Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.09.1969, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 08.09.1969, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 8. september 1969 Dagbók CIANOS greifa 10. ágúst: „Eg talaði við Musso- lini um erfiðleika, sem höfðu kom- ið upp við landamæri Grikklands og Albaníu. Eg vil ekki gera of mikið úr þessu, en framkoma Grikkjanna er mjög ósanngjörn. Mussolini hefur verið að hugsa um hernaðaraðgerðir í því sambandi, því að hann hefur átt hjá þeim síðan 1923 (þegar Mussolini sendi ítalska flotann til að skjóta á Korfu og heimtaði skaðabætur up á 50 millj. lírur fyrir það að ítalskur sendifulltrúi hafði verið myrtur af Grikkjum, eftir því sem fullyrt var)". 12. ágúst: „Musoslini gerir upp- kast að stjórnmálalegum og hern- aðarlegum áætlunum á móti Grikk- landi. Ef við fáum Leukadíu og Korfu (grískar eyjar í Eyjahafi), þá munum við ekki hafa neinar frekari kröfur fram að færa. Ef Grikkir aftur á móti færast undan þessu, þá förum við í stríð. Jaco- mini og Prasca greifi (hernaðarleg- ur landstjóri í Albaníu) telja þetta bæði mögulegt og auðvelt, ef við förum strax af stað. Mussolini hefur enn á ný orðið ofsareiður út í millistéttina: „Þegar stríðið er afstaðið þá skal ég ráðast á millistéttina, sem er bæði rög og fyrirlitleg. Við verðum að eyði- legja hana líkamlega, kannski með því að undanþiggja tuttugu pró- sent". 15. ágúst. „Grísku skipi hefur verið sökkt af kafbáti af ókunnu þjóðerni ..." 26. ágúst: „Þýzkaland vilíf'hváð sem það kostar, komast hjá óeirð- um á Balkanskaganum (milli Ung- verja og Rúmena út af Transyl- vaníu) .... Ribbentrop er að hugsa um að kalla báða utanríkis- ráðherrana til Vínarborgar og gefa þeim vingjarnleg ráð möndulveld- anna. Allt þetta verður auðvitað samfara nokkrum hótunum". Olían er einasta áhugamál Hitlers 27. ágúst: „Fundinum í Vínar- borg er frestað til morgundagsins. .. Eftir því sem mér skilst af því, sem Ribbentrop segir mér í síma, þá er Foringinn þeirrar skoðunar, að Rúmenar eigi að láta af hendi um 15.400 fermílur til Ungverja- lands, sem hefur heimtað 23.000. Mussolini hefur ekki skapað sér neina ákveðna skoðun um þetta mál . . Árásin (á Egyptaland) á að hefjast þann 6. september". 28. ágúst: „Hitler .... talar lítið um vandamálin milli Ung- verjalands og Rúmeníu .... Það einasta, sem hann hefur áhuga fyr- ir, er að hafa frið áfram, þannig að olía Rúmeníu haldi áfram að streyma inn í skriðdreka hans". 29. ágúst: „Ribbentrop og ég á- kveðum að leysa vandamálið með gerðardómi. Ef við eigum að fara að byrja á umræðum, þá verður enginn endir á þeim. Ungverjarnir samþykktu fyrir sitt leyti í dag. Rúmenar Iáta okkur bíða eftir sínu svari . . Meðan við bíðum, drög- um við Ribbentrop upp nýju landa mærin og segjum fyrir um skilmál- ana. . Það er hörgull á mat í Vínarborg." 30. ágúst: „Gerðardómurinn er undirritaður með sérstakri athöfn. Ungverjar geta ekki ráðið sér fyrir gleði, þegar þeir sjá kortið. Síðan heyrðum við skell. Það var Manú- ilescu (rúmenski utanríkisráðherr- ann) sem féll í ómegin við borðið. Læknir, nudd, kamfóra. Hann rakn ar við aftur, en lítur illa út." 7. september: „Mussolini hefur (á ráðuneytisfundi) afmr vakið máls á væntanlegri árás á Egypta- Iand. Hún átti að byrja í dag, en Graziani hershöfðingi hefur beðið um, að henni verði frestað í einn mánuð". 9. september: „Árásinni á Egypta land hefur enn á ný verið frestað. .... Það hefur víst aldrei verið lagt út í nokkra hernaðaraðgerð með eins mikilli andúð herforingj- anna". 14. september: „Árásin gegn Egyptalandi er byrjuð (12. septem- ber) .... Englendingar draga sig til baka án þess að berjast...... Mussolini álítur framsókn okkar til Mersa Matruh mikils virði". 16. september: „Mussolini er ó- rólegur út af því hve hægt gengur að komast áfram til Egyptalands Sannleikurinn er sá, að ennþá hafa engir bardagar átt sér stað". Ribbentrop lenti í Rómaborg þann 19. september. 19. september: „Hann er í góðu skapi og ánægður yfir þeim fagn- aðarmóttökum, sem hann fékk af þeim mannsöfnuði, sem lögreglan hafði safnað saman. . . Ribbentrop sa gði, ufídireíns óg við vorurn komnir upp í bílinn, að hann hefði merkilegar fréttir að færa, sem hann hefði með í skjalatösku sinni — hernaðar’samband við Japani. Rússneski draumurinn hefur orðið að reyk vegna tryggðasáttmálans við Rúmeníu. Hann heldur, að slíkt bandalag verði hagkvæmt gagnvart Rússlandi og móti Ameríku, sem mun ekki þora að Ieggja út í bar daga með árás japanska flotans yfir höfði sér". 24. september: „Um nóttina sím- aði Mackensen (þýzki sendiherr- ann í Róm), að de GauIIe hafði skotið upp í Dakar (frönsku Vest- ur-Afríkti) með nokkur ensk her- skip og heimtað, að Frakkar gæfust upp. Landstjórinn veitti mótstöðu, og Pétain heimtaði leyfi vopnahlés nefndarinnar til að fá að senda nokkur frönsk herskip, meðal þeirra orrustuskipið „Strasbourg", út í Atlandshaf. Þjóðverjar voru á móti þessu og ég einnig". 27. september: „Samningurinn var undirskrifaður (í Berlín), en andrúmsloftið er svalara. . . Meira að segja mannþyrpingin á götun- um .... var sýnilega skipulögð. Á hverri nóttu er fólkið fjóra eða fimm tíma í kjöllurunum (vegna loftárásanna). Fólkið þjáist af svefnleysi, lausung er ráðandi milli manna og kvenna, og kuldinn þjakar fólkið. Farsóttir ganga vegna ofkælinga". 3. október: „Briseo, sem er flug- málasérfræðingur, hefur gefið okk- ur skýrslu um flugstyrk okkar í Norður-Afríku. Skipulagning okk- ar og aðdrættir eru hvorttveggja lélegr, og okkur vantar árásarflug- vélar. Englendingarnir hafa færri flugvélar en við, en valda okkur mjög miklum erfiðleikum". Fundurinn í Brenner 4- október: „Eg hef sjaldan séð Mussolini í eins góðu skapi og í dag í Brenner. Samtalið (við Hitl- er) var það eftirtektarverðasta, sem ég hef heyrt hingað til. Hitler lagði loksins nokkur af skjölum sínum á borðið. . . Aðalniðurstöðurnar eru: 1. Það er ekki Iengur hugsað um að ráðast inn í England. 2. Það er ekki lengur von um að fá Frakkland yfir í sambandið á móti Bretlandi. 3. Meira er nú lagt upp úr Mið- jarðarhafssvæðinu, sem er gott fyrir okkur. Hitler var vígreifur og mjög eindreginn á móti bolsévíkum". 12. október: „Mussolini er kom- inn aftur. Hann er mjög gramur út í Graziani .... en um fram allt er hann ergilegur út af því, að Þjóðverjar hafa hertekið Rúmeníu (hertakan byrjaði þann 11. októ- ber með þeirri átyllu, að Þjóðverj- ar vildu vernda olíulindir Rúmen- íu fyrir enskum skemmdarverkum). „Hítler lietur mig aldrei vita, fyrr en allt er fuOkomlega afráðið", segir Mussolini. „í þetta skipti ætla ég að borga honum í hans eigin mynt. Hann skal fá að frétta í blöð- unum, að ég hef hertekið Grikk- land". Mussolini ákveður að bregða skjótt við. Eg held, að þessi hern- aður verði okkur til hagnaðar, og að þessar hernaðaraðgerðir veröi auðveldar". 14. október: „Mussolini .... á- kveður daginn (fyrir árásina á Grikkland) þann 26. október". Badoglio marskálkur (herráðs- foringi) hefur illan bifur á hern- aðaráætlunum okkar á móti Grikk- Iandi. Foringjarnir þrír fyrir her- ráðinu hafa í einu hljóði látið í Ijós andúð sína á henni. Núverandi herstyrkur okkar er ófullnægjandi, og flotinn virðist ekki ætla að verða fær um að ráðast á land við Prev- eza (í Vestur-Grikklandi), vegna þess hve útgrunnt er þar. .. Eg álít augnablikið vel valið frá póli- tísku sjónarmiði. Grikkland er ein- angrað. Tyrkland mun ekki hreyfa sig, ekki heldur Júgóslavía. Ef Búlgarar fara með í stríðið, þá verða þeir okkar megin. Dagur árásarinnar ákveðinn 22. október: „Mussolini hefur út- búið bréf til Hitlers. Hann gefur í skyn, áð við munum bráðlega ráðast á Grikkland, en hann segir aftur á móti ekkert, hvernig við munum gera það eða hvenær, því að hann óttast, að Hitler muni enn- þá einu sinni banna honum það. Margt bendir til þess, að menn í Berlín séu ekkert hrifir af því, að því, að við förum í hergöngu til Aþenuborgar. Nú er búið að á- kveða daginn 28. október. Eg byrja að gera uppkast að þeim úrslitakostum, sem Grazzi (ítalski sendiherrann) á að af- henda Metaxas (gríska forsætisráð- herranum) kl. 2 um morguninn þann 28. október. Það er auðvitað skjal, sem ekki gefur Grikklandi nema einn möguleika". 24. október: „Ribbentrop símar frá járnbrautarstöð í Frakklandi. Hann segir frá fundi með Franco og Pétain, og hann er yfirleitt bjart sýnn. Hann segir, að samvinnuáætl- unin muni nú um það bil að gefa jákvæðan árangur". 25. október: „Með Mussolini á- kveð ég diplomatisku árásina við- víkjandi Grikklandi. Hann sam þykkir Iíka tillöguna um fund milli hans og Sovét-sendiherrans, strax eftir að árásin er hafin. . . Mac- kensen hefur í millitíðinni skýrt ítarlega frá fundum Hitlers við Frakka og Spánverja og frá inni- haldinu í leynilegum þríveldasátt- mála við Spánverja. Ribbentrop stingur upp á, áð f undur skuli verða haldinn í Flórens 28. október milli Hiders og Musso linis. Þessi ferð Hitlers hingað, strax eftir að hann hefur hitt Peta- in, felur mér ekki. Mér mundi ekki þykja varið í, að hann fengi okkur glas með svefnlyfi vegna kröfu okk ar á Frakklandi". 27. október: „Skærurnar aukast í Albaníu. Nú má búast við árás- inni á hvaða augnabliki sem er. Samf voru fjórir sendiherrarnir — Þjóðverjinn, Japaninn, Spánverjinn og Ungverjinn — sem ég afhenti textann af úrslitakostum okkar til Grikklands, mjög hissa". 28. október: „Við gerum árás í Albaníu (þetta var byrjun til her- ferðarinnar móti Grikklandi) og höldum fund (með Hider í Flór- enz). Það hefur gengið vel á báð- um stöðunum. Þrátt fyrir slæmt veð ur miðar hersveitum okkar vel á- fram, þótt þær vanti flugvélastyrk. Fundurinn í Flórenz sýnir, að okk- ur hefur ekki vantað þýzka hjálp. . . Mussolini er í mjög góðu skapi". 29. október: „Veðrið er slæmt, en hersveitum okkar miðar áfram. . . Enginn hreyfir Iegg né lið til þess að verja Grikkina. Nú er það eiginlega aðeins spursmál um hraða. Við verðum að vinna með hraða. Eg fer í kvöld til Tírana (höfuðborgar Albaníu)". 1. nóvember: „Loksins er komið sólskin og fagurt veður, og ég nota tækifærið til þess að gera volduga loftárás á Saloníkí (grísku hafnar- borgina við Eyjahafið). Á leiðinni til baka var ráðizt á mig af grískri orrustuflugvél. Það gekk vel, en ég verð að viðurkenna, að það er ó- þægileg reynsla". 6. nóvember: „Mussolini er ekki í góðu skapi út af gangi málanna í Grikklandi. Árásin í Corizza komst Ioksins í gang, óvinunum hefur munað töluvert áfram, og það er staðreynd, að á áttunda degi hernaðaraðgerðanna eru það Grikk ir, sem eru í sókn. . . Eg trúi því nú ekki, að við munum verða sigr- aðir, þó að margir fari að ímynda sér það". 7. nóvember: „Ósigur okkar á Corizza-vígstöðvunum byrjaði, þeg- ar albönsk hersveit flýði í ofsa- hræðslu. Það voru engin svik í tafli. . . Soddu (ítalski stjórnand- inn í Albaníu) segir, að ef við fá- um nokkrar Alpahersveitir, þá muni öll hætta vera úti fyrir okk- 8. nóvember: „Grazzi (ítalski sendiherrann) er komin aftur frá Aþenuborg og fullyrðir, að ástand- ið í landinu sé miög slæmt, og áð mótstöðunni megi nánast Iíkja við grasbruna. Samkvæmt því, sem hann sagði, þá tók Metaxas (gríski forsætisráðherrann) móti úrslita- kostum okkar í morgunslopp og var tilbúinn til þes að skrifa undir. Fyrst eftir að hafa talað við kon- unginn og brezka sendiherrann varð afstaða hans ákveðnari". 9. nóvember: „Gríska árásin er að fjara út. En því miður höfum við heldur ekki nægilegan styrk- Ieika til þess að hefja sókn á ný. . Hitler hefur haldið ræðu. . . AHt of mörg persónuleg rök til þess að vera sannfærandi. Tilgangurinn með henni var að styrkja kjark þýzku þjóðarinnar, þar sem hún er vonsvikin út af úrslitum amerísku kosninganna (Roosevelt var kos- inn forseti)". 10. nóvember: „Neville Chamb- erlain er dauður. Mussolini leggur ekkert upp úr því en segir bara: „í þetta skipti missti hann fyrir fullt og allt af strætisvagninum". Hann var svo ánægður yfir at- hugasemd sinni, að hann bað mig að taka hana með í dagbók mína". Himininn dökknar 12. nóvember: „Dimmur dagur. Englendingar hafa, án aðvörunar, -ráðizt á ítalska flotann- -w.Taj-antó (h.öfuðflotastöð ítala í suðurhluta landsins) og sökkt orrustuskipinu „Cavour" og skemmt stórkostlega orrustuskipið „Littorio" og „Duil- io". . . Mussolini tók þessu rólega og virðist ekki sjá fram á, hve al- varlegt tjónið er". 13- nóvember: „Mussolini er að missa traust á Badoglio (sem þá vat herráðsforingi) ". 15. nóvember: „Grikkir virðast hafa hafið á ný árás á allri víglín- unni. . Okkur vantar fallbyssur, en Grikkir hafa nýtízku stórskota- Iið, sem þeir beita vel". 18. nóvember: „Ribbentrop et mjög vinsamlegur, þegar hann mætir mér í Salzburg. Þjóðverj ar líta döprum augum á framtíð- ina. . . Borða dádegisverð með Serrano (Suner, spánska utanríkis- ráðherranum) ásamt Ribbentrop. Serrano er ekki myrkur í máli. Hann hefur lítinn hemil á sér og er auðséð, að Þjóðverjum fellur það ekki. Hann fordæmir tilraunir Þjóðverja til þess að reyna að ger- ast bandamenn Frakklands. Seinna um daginn hitti ég Hitl- er í Berghof. . . Það var þungt loft. Hitler er svartsýnn og álímr, að ástandið hafi versnað mikið, vegna þess sem gerzt hefur á Balk- anskaganum. Hann Ieyfir ekki nein ar mótbárur á móti sínum dómum. Eg reyndi að fá orðið, en hann leyfði mér ekki að tala. Fyrst eftir að leið á samtalið, og eftir að hann gaf samþykki sit til samninga okk- ar við Júgóslavíu, varð hann ein- Iægri og hlýlegri. Hugsunin um samband við Júgóslavíu verkaði mjög vel á hann.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.