar ákvarðanir hafa enm- þá verið teknar. Það er ekki lengur ríkjandi sú samnfæring og vissa, sem hafði svo mikil áhrif þegar Hitler talaði um, að Mag- inotlínam hefði verið rofin. Hann svarar ekki boði Musso- linis um að senda menn og flug- vélar til þess að taka þátt í árás- inni á Stóra-Bretland. I staðinm býður hann okkur hjálp með loftflota til þess að gera sprengju- árás á Súesskurðinn. Það greinilegt, að hann treystir okkur harla lítið“. 3- júlí: „Ég spyr Phillips (sendi- herra Bandaríkjanna í Bóm) um horfur frambjóðanda republik- ana-flokksins (Wendell Wiilkie) og hvort Bandaríkin séu tilbúin að fara i styrjöldina- Hann svarar: „1 utanríkispóli- tíkinni eru demókratar og repu- likanar svo að segja alveg sam- mála. Sem stendur ætlum við okkur ekki að fara í stríð. Við hervæðumst í stórum stil og hjálpum Englendingum eins og við getum. Ef eitthvað sérstakt kemur fyrir, eins og t.d. ef sprengjuárásir yrðu gerðar á London, og mikið manntjón yrði meðal almennra borgara, þá gæti það orðið til þess, að við færum eimnig í stríðið“. Það er ástæðan til þess, að Hitler er gætinn og hugsar sig um, áður en hann leggur út í síðustu stórræðin og enn er ein ástæða til: Það fréttist nú viðs- vegar að, að Rússar eru að verða óvinveittari möndulvéldunum“. 4- júlí: Cavagnari aðmdráll staðfestir, að við höfum misst tíu kafbáta • . . Bastianini sendi- herra, sem er nýkominn frá London segir, að . . . allir, aðals- menn, millistéttir og óbreyttur almenningur, séu rólegir, stað- fastir og stoltir. Mervn eru með undirbúning í stórum stíl til að útvega sér loftvopn og loftvama- fallbyssur til þess að verjast og hrekja til baka fjandsamlega inn- rás. Þar skýrist bezt hik Hitlers- Mussolini hræddur um að verða af herfanginu 5. júlí: Mussolini gefur mér skipun um að fara til Þýzkalands- Hann vill fyrir hvem mun taka þátt i árásinni á Stóra-Bretland, ef úr verður, og hann er órólegur út af því, að Frakkland muni smám saman reyna að smjúga yfir í herbúðimar, sem em fjand- samlegar Englendingum. Hann óttast, að þetta geti orðið til þess, að við missum af herfanginu. Hann leggur fyrir mig að segja Hitler, að hann hafi í hyggju að ráðast á Jónisku eyjamar pg að leggja áherzlu á, hve mikilsvert sé að gera upp við Júgóslavíu“. 7- júlí: „Berlín. Hlýjar mót- tökur. Hitler . • . hefur verið mjög vinsamlegur, næstum um of. Hann er ákveðinn að halda baráttunni áfram og að hleypa stormi af skelfingum og stáli yfir England, en lokaákvörðunin er ennþá ekki tekin, og þess vegna frestar hann ræðu sinni til þess að fhuga hvert orð“. 16. júlí: „Hitler hefur enn á ný sent Mussolini langt bréf- Þar er talað um árásina á Stóra- Bretland, eins og hún sé þegar ákveðin. Og í sama stíl og áður, sem ekki leyfir neinar umræður, afþakkar hann tilboð okkar um að senda ítaiskan herstyrk. Hann segir, að erfiðleikar mundu verða á flutningum og uppihaldi, og ef þörf gerist að halda uppi tveim- ur herjum með öllu, sem þeir þurfa. Göring sagði • . að ítalski flugherinn hafi allt of mikið að gera í Miðjarðarhafinu til þess að hann þoli að tvístra kröftum sínum- Mussolini er.mjög ergileg- ur . • . Jafnvel frá þýzkum heim- idum er okkur tjáð, að það tjón, sem ítalski flotinn hafi unnið brezka flotanum sé ekkert eða svo að ségja ekkert“. 19. júlí. „Ég lenti í Berlín. Ræða Hitlers verður síðasta aðvörunin til Stóra-Breitlands. Án þess að þeir segi það sjálfir, þá skil ég, að þeir (Þjóðverjarnir) vona og ósika, að aðvörunin verði ekki höfð að engu . . . Seinna um kvöldið, þegar fréttist hve kulda- legar fyrstu brezku móttökumar eru, þá breiðist út illa dulin til- finning um vonbrigði meðal Þjóð- verjanna". Þjófarnir í sendiráðinu 20. júlí: „Fundur með Foringj- anum (Hitler) . . . hann mundi fúslega vilja komast að samkomu- lagi við Stóra-Bretland. Hann veit, að styrjöld við Englendinga verður erfið og blóðug". 3. ágúst: „Soddu hershöfðingi (aðstoðarritari í hermálaráðuneyt- inu) segir, að Graziani hershöfð- ingi (ítalski yfirhershöfðinginn í Norður-Afríku) hafi á til/finning- unni, að eftir að hafa tæmt Italíu að birgðum fyrir Líbíu sé hann ekki fær um að ráðast á Egypta- land, einkum vegna hitans- Fjórir af njósnurum oíkikar frá upplýsingastarfeemi hersins voru svo óheppnir, að komið var að þeim óvörum í kvöld í júgóslav- neska sendiráðinu. Við verðum að breiða út frétt um, að það hafi bara verið venjulegir þjófar“. 4. ágúst: „Alfieri sendiherra flytur þá fregn frá Berlín, að Hitler og æðstu nazistaforingjam- ir séu kornnir aftur þangað og gefur í skyn, að hemaðaraðgerðir muni vera um það bil að hefjast, en eins og vant er höfum við ekkert verið lánir vita um það“. 5. ágúst: „Mussolini er óánægð- ur yfir, að Graziani herforingi . . . viil ekki ráðast á Egyptaland . . . Ólund Mussolinis hlýtur að fara vaxandi, ef Hitler hefur árás sína bráðlega á móti Bretlandseyjum"- 6. ágúst: „Alfieri segir nú frá óskiljanlegri töf á þýzku hemað- aráætluninni. Skyldi það eiga nókkuð skylt við fregnina um sér- frið fyrir milligöngu sænska kon- ungsins? Mussolini talar mikið um árás á Júgóslavíu í seinni hluta september • • Ég held ekki, að Hitler muni leyfa, að ástand- inu á Balkanskaga verði hróflað". 8. ágúst: „Alfieri segir, að ár- ásinni hafi seinkað vegna illviðr- is i Ermasundi. Marras (ítalski hernaðarsérfræðingurinn í Berlín) segir, að töfin sé afleiðinig af leiðinlegum sarrmingum, sem nú standa vfir“. 10. ágúst: „Fregnir um frekari frestun á árásinni korna frá Ber- lín- Verður alls ekkert af henni? Hvenær? ! hvaða mynd? Við vit- um ekikert. Þjóðverjamir segja okkur ekki nokkum skapaðan hlut, frekar heldur en þeir gerðu, meðan við vorum hlutlausir". 11. ágúst: „Þýzki fluigherinn hefur farið fram á, að við send- um fluigvélar til að hjálpa þeim í árás á Stóra-Bretland. Þegar við fyrir mánuði síðan buðum þeim þeta, þá sögðu þeir nei- Hvers vegna? Ég er sérstaklega meðmæltur því, að við gerum þetta“. (Árásin á Stóra-Bretland byrj- aði í miðjum ágúst og höfuðár- ásin á London 6-7. september- I byrjun október var sýnilegt, að árásin hafði mistekizt). Hitler vill hafa frið á Balkanskaga 17. ágúst: „Alfierí hefur átt eft- irtektarvert samtal við Ribben- trop. Hér er árangurinn: 1. Þýzka stjómin óskar ekki, að við bætum samband okikar við Rússlamd allt of mikið- 2- Það er nauðsynlegt að fresta öllum ráðagerðum um árás á Júgóslavíu. 3. Árás, sem kynni að verða gerð á Grikkland, er alls ekki vel séð í Berlín. Samkvæmt skoðun Ribbentrops þá verðum við að beita öllum kröftum okkar á móti Stóra- Bretlandi, því að þetta og aðeins þetta er spuming um líf og dauða . . . Auðvitað fél'lumst við á skoðun Berlínar. Ég hef fengið heimsókn frá Mollier (blaðafulltrúa við þýzku sendisveitina), sem segir meira heidur en sendiherrann- Hann fullyrðir, að árásin sé alveg yfir- vöfandi, að innrásarbátar í þús- undatali séu alveg tilbúnir í höfhr- um Ermarsunds, að þessar hern- aðaraðgerðir muni verða djarf- legar, erfiðar og dýrar, en að árangurinn sé viss- Mollier talar um frið í septemberlok". 19- ágúst: „Skipunin hljóðar: Árás á Egyptaland jafnskjótt og þýzkur her hefur lent í Englandi". 22. ágúst: „Mussolini gefur afrit af skipun um að fresta um ó- ákveðinn tíma hverskónar árás á móti Júgóslavíu og Grikklandi. Það lítur út fyrir,- að Þjóðverj- amir hafi lagt áherzlu á þetta.. Halifax hefur haldið merkilega ræðu. Möguleikinn um samkomu- lag er ekki útilokaður. Er þetta skýrinigin á drættinum?" 23- ágúst: ,E1 caudillo (Franco) talar um þátttöku Spánar í stríð- inu- Hann segir, að hann hafi þegar vanið sig við að biðja Þjóð- verjana um hvað eina, sem hann þurfti með‘‘. 27- ágúst: „Mussolini . . . hefur ekki áhuiga fyrir neinu nema á- ætluninni um árásina á Egypta- land. Hann segir, að Keitel álíti hertöku Kaíró enn meira áríð- andi héldur en að taka London.. Árásin (á Egyptaland) á að hefj- ast þann 6. september". Næsta dag fór Ciano til Salz- burg til að hitta Hitler. 28. ágúst: „Hitler kennir veðr- inu um, að ekki hefur enn orðið af árás á Stóra-Bretland- Hann segir, að hann þurfi a.m-k. tveggja vikna gptt veður til þess að geta gert út af við yfirburði Bretanna á sjó- En af öllu því, sem ég hef heyrt, þykir mér sennilegt, að ár- ásinni hafi verið frestað fyrir fullt og ailt. Engu að síður segir Hitler ... að hann hafi vísað á bug miðlumartillögu sænska konungsins". 4. september: „50 amerískir tundunspillar haifa verið lánaðir Stóra-Bretlandi- Mikil æsing og heift í Berlín. Mussolini segir að sér standi alveg á sama“. 5. september: „Hitler heíur haft miklar hótanir í frammi gagn- vart Englendingum, en hann ger- ir sig ekkert líklegan til að hefja leifturstríð á móti þeim“. 11. sepiember: „Þýzka flugárás- in á London heldur áfram. Við vitum ekki nákvæmlega árangur- inn af henni- Það þykir ótrúlegt, en sannleikurinn er sá, að við höfum ekki ennþá fengið neinar skýrslur frá Stóra-Bretlandi- Þjóðverjar hafa hins vegár marg- ar- 1 sjálfri London er þýzkur njósnari, sem á einum degi sendi 29 skýrslur í gegnum útvarp“. Viku seinna lenti Ribbentrop í Rómaborg og hafði með sér textann af þríveldasáttmálanum milli Berlínar, Rómaborgar og Tokyo- 19. septcmber: „Viðvíkjandi Englandi segir Ribbentrop, að það hafi frekar verið veðrið heldur en Royai Air Force, sem hafi hindrað góðan áranigur, en hann sé vís, jafnskjótt og veðrið batni. Innrásin er undirbúin, og hún er framkvæmanleg. Eniska heima- vamarliðið er einskisvert. Ein einasta þýzk herdeild nægir til þess að sigra það“- 20. septembcr: „Annað samtal við Ribbentrop- Það er aðeins við- víkjandi þátttöku Spánar, sem nú virðist vera örugg“. 22. september: „RibbentrPp bendir á þanm möguleika, að möndulveldin slíti stjómmála- sambandi við Bandaríkin. Muss- olini samþyfekir“. Þann 27. september var Ciano í Berlín til þess að undirskrifa þrívéldasiáttmálainn og komst þá að þeirri niðurstöðu, að Þjóðverj- ar væru órólegir út af komandi vetri, að matarskortur væri, og að ensku flugárásimar verkuðu illa á huigi Þjóðverja. Ennþá merki- legra var það, að hann uppgötv- aði, að þýzku loftárásirnar á Eng- land höfðu mistekizt 27. september: „Tvö samtöl við Hitler- Hann talaði ekki um á- standið eins og það var. I stað- inn talaði hann um þátttöku Spánar, sem hann var mótfall- inn, þar sem það mundi kosta meira en vert væri- Það var ekki talað meira um innrás í England eða um að sigra það skyndilega.. Af orðum Hitlers var Ijóst, að hann hræddist langa styrjöld“. Þeir, sem vilga koma greinum og öðru efni i Mónudagsblaðið hafi sambond við ritstjóra eigi síðar en miðvikudag nœstan ó undan útkomudegi. — Með litprentuðu sniðörkinni og hárnákvæmu sniðunum! - Otbreiddasta tízku- og handavinnublað Evrópu! — Með notkun „Burda-moden“ er leikur að sníða og sauma sjálfar!

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.