Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.08.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 18.08.1969, Blaðsíða 4
Mánudagsblaðið Mánudagur 18. ágúst 1969 Bla&fyrir a/ia Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Símar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Fátækt, auBlegi og opinber afskiptí Það sézt ekki á, að harðæri eða su^ur ríki hér á landi, þótt ætla mætti að svo væri, eí dæmt er eftir skrifum nokkurra blaða. Sízt virðist hart í búi hjá æskunni, en raunverulega ætti það að vera yngra fólkið, sem fyrst finndi fyrir því, ef saman dregst, því er fyrst sagt upp og síðast ráðið. Talið er, að um Verzlunarmannahelgina hafi þjóðin, og þó aðallega æskan eytt um 70 miljónurn króna á útimótum, svo ekki sé talað um þá, sem voru um kyrrt í Reykjavík eða kaupstöðum. Þetta er þokkalegur skildingur hjá þjóð, sem hefur það næstum að aðalverki að kveina og kvarta um erfið lífskjör, fátækt og léleg lífskjör. Sagt er, að skemmt- analífið sé helzti mælikvarði á lífsafkomu þjóðar. Ferðalög blómstra hvort heldur er farið út um sveitir eða til útlanda. Gistihúsin virðast gera það ágætt, bíóin blíva og verzlanir „hafa það af". At- vinnuleysi þekkist vart og er síður en svo meira en eðlilegt er í hverju þjóðfélagi. Vöruúrvalið er nóg, bílasölur virðast gera það sæmilegt, þrátt fyrir kvabbið í bílasölunum a.m.k. hætta þeir.ekki né leggja upp laupana í stórum stíl. „Flóttadeild" iðn- aðarmanna flýði ekki fyrr en henni reyndist ó- mögulegt að halda upþi siðúm béirra ára, sérh 'héi hafa komið bezt og almenningur hlaut að knékrjúpa eftir þjónustu þeirra. Annar hátekjuaðallinn hygg- ur nú á þjónustu hjá blámonnum, enda móðgað- ur út í félög sín fyrir að segja upp nokkrum starfs" mönnum. Vissulega er ýmislegt að í okkar þjóðfélagi, en ástæðan er ekki sú, að landið og miðin sjái okkur ekki fyrir þeim nauðsynjum, sem veita okkur öll- um mannsæmandi lífskjör. íslenzka þjóðin þjáist aðeins af einum algengasta sjúkdómi norrænu landanna, og svo hinna nýju „lýðvelda" Afríku: Yfirbyggingin — hið opinbera — er svo gífurleg, að skútan gæti auðveldlega oltið. Við aukum í sí- fellu afskipti opinberra starfsmanna af málum, sem ættu að vera unnin af einstaklingum og á „ábyrgð" þeirra. Raunverulega eru þetta áhrif kratahugsjón- ar umluktrar dýrðarljóma velferðarríkisins, þar sem allir eru jafnir hvort heldur ómenni eða afburða- menn. Þessi hugsjón hefur teygt sig inn í vitund flokka, sem við völdin eru, þannig að nú er svo komið, að hver dóni og meðalmaður telur sig eiga rétt til styrkja, meðlags, stuðnings og allskyns hjálpar. Þessi hugsunarháttur hefur svo eitrað um sig, að hann er farinn að ná til ágætra einkafyrirtækja, sem — sum hver — eru nú ofhlaðin tittluðum for- stjórum og undirtyllum, sem hvorki gera gagn né eru nauðsynlegir. Lausnin er mjög einföld, og mjög vinsæl hjá þeim þjóðum, sem skyndilega vakna upp við vanda, — eru að kollsigla sig á opinberri íhlutun og ofskipan í stöður hins opinbera. Ríkisstjórn og borgarstjóm Reykjavíkur ættu hreinlega að athuga hve mikið óþarfalið er á snærum þess, og síðan losa sig við u.þ.b. 40 prósent þessa fólks og beina því út í at- vinnulífið. Verkefni eru ærin, og ef rétt er að farið, mætti vel nýta þann mannskap, er fengist úr KAKALI skrifar: í HREINSKILNISAGT Pop-hljómsveitir og miklar tekjur — Afklæðist fyrir pen- inga — Nýjar stefnur — Kartöflur og Sjálfstæðisflokkur- inn — Tækifæri að afnema einokun ~* Loforð kaupmanna — „Skoðun almennings" — Innrásin í Tékkóslóvakíu — Sjónarmið kotbóndans — Óskaplegir vitringar — Sjón- armið Rússa. Það Mióta að vera mikil býsn, sem „pop"-hljómsveitar- menn fá fyrir leik sinn. Verk- færi þau, sem þeir spila á ku kosta a. m. k. hálfa miljón per hljómsveit, auk þess, sem kunnugir staðhæfa, að hver hljómsveitarmaour þurfi að vera útlærður rafmagnsfræð- ingur til þess að kunna að setja tólin saman, og stemima þau rétt- Á hátíðinni í Húsaifellsskógi var haldin einskonar keppni, sem Jón Múli kynnti, en þegar til át/ti að taka og búið var að kynna hvaða hljómsveit léki, þá voru þær ekki nærri til- búnar vegna þess, að þær áttu eftir að koma tólum sínum í lag. Var endanlega gripið til öldungahljómsveitar Björns R. Einarssonar, sem síðast átti að leika og hún látin byrja- Sú hljómsveit ku vera svo gamn- aldags, að hún leikur á hljóð- færi. Einn „pop-hljómsveitarmað- ur ku vekja meiri athygli en aðrir. Hann má hvergi á mannamót koma eða skemimti- stað nema rífa sig úr fötunum við óskipta og almenna hrifn- ingu téningastúlkna. Mér er ekiki kunmugt um hve hátt þessar hliómsveitir eru laun- aðar en margir hljómsveitar- menn — af eldri gerðinni — fuilyrða að á skemmtunum eins og í Húsafellsskógi, þá skipti upphæðin tugþúsundum. Ekk- ert er hér fullyrt af okkar hálfu, en miðandi við þær feykilegu vinsældir sem þær njóta þá undrar engan að for- ráðamenn skemmtana greiði drjúgan skilding fyrir þjónustu þeirra. Allir hugsandi menn gleðjast yfir ef einhver fær góða greiðslu fyrir vinnu sína og skiptir engu hvort heldur á í hlut hljómsveit eða verkamað- maður. Þessar miklu greiðslur, ef sannar reynast, sýna þó skemmtilegt verðmætamat, eins og bezt tíðkast í Ameríku. Það er t-d- í frásögur fært, að í Ameríku fær Dean Martin uim 500 þúsund dollara til þess að útbúa hvern sjónvarpsþátt. . Á Islandi fær Flosi Ölafsson ekki nema röskar 100 þúsund krónur fyrir sína þætti í sjón- varpinu og er eðlilega hund- óánægour með þennan lúsar- styrk. Ósamræmið i öllu þessu er svo, að á Islandi fáum við frítt að skoða þátt Dean Mart- ins, en á Islandi verðum við að greiða stórfé fyrir að skoða þátt Flosa. Sjónvarpsumræður Vignis og grænmetissjeffans hafa valdið talsverðum umræðum Árang- ur þeirra er nú kominn í Ijos er kaupsýslumenn bjóðast til að annast einir innfluitning, dreifingu og sölu kairtaflna. Þvi fylgir og yfirlýsing um að þá miuni mikið batna gæði varningsins, en það lögrnál fylgir frjálsum viðskiptum- Hér er gullið tækifæri fyrir „hægri stjórnina" á Islandi að kveða í eit skipti fyrir öll þessa einokunarstofnun. Ef Sjálfstæðisflokkurinn, sem í rauninni ræður öllu mest i þessum málurn, meinar nokk- uð af þeim yfirlýsingum sem oft eru gefnar í sambandi við kjósendaveiðar, þá ber honum heilög skylda til að loka græn- metiseinokuinni og opna dyr hinnar frjálsu samkeppni í þessum málum- Kartöflu- „ástandið" er orðið hitamál húsfreyjanna og tilfinninga- mál Moggans- Að vísu skiptir hinn almenni neytandi emgu máli — fremur en vant er — en hyggilegra væri að fara nú eitthvað að blíðka almenning áður en nær líður kosningum. Það er alltaf auðvelt að koma á einokun í einu eða öðru formi en reyna mætti hvort hið sígilda siagorð frjáls fram- taks — um aukin gæði — hafi eitthvað til síns máls. Það er tækifæri stjórnarinna!r og máske uppsláttur að gefa kaupmönnurn nú langþráð tækifæri til að sanna ágæti fullyrðinga sinna. I öllu falli eru kartöfluræksnin nú nær ó- étandi, hreinn svínamatur, eins og það var orðað í sjón- varpinu- Ekktre hrífur almennan les- anda blaða meir en „skoðanir almennings" á hinum og þess- um málum. Nýjasta skoðun„al- mennings" fjallar um friðar- dúfuþingið og yfirlýsingar komma þeirra er þangað sóttu. Sérstök áherzla var lögð á innrásina í Tékkóslóvakíu, sem að sögn friðardúfnanna var gerð í „þágu friðarins". Mogg- inn leitaðist við að fá al- menning úr öllum stéttum og öllum aldursflokkum til að segja skoðum sína- — íÞað væri sko létt að lifa í henni veröld ef henni væri stjórnað af vitrinigum eins og íslending- um, sem á öllum málum kunna betri skil en aðrir. Ef þau kommagrey, sem létu í ljós samúð með innrás Varsjár- bandalagsins í Tékkóslóvakíu, hafa gert það af tryggð við æðsta vald Rússa þá yfirsést þeim, eins og íslenzku vitring- unum, að allt annað og meira lá að baki aðgerðum Rússa og annarra bandalagsmanna, en brokkgengi Tekka, aukið frelsi þar í landi og einhver snefill af almennum miannréttindum. Ef Tékkar hefðu fengið að fara sínu fram, þá var brotinn al- varlegur hlekkur í varnar- bandalagi austantjaldsmanna, sem þeim er akaf lega dýrmætt- Nokkrar milljónir Tékka, til hægri eða vinstri, skipta minnstu máli. Það er yfirráða- svæðið og lega landsins í sarn- bandi við hernaðar-málefni, sem öllu máli skiptir- Þess- vegna er útilokað að áfellast Rússa í þessu tilefni. Við höf- um hliðstæður úr öllum valda- baráttum, sem háðar hafa ver- ið og ekki sízt í Bandaríkjúh- um sjálfum, sem meiri Muti þjóðarinnar fylgir að málum. Hn íslenzka „skoðun al- mennings" og þeirra menning- arvita, sem þar tjáðu sig í senn einis ómerkileg og óraunhæf, og hún sýnir hve lítið „inn- grip" þetta fólk hefur i það, sem máli skiptir í átökum stór- velda um valdasvæði- En við hverju er að búast í kotríki, sem enga reynsiu hefur og miðar allt sitt við önnur kot- ríki, eins Dg Svía, Norðmenn og Dani, velmeinandi velferð- arhugsjónamenn, sem allstaðar þykjast vita betur en aðrir. Mótmæli alvöruveldanna í V- Evrópu og svo Bandaríkjanna voru hagsmunamál en áttu ekkert skylt við mannúð eða sjálfstæði þessa landskika. Allur vælutónn vesturveld- anna um innrásina var yfir- borðskenndur, þvf skiljanlega vilja stórveldin að hlekkur bresti í austant.ialdskeðjunni • „hvítflibbaliðinu" og þannig kæmi á vinnumark- aðinn. I stað þess, að nýta aðalatvinnuveg landsmanna, útgerðina, erum við enn að brölta og fálma okkur áfram í ýmsum iðnaði, sem aldrei getur blessast, og hefur jafnvel afsannað tilverurétt sinn í mörg- um tilvikum. Ríkisstjórnin barf að gera mikið átak í þeim greinum þar sem við gætum verið fremstir þ.e. fiskiðnaði, en láta skó- og sokkaframleiðsiu lönd og leið. Það eina sem við þurfum er að beina kröftum þjóðarinnar inn á þær brautir, sem við getum verið yfirburðamenn á, en ekki Iengur gæla við þær hugmyndir, að aldagömul iðnfyrirtæki í Evrópu og víðar ætli að gefast upp íyrir bjartsýnum og heldur fákænum „iðnjöfrum" hér uppi á ís- landi. BÖRN Nú er tíminn að þéna peninga — þið fáið FIMMKALL fyrir hvert selt blað — MsnudlcBcjs- hlaSiS

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.