Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 2
2 Manudagsblaðið Mánudagur 15. september 1969 Dagbók CIANOS greifa Það skiptast á sigrar og ósigrar á albönsku vígstöðvunum. Eg er hræddur um, að við verðum að draga okkur til baka til fyrirfram undirbúinna varnarstöðva". 20. nóvember: „Nýtt samtal við Hitler. Hann talaði eingöngu um Júgóslavíu. . . Hann er að hug- Ieiða að kalla ríkisstjórann Pál (í Júgóslavíu) til Berlínar og láta hann þar kynnast fyrirætlunum sín um. Stjórn Svetkovitjs undirskrifaði fyrir Júgóslavíu Róm- Berlín- Tokyo-sáttmálann, þann 25. marz 1941, í Vínarborg. Tveimur dög- um seinna var stjórninni steypt imdir forustu Simovitjs hershöfð- ingja. Pétur konungur annar tók við völdum í staðinn fyrir Pál rík- isstjóra. Loks réðust Þjóðverjar á Júgóslavíu og Grikkland þann 6. apríl). Hitler grætur LGks kom að því að Hitler varð mjög hrærður. „Frá Wien“, sagði hann, „sendi ég Mussolini sím- skeyti og fuillvissaði hann iim, að ég mundi aldrei gleyma þeirri hjálp, sem hann veitti mér, þegar Þýzkaland sameinaðist Austur- ríki. Ég staðfesti þetta í dag. Ég stend við hlið hans með ötlum Jffl'num kröftum". Tvö stór tár glitruðu í augum hans- Hvað þetta var undarlegur maður!“ 21. nóvember: „Bréf Hitlers til Mussolinis er í sama tón og fyrsti hlutinn af samtali okkar, þ.e-a.s- efa bundið og fullt ef óróleika“. 26. nóvember: „Badoglio hefur sent lausnarbeiðni sína eftir að ha/fa átt langt samtal við Musso- lini. .. Varðforingjamir í Palazzo Venezia hafa fengið skipun um að vísa öðrum gestum inn í aðra stofu til þess að koma í veg fyrir almemnar ócirðir". 28. nóvember: „Slæmar fregnir frá Albaníu. Gríska framsóknin heldur áfram, umfram allt veikl- ast mótstaða okkar. Ef Grikkimir eru nægilega sterkir, þá eru mikl- ir erfiðleikar í vændum fyrir ckk- ur“. 29. nóvcmber: Starace (Iforingi fasiista-hersins) er nýkominn til baka frá Albaníu. Hersveitir okk- ar hafa barizt lítið og illa“. 30- nóvember: „Ráðherrafundur. ■.. Mussolini heldur þessu tEram: Badoglio samþykkti ekki aðeins (árásina á Grikklland), heldur var hann hreint og beint hrifinn af henni. Hinn pólitíski hluti áætl- uamnar var ágætlega framkvæmd ur. Það er hemaðarlegi hlutinn sem hefur algjörlega brugðizt". 4. desember: „Sorice herforinigi (aðstoðamtan í hermálaráðuneyt- inu) símaði snemma í dag og sagði, að við hefðum misst Pogradec, og sð Grikkir hefðu brotizt í gegn- um víglínur ckkar. Hann sagði, að Soddu (herforinginn í Albaníu) áliti nú, að ekki væri lengur unnt að bjarga ástandinu með hemað- araðgerðum, heldur aðeins með stjómmálalegum ráðum- Mussolini kallar mig til Pal- azzo Venezia. Það liggur mjög illa á honum. Hann segir: „Það er ekk er annað að gera. Það er óskaplegt og f jarstæðukennt- Við verðum að biðja um, að hemaðaraðgerðir hætti! Það er ómögulegt. sem undirbúningsskilyrði munu Grikk ir heimta, að Hitler ábyrgist per- sónulega, að ekkert verði gert í framtiðinni á móti þeim. Ég vildi heldur fremja sjálfsmorð en síma til Ribbentrops“- Nú er allt undir því komið að veita mótstöðu, og að við getum haldist við í Albaníu- Mussolini hlustar á mig og ákveður að gera nýja tilraun". 5. desember: „Þjóðverjar hafa gefið okkur 50 flutningaflugvélar" 6. desember: „Viðtal við Milch marskálk (hægri hönd Görings í loftvömum), sem er kominn til Rómaborgar til þess að undirbúa þátttöku þýzkra steypiflugvéla í Miðjarðarhafinu. .. Hann hafði líka meö sér bréf fré Hitler, og það er allt annað hljóð í því, held- ur en því, sem hann sendi frá Vín- 10 arborg. Nú er minna lagt upp úr því, sem gerzt hefur í Albaníu- Hann er viss um ,að lausn fáist á þessu máli og talar um atburði á útkjálkunum. .. Cavallero hetfur verið útnefndur (til herráðsfbr- ingja)“. 10. desember: „Fregnin um árás ina (8. hersins brezka) við Sidi Barrani (í Egyptalandi) kom eins og þrurha úr héiðskím' lófti.' Til að byrja með leit það ekki svo al- varlega út, en seinni skeyti frá Graziani staðfesta, að við höfum orðið fyrir miklu tjóni“. 11. desember: „Fjórar hersveit- ir má telja eyðilagðar (i Líbýu), og Graziani segir ekkert um, hvað hann geti gert til þess að bæta tjónið- Mussolini verður smám saman rólegri. .. Um kvöldið kemur símskeyti, sem segir að Catanzara-herdeíldin haifi verið tætt i sundur. Hvað er það, sem getur ekki hent okkur, þegar unnt er að rnala fimm her- deildir okkar niður á tveimur dög um?“ 12. desember: „Ógurlegt sim- skeyti frá Graziani: Sambland af uppreisn, mælsku og áhyggjum- Hann er að hugsa um að draga sig til baka til Trípólis „til þass að láta fána okkar blaka a.m.k. yfir því virki“. Og því næst ákærir hann foringja sinn, þ-e-a.s- Musso- lini, fyrir að hafa neytt hann til þess að byrja stríð „milli -flugu bg fíls“. 15. dcscmbcr: „Ég finn Musso- ini, sem er reiður út í Graziani. .. vegna langs símskeitis, sem er fúllt af aðfinnslum, og þar sem Graziani talar „eins og maður við mann“ og ávítar Mussolini fyrir að hafa látið hemaðarráðgjalfa sína blekkja sig í Rómaborg. Ég tek á móti Graziani mar- Skálksfrú- Hún er örvita. Hún hef- ur fengið bréf frá manni sínum með erfðaskrá hans í, og hann skrlfar þar, að það sé ekki hægt að sigra stál með höndum einum saman- Hann heimtar stórkostlega hjálp þýzkra flugvéla“. 16. dcsember: „Fundur með Mussolini til þess að fara fram á hráefni frá Þjóðverjum. Sorgar- leikurinn hefst“. 17- dcsember: „Fregnir um mik- inn sigur berast heirn í borgina. Það er ekki agnar ögn af sann- leika í þeim- Það er ekkert nerna herbragð til að brjóta niður kjark okkar“- 19. desember: „Siena-herdeild- inni, sem barðist á ströndinni (í Albaníu), hetfur verið tvistrað eftir gríska árás. .. Mussolini er crgilegur og áhyggjufullur“. AfbrýSissamir hershöfðingjar 20. desembcr: , ,Afbrýðisemi milli herforingja er verri en á meðal kvenna- Menn ættu bara að hlusta á, þegar Soddu talar við Sorice í síma. Musisolini hafur sett samati boð- skap til Hitlers- Hann lýsir ástand inu, eins og það er, og biður um þýzka hjálp í Þrakíu (í austur- hluta Grikklands) gegnum Búlg- aríu- Ég held ekki, að Hitler geti gert það fyrr en í marz (þýzka innrásin hófst 6. apríl 1941) .... Churchill .... hetfur látið í ljós, með blíðum orðum, álit sitt á her- styrk okkar í Líbýu“. Daginn eftir samþykkti Musso- lini þýzkt boð um að senda tvö sikriðdrekaherfylki til Afríku. 23. desember: „Mussolini trúir ekki lengur á það, sem Cavallero segir. „Með þessa herforingja“, sagði Mussolini, „verður maður að fara nákvæmlega eims með og knæpueigendur upp í sveit. Þeir mála hana á veggina og bjóða lánstraust fyrs-t, þegar hanarnir fara að gala- Ég verð að játa, að Italir voru betri 1914- Þetta er ekki i góðs viti um stjórnarfyrirkomu- lagið“. 25. desember: „Jól. Mussolini er alvarlegur og er áhyggjuifullur, þegar hann talar um Albaníu. Hann er þreytulegri að sjá en vanalega- Það er raunalegt að sjá. Kraftar hans eru aðaleign okkar á þessum tímum“- 30- descmber: „Annan daginn ar allt rósrautt, næsta dag er allt orðið svart. Versta áfallið kom, þegar Mussolini fékk að vita, að Soddu (ítalski yfirhershöfðinginn) eyðir kvöldum sínum í Albaníu í að semja músík fyrir filmur. ..“ 1941 3. Janúar 1941: „Prinsinn af Hessen (tengdasonur Vifctors Emanuels) óskar í náfni Hitlers að fá að vita, hvemig Mussolini er sinnaður gagnvart Foringjanum. I Þýzkalandi er álitið, að Musso- lini sé kaldlyndur. Ég svaraði, að hann hefði aldrei verið þakklát- ari en nú fyrir vináttu Hitlers- Svar mitt er 100% í samræm ivið sannléikann“. 5. janúar: „Síðan kl. 4 i gær eftir hádegi heyrist ekki í útvarp- inu í Bardía (Bardía í Líbýu varð fyrir árás 3. jan. og herinn þar gafst upp eiftir 20 daga umsát) ... Er þetta líka afleiðing af stríðinu á milli „flugunnar og fílsins?" „Það er einkennileg fluga“, segir Musisolini, „því að hún hdfur meira en 1000 fallbyssum yfir að ráða“. „Ég síma til Alfieri (ítalska sendiherrans í Berlín) til að biðja um fund milli Hitlers og Musso- lini- Mussolini hefur fram að þessu færzt undan slí'kum fund- Hann vildi heldur bíða með að hitta Hitler, þangað til rætzt hefði úr einhverjum af óförum okkar“- 7- janúar: „Fall Bardiu hefur haft ógurieg áhrif á kjark þjóðar- innar. Mussolini segir, að þetta sé þvottur, sem muni taka viku að þurrka“. 11. janúar: „Fregnimar tfrá í gær um loft- og sjóorrustuna hafa ef til vill verið ýkjur. Við getum ennþá ekki nákvæmlega vitað hvnrt brezka flugvélaskipinu hafi virkilega verið sökkt (sökkt var beitiskipi, og flugvélamóðurskip- inu „Illustrious“, orruistuskip og tundurspillir skemmdust atf þýzk- um og ítölskum orrusituflugvélum). .. Við fáum enigar góðar fréttir frá Albaníu- .. Mussolini skilur ekkert í ástandinu“. 13. janúar:: „Innrásin er hafin. (Innrás Þjóðverja í Búlgaríu). Þessi innrás Þjóðverja þýðir raunvemlega, að atburðahraðinn er farinn að aukast“. Mussolini órólegur út af fundinum með Hieler 16. janúar: „Konumgurinn segir, ir, að samkvæmt hans skoðun þá sé gríska stríðinu lokið með innrás Þjóðverja i Þrakíu- .. Mussolini hefur átt fund með Cavallero (her ráðsforingjanum). „Grikikland“, sagði Mussolini, „var pólitískt meistaraverk- Okkur tókst að ein- angra landið og fá það til þess að berjast einsamalt. En ítalski her- inn efndi alls ekki þær vonir, sem við höfðum bundið við hann“. 18.—21. janúar: „Fer til Salz- burg- Mussolini lendir þar mjög órólegur- .. Hann endurtekur hvað eftir annað: „Ef einhver hefði þann 15. október sagt fyrir það, sem síðan hefur raunvemlega gerzt, þá mundi ég hafa látið skjóta hann“. Hitler og herráðsforingjar hans bíða eftir okkur á stöðvarstéttinni. Það er hjartanlegur fundur. .. og enjgar umkvartanir. Mussolini segir, að hann hafi hitt þarna Hitler, sem hafi verið -mjög á móti Rússum, tryggir olck- ur og hikandi gagnvart Stóra- Bretlandi. Það er ekki lengur minnzt á innrás- Hitler sagði, að það væri óviðráðanlega erlfitt fyr- irtæki, og það væri ekki hægt að hefja umdirbúning undir það í ann að sfcipti, ef það mistækist í fyrsta skipti- Mörg eftirfarandi samtöl. .. I tvo tima talaði Hitler um væntan- lega innrás sína í Grikkland- .. Ég verð að segja, að hann gerði það með óvanalegum meistara- skap. Árangurinn af heimsókninni: Almenn ánægja. .. Við fengum það erfiða viðfangsefni að. fara heim með hinn glataða spánska son. .. Það liggur illa á Mussolini á heimleiðinni, eins og alltalf eftir að hafa hitt Hitler". 22- janúar: „Tóbrúk er fallin eftir lítilfjörlega vígraun- .. Cav- allero undirbýr árás á Albaníu- Ég bíð óhræddur, en án þess að gera mér nokkrar tyllivonir- Ég hef áfhent Mussolini alvar- legt og átakanlegt bréf frá pró- fessor Faccini í Lívomó. Hann á 18 ára gamlan son, sem var tekinn í herinn 17. janúar án þess að hafa fengið minmstu vitumd um, hvað byssa er. Það útskýrir mik- ið“. Mynd Cianos af frú Mussolini 25- janúar: „Á morgun á ég að sameinast fylkingu minni í Bari- . .Eftir hádegi hitti ég tfrú Rachele (konu Mussolinis). Hún er mjög óróleg út af því, sem er að gerast- Hún er einföld kona, sem hlustar á hverskonar skraf og þvaður, einkanlega þegar talað er um ó- sigur, og hún ber ekki skyn á það, sem máli skipti“. Meðan Ciano var í hemum skrifaði hann ekkert í dagbók sína. Hann byrjaði fyrst að skrifa áftur í hana 24. apríl. Mikið gerð- ist á þessum þremur mánuðum, og munaði minnstu að tilraunir mönd ulveldanna til þess að ná með friðsamlegu móti tökum á Júgó- slavíu hefði tekizt- En þær til- raunir mistókust, þegar Júgóslav- ar srteyptu stjóm sinni þann 27- marz. Hitler réðs-t á Júgóslavíu og Grikkland samtímis, þann 6- apríl. Þann 16. apríl var stofnað sjálf- stætt ríki i Króatíu. Júgóslavnesku herimir gáfust upp þann 18. apríl og grísku herimir þann 23- Þýzku herirnir bjuggust við að geta breytt ganigi hernaðarins í Afríku með skriðdrekum sínum og fót- gönguliði- Bengasi var tekin aft- ur alf möndulveldunum þann 3- apríl, og 14. apríl fóm þýzkir og ítalskir herir yfir egypzku landa- mærin- Ciano heíur síðan dagbók sína á ný: 24- apríl: „Afstaða Þjó'/vcrjanna í Króatíu er ekki fullljós. I Vínar- borg gáfu þeir okkur frjálisar hendur, en hversu lengi eru þær frjálsar?" ..... Valdabarátta um Grikkland 26. apríl: „Með Mussblini gérið- um við uppkast að úrskurði um að Ljúbljana skyldi tilheyra ítalíu (Ljúbljana er í norð-vesturhluta Júgóslavíu)- Það á að vera ítölsfc nýlenda með allmiklu sjáltfsitæði í innanlandsmálum- .. Mussolini er móðgaður yfir framfcomu Þjóð verja í Grikfclandi. Þjóðverjar hafa raunvemlega tekið að sér vörn Grikklands. Það lá við, að hermenn úr Caissaleherdeildinni og SS-sveitir úr lífverði Hitlers fæm að berjast". 27. apríl: „Hitler segir, að gríski hershöfðinginn Tsolafcoglu sé til- búinn að mynda í Aþenuborg stjórn, sem við getum samið við um uppgjöf. .. Við eigum að senda nefnd manna til Larissa (í Grifcklandi). .. Þegar Aníuso (rit- ari Cianos) kom til Larissa, sagði hann, að þar hefði hvorki verið þýzk né grísk nefnd, og að Liszt yfirhershöfðingi hefði elcki fengið neina vitneskju um þetta- .. Seinna tilkynnti Liszt okkur, að báðar nefndirnar ættu að koma þangað á miorgim“- 28. apríl: „Mér lízt ver og ver á söguna um Tsolakoglu- Anfuso segir, að það, sem allt á velti, sé að við viðurkennum stjóm, sem háti fullan stuðning kirkjuvalds- irus- Það er greinilegt, að Tsolak- oglu hershöfðingi getur, jafnvel undir hertöku möndulveldanna, reynt að bjarga þjóðemi og ein- ingu Grikklands. Það er greini- legt, að Þjóðverjar vinna í leyni með TsölakogIu“. Auglýsið r I Mánudagsblaðinu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.