Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.08.1969, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 18.08.1969, Blaðsíða 5
Mánudagur 18. ágúst 1969 Mánudagsblaðið 5 „Faxafréttir" skýra nýjungar og gang innanlandsflugsins i nýútkomnu starfsmannablaSi Flugfélags Islands er drepið á ýms merkileg atriði í innanlandsflugi félagsins. Nú er ferðatíminn mestur og er ekki úr vegi að fólk geri sér grein fyrir flugleiðum innan- lands og möguleikunum þar. Erlendir ferðamenn — Erlendir ferðamenn eru hér fjölmennir þessa dagana og engum ætti að vera Ijósara en einmifct þeim sem að flugmálum og ferðamálum starfa, hve mikilvaegt er að laða sem flesta þeirra hingað i heim- sóknir á komandi árum. Það hef- ur oft verið sagt, að bezta aug- lýsing fyrir sérhvert land sé gest- ur, sem snýr ánægður heim á leið. Það er mikilvægara en með orð- um verður lýst að öll fyrirgreiðsla við farþega félagsins innlenda sem erlenda sé svo sem bezt verður á kosið. Að allt starfsfólk, hvort það starfar í lolfti eða á láði, hagi svo störfum að óaðfinnanlegt sé, og að framkoma hvers og eins sé á þann veg að farþegar félagsins viti og finni að hagur þeirra hvers og eins sé borin fyrir brjósti, að hann eða hún sé velkominn far- þegi og að hver og einn af farþeg- um félagsins sé V-I.P. Innanlandsflug í sumar — Sum- aráætlunin sem gekk í gildi 1. maí s.l- er 1 stórum dráttum svipuð og síðastliðið sumar, en þó eru þar sem öll gistihús Heykjavíkur voru þá yfirfull af ráðstefnugest- um. Um flugið í heild: Flutningar til og frá Isafirði hafa í sumar ver- ið jáfnir og góðir, en þangað er flogið á hverjum degi- Til Sauðár- króks er flogið einni ferð færra en í fyrrasumar. Ástæðan er sú að ekki tókst að fá bílferð til Siglu- fjarðar í framhaldi af fluginu þann dag. Auk þess að þjóna Skagfirðinigum og Sauðárkróksbú- um, þjóna ferðirnar til Sauðár- króks einnig Siglfirðingum enda er bílferð til Siglufjarðar í sam- bandi við öh flug þangað. Milli Reykjavíkur og Akureyrar eru flogin þrjú flug á dag yfir há- sumarið Og hefur farþegafjöldi á þeirri flugleið verið svipaður og í fyrra- Þetta er sú flugleið innan- lands, hvar útlendir ferðamenn eru hvað fjölmennastir. Margar ferðir íslenzku ferðaskrifstofanna eru einnig settar upp, að önnur leiðin er farin á landi en hin flog- in. Milli Húsavíkur og Reykjavík- ur eru þrjár ferðir í viku sam- fyrstu vélum ráðgerðar nokkru færri ferðir í byrjun og endi áætlunarinnar nú. Ástæðan er öllum kunn- Flutn- ingar félagsins halfa ek'ki farið varhluta af fjánmálaástandinu innanlands. Hafa dregizt saman eða staðið í stað að mestu, enda þótt h’tilsháttar aukning hafi orð- ið á eirustaka flugleið. I fyrrasum- ar minnkuðu flutningar milli Reykjavíkur og Egilsstaða veru- lega, svo og á flugleiðinni Akur- eyri-Egilsstaðir. Orsökin var vit- anlega sildarleysið fyrir Austur- landi og þar af leiðandi lítil at- vinna í sjávarplássum eystra. Sama hefur komið uppá varðandi flutninga til staða á Norð-Austur- landi. Síldarleysið hefur lamað atvinnulífið á þessum stöðum og flutningar þangað þar af leiðandi dregizt saman. Það sem af er þessu sumri hafa flutninigar til Egilsstaða verið svipaðir og í fyrrasumar, enda leggja nú iflleiri erlendir ferðamenn leið sína auist- ur bæði til Egilsstaða og Homa- fjarðar. Þetta kom fram í spjalli við Einar Helgason, deildarstjóra fyrir nokkrum dögum- Hann sagði ennfremur að sér virtist erlendir ferðamenn vera seinna á ferðinni nú en s-1. ár. Ekki er gott að segja um hvað veidur, en vera má að stórráðstefna sem hér var haldin í júnímánuði eigi hlut að máli, kvæmt sumaráætllun og satt bezt að segja þá hafa flutningar á þessari flugleið verið með minnsta móti i sumar. Þegar haft er í huga að frá Akureyrarflug- velli eru þrjú flug á dag til R- víkur og samgöngur milli Húsa- víkur og Akureyrar eins góðar og raun ber vitni, er þetta kannske ekiki svo undarlegt. Þeir sem að öðru jöfnu mundu hafa flogið frá H ú s a víku rfl u gvel 1 i fara því i mörgum tilfellum til Akureyrar og fljúga þaðan- Þessu er hins- vegar öðruvísi farið á vetrum, þegar vegir eru langtímum saman lokaðir vegna snjóa- Flutningar til og frá stöðum á Norð-Austurlandi hafa, svo sem að framan getur dregizt saman undanfarin tvö ár. DC-3 flugvél sem staðsett er á Akureyri annast flug til þessara standa og hefur, það sem af er þessu ári, tuftast verið létthlaðin. Áður er einnig minnst á flutninga milli Egilsstaða og Reykjavfkur- Nú eru daglegar flugferðir milli Egilsstaða og Reykjavíkur og tvær ferðir í viku milli Egilsstaða og Akureyrar. Á síðarnefndu flug- leiðinni hafa verið fáir farþegar i sumar er milli Egilsstaða og R- víkur eru flutningar svipaðir og í fyrrasumar. Það er áberandi að bæði útlendir ferðamenn og lgndsmenn sjálfir leita nú meira BREF TIL BLAÐSINS til Austurlands en áður. Á Héraði er margt að sjá. Eiðar, Hallorms- staðaskógur með sinni Atlavík og hávöxnum trjám er heimur út af fyrir sig og óhætt mun að full- yrða að náttúruifegurð Austfjarð- anna gleðji augu jafnvel hinna vandfýsnustu og víðreistustu ferðamanna- Þess má geta að Flugfélagið hefur í vor gefið út vandaðan bækling um Austfirði- Milli Hornafjarðar og Reykjavík- ur eru fjórar ferðir í viku og hafa farþegaflutningar á þessari flug- leið aukizt nokkuð. Tilkoma hins nýja hótels í Höfn hefur örvað ferðamannastraum til Suð-Aust- urlandsins og gefur enda mikla möguleika í ferðamálum þessa landshluta. Milli Fagurhólsmýrar í Öræfum og Reykjavíkur eru tvær ferðir í viku- Á þessari flug- leið hefur orðið mikil aukning farþega s.l. tvö sumur, því sífellt fleiri ferðamenn fýsir til öræfa og Homafjarðar- Sérstaklega er áberandi hve mikill fjöldi ís- lenzkra ferðamanna leggur nú leið sína til þessara staða. Milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur eru 17 ferðir í viku og hafa tflutn- ingar á þessari flugleið verið með svipuðum hætti og s-1- sumar. Surtsey hefur enniþá aðdráttar- afl, einlkum á erlenda ferðamenn og margir vilja sjá þessa nýju eyju enda þótt hún gjósi ekki lengur og ferðamönnum gdfist ekki kostur á að koma þar í land. En að Surtsey frátalinni bjóða aðrar Vestmannaeyjar upp á slíka margbreytni og fegurð að vafalítið mun ferðamannastraumur aukast þangað á næsfcunni- I heild hafa farþegaflutningar innanlands fyrstu sex mánuði ársins aukizt um 3.8%. Fluttir voru 46 833 far- þegar nú á móti 45.128 farþegum á sama tíma í fyrra. Þess ber að geta að í fyrra sfcöðvaðist flugið í tvær vikur í marzmánuði vegna verkfalla og í ár hefur fihigið einnig stöðvast nokkra daga af sömu orsökum. Enda þótt aukn- ing í farþegaflutningum á innan- landsleiðum sé ekki meiri en raun ber vitni hefur sætanýling orðið talsvert betri á fyrstu sex mánuð- um þessa árs en ásama tíma í fyrra, eða 53.7% á móti 48.7%. Framhald af 3- síðu. búðir, ræna verðmætum og, auk þess, fremja nokkur morð. I há- skólum vestra vaða uppi allskyns skeggjar og rumpulýður, taka háskóla hemámi og brenna upp byggingar og kúga yfirmenn til hlýðni og auðsveipni. Marg- daamdur glæpamaður, með lipran kjaft og frumstæðar hugmyndir setur einn stærsta háskóla Banda- ríkjanna á annan endann vegna þess, að yfirvöld skólans gefa honum ekki prófesorsnafntoót. Frumskógamenningin er að verða alls ráðandi. Síðan Kennedy for- seti leysti úr læðingi þetta frum- stæða fólk hefur það álitið sig einbverskonar úrval, eða elite, og fóðrað allan skepnuskap sinn með „frelsi og jafnrétti“ eða hefnd fyr- ir aldagamla kúgun- Forsetinn gerði sér víst ekki ljóst, að þetta fólk á enn hundruð ára til að ná einhverju í líkingu við menningu eða þjóðfélagslega ábyrgð, þótt þar séu ýmsar en ekki margar undantekninigar. Það er skrýtið, en þó satt enda játað ag banda- rískum blöðum, að uppreisnir svertingja vestra hefjast venju- lega þegar hitar geysa að sumar- lagi. „Sjálfsfcæðisbaráttan“ ligg- ur að mesfcu niðri um „kuldatíma- bilið“ nema helzt í háskólum- Það er því engin furða, að margir spyrji hvort þessi þjóð sé að verða snarvitlaus. Svo lamgt er gengið, að flestir listamenn, sem nokkurs virði eru hvort heldur í sjónvarpi eða kvikmyndum, svt> ekki sé tal- að um músik, verða að gera það vinsælda sinna vegna, að brúka svo og svo marga „þeldökka“ listamenn.. í þáttum sínum og myndum, en sæta annars afar- kostum af hendi hálfbrjálaðra öfgasamtaka, sem nefna sig nölfn um villidýra fruanskógarins í Afr- íku og klæðast mamnœfcuúniformi. Ég hefi lengi átt erfitt að skilja aðdáun ykkar á Ameríku og alls ekki síðari árin eftir að allt varð bandvitlaust í þessu landi guðs. Þér birtið ágætar, rötófastar en öfgafuililar greinar um „staðreynd- ir“, svo t>g dagbók ítalska fasist- ans Ciano greifa. Sagt er að Ci- ano hafi haldið tvær dagbækur. Aðra til að þóknast Hitler, ef hann ynni stríðið, hina til að þóknast bandamönnum, skyldu þeir vinna- Það er sennilega sú útgáfan, sem þér birtið. Þetta er hvorfctveggja fróðlegt efni og í ýmsu áhugaverfc, enda mikið um það ritað í Evrópu og Ameriku um þessar mundir. En hafið þér enga dómgreind gagnvart Bamdaríkjamönnum og því ástandi er þar ríkir, að sögn þeirra blaðamanna vestra er það vinna og þekkja glöggt til allra aðstæðna? Ég hefi fimm sinnum komið vesfcur, og satt að segja, þá versnar ástandið þar með ári hverju. Mótmæli á mótmæli ofan vegna aðgerða ríkisins, sönn mót- mæli og sýndarmótmæli hippía,, eiturlyfjaneytenda og úrhrakslýðs eru þar daglegir viðtourðir. Stór- pólitíkusar smjaðra fyrir fámenn- um en háværum öfgaflokkum, sem skreyta fjaðrir sínar í skjóli hins amerís'ka frjálslyndis- Yfir þennan lýð ná helzt engin lög né réttur. Glæpamenn ganga (leika ritstj.) þar lausum hala, háfleyg- ar yfirlýsingar forsetans hafa ekkert mál leyst. Á íslandi er svo ritstjóri viku- blaðs, sem leggur sig í líma við að verja þessa þjóð, þetta háska- lega ástand og þann skrílsrétt sem þar ríkir- Til liðs hefur hann svo Morgunblaðið, sem vinnur það upp í fullyrðingum, sem það skortir vegna þekkingarleysis og undirlægjuháttar (?) (Ha, ha, Moggamenn). Það er komin timi til, að þér sjáið að yður, því blað- ið hefur stórlega batnað, og er oft allvel læsilegt (Vér þökum. ritstj ) Ekki skiuluð þér ætla, að þér gerið bandarískum málstað greiða né bætið upp eða felið það ástand sem raunverulega ríkir þama f vesfcurheimi með þessum skrifum yðar um ágæti þessa drauma- lands. Það eina, sem upp hefist er almennur hlátur að einfaldleik yðar og iblaðsinsrog <nær barna- legri trú á fullyrðingar, sem ekki fá staðizt, ekki einu sinni í banda- ríslku.pressunni, sqm, þótt kjöftug sé, ratast þó stundum satt orð á munn- En þér, eins og Mbl-menn fitnið eflaust í veizlum ameríska sendiráðsins". — S.R.P- Satt bezt sagt, þá hefi ég ekki komið í sendiráðið í 10—15 ár. ncma til að fá áritaðan passa til að fara vestur i blaðamannaferð- svo ekki hefi ég ofalizt af krás- unum í þeim herbúðum. Margt er satt í þessu greinarkomi yðar, sem ég reyndar stytti. En þar gætir einmfiit þeirra öfga, sem þér sakið Bandaríkjamcnn um. Og, persónulega milli okkar S.R-P- og lesenda, þá hefi ég grennst, máske líka á andlega sviðinu, og er nú bæði „sætur og nettur“ eins og sexstelpurnar segja. — Ritstj. Það er ýmislegt nýstárlegt að sjá hjá nýju Leikstofunni að Laugavegi 168. Ýms gamantæki eru þar, bæði fyrir böm og fullorðna, keiluspil og önnur algeng skemmtispil fyrir unga og aldna. Forráðamcnn þessarar ágætu stofnunar eru Óli A- Bieldvedt og Hlöðver öm VUhjálinsson, f ♦

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.