Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.09.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 29.09.1969, Blaðsíða 8
úr m % j flWWAÐI I Hættulegur vegur — Sögu-skemmtun — Landinn til sýnis — Blaðamannafélagið — Málaferli —Tízkufréttir — Hamarr hætt- ir — lceland Review HVERNIG heldur umferðarnefnd að fari þegar ísing kemur á steypta götuspölinn ofar Ártúnsbrekkum? Ef einhver ísing verour að ráði, verður að gera ráð fyrir að bifreiðir renni til á veginum, en hvað skeður? Eins og nú er um hnútana búið eru nær engar ,,axlir“ a. m. k. sunnanvert við veginn, aðeins há brún. Bifreiðin getur þessvegna ekki stöðvazt á möl, og bíða hennar ekki önnur örlög en þau, að velta fram af brúninni. Litlu betra er ástandið norðanmegin. Væri nú ekki ráð að fyr- irbyggja slík clys, eða gera tiiraun til þess í stað þess að bíða slyssins, jafnvel dauðaslyss, eins og, því miður of oft hefur verið gert? *------------------- VIÐ SÁUM gamanþátt hljómsveitar Ragnars Bjarnason- ar og Gísla Alfreðssonar í Súlnasal Sögu um daginn. Satt bezt sagt, þá er þátturinn helvíti góður, flutningur Gísla leikara skemmtilegur og í Ragnari sjálfum býr talsverður leik- ari, sem er heldur fátítt um músíkanta. Hljómsveitarmenn láta ekki sitt eftir liggja, og skortir ekki að Krummi Pálsson, skjóti lævíslega Mel Ferrer-augnaráðinu til stúlknanna. Það er gam- an að koma á skemmtistað, sem býður upp á eitthvað fleira en blástur og barsmíðar á bumbur, þótt það eigi auðvitað líka heima á dansstöðum. ★------------------- MALLORKA-BÚAR hafa nú fengið alveg spánýja hugmynd til að auglýsa þennan vinsæla sólar- og skemmtistað. Nokkrir uppfinningasamir náungar fylgjast vel með komu Islendinga- hópanna og auglýsa meðal ferðamanna frá öðrum löndum, ;að ,,í kvöld" geti þeir skoðað íslendinga, eins og þeir skemmta sér, þ.e. dauðadrukkna. Hófsamir Islendingar sem sótt hafa suður þangað segjast aldrei sjá þar nokkra drukkna menn nema íslendinga og einstaka Svía, en þar hafi þó íslendingar margfaldan vinning. Innfæddir fyrirgefa íslendingum vegna peningaaustursins og léttlyndis íslenzku stúlknanna, sem ku vera vel nýttar þar syðra. ★------------------- IALIÐ ER að Blaðamannafélag íslands muni bráðlega halda aðalfund og gera nú í fyrsta sinni alvarlegar kröfur til kaup- hækkanna. Segja sumir, að félagið ætli að krefjast allt að 40% hækkunar og nokkurra fríðinda en blaðamenn flestir heldur launalágir en vinnutími mikill. Þá munu blöðin nú hafa fengið 30% aukakostnað í hausinn vegna samninga prentara og má þar búast við hækkun hjá blöðunum vegna allra þess- ara útgjalda. ★------------------- GAMAN, GAMAN, þá eru þeir höfðingjarnir Zoéga, ferða- málamaður og Ferðaskrifstofa ríkisins komnir í meiðyrðamál. Það er nú orðið hættulegt að segja skoðun sína, jafnvel á skrif stofurekstri hins opinbera. Eitt er þó gott við þetta mál. Reikn- ingar Ferðaskrifstofu rikisins hljóta að verða gerðir opinberir og sjálfsagt um það fjallað, hversu mjög þeim var eytt til þarf- inda. Þetta er ekki einkafyrirtæki, eins og sumir leigubílstjórar orða það. ★------------------- ÚR TÍZKUHEIMINUM er það helzt að frétta, að ásamt stuttu pilsunum þyki nú vart kona með konum, sem ekki gengur með beran naflann þegar skyggja fer. Þetta er að visu ekki spánýtt úti í heimi, því þar er algengt, að konur sýni þennan líkams- hluta, en þó að því viðbættu, að í naflaskarninu er falinn pínu- lítill demantur eða annað álíka djásn, sem þykir hin mesta prýði. ★-------------------- ÞAÐ VERÐUR að segja sem satt er, að sjaldan koma góð tíð- indi frá sjónvarpinu. Nú tilkynnti Haraldur Hamarr, að hann væri hættur, og er mjög mikil eftirsjá í þáttum hans, sem jafnan hafa vakið umtal. Haraldur hefur sýnt sig ágætis sjónvarps- mann, valið umdeilda menn til þátttöku og stýrt þáttum sínum svo vel, að jafnan hafa menn orðið á einu máli um, að þeir væru alltof stuttir. Það er eftirsjá í þættinum og stjórnanda hans, en væntanlega sér sjónvarpið sóma sinn í því að reyna að fá hann aftur, ef hægt er. ★------------------- BLAÐINU hefur borizt nýtt eintak af lceland Review, ágætlega unnið að vanda, efnið fjölbreytt og snyrtimennska í hvívetna. I ,,bréfum til blaðsins" — en sá dálkur er rekinn í Time-Life- stíl, kvartar einn lesandi um það, að blaðið sé orðið svo líkt LIFE, að hún sé hætt við að vera áskrifandi. Auðvitað er bréfið frá Svía. En það er talsvert kompliment fyrir blaðið, að vera borið saman við vinsælasta og útbreiddasta vikublað heims- ins. Mánudagur 29. september 1969 — Orðheppnir íþróttafréttaritarar — Stúkulið, vin- sældir eða . . . Vinsælt lestrarefni. — Það íer eilcki á milli imiála, að knattspyrnan er vinsælust íiþrótta á Islandi, og vissuileiga uim alla Evrópu. íþróttaíróttaritarar eru, sennilega hinsvegar, líkt og leik- gaignrýnendur, eklki ákaflegavin- sælir meðal knattspyrnumanna nema þeir skrifi vel um knatt- spyrnukaippana, annars enu þeir, ailmiennt, „fáfróð aðskotadiýr11 seim fá frítt á völlinn“ eins og einn kappinn orðaði það. íslenzkir knattspyrnumenn mega þó vel una hag sínuim i þessum efnum. Hinn dómstrangi hópur daigbla'ðanna, út- cg sjón- varps, sem fyllir stúku Laugat- dalsvaiiarins, er einn mildasiii, orðmesti og lofyrtasti hópur gagnrýnenda sem vöi er á. Á hverjum degi er allt frá einni upp í rösfcar tvær síður blaö- anna helgaðar fótsparki, hand- lipurð, Maupaíþróttuim, sundi og öðrum greinum sportsins, og sýnilegt er, að æ fjölgar les- endum þessa efnis. Dæmi er þess, að Tíiminn haáii kippt út frásögn af hrútasýningu, til að koma inn góöri í'þhóittafrétt, og jafcwel Þjóð'VÍljinn hefur ,geymt‘ Víetnam-áróður til að þjóna þessu göfuga málefni. Og íþróttafréttaritarar hafa sannarlega sett svip sinn á þenn- an þátt íslenzkrar blaðamennsku og burtséð frá hæfileiikuim þessa hóps, þá er eitt eins víst og það er ótrúleglt, að íþróttafréttarit- arar hafa auðgað íslenzka tungu af lýsingarorðum a.m.k. sett spánýja merkingu í þau orð1, sem oftast í rituðu móli voru notuð njeð dálítiilli varfærni. Satt bezt sagt, þá verður vart séð í fljótu bragði hvað íþróttafréttaritarar tækju til bragðs ef hér á lanai skapaðist afbragðsmaður eða lið , í einh.verri íþróttaigrein. Gagn- rýnendastéttin á pöilunum yrði — orðlaus. I daig er.u ailgengustu orð um sæ'milega eða þoikkialeigan fcnatt- spyrnumaim „kappi“ eða „gamia kempa,n“, „snidingur" er lifca vinsælt orð, „Gulllaldarlið“ náði nýiega talsiverðuim vinsældum, og önnur, en minna hástemmd orð skreyta nálega hverja ein- ustu grein sem um „stórkeppn- ir“ eru notaðar. Það er með hálfigildings feimnisbragöi, að þeir pota inn orðuim eins og „slappur“ eða jafnvel — guð sé oss næstur — „lólegur“ en þá má oftast finna einhverja ástæðu fyrir slíkri niðrum. Ef heilt liö á lélegan leik, má finna „lofts- lagið“, vödlinn“, „vindinn“ eða — af öllum hlutum — „dlóm- arann“ seim hinn sanna söikudólg. „Hitinn“ og „maturinn“ eru hinsvegar vinsælar afsakanir þeig- ar keppt er erlendis, enda fcoimi ekki til „erfitt ferðailag“, „rang- sieitinn og il:ligjarn“ millilanda- dómari, og hið vinsæla, . ef ein- stakilingur á í hluit „hann meddd- ist heiima“. Hver eiinasti nýliði, leiki bann skamimlaust, er „efni- legiuir", mdstakist honum, þá var hann „illa upplagðiur“, en sýndi þó „góða spretti“. Vandi íþróttagaignrýnenda ef tvö vinsæl lið eigast við er þó einna mesitur, en ráð eru þó íundin fyrir því. — „Loftferð>“ tii Afeureyrar veldur oft súrefnis- sfeorti, enda eru þá venjulega fyrir í þokkaibóit „heimaríkir bæjarhundar11 sem gera aðkomu- mönnum erfitt fyrir, en vallar- gesitir eru gjarna „siðlausir“ og og hafa ekki til aö taera „hinn sanna íþróttaanda". (Hinn sanni íþróttaandi knattspyrnunnar er, að bezt verður séð, að reyna allt sem hægt er til að lama eða fótbrjóta andstæðinginn, en tak- ast í hendur, jafnvel faðmast ef það miisitekist). Þá er Mutvefk „siðlausra áhorfenda" ,eða pailla- gesta, að klappa báðum lof i lófa. Framhald á 6. síSu. STAÐREYNDIR — sem ekki mega gleymast: (37) Óvinsælar athugasemdir í anda öfga og ofstækis — Blind trú — Sjaldséðir fuglar — Afkomuöryggi „stjórnmálamanna" — Gleymda stefnuskráin — „Manual no. 2000-25“ — ,,Ég endurtek: Hin heim- spekilega endileysa vissra, almennra grundvallarskoð- ana, varð því aldrei til fyrir- stöðu, að þær hrósuðu sigri. Þessi sigurfögnuður virðist meira að segja því aðeins vera mögulegur, að þær hafi einhvern leyndar- dómsfullan þvætting að geyma. Hin augljósa, and- lega örbirgð hinna sósíal- istisku kenninga nútímans, mun ekki verða nein hindr- un þess, að þær festi rætur í lýðsálinni. Hið raunveru- lega fánýti þeirra í saman- burði við sérhver trúar- brögð, liggur einungis í þessu: Þar sem sæluhug- sjónin, sem trúin bregður á loft, átti aðeins að verða að veruleika í framhaldslífi. þá var enginn fær um að afsanna, að hún rættist; þar sem hin sósíalistiska sælu- hugsjón á að verða veru- leiki á jörðu, þá mun mark- leysishjal fyrirheita hennar koma í dagsins Ijós undir eins og fyrstu tilraunir eru gerðar til framkvæmda, og hin nýja trú mun glata öllum áhrifum. Máttur hennar mun þess vegna aðeins fara vaxandi þangað til að fram- kvæmdum hennar kemur. Og af þeim sökum munu hin nýju trúarbrögð, eins og öll undanfarandi, aðeins orka sem eyðileggingarafl, án þess að megna, eins og þau, að gegna skapandi hlutverki síðar.“ — Gustave Le Bon 1841— 1931), franskur þjóðfélagsfræð- ingur og rithöfundur: PhSYC- HOLOGIE DES FOULES, París 1895; II: hluti, 4. kapítuli, 1. kafli. ÓÐAHNIGNUN Breytingar þær og byltingar, er raunvísindin hafa leitt af sér und- anfarna áratugi, eru auðvitað ekki einu umskiptin, sem hafa markað örlagarík tímamót í lífi nútíma- manna. Hugvísindin hafa einnig valdið stórfelldum umbrotum og umróti, sem óvíst er að verða muni miklu afdrifaminni, þegar og ef lokaniðurstöður verða endanlega metnar, þó að með öðrum hætti kunni að verða. Munnrinn á ferli þessara tveggja höfuðbálka vísind- ana liggur einkum í því, að í raun- vísindum er um nær órofna sigur- för að ræða, en í hugvísindum ber mest á stöðnun, jafnvel beinni aft- urför, og að því er þá grein þeirra varðar, sem snertir sambúðarhætti einstaklinga og þjóða, þ.e. þjóðfé- lagsfræðina, má með miklum rétti fullyrða, að óðahnignunin varði braut þeirra v/ðast hvar með einna eftirminnilegustum hætti. HLUTVERKASKIPTI Á meðal margra gjörbyltandi þjóðfélagsbreytinga, sem hafa átt sér stað síðustu áratugi, er sú einna umhugsunarverðust, hversu hlut- fallslegur áhrifamáttnr trúarbragða og stjórnmála á sálarlíf fjöldans hefur raskazt. í bernsku og æsku þess fólks, sem nú er komið nokkuð yfir miðjan aldur, voru trúmálin aðalvettvangur öfga og ofstækis, en síðan hafa ýmiskonar afar vafa- samar og varhugaverðar stjórnmála skoðanir og -hugmyndir þokað þeim til liliðar og heltekið hugi manna og hjörtu. Það er engu Iík- ara heldur en að hrörnandi trúar- brögð, sem fylgt hafa í kjölfar auk- innar menntunar og þekkingar, er síðan hafa aftur orðið steinn í ’götu mannkynsins í viðleitni þess til að fullnægja áskapaðri þörf sinni fyrir yfirskilvitlegan bakhjarl og kjöl- festu, hafi leitað hefnda með því að slá rótum í stjórnmálunum, þar sem reynslan hefir staðfest, að jarðveg- urinn fyrir mannlegan veikleika gagnvart ofsakenndum lífsviðhorí- um, reyndist engu ófrjórri. Orðin öfgar og ofstæki hefi ég hreint ekki valið af handahófi í þessu sambandi. Hér eru þau valin til þess að tákna þá þrákelknislegu áráttu, sem í því er fólgin, að ríg- halda í kennisetningar og viðmið- anir, hverra gildi hafa sumpart fremur verið ímynduð en sönnuð, eða blátt áfram afsönnuð og hrak- in. Mér finnst því auðsætt, að erfitt muni reynast að finna orð, sem falla betur að hugtökum yfir þær stefnur og strauma, er nú gætir mest í heiminum, og heita má að hafi öðlazt algera yfirdrottnunar- aðstöðu. Framliald á 7. síðu. > L

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.