Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.09.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 08.09.1969, Blaðsíða 8
Allt úr skemmtistöðum STÆLT — LOGIÐ — LÁNAÐ ÁTTATÍU og sex ára gamall maður varð að almennu umræðu- efni vegna þess, að hann hafði nýlega gifzt 19 ára stúlku, voða kroppi. Dag einn haltraði hann á barinn, til að ræða við vinina, en þeir ruku þegar upp og buðu honum upp á hvern sjússinn á fætur öðrum, til þess að hann myndi losa um tunguræturnar og segja þeim frá brúðkaupsnóttinni. Karl lét ekki á sér standa og byrjaði frásögnina: „Yngsti sonur minn bar mig upp í svefnherbergi og lagði mig í rúmið hjá seiðandi konunni minni", sagði hann. ,,Við eyddum nóttinni saman, en síðan komu þrír synir mínir og báru mig úr rúminu". Félagarnir urðu hvumsa við og spurði hvemig á því stæði, að þrír synir hans hefðu borið hann út þegar ekki þurfti nema einn að bera hann inn? Það var stolt í svip gamla mannsins þegar hann svaraði: „Ég streyttist eins og Ijón á móti þeim". OG TALANDI um bardaga: Mímisbar Sögu og Vikingasalur Loftleiða eru nú aðal stríðsvellirnir um helgar, og má vart á milli sjá hverjum veitir betur. Það er áberandi segir starfsfólk- ið, að kvenfólkið er í miklum meiri hluta á báðum stöðum og milli þeirra stendur stríðið fremur en karlmanna, sem pikka það upp að vilja í slúttið. Fráskildar og ekkjur eru þar áber- andi, en einstaka grúppur kvenna, sem eiga menn sína fjar- verandi koma þar til að láta sjá sig og sjá aðra. EINN AF betri borgurum okkar, sem er líkamlegur væskill, þróttlaus og uppburðarlaus, hafði konu sína grunaða um græsku. Dag einn kom hann óvenju snemma heim úrvinnunni og sá ókennda regnhlíf í fatahenginu, ásamt hatti, en kon- una siná á lergubekknum í fangi ókunns manns. Trylltur af hafndarhug, greip hann regnhlífina, braut hana í sundur á hné sér og hrópaði: ,,Hafðu þetta helvískur og ég vona að það komi ausandi rigning". SÍMINN HRINGDI um miðnæti og æst rödd ungrar konu hrópaði: Það eru tveir ungir menn að reyna að brjótast inn um gluggann hjá mér hér í Breiðholtinu". ,,Kona góð, þetta erekki lögreglustöðin, þetta er slökkvilið- ið", svaraði maðurinn. ,,Já, ég veit það, en íbúðin mín er á þriðju hæð og þá vantar stiga". ÞRÁTT FYRIR yfirlýsingar öfgafólk'fe í Hafnarfirði varðandi leyfi um vínsölu þar, þá er fullyrt að meirihluti eiginkvenna séu fylgjandi, að Hafnarfjörður hafi eitt vínsöluhús. Ástæðan er sú, að þær eru miklu rólegri ef þær vita af eiginmönnum sínum innan bæjartakmarkanna, en að þeir séu að flækjast í Reykjavík, þar sem of margir þeirra hafa orðið veðurtepptir í ofsaveðrum vetursins. fllltaf hrakar aumingjanum vinnubrögð Það þurfti ekki prentaraverkfall - og almennt blaðaleysi — til þess að sýna íslendingum hversu algjörlega ófullnægjandi sjónvarps- dagskráin er. Það er nú svo kom- ið, að gagnslaust er að gagnrýna sömu lélegu upptugguna viku eft- ir viku, því Jeiðréting eða umbót fæst ekki. Því síður er það mein- ingin að lofa þá þætti er skamm- lausir teljast, innlendir eða útlend- ir. Að venju er bent á, að hálfu sjónvarpsins, að féleysi ráði mestu um þáttaval, en það ber að skilja þannig að „fyrst við getum ekki keypt það bezta, þá kaupum við það lélegasta". Þetta er máske skýr- ing en ALLS ekki afsökun. Sjón- varpinu hefur stórfarið aftur — í öllu. Beztu erlendu þættirnir, kvik- myndir, teiknimyndir og framhalds þættir, eru að hverfa eða horfnir með öllu. í stað þess er boðað að í vændum séu einmuna lélegir úr- gangsþættir frá Norðurlöndunum og — jú, ein vinsæl glæpamynd. Vitanlega.teljum við það einkamál, þótt nýi dagskrárstjórinn lifi í sí- felldum spenningi um örlög Hróa BluóJynr alla Mánudagur 8. september 1969 Hattar, viku eftir viku, en ftillorð- ið fólk telur það hart, að bezti sjón- varpstíminn skuli tekinn undir þetta ævintýri. Fréttastofan virðist nú upp á kant við slökkvistöðina og árekstradeild lögreglunnar, því hinar tíðti bruna- og slysamyndir eru ekki eins tíðar og áður. Enn er þó lakara að fréttastofan er, að því bezt verður séð, í ósætti við erlendar myndafréttastofur, því þaðan er varla birt nokkur nýtileg frétt, þótt ýmislegt markvert sé að ske úti í hinum stóra heimi. Sjónvarpið hefur á að skipa all- fjölmennu liði sem hefur í fórum sér kvikmyndavélar. Ekki getum við þó almennt álitið að hæfileik- ar þess til fréttamyndatöku sé í nokkru samræmi við verðið á hin- um dýru tækjum þeirra. Innlend- um fréttamyndum fer hrakandi undantekningalítið og viðvanings- bragur á viðtölum — „eðlilega myndatakan" — er oftast afkáraleg ur amatörismi. Eins og að ofan getur þá er alls ekki meining okkar að endurtaka í sífellu að einstaka þættir séu dá- góðir eða ágætir. En það er leiðin- legt og þreytandi að geta aldrei birt jákvæða gagnrýni um þessa stofn- un, þó menn séu allir af vilja gerð- ir. Og m. ö. o. hvað hyggur hinn músíkalski dagskrárstjóri sjón- varpsins, að mörg börn hafi setið hrifin og ánægð yfir „klassísku barnatónleikunum" sem fluttir voru um daginn? Það er þarflaust fyrir sjónvarpið að vinna eftir gömlu reglunni — „niður skal það í þig helvízkur, hvort sem þú vilt eða ekki". — STAÐREYNDIR — sem ekki mega gleymast: (35) Kúgunarkerfi lýðræðisins MIKLUM ótta sló á eiginkonur skipsmanna á Mánafossi þegar eitt blaðið upplýsti að skipið yrði eftir í útlöndum og skips- höfnin kæmi fljúgandi heim. Þó róuðust frúnnar talsvert þegar annað dagblaðið leiðrétti fréttina og lýsti yfir að skipið kæmi sjálft með áhöfnina. — Flugvélar eru svo andskoti fljótar i ferðum. Takmarkalausir hæfileikar — Hrösun skræfunnar — Úrræði kvígunnar — Vinstriritbrellur — Gleði Churchills — Vondir rithöfundar — Leiðréttingar skjólinu. Áratuga reynsla hefir fært þeim heim sanninn um það, að á grundvelli þessa eiginleika alþýðu er hægt að sletta hverju sem er úr penna eða gubba upp úr sér, án þess að þörf gerist á að finna orð- um sínum stað, og það alveg eins þó að hið gagnstæða blasi hvar- vetna við. Þannig er auðvelt að halda sérhverri Iygi við beztu heilsu um tíma og eilífð eða vekja nýjar til lífsins að vild, og þarf þess vegna enginn að furða sig á þeirri grósku, sem verið hefir í lýðræð- inu allt frá því að það tók að færa sér þessa uppgötvun í nyt á skipu- legan hátt og gerði sér þannig grein fyrir forsendu sinni. Sannanir fyrir þessari fullyrðingu gnæfa vitanlega alls staðar við him- in. Svo að aðeins ei.n afar nærtæk og einkar eftirtektarverð sönnun sé hér valin af handahófi, má t.d. benda á þessa: „Hinn fáfróði og hrekklansi fjöldi sérhvers lands verdur þess ekki var, hvernig hann er blekktur, og þegar allt er af- staðiö, þá uppgötvast að vísu hinar og þessar lygar, en þá þeg- ar heyrir allt sögunni og fortíð- inni til og hinum áformaða á- rangri hefir verið náð fyrir löngu, þannig að enginn gerir sér það ómak lengur að kanna málavöxtu og leiða sannleikann í Ijós." — Arthur Ponsonby (1871— 1946), síðan 1930 Baron Pons- onby of Shulbrede, brezkur ráðherra, kanslari Lancasterher- togadæmis (1931): FALSE- HOOD IN WAR-TIME (Ge- orge Allen & Unwin, London, 1928); úr inngangsorðum. Náðargáfa Alkunn er sú staðreynd á meðal þeirra fræðimanna, sem fást við múgrannsóknir, að einungis fátt eitt er almenningi gefið í ríkulegri mæli heldur en hæfileikinn til þess að gleyma. Náttúran hefur m.a.s. verið svo ofurörlát í þessu efni, að það er ekkert ofsagt, þegar fullyrt er, að þessum hæfileikum séu nán- ast engin takmörk sett. En það eru fleiri en frasðimenn, sem hafa gert sér þessa staðreynd Ijósa fyrir löngu,.þ. á. m. flestir þeir, er hafa lífsframfæri sitt af lýðræðisvafstri, enda liafa þeir óspart skákað í því Fyrrverandi hægriflokkur Allt - fram á miðjan f jórða tug þessarar aldar var starfandi hér þróttmikill, heiðarlegur og oft býsna róttækur hægriflokkur, sem bara úr þingflokki sínum einum hefði hæglega getað skipað úr sínum hópi í mörg ráðuneyti samtímis með mesta sóma, hlaut enda alltaf nálægt 50% greiddra atkvæða í kosningum og naut fyrst og fremst fylgis þeirra, sem ekki töldu „hina lægst launuðu" endi- lega vera sérlega orkuuppsprettu framfara og blómlegs menningar- lífs. Fylgismennirrtir fúsáúðu víð allri „velferð" í formi uppbóta og styrkja, og myndi hafa klýjað við heilaspuna um „að það er ekki hægt að stjórna nema í samráði við verkalýðshreyfinguna" þó ekki hefði verið nema af þeirri ástæðu, að þeim var fullkunnugt um, að hið gagnstæða er sönnu nær. Geng- islækkanir töldu þeir það, sem þær oftast voru og eru: þjófnað og flótta lýðræðislegra fúllífismanna undan fargi eigin skræfuháttar og heimskupara. Skömmu fyrir stríðsbyrjun tók frjálslyndi að grafa um sig í for- ystuliði flokksins, en frjálslyndi er aðeins „fínna" orð yfir hugtök, sem annars eru venjulega táknuð með orðunum uppgjöf, stefnuleysl, kaupsýslan með hugsjónir og skoðanir, samkomulagsþrá við and- stceðingana, svik. Af þessu leiddi eðlilega, að vinstrimenn urðu stöð- ugt áhrifameiri í flokknum, eink- um fyrir sívaxandi umsvif eins dyggasta Iærisveins og flokksbróð- ur Hriflu-Jónasar, er skömmu áður hafði hrasað út af framsóknarlín- unni af ástæðum, sem honum voru ekki auðveldlega viðráðanlegar, og hafði komið sér upp dásnotra verkalýðsfélagi á snærum flokksins, sem andstæðingarnir kölluðu gjarn- an „Oskukarlafélag íhaldsins — Óðinn". Þar var eins og gefur að skilja prýðisgóður jarðvegur fyrir innfluttar jafnaðarkenningar, óbeit á sjálfstæðum atvinnurekendum og fyrirlitningu á öllum þeim, sem að einhverju leyti fengust við verzlun og vörudreifingu. Samtímis settust vinstrimenn að aðalmálgagni flokksins og tókst undrafljótt að ná Framíhald á síðu 7

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.