Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 1
BlaSfyrir alla 21. árgangur Mánudagur 15. september 1969 13. tölublað Þreyttir menn í ráðherrastólum — Órói yngri flokksmanna — Fastir iyrir — Van- rækt stjórnarstörí — Valdafýsn og þráseta. í ríkisstjórn íslands sitja nokkrir þreyttir menn. Þeir hafa nú um árabil stýrt þjóðarskútunni í gegnum brim og boða meS misjöfnum árangri. Skerin á siglingaleiðinni hafa verið mörg, og stundum hefur skútan steytt á þeim. En framundan eru nú þverhníptir klettar og grýtt fjara, og þurfa sjómenningarnir að taka á honum stóra sinum, ef þeir ætla ekki að sigla I strand. Við blasir atvinnuleysi, peningaleysi og hvers konar sundrung, ef ekki gerist kraftaverk eða dr. Jóhannes Nordal sendi Alþjóðabankanum skeyti og biðji um rekstrarlán. Nú duga ekki lengur ráð hagfræðinga, og líklega hjálpa Bretar okkur ekki með því að fella pundið. Samt bíða allir spenntir eftir hinni árlegu nóvember-gengisfellingu, sem líklega kemur þó ekki fyrr en eftir áramót. Tveir doktorar — Dr. Gylfi Og hvernig líður svo sjömenn- ingunum á stólunum sínum, sem sumir halda að þeir hafi fengið lífs- tíðarábúð á. Sterku mennirnir tveir í ríkisstjórninni dr. Bjarni Bene- diktsson og dr. Gylfi Þ. Gíslason láta engan bilbug á sér finna. Það er kannski af því, að þeir eru báðir doktorar. Dr. Gylfi hefur á síð- ustú árum staðið af sér marga felli- bylji; hann hefur gefið út reglu- gerðir á báða bóga, fengið sam- þykkt bráðabirgðalög, átt í styrjöld- um við háskólaprófesora, sem svo eru sundraðir innan deilda skólans og fullir af hatri hver til annars, að mest líkist skopleik, eða harmleik. Stúdentar hafa fylgt honum hvert fótmál; inn á einkaskrífstofu hans, að skipi er hann hefur farið í sum- arleyfi, og jafnvel tekið á móti hon um. Hann hefur haldið fleiri tæki- færisræður en nokkur annar ráð- herranna og horft á mun fleiri í- þróttakappleiki en þeir. Þá má heldur ekki gleyma því, að dr. Gylfi er bankamálaráðherra og við- skiptamáJaráðherra, og hefur í ýmsu að snúast varðandi inngöngu íslands í markaðsbandalög. Hann skipar líka fleiri menn í embætti en nokkur annar ráðherra. Þá er hann og formaður Alþýðuflokksins, og þar stendur hnífurinn í kúnni. Þar verður dr. Gylfi að berjast með hnúum og hnefum til að halda sam an litlum flokki, sem er fullur af ungum reiðum mönnum, er vilja fá eitthvað af völdunum í sínar hend- ur. En dr. Gylfa hefur tekizt að klofa skaflinn, enda er hann lík- lega mesti „diplomatinn" í stjórn- inni. Hins vegar er ekki vafi á því, að dr. Gylfi hefði ekkert á móti / BLABINU ÍBAG Jónas Haralz og íhaldið. Ég er fræðslustjórinn. Brjóstahaldarastyrjöld. Stéttamismunur, Kakali. Staðreyndir - Mbl.-málið. Sjónvarp. Dagbók Cianos. því að verða utanríkisráðherra, ef flokksbræður hans leyfðu það. Það er mun rólegra embætti, og kom- um við að því síðar. Dr. Bjarni En kannski hefðum við átt að tala um dr. Bjarna Benediktsson á undan dr. Gylfa. Dr. Bjarni er jú skipstjórinn á skútunni. En hann stjórnar líka stórum flokki, og hef- ur orðið aðhafa sig allan við til að halda honum við efnið. í Sjálf- stæðisflokknum er nú hver höndin upp á móti annarri, og ekki batn- aði ástandið, þegar dr. Bjarni á- kvað að skipa Jónas Haralz, banka- stjóra Landsbankans, þvert gegn vilja flestra flokksmanna, sem fremur hefðu viljað Höskuld Ólafs- son, Gunnar Thoroddsen, eða ein- hvern annan Sjálfstæðisflokks- mann í starfið. En dr. Bjarni hefur löngum farið sínu fram, og kannski hefur dr. Gylfi gefið honum holí- ráð við valið. Að minnsta kosti verður dr. Bjarni ekki sakaður um að hafa valið eftir gömlum og gild- um „pólitískum" aðferðum. Hver sem verður niðurstaðan í þeirri ó- urlegu valdabaráttu, sem nú á sér stað innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem þeir ungu eru að angra þá eldri, mun dr. Bjarni aldrei hafa látið hvarfla að sér eitt augnablik að láta af starfi forsætisráðherra meðan sætt er. Þeir eru harðir í horn að taka skipstjórarnir af eldri kynslóðinni, og engin skyldi van- meta klókindi og kraft dr. Bjarna. Magnús frá Mel Þá höfum við talað um tvo þá sterkustu. Næstur í röðinni er lík- lega Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra. Hann hefur aðallega beitt kröftum sínum að undanförnu í það, að sneiða eithvað af höfði rík- isbáknsins, sem ofvöxtur hefur hlaupið í og valdið jafnvægisleysi þjóðarlíkamans. Nokkuð hefur hon um orðið ágengt, en enn eru heilar hersveitir af óarðbæru fólki í stofn unum hans. Magnúsi hefur þó tek- izt að hrella ýmsa, sem um árabil hafa rekið stofnanir ríkisins sem einkafyrirtæki, og hagað sér eins og fínu mennirnir í útlöndum. Miður hefur Magnúsi tekizt við skatta- málin. Hópar manna vaða ennþá uppi, dreifa um sig peningum, búa í þrjú, fjögur og fimm hundruð fermetra „villum", eiga minnst tvo bíla, velklædda konu (og kannski eina til tvær í laumi) og borga vinnukonuútsvar. Óréttlætið í skattamálum þjóðarinnar er svo mikið, að hvaða stjórnmálamaður sem væri, úr hvaða stjórnmála- flokki sem væri, kæmist á tindinn, ef hann setti leiðréttingu skatta- mála á oddinn og berðist fyrir því máli. Til að lagfæra þessi mál þarf engin venjuleg lög. Skattstjórar þurfa að fá völd til að geta gengio í skrokk á þeim mönnum, sem svíkja undan skatti ólöglega, eða skjóta sér á bak við lögin til að gera það. ísland er nefnilega merki legt að því leyti, að hér má gera svo margt ólóglegt löglegt. Það er heldur ekki nóg að hafa ríkisskatt- stjóra og skattarannsóknadeild, ef þessir aðilar fá ekki starfskrafta til að vinna verkin. Þarna hefur Magnúsi ekki tekizt nógu vel, enda þarf mikið átak, því íslendingar eru heimsmeistarar í skattsvikum. Ingólfur á Hellu Hver er svo fjórði sterkasti. Þar verðum við að kasta upp krónu, og láta hana gera upp á milli Jó- hanns Hafsteins, dómsmálaráðherra og Ingólfs Jónssonar, landbúnaðar- ráðherra. — Báðir gegna þessir menn fjölda af öðrum ráðherra- embættum, svo sem eins og iðnað- ar-, kirkjumála-, orkumála-, flug- mála, og ég veit ekki hvað mörgum ráðherrastörfum. — En krónan seg ir, að Ingólfur hafni í fjórða sæti. Ingólfur er sterkur maður í flokki sínum, enda ekki fjallað um mjög viðkvæm mál, og ekki er hægt að kenna honum um óburrkana í sum ar. Hann er lítið gefinn fyrir að auglýsa st.örf sín, og er þekktur að því að standa við orð sín. Happa- sæll maður, enda með annan fótinn í sveitinni, og kóngur á Hellu. Jóhann Hafstein Þá hlýtur Jóhann Hafstein, dóms málaráðherra, að koma í fimmta sæti. Hann er umdeildur mjög í starfi sínu, og stóriðjutrúaður. Um virðingu hans fyrir öðrum trúar- brögðum verður ekki rætt hér. Jó- hann ber þann þunga bagga, að fangelsismál eru í algerum ólestri, og víða er pottur brotinn í dóms- málunum. — Hvar á jarðríki skyldi það tíðkast, að afbrotamenn þurfi að bíða eftir fangarými, eins og sjúklingar eftir sjúkrarúmi. En heil brigðismálin eru einnig í hlutverka skrá Jóhanns, en þar nýtur hann mikils stuðnings framtakssamra kvenna. Jóhann er bezt klæddi mað urinn í ríkisstjórninni, og kann vel að koma fram á mannamótum. Og kannski er ekki nema eðlilegt, að fangelsismál og heilbrigðismál sitji á hakanum, þegar bjargvætur þjóð arinnar, stóriðjan, er annars vegar. Framhald á 3. síðu. Sitöog Valdií Kr. hótelinu? Ýmsar tilgátur um fjársterka menn Allt er á huldu um „aðstandend- ur" nýja hótelsins í Kr. Kristjáns- sonar húsinu. Þó hafa Reykvíking- ar h'eyrt ýmsu fleygt um hverjir hafi hug á hlutafé þar. Fremstir, segir almannarómur, þar í flokki eru Silli og Valdi, hinir kunnu um- svifamenn, en þeir hafa um árabil haft hug á hótelbyggingu og tvisv- ar verið neitað um leyfi fyrir bygg- ingu. Það er borið á móti því að Ferðamálaráð sé þátttakandi, enda ófært, að hið opinbera keppi við sjálfstæða. hóteleigendur. Þá er futtyrt að hóteleigendur sjálfir hafi krafizt þess, að „ríkið" sjái þeim fyrir fullri nýtingu „sinna" hótela á dauða tímanum, eins og ráðgert er í sambandi við hið nýja hótel. Er vart hægt að í- mynda sér að hinu opinbera sé skylt að sjá hótelum fyrir „busin- ess" og bezt og affarasælast að það komi hvergi nærri. Ýmsir fjársterkk aðilar, utan Silla og Valda, eru nefndir í sam- bandi við hið nýja hótel m.a. Al- bert Guðmundsson, formaður Ferðamálaráðs og aðrir álika stór- laxar. Nú þegar eru hafnar byrjunar- framkvasmdir en forráðamenn verj- ast allra frétta um peningamemi sem að baki standa. SÖLU- BÖRN Nú er tíminn að þéna peninga — þið fáið FIMMKALL fyrir hvert selt blað — Óhugnarlegar skotsögur af hreindýraslóðum Mánudagsblaðið hefur haft tal af nokkrum þeirra hrein- dýraskyttna, sem nýkomnir eru að austan og eru fréttir þaðan ekki glæsilegar. Það tíðkast nú enn meira en verið hefur, að dýrin finnist illa særð og er oftar en ekki um að kenna lélegum þ. e. alltof smáum byssum, sem notaðar eru við veið- arnar. Fundizt hafa m. a. dýr skotin í kjálkalið, þannig, að það gat ekki nært sig. Var dýrið sennilega skotið í byrjun ágúst unz það var endanlega fellt í sept. Þá fundust og maga- og belgskotin dýr, hálfdauð, lærbrotin, hölt, jafnvel fótbrotin. Ýmsir aðrir áverkar fundust á dýrunum og fylgdust þar að lélegir skotmenn og ólögleg vopn. Reykvíkingar æfðir skotmenn lagi og dýrinu veitist auðvelt að Það eru ekki „reykvískir" skot- komast undan, jafnvel þótt skot menn sem hér eru að verki. Flestir lendi í læri. Sama gegnir um cal. reykvískir skotmenn, á hreindýra- 222, nema um ákaflega vel heppn- veiðum, eru bæði vel æfðir og vand aðir veiðimenn, sem hafa löglega riffla þ.e. stærðina 30,06 cal. eða hlaupvídd. Þessi skot eru ákaflega sterk, svo stetk, að þótt skotið mis- takist og drepi ekki þegar í stað, er „sjokkið" af því svo mikið, aS dýrið liggur lamað og auðvelt fyrir vanan skotmann að aflífa það sam- stundis. Smárifflar ólöglegir Skot úr smárifflum 22 cal. eru hinsv.egar afarónýt, særa-í mesta að skot sé að ræða af stuttu færi. Bannað er með öllu, að brilka þess- ar byssur við hreindýradráp, enda hvorttveggja gcesa- eða andabyssur (máske refa), en þvi miður eru til aðilar sem láta sig þetta bann engu skipta og erfitt um eftirlit. Skotæðið Sú var tiðm,- að eftirlit eystra prófaði skyttur áður en þeim var hleypt á slóðir' dýranna, en það skotæði (eða sportæði) sem greip um sig eftir að banni var aflétt, hefur nú hefnt sín grimmilega og varpað skugga á heiðarlega veiði- menn. Vitanlega má nota aðeins minni riffla en 30 cal. stærðina, en þær eru lögboðnar og notaðar af flestum veiðimönnum, sem blaðið þekkir til. Strangara eftirlit Það verður að krefjast þess, að eftirlitsmenn eystra hafi bæði tím* og tækifæri til að prófa alla nýliða, sem á veiðar fara ÁÐUR en þeir „fara upp" en æfi sig ekki á dýrun- um með ófullkomnum vopnum. Hreindýraveiðar eru ágætt og hress andi sport og kjötið höfðingjamat- ur. En það er ekki vetivangur skot- sóða og viðvaninga, sem sýnt hafa sig í æ ffölmennari hópum á öræf- unum eystra. Þess verður að krefj- ast að eftirlitið sé hert og þá ekki siður með innansveitarmönnum eystra en utanaðkomandi fólki. Enginn maður, sem snefil hefur af sportmennsku lætur sært dýr frá sér fara, en skotsóðinn ¦ kemur 6- orði á alla, sem með byssur fara, og gefur vœmnum kerlingum byr undir báða vængi i frásögnum sín- um af „morðum" á hreindýraslóð- um.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.