Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 15. september 1969 BlaS fynr alla Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: Agnar Bogason. Simar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Menntamá/aróðherra og loforðin fögru Segja má, að ekki líði sá dagur, sem menntamálaráðherr- ann okkar ekki í einhverjum vandræðum. Skólamálin sköp- uðu honum eilífan höfuðverk og nú hafa prófessorar og lærð- ir menn rifizt á síðum dagblaðanna um hið nýja örnefnaem- bætti og ráðningu mannsins, sem þar er yfirmaður. Skipzt er á skotum og meiningar all-þungar milli menntamanna. I rauninni fór þetta eins og margar aðrar vel-meintar ráðstaf- anir sem dr. Gylfi Gíslason hefur gert síðustu misseri. Gylfi reiknar ekki með því að hann verður af og til að standa við orð sín eða vera sjálfum sér samkvæmur. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem þetta hefur hent hann. Gylfi er allra manna tungu- liprastur, og má heita að hann skipti um skoðun eða láti í Ijós misjafna skoðun á sama máli eins og venjulegir menn skipta um sokka. Nú væri þetta skiIjanlegt ef um orðaskipti í hita kosninga- baráttu væri að ræða. En svo er ekki. Gylfa hættir til, skilj- anlega, að ætla, að starf hans í ráðherrastóli sé orðið að ævi- astrfi og gerðir hans ofar allri gagnrýni. Hann hefur átt í senn í baráttu við smábörn úr skólum, læknanema og prófessora, og allt virðist byggjast á því, að nemendur og aðrir álíta hann í meira orði óorðheldin og svo tvískiptan, eða margskiptan, í skoðunum, að ekki sé orð markandi sem hann segir. Þetta er dálítið alvarleg andstaða og sízt samboðin embætti því, sem ráðherrann skipar. Gylfi er sennilega að þreytast. Hann þolir illa andúð en leit- ast við að smokka sér úr vandræðum með loforðum, sem síð- an eru ekki efnd nema af litlu eða engu leyti. Nýjasta bragð menntamálaráðherra er að ferðast um landið og lofa hinum ýmsu byggðarlögum skólabyggingum. Er þar ekkert tillit tekið til hins raunverulega ástands í fjármálum, en loforð þessi aðeins gerð til að hljóta blessun einstakra leið- andi manna út um sveitir. Vera má, að eitthvað vanti af skól- um. Eins og stendur höfum við vel efni á því að draga eitt- hvað úr þessari óskaplegu menntunarþrá, sem nú flæðir yfir landið en engin efni á auknum opinberum útgjöldum til að byggja menntaskóla eða fagskóla út um land. Það hefur verið sérstök stefna kratanna að lofa alltaf ein- hverju nýju og nýju, finna eitthvað sem á að ganga í alþýð- una en gera sér minna Ijóst hvaðan féð verður tekið til framkvæmdanna. Frægt er dæmið með félagsheimilin, en fyrir nokkrum árum þótti ekkert hérað eða jafnvel hreppur nokkurs virði ef ekki ætti hann skóla, félagsheimili með aðstöðu til leiksýninga og dansleikja. öll héruð landsins eiga nú dýr og mikil félagsheimili, þangað sækja leikhúsin okkar um bjarg- ræðistímann, halda dansleiki og sýna stúlkur. Allt er þetta máske gott og blessað þegar vel árar um allt Island. Því er ekki að heilsa nú, og leiðtogar okkar ættu að gera sér Ijóst, að þýðingarlaust er og nær glæpsamlegt að ferðast milli sveita lofandi skólahúsum, félagsheimilum og Lallskyns dýrindis framkvæmdum án hugmyndar um það hvað- an féð á að koma. ENSKA Kvöldnámskeið fyrir fullorðna. □ BYRJENDAFLOKKAR. □ FRAMHALDSFLOKKAR. □ SAMTALSFLOKKAR HJÁ ENGLEND- INGUM. □ SMÁSÖGUR □ FERÐALÖG □ BYGGING MÁLSINS □ VERZLUNARENSKA □ LESTUR LEIKRITA. EINNIG SÍÐDEGISTÍMAR Málaskólinn Mímir Brautarholti 4 — sími 1-000-4 og 1-11-09 (kl. 1-7)’. KAKALI skrifar: í HREINSKILNI SAGT Um réttindi hinna ríku — Bankamenn og fyrirgreiðsla — Sönn saga um ríka og fátæka — Stéttamisréttið lifir ennþá — Vandræði gestsins — „MikiS helvíti held ég, að sé gott að vera bankastarfsmaður" sagði barþjónninn okkar hugsi, er litli hópurinn hafði komið sér vel fyrir á sínum „vikulega fundi", og var í óða önn að af- greiða heimsmálin. „Eg sá hátt- settan bankamann hérna á einu hótelinu og sá fékk nú þjón- ustuna. Að vísu var hann dálítið við skál, en kurteis og prúður, þvælandi um öll mál en þó ofsa laust. Þegar hann var að verða dálítið leiðinlegur, sagði bar- þjónninn við hann hvort ekki væri kominn tími til, að fara heim og leggja sig. „Þú hefur lög að mæla" sagði bankastarfs- maðurinn og bjóst við að leggja í hann, en það fór sko á aðra leið". Nú er það svo, í okkar litla hópi, að bankar og bankamenn koma sjaldan til umræðu, enda ástæðulaust, því segja má, að hópurinn í heild, hafi litla á- stæðu til bankaviðskipta, en þegar okkar eigin barþjónn brýt ur upp á svona fágætu umtals- efni, þá var von að illir legðu við hlustirnar. „Þegar bankamaðurinn ætlaði að „leggja í’ann" eins og hann orðaði það," hélt barþjónninn áfram um Ieið og hann dustaði gljáandi barinn „þá tók nú al- deilis ekki betra við. Þegar hann kom að dyrunum rakst hann á dyravörðinn sem sýnilega átti víxil á síðasta degi og ekki var við komandi, að hann fengi að fara út. „Þú ættir að fá þér ann- an," sagði dyravörðurinn, „kæri vin, því þú ert sannarlega ekki ofurölfi, og velkominn í húsinu hér. Bankamaðurinn varð hálf- hvumsa við þessa óhemju nær- gætni dyravarðarins, en beygði samt af leið sinni og tók aftur stefnuna á barinn. Ekki var hann þó þangað fyrr kominn, en barþjónninn bað hann að fara heim, kváðst ekki vilja servera honum meira að svo stöddu, fyrr en hann hefði sofið úr sér. Bankamaðurinn ráfaði nú aftur til dyra, en dyravörðurinn var sko ekki á því, að sleppa hon- um út, enda undir högg að sækja næsta dag þegar fjármála- hlið bankans opnaði dyr sínar. „Það er sjaldan" sagði dyra- vörðurinn með sínu fátíða brosi, „að við fáum svona gesti kurt- eisa og prúða, og okkur er allur hagur í því, að þeir dvelji sem lengst meðal okkar", um leið og hann ýtti manngreyinu aftur á leið til barsins. Er þetta hafði endurtekið sig í þriðja sinni, fór blessuðum bankamanninum ekki að lítast á blikuna. Honum var hálfpartinn meinuð afgreiðsla við barinn, en síðan aftekið með öllu, að hann kæmist af staðnum. Banka menn eru ýmsu vanir, hreinar hetjur þegar á að mæta ólíkleg- ustu erfiðleikum. Er það al- kunna, að þeir hafi oftast sigur af hólmi þegar um ágreinings- mál er að ræða, en í þetta skipti virtust öll sund lokuð. En ver- andi bankamaður gafst hann ekki upp. Ef hann ekki komst af staðnum, þá var að nýta sér verustundir þar sem bezt. Matur er sagður eitt af því, sem skyndi lega getur hrifsað menn úr vesal mennsku ofdrykkjunnar, gert 'þá nær ódrukkna á stuttri stundu. í þessum hugleiðingum ráfaði svo bankamaðurinn fram í mat- salinn, en þar sátu fyrir kunn- ingjar nokkrir, ríkir, kátir og glaðir yfir ýmsum matarkræs- ingum. Var hann á stundinni boðinn að borði þeirra og trakt- eraður þar um stund enda flykktust þjónar að þessu gæða- borði. í sama mund bar að eldri mann, sýnilega hátt uppi en kurteisan og einmana. Settist hann einn við borð og hugðist panta eitthvað góðgæti. Að vísu vxsu bar þessi nýkomni ekki ut- an ’ á sér velgengni lífsins, var þó þokkalegur. Veifaði hann ýmsum þjónum en árangurs- laust. Nú fór heldur að svífa á bankamanninn og hugðist hann nú Iáta til skarar skríða um út- göngu af hótelinu. Safnaði hann að sér síðustu kröftum, stóð upp af skyndingu og hugðist gera áhlaup á útidyrnar og hafa að engu útgöngubann dyravarðar. í einhverju fálmi hafði hann stungið dúkhorninu á borðinu í vasa sinn og er hann stóð upp svo skyndilega og óvænt, þá tók hann með sér dúkinn og all ar kræsingarnar, sem hittu gólf- ið með tilheyrandi glasaglamri, brothljóðum og öðrum skyldum hávaða. Mönnum brá harkalega við óhljóð þessi og mændu öll augu salarins á rústir þær er við borðið urðu. En viti menn. Fyrir varalaust var allt þjónaliðið kom ið á vettvang og á svipstundu var ruslið týnt upp af gólfinu, nýr dúkur á borðið og öll glös- in fleytifyllt. í þokkabót, og til að sýna röggsemi, var svo ung- þjónninn skammaður fyrir klaufaskap, en gestir beðnir af- sökunar. Litli gamli karlinn, sem horfði á allar þessar aðfarir, milli þess að hann reyndi að ná at- hygli þjóna, varð undrandi yfir öllu þessu dekri og sárreiður þessum fleðuskap við banka- manninn. í bræði sinni reiddi hann hnefann á loft og sló niður eina pilsnersflösku sem stóð yfirgefin á næsta borði. Og í þetta skipti vakti hann þá at- hygli, sem hann hafði svo lengi reynt að ná, en, því miður með öðrum afleiðingum en hann óskaði. Með sama hraða og áður við bankaborðið safnaðist þjónahóp ur við borð hans, en í þetta skipti var hvorki skipt um dúk, né veigar bornar á borð. For- málalaust gripu sterkar hendur hinn gamla mann, lyftu honum úr sæti svo kyrfilega að hann kom fótum hvergi við jörð unz hann fann sjálfan sig utan dyra og skellt í lás. Og þarna sjáið þið" sagði barþjónninn alvarleg- ur, „að sá eða sú, sem heldur því fram, að við búum í stéttlausu þjóðfélagi, fer með fleypur eitt og fáfræði. Það er staðan og peningarnir sem öllu ráða, en fátækt og vesöld á ekki upp á pallborðið hjá nokkrum manni, sem máli skiptir. Þessi lýsing barþjónsins okk- ar á vinsældum bankamannsins og óförum eldri mannsins, hafði djúp áhrif á alla viðstadda. Ráunverulega var þetta 1L engan hátt sök bankamannsins, en það er svo skrítið hvernig ftJpienOi. ingur smjaðrar fyrir starfsmönn- um bankann, að það er nálega með ólíkindum. Þetta eru flest ósköp venjulegir menn, sem vilja komast sem rólegast gegn- um Iífið og vekja á sér sem minnsta eftirtekt. „Eg er viss um" sagði einn í hópnum, „að þetta gildir ekki aðeins um bankamenn heldur líka um heildsala. Það er hreint voðalegt hvernig fór með hann frænda minn, sem er einn af efnaðri kaupsýslumönnum borg- arinnar, en líka einn af þeim, sem ekki berast á. Hann var með þekktum kunningja sínum á veitingastað, sem allir vita að er ríkur, en þá er frændi minn miklu ríkari. Það byrjaði svona Litli hópurinn var í Iítilli stemmningu til að hlusta á aðra raunasögu og nú töluðu allir í einu um óskyld málefni svo ekki varð úr nýju sögunni. Samt var það barþjónninn okkar sem hafði síðasta orðið: „Það er skrítið" sagði hann, „en ég er vis um að eina aflið, sem máli skiptir, utan peninga er lagleg stúlka, einkum ef hún er hjálparvana og vekur upp í manni riddaðaeðlið . . . ." Og hér var Ioksins komin sá umræðugrundvöllur, sem allir gátu tekið til máls um, en kven- fólk má alls ekki vita þau orð, sem féllu um saklausar og hjálp arvana kynsystur þeirra — eink- um ef þær voru laglegar. J.T.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.