Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 15. september 1969 Orðið er frjálst. — Bréf sent blaðinu: Ég er fræðslustjórinn Sögn hermir að í fyrrasumar hafi fræðslustjórinn í borginni Padowa í Tékkóslóvakíu farið til Austurríkis í sumarleyfi sínu. Þegar hann kom aftur í heima- borg sína hafði hann fengið sér duglega neðan í því og er hann sté út úr flugvélinni gekk hann fyrir hvern sem var og heilsaði honum með þessum formála: „Eg er fræðslustjórinn í Padowa." En skyndilega rekst hann á mennta- málastjóra héraðsins og af giöggri eðlisávísun skildi fræðslustjórinn, að ekki mátti hið sama gilda gagn- vart menntamálastjóranum og fjöld anum, svo að hann lagðist á hnén, rétti hendur til lofts og mælti: „Eg er ekki fræðslustjórinn í Padowa nema þú játir því." Svona lítil saga getur skerpt hugs un okkar á því, hverjir standi vörð um réttlæti og frelsi, þegar á reyn- ir. — Því að þeir eru svo ótrúlega margir, sem meina ekkert með tali sínu. Dagur svívirðunnar hér það í einu dagblaðinu fyrir skömmu, þeg ar óskir manna voru einskir metn- ar en vaidi aðeins beitt. En hvað er svo að gerast hjá okkur? Jú t.d. þetta: Sl. vor tók fræðsluráð, undir forystu fræðslustjórans í Reykjavík, til umsagnar þrjár umsóknir um skólastjórastöðu við Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Fræðsluráð hef- ur engar reglur til að fara eftir í sínum mannaráðningum, talar einu sinni ekki við alla umsækjendur, þeir í fræðsluráði virðast komast af án þess að tileinka sér sálfræðilega* lærdóma um eiginleika manns til starfs — þar ræÖur annað sjónar- mið, grundvallað á sérhagsmunum fræðslustjórans: — Verður maður- inn til þess að styrkja valdaðstöðu mína? Get ég haldið áfram að koma mínum vildar- og venzla- mönnum að? Fræðsluráð mælti svo með manni á 64. aldursári, sem verið hefur skólastjóri um 20 ára skeið (og ein- hver myndi jafnvel segja að hann ætti ekki kröfu á að ríkið gerði meira fyrir hann). Og rökin: Það á bráðum að leggja Lindargötuskól- ann niður. (Það er jafnvel erfitt að trúa því, þegar bæta á við 5. og 6. bekk við gagnfræðaskólana). En nú hafði það gerzt, sem er veigamest atriði þessa máls, að allir kennarar Gagnfræðaskóla Austurbæjar höfðu sérstaklega óskað eftir einum af þessum umsækjendum um skóla- stjórastöðuna. Hvað gerir þá fræðsluráð með fræðslustjórann í Reykjavík, Jónas B. Jónsson í broddi fylkingar virðir kennara við Gagnfræðaskóla Austurbæjar svo lítils, að það er einu sinni ekki við þá talað og óskir þeirra virtar að vettugi. Sá, sem hefur valið vill ráða. (Var nokkur að minnast á Tékkóslóvakíu þar sem fólkið fær ekki að ráða?). Fræðslustjórinn hlær að vesalmennsku kennara (a. m.k. ef þeir eru bornir saman við stúdenta), því nú veit hann: „Eg er fræðslustjórinn í Reykjavík. Hvað um hin fögru orð forystumanna sumra stjórnmálaflokkanna: lýð- ræði, fólkið á að ráða, látum yngri mennina spreyta sig. Ætli kennarar í G.A. þekki ekki betur þá erfið- leika, sem uppi eru þar en jafnvel Jónas B. Jónsson og þeir hafi þess- vegna ekki óskað eftir síendurtek- inni gamlingja-stjórn þar, eins og t.d. hefur átt sér stað, illu heilli í M.R. Ætli andúð ungu mannanna á skólakerfinu eigi ekki rætur sín- ar að rekja til þrálátra skipana elli- heimila-manna í skólastjórastöður undanfarin ár eins og mörg dæmi sanna? Það er engin furða þótt ungt fólk sé í uppreisnarhug, þegar það gamla atryrðir unga fólkið fyrir kröfugerð og frekju. Hvað gerir hinn 63 ára gamli skólastjóri Jón A. Gissurarson? í krafti þess að leggja eigi Lindargötuskólann nið- ur einhverntímann, krefst hann skólastjórastöðu við annan skóla, þótt honum sé vel ljóst, að enginn kennari þar óskar eftir honum. Lík- lega getur hann þó fengið hærri eftirlaun af því að skólinn er stærri. En þetta hefði víst þótt frekja af tvítugum manni. Auk þess vegur skólastjórinn hér að óskráðum stétt arrétti manna: að ráða sem mest málum sínum sjálfir. Og líklegast er þetta alvarlegasta hlið þessa máls því fræðslustjórinn og skólastjórinn sýna þeim kennurum, sem hér eiga hlut að máli sérstaka lítilsvirðingu og að sumra dómi hefur hér verið framið hneyksli. Eða hvaða maður rak Jónas B. Jónsson til að mæla með hinum 63 ára manni — Hafa ekki fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýst því yfir að þeir vilji láta hina yngri menn taka við meiri ábyrgð- arstörfum en áður hefur verið? Eða eiga þetta bara að vera falleg orð? Fræðsluráöi ber svo skylda til skv. lögum að velja þann í starf sem hæfastur er, en ekki að þrugla um það þótt einhverjar breytingar geti átt sér stað í framtíðinni. Lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna fjalla einmit um það að jafnvel þótt starf sé lagt niður, þá missir viðkomandi ríkisstarfs- maður einskis í Iaunum við það. Þá má einnig minna á það að þetta mál var keyrt á einum degi í gegn um þrjá aðila: fræðsluráð, fræðslumálastjóra og menntamála- ráðuneyti. — Fræðsluráð ber aðeins ábyrgð fyrir flokknum og fylgir það á borði kyrrstöðu og gamlingjastefn- unni, þótt annað sé haft á orði (vegna kosninga). Fræðslustjórinn í Reykjavík mótar þessa stefnu. Af fræðslumálastjóra landsins er einskis að vænta, þar bólar ekki á sjálfstæðri hugsun, enda er embætt- ið orðið hornreka hjá menntamála- yfirvöldum landsins. Og svo kom málið fyrir ráðherra menntamála. Honum þótti gott að geta afgreitt málið á 10 mínútum, því að lokk- andi sumarleyfi var á næsta leiti og Lagarfoss að láta úr höfn, og var þetta embættisverk nokkuð verra en mörg önnur, sem framin voru í hans ráðherratíð? Ekki gafst ráð- herra t.d. tími til að afgreiða orlofs umsóknir kennara áður en hann fór og sjá allir hversu bagalegt það er fyrir kennara og skólastarf í heild, að fá tilkynningu um orlof (eða neitun) um miðjan ágúst — en þannig stangast á orð og gerðir ráðherra. Er þá að undra hvernig komið er? Hér ber því allt að sama brunni og vikið er að í upphafi á óbeinan hátt: 1. Óskir fólksins (kennara og nem- enda) skulu smáðar. 2. Velferð stofnunarinnar er auka- atriði þar sem ríki og bær á í hlut. 3. Eg vinn mínum flokki og hinum eldri þannig að kerfið raskast ekki og ég get verið óhultur um minn hlut. — N.N.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.