Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.09.1969, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 29.09.1969, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 29. september 1969 3. maí: „Mussoilini sýnir mér dagskipan, sem Rommel (sem þá hafði tekið forustuna fyrir mönd- ulhersveitunum í Norður-Afríku) hafði gefið til hersveitarforingja í Líbýu- Hann gengur svo langt að hóta þeim herrétti- .. Jafnvel í Albaníu, þar sem Þjóðverjar hafa í ríkum mæli lamað hersveit ir okkar, er ríkjandi sterk tilfinn- ing af beiskju á móti bandamönn- um okkar“. Ástandið í Króatíu 7. maí: „Við lentum í Mon- malcone (í námunda við landa- mæri Júgóslavíu). Það er skýjaður og dimmur dagur. Pavelitch, rík- isstjóri Króatíu, er í för með heil- um vagnhlössum af Ustashi (leyni félag króatiskra illræðismanna), sem gefur förinni sérstakan blæ ræningjasveitar. .. Krýningin á að fara fram með sérstakri athöfn þann 18. (Konungdómur Króatíu var boðinn hertoganum af Spol- eto, bróðursyni Viktors Bmanúels og yngri bróður hertogans af Aosta). 8. maí: „Acquarone (hirðmeist- ari hjá Vikt'or Emanuel) fullyrðir, að hertoginn af Spoleta sé hreyk- inn aíf þeim vanda, sem bíður hans, en leiður yfir að missa frelsi sitt- Þegar við leituðum hans, til að ræða fréttimar við hann, þá náðum við fyr.st í hann eftir að hafa leitað að honum heilan dag, og hann faldi sig þá, ásamt ungri konu, á hótli í Mílanó“. 11. maí. „Hátíðin (þegar kon- ungshöllin í Tírana var vígð af Viktor Emanuel) gekk vel. . . Eftir veizluna var saknað átta vindla- kveikjara, eins silfurkassa ásamt borðbúnaði fyrir 60 manns! Ekki illa byrjað af æðri stéttinni í Tír- ana .... Acquarone hefur skýrt frá per- sónulegum fjárhag konungsins. Eg hélt eins og allir aðrir, að hann væri ríkur, en hann á sennilega þvert á móti aðeins á milli 25 og 30 millj. líra (um átta milj. ísl. kr.). Gimsteinarnir eru eign ríkisins. Ríkið hafði fengið þá sem trygg- ingu gagnvart eyðslusemi Viktors Emanuels II. — hann dó 1878 og var skuldugur upp yfir höfuð. Kon ungurinn veitir hverri dóttur sinni mánaðarlegan styrk að upphæð 20.000 lírur (rúmlega 6000 kr.) og heldur eftir 100.000 lírum (rúml. 30.000 kr.) fyrir sjálfan sig". 12. maí: „Þjóðverjarnir hefjast handa í Tokyo, og við höfum sam- þykkt að ýta á eftir því, að Japanir taki ákveðna afstöðu á móti Ame- ríku. Eg veit ekki, hvort það muni hafa nokkur áhrif. Matsuoka (jap- anski utanríkisráðherrann) leggur ekki dul á vinátm sína og virðingu fyrir Bandaríkjamönnum. Phillips (sendiherra Bandaríkj- anna í Róm) telur ekki Iengur ó- mögulegt, að land hans kunni að lenda í styrjöldinni, og eins og vanalega talar hann um langa styrj- öld. Einkennileg þýzk fregn segir frá því, að Hess sé dauður. Eg get ekki dulið tortryggni mína. .. Það er eitthvað leyndardómsfullt við þetta allt saman, jafnvel þó Alfieri (sendiherra ítala í Berlín) sé viss um, að það hafi verið slys. Hessmálið — meinfýsi í Rómaborg 13. maí: „Hessmálið vekur geysi lega athygli. . . Fyrst hélt II duce, að Hess hefði verið neyddur til að lenda á leiðinni til írlands, þar sem hann hefði átt að setja upp- reisn í gang, en brátt komst hann á aðra skoðun og er mér sammáia um, hvað þetta atvik er óvenjulega mikilsvert. Ribbentrop lendir skyndilega í Rómaborg. Það liggur illa á hon- um, og hann er órólegur. . . Opin- bera útgáfan er nú sú, að Hess, sem sé sjúkur á sál og líkama, hafi gengið með friðargrillur og lagt af stað til Englands til þess að koma friðarsamningum af stað. Þrát fyrir það er hann enginn svik- ari, og hann mun heldur ekki láta neitt uppi. Hvað svo sem sagt er eða mun verða skrifað í hans nafni verður það falsað. Nazistarnir óska að verða á und- an Hess, áður en hann fer að tala, og afhjúpa mál og hluti, sem mundu hafa rnikil áhrif á okkur. Mussolini hughreysti Ribbentrop, en sagði síðan við mig, að hann teldi Hessmálið vera ógurlegt áfall fyrir nazistastjórnina. Hann bætti því við, að hann væri ánægður yfir þessu, þar sem það mundi hafa þau áhrif, að verðið á þýzkum hluta bréfum mundi falla". 14. maí: „Enska útvarpið segir, að Hess eyði tíma sínum í skriftir, og veldur það óróleika hjá Ribb- entrop. Þegar fjögurrahreyfla flug- vél Ribbentrops fór af stað, sagði Bismarck (sendiherra Þjóðverja í Rómaborg) við Anfuso: „Við skul- um vona, að þeir hrapi allir saman og hálsbrotni — en ekki hér, því þá mundum við fá óþokkalega mikið að gera". Einhvernveginn ganga hlutirnir ekki eins og þeir eiga að gera í Japan, og ennþá verra er það í Rússlandi. Þegar II duce spurði Ribbentrop, vék hann undan að gefa hrein og afdráttarlaus svör og sagði bara, að ef Stalín sé ekki gætinn, þá „mundi Rússland vera sigrað eftir þrjá mánuði". Roatta hershöfðingi segir samkvæmt fregn um, sem hann hefur fengið frá Búdapest, að árásin sé þegar á- kveðin og eigi að hefjast þann 15. júní í samvinnu við Rúmeníu og Ungverjaland. . . Saga Napoleons endurtekur sig". 15. maí: „í mótsetningu við sem búizt var við, er ensk-amerísk- ur áróður í Hessmálinu tiltölulega hógvær. Einustu hættulegu skjölin í þessu sambandi eru þýzku opin- beru fréttirnar, sem eru ruglings- legar og gefa engar greinilegar upp lýsingar. Alfieri skrifar og segir, að ringulreiðin í Barlín sé komin á hástig". (Seinna varð kunnugt, að Alfieri tók fyrstu þýzku fréttina alvarlega og „var næstum því búinn að háls- brjóta sig" með því að senda sam- úðarskeyti til Hitlers í tilefnj ,af missi þessa samstarfsmanns, sem Hitler mat mest allra. Það varð einnig til þess að trufla meira en áður góða samvinnu mili Þýzka- Iands og Ítalíu). 16. maí: „Eftirvæntingarfull þögn í Hessmálinu. Jafnvel brezk blöð tala nú um leyndardómsfulla friðarför, sem hafi verið undirbú- in fyrirfram með samkomulagi milli Hitlers og Hess. Þetta stend- ur í algerðri mótsögn við skýringar Ribbentrops og óróleikann í Þýzka landi, sem minnkar ekki". Kona Mussolinis 16. maí: „Augusto Maschi kom í heimsókn til mín. Hann er frændi frú Rachele og hefur lengi haft Iyklana að áhrifaríku hjarta frænku sinnar. Nú hefur hann misst traust hennar. í hans stað er að koma Pater, verkfræðingur, sem er ekki til neins nýtur og byggir hús úr hefilspónum og pappa. Moschi ræðst hatramlega á Pater og klagar hann fyrir að trufla friðinn í Viila Torlonia (einkaheimili Mussolinis í Rómaborg. Hann er sannkallað- ur dulbúinn Rasputin, sem notar sér vaxandi gengi sitt til að útvega sér öll möguleg persónuleg fríð- indi. Edda, sem er skynsöm og hleypi- dómalaus manneskja, benti mér fyr- 1! ir nokkrum mántiðum síðan á það einkennilega hlutverk, sem Pater hefur hjá móður hennar. í nokkra mánuði hefur Donna Rachele verið óróleg og óviss og upptekin eins og leynilögreglu- þjónn af þúsund málum, sem koma henni ekki við. Hún gengur jafn- vel um og njósnar, dulbúin eins og múrari, bóndi eða Guð veit hvað. Þetta kemur til að enda með ósköpum. Það er bezt að halda sér burt frá þessu". 18. maí: „Það getur verið, að mér skjátlist, en það er eins og það liggi í Ioftinu, að stjórn Ítalíu yfir Króatíu muni ekki endast lengi". 25. maí: „Bismarck (þýzki sendi- fulltrúinn í Rómaborg) gefur í skyn við Pillips (sendiherra Banda- ríkjanna í Rómaborg), að Þjóð- verjar hafi komizt yfir leynistöðvar okkar og lesi símskeyti okkar. Það er gott að vita það. í framtíðinni skulu þeir fá að lesa það, sem ég óska, að þeir lesi". 26. maí: „Hef hitt Boddai (ítalska kennslumálaráðherrann). . . Hann er svartsýnn út af öllu á- standinu á Ítalíu og talar um, að tveir ólöglegir flokkar hafi mynd- azt, sem báðir reyni að hafa sterk og hættuleg áhrif á II duce. í öðr- í hinum meðlimir Petaccifjölskyld- um er Donna Rachele og Pater, en unnar (Clara Petacci, fylgikona Mussolinis og fjölskylda hennar) ásamt ættingjum þeirra. Eins og allir, sem utangarðs eru, verða þau að berjast á móti þeim, sem hafa löglegar og stjórnskipulegar stöður í landinu. Samkvæmt áliti Bottais þá er þetta skýringin á þeirri óvináttu, sem Mussolini hefur sýnt æðstu fas- istaleiðtogunum". 27. maí: „Bismark" hefur verið sökkt. . . Alfieri ((ítalski sendi- herrann í Berlín) er kominn. Hann er ekki svartsýnn, en hann er ekki eins bjartsýnn og vanalega. Hann segir: „Stríðið er unnið. Það ein- asta, sem er eftir fyrir okkur að gera, er að finna leið til þess að leiða það til lykta". Mussolini — Dyravörðurinn 30. maí: „Mussolini hefur fengið ógurlegt reiðikast á móti Þjóðverj- um út af íhlutun nazistanna í Zag- reb (höfuðborg Króatíu). „Þeir ættu að láta okkur í friði", sagði hann. „Þeir ættu að minnast þess, að við höfum þegar misst heims- veldi vegna þeirra". 31. maí: „Hitler hefur tilkynnt okkur, að hann óski að hitta II duce eins fljótt og mögulegt er... . Mussolini kærir sig ekkert um boð- ið né heldur, hvernig það er fram borið. „Eg er þreyttur og leiður á því að verða að standa upp eins og þjónn og opna dyrnar, þegar hringt er", segi hann". Sebastiani (ritari Mussolinis) hefur verið settur frá embætti af II duce, sem sagði, að fjölskyldu sinni líkaði ekki við hann, og hann var argur út í hann fyrir að hafa byggt sér viilu í Rocca di Papa. Sannleikurinn er sá, að Seba- stiani hefur orðið undir í herferð, sem var farin á móti honum af Donna Rachele, herferð, sem var sótt allt of fast, ef hún hefur þá ekki verið algjörlega óréttmæt. Eg þekki sjálfur nöfn á ýmsum mönn- um, sem Sebastini hefur stolið fé frá til að stofna iðnaðarfyrirtæki". 1. júnt: „Fer til Brenner". 2. júnl: „Okkur virðist almennt svo, sem Hitler hafi sem stendur ekki neina ákveðna áætlun um, hvað hann ætli að gera. Rússland, Tyrkland og Spánn eru öll nauð- synlegir þátttakendur. . . Þýzka- land setur nú allar vonir sínar á kafbátastríð. Menn vita ekki, hvað sumarið mun færa með sér, þegar góðviðrið kemur. Ef til vill verður það ógurleg eyðing á skipum, segja sumir. Aðrir segja, að það verði ógurleg eyðilegging á kafbámm. Mussolini sagði, að í samtali við Hitler hefði hann talað um Hess- málið, og þá hefði hann grátið. Grernja tengdamóðurinnar 3. júní: „Meðan ég var í burtu hafði Donna Rachele ráðizt á An- fuso (ritara Cianos) í síma vegna vissra, óþægilegra orða, sem hann hafði haft um II duce. En það kem ur okkur ekki við. . Hún vandaði honum ekki kveðjurnar og sagði, að hún liygðist að koma upp til Palazzo Chigi og hefja skothríð. 5. júní: „Þegar maður hefur ver- ið með Bardossi (ungverska forsær- isráðherranum) nokkra stund, þá finnur maður, að maður er með stjórnmálamanni af gamla skólan- um, sem elskar að eta smákökur í te-boðum kvenna og að vera gestur í sendiráðum Suður-Ameríku og sölum óþekktra greifafrúa". 6. júní „Mussolini er hefnigjarn. „Mér mundi alls ekki þykja leitt, þó að Þjóðverjar misstu margar fjaðrir í stríði sínu við Rússa", seg- ir hann". 9. júní „Ungverki hermálaráð- herrann, Bartha hershöfðingi, sem er í heimsókn í Rómaborg, heldur því fram, að rússnesk-þýzk friðar- slit séu meira en óhjákvæmileg, og að þau standi fyrir dyrum. Hann heldur að rússneski herinn geti ekki veitt mótstöðu Iengur en 6 —8 vikur, þar sem hersveitir þeirra séu ónýtar". Mussolini er í slæmu skapi. Hann segir, að honum þyki vænt um, að þjóðir Evrópu fái að vita, hvernig Þjóðverjarnir séu sem hús- bændur. „Það getur verið, að við tökum skyrturnar af þeim, en Þjóð- verjar skera í tilbót stykki úr húð- inni á þeim", sagði hann." 15. jnúí: „Ribbentrop flýtir brott för sinni (frá Vinarborg) og gefur okkur greinilega í skyn, að það standi í sambandi við baráttuna við Rússland, sem muni hefjast mjög bráðlega". Sovét-sendiherrann baoar sig 21. júní: „Stríðið við Rússland er út af fyrir sig vel þokkað, því að fall bolsévismans mundi vera einn af sögulegustu viðburðunum í menningarsögunni.. . En það vant- ar greinilega og sannfærandi á- stæðu fyrir slíkri styrjöld.. . Þjóð- verjarnir halda, að því muni verða Iokið á átta vikum. Þetta er mögu- legt, því að hernaðarútreikningar þeirra hafa alltaf verið betri held- ur en pólitískir útreikningar þeirra". 22. júní: „Kl. 3 um morguninn kemur Bismarck með langt bréf frá Hitler til II duce.. . Snemma um morguninn fer ég í heimsókn til Sovét-sendiherrans til þess að til- kynna honurn stríðsyfjxlýsinguna. En mér tekst ekki að ná í hann fyrr en kl. hálf eitt, þar sem hann og allir starfsmenn hans liöföusfarið til Fregene til að fara í bað. Hann tók á móti tilkynningunni með jafn aðargeði, sem virtist kjánalegt.. . Samtal okkar stóð í tvær mínútur". 23. júní: „Fyrstu fregnirnar um framsókn Þjóðverja koma frá Rúss landi.. . Bismarck segir, að meðal þýzkra hernaðarsérfræðinga sé reiknað með, að teknar verði fimm milljónir fanga — „fimm milljónir þræla", eins og Ottó segir.. . Við ætlum að senda her undir forustu Zingales hershöfðingja, sem á að berjast á landamærum Rúmeníu og Rússlands". 25. júní: „Falangistaher frá Spáni á að fara til rússnesku landa- mæranna. Mussolini geðjast ekki að því og hefði fúslega viljað koma í veg fyrir það. En ég vcit ekki, hvð við getum gert í því máli, þar sem þýzk-spánski samningurinn var undirskrifaður án okkar vitundar'. Mussolini gleðst yfir óförum Þjóðverja 1. júlí: „Þjóðverjar virðast nú mæta sterkri mótspyrnu við Minsk, sem er mikið fagnaðarefni fyrir II duce. Hann segir: „Það er skakkt að tala um bardaga á móti bolsévíkum. Hitler veit, að bolsévismiun er dauður fyrir löngu síðan. Það er engin stjórnarskrá til, sem verndar eins einkaeign manna eins og sú rússneska. Látum hann heldur við- urkenna, að hann vill sigra mikið veldi á meginlandinu, sem vopnað 52 smálesta skriðdrekum var til- búið til þess að gera upp ýmsa reikninga við hann". i

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.