Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 1
jBIaSJyrir alla 21. árgangur Mánudagur 6. október 1969 15. tölublað. Fimm milljón króna luxusreisa Sölumiðstöðvarinnar Óþarfur luxus S.H. — 90 manns í gagnslausri ferð — Hver réði? — Voru erlendir aðilar settir hjá — Auglýsing vestra gulls ígildi Það munar sko aldeilis um það þegar Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna fer á stúfana. Fyrir nokkrum misserum snýkti hún litlar 50 milljónir til að reisa eigin umbúðaverksmiðju, þótt fullkomin verksmiðja, sérlega vel rekin, væri fyrir, og annaði allri þörf landsmanna og flutti út að auki. Fékk S.H. þetta fé, þrátt fyrir öflug mótmæli ýmissa þingmanna, jafnvel Einar Ol- geirssonar, sem sá hvilíkt óþarfa bruðl var um að ræða. Tals- verður styr hefur staðið um það hvort eyða mætti nokkrum hundruðum þúsunda í fiskileit af fé S.H. en allar líkur benda til, að svo verði ekki, og þó. TÖBAKSMÁLIÐ: störf þarna, þótt þeir hefðu einna helzt átt erindi vestur, og banka- stjórar þekkja S.H. af ákaflega lit- ríkri reynslu, þótt máske ekki eins ánægjulegri. Aðeins bruðl Staðreyndin er sú, að hér var að- eins um gylliboð, Iuxusboð að ræða, eins óþarft og það var dýrt. Stjórn Sölumiðstöðvarinnar anaði þarna út í algjörlega óþörf útgjöld, eyddi, að sagt er ekki minna en fimm millj- ónum króna í algjörlega tilgangs- lausa ferð, á þeim tímum, sem verst stendur á hjá fyrirtækinu. Það er ekki gott að segja hver átti upphaf- ið, en samþykki stjórnarinnar hefur hann fengið. Um helgina var um 40 manna hópur kominn heim aft- ur en ýmsir áttu eftir langar reis- ur um Bandaríkin, og ekki séð í kostnað. Framhald á 8. síðu Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR lýsti yfir í sjónvarpi, að tekjur rikissjóðs af tó- bakssölu væru allt að 900 milljónir króna á ári (toll- og söluskattur). Langmest af seldu tóbaki á íslandi er frá Bandaríkjunum. Alþingi setti lög í fyrra um merkingu pakka, þ. e. hættu á krabba- og hjarta- sjúkdómum vegna tóbaks- neyzlu. Fulltrúi J. Reynolds To- bacco Co. lýsti s.l. föstu- dag, að fyrirtæki sitt myndi aldrei fallast á að pakkarn- ir yrðu merktir samkvæmt íslenzku lögboði. Forstjóri ÁTVR segir merkinguna alltof dýra. Semsagt s.l. föstudag, 3. okt. hafði ekk- ert miðað í samkomulags- átt. Spumingin er sú, hvort ríkissjóður hefur nokkur efni á að tapa kr. 900 rnillj- ónum vegna tæknilegs at- riðis um aðvörunartextann utan á pökkunum. Það er sjálfsagt, ef hægt er, að komast nú þegar að sam- komulagi um þetta atriði, enda virðist aðvörun sú, sem prentuð er á pakkana vestra, ætti fyllilega að nægja hér heima. Eitt herlegt partý Fyrir hálfum mánuðt spratt svo upp algerlega ný lind. í þetta skipti þótti snjallræði að bjóða 90 manns til Ameríku til að skoða á- gæta starfsemi dótturfyrirtækis S. H. vestra, Coldwater o. fl. Flestir gesta voru „tengdir iðnaðinum", en auk þess bankamenn, fjármála- menn, blaðamenn og „gestir". Til- efnið var kynning á störfum fyrir- tækjanna í Maryland, sameiginlegt fiskát, ferðalög, hlýleg cocktailparty og annað góðgæti. í tilefni dagsins báru gestir hvíta „báta" á höfði, með einkennisstöfum fyrirtækisins, jafnframt því, sem sýna átti inn- fæddum vestra að hópurinn væri í ætt við þorskinn. Styrkþegi Nú væri svosem ekki mikið við þetta að athuga, ef S.H. væri mik- ið og veglegt, fjárhagslega sjáif- stætt fyrirtæki án nokkurrar opin- berrar fyrirgreiðslu. En svo var ekki. Meðlimir S.H. eru efnamenn, en fyrirtækið sjálft er enn komið upp á almannafé, örlæti ríkisins. Sjálfsagt hefði verið, ef öðruvísi hefði verið ástatt að láta slíka reisu með öllu afskiptalausa, enda óviðkomandi almenningi ef um ó- styrkta einkaeign væri að ræða. Hver var tilgangurinn? En spyrja má þó: „Hver er til- gangurinn? Við fullyrðum, að ALL- IR þeir, sem eru meðlimir S.H., hafa og höfðu fulla vitneskju um starfsemina vestra, sem ku vera með eindæmum ágæt, undir stjórn Þor- steins Gíslasonar og Eyjólfs Ey- fells, sem báðir komu fram í „fjöl- miðlunartækjum þjóðarinnar" eins og kallað er í dag. En aftur: hvers- vegna allt þetta boð, öll þessi út- gjöld til þess eins að sýna þeim sem vissu, hvað starfað væri í Vest- urheimi? Austfirðingar, Vestfirð- ingar, Suðurnesjamenn o. s. frv. vissu gjörla um starfsemina, og urðu einskis vísari eftir hina miklu ferð. Blaðarnenn vissu vel um flest Sólnes bankastjóri stjérnar heiminiim Landsbanki Akureyrar höfuðlaus — Fást ekki minni menn í innkaupa ferðir hjá S.Þ.? Fulltrúaskrípaleikurinn okkar í sambandi við þing Samein- uðu þjóðanna hefur löngum verið tilefni allskonar athuga- semda hjá alþýðu manna. Hafa þangað jafnan valizt, utan fastamanna, gæðingar flokkanna héðan og hefur þjóðin frítt lið, .m.k. fjölmennt, til að ráða bót á alþjóða kvillum. Má full- yrða, að þetta sé einskonar kaupuppbót hjá þessum gæðing- um fyrir trygglyndi þeirra við hina ýmsu flokka. Blaðið hækkar ekki ennþá Það er ekki nýtt, að varn- ingur hækki í verði, en ekki er það þó algild regla „á þessum síðustu og verstu tímum" eins og almenning- ur kallar það. Mánudags- blaðið ækkar ekki a.m.k. ennþá, þótt kostnaður við blaðið hafi hækkað um lit- il 30% eftir samninga prent- ara og prentsmiðjueigenda. Þetta kallast á biblíumáli fórnfýsi að láta sig engu skipta eigin hag ef með- bræður vorir njóta góðs af. Mánudagsblaðið mun enn kosta aðeins kr. 20 — tutt- ugu — i lausasölu, áskrift- ir koma ekki lengur til greina. Það verður því vart annað sagt um okkur félag- ana dr. Bjarna og ritstjór- ann hér, að þeir reyna eftir megni að halda niðri verð- laginu, svo lengi sem stætt er á því. Lesendur þurfa ekki annað en að kaupa blaðið, þá bjargast þetta allt saman. Mánudagsblaðið. Er það satt, að nýbyrjaður starfsmaður Reykjavikurborg- ar hafi flutt skrifborð sitt á karlaklósett stofnunarinnar — því að þar vissu allir hvað þeir voru að gera? SANA-kappinn Nú virðist Sjálfstæðisflokkurinn þurfa sérstaklega að hygla Sólnes nokkrum bankastjóra frá Akur- eyri, en hann hefur komið talsvert við sögu viðskipta nyrðra. Eitt mesta afrek hans var að styðja með ráðum, dáð og almannafé SANA- verksmiðjuna, sem síðan fór hrein- lega á hausinn. Samkvæmt hlut- hafatölu var Sólnes ekki hluthafi, en þó ekki fjarri hluthöfum því að kona hans ku hafa verið þar all-stór hluthafi. Ríkissjóður tekur við Svo vel fór þó, að fjármálaráð- herra barg fyrirtækinu á alveg ein- stæðan hátt með því ágæta bragði að taka að sér rekstur verksmiðj- unnar og koma málum þannig í höfn, að ALLIR urðu ánægðir, enda ekki mikill vandi að reka fyrirtæki með svo tryggan bakhjarl og sjálf- an ríkissjóð. En þetta mun nú búin saga og máske gleymd flestum. Heimurinn eða bankinn En spyrja má: hvaða sérmennt- un hefur hr. Sólnes til þess að gegna störfum við S.Þ. Það þykir ærið verkefni að stjórna einni stærstu deild þjóðbankans utan Reykjavíkur og ætti það að vera nægjanlegt hverjum meðal manni. Framhald á 8. síðu Austfírzkir athafnamenn í Reykjavík Alli ríki og Ásgrímur Hornfirðingur í viðskiptum Tveir Austfjarðajarlar sjást nú mikið saman hér í Reykjavík, en þeir eru Ásgrimur Halldórsson, kaupfé- lagsstjóri á Hornafirði og Aðalsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri á Eskifirði. Hafa þeir nú dvalið hér nokkra stund, en talið er að þeir krúnki hér um nokkur viðskipti. Sagt er, að Ásgrimur sé að kaupa verksmiðju af Aðalsteini, en viðskipti þessi hafa lengi verið i bi- gerð, og minntist eitt Reykjavíkurblaðanna á þau fyrir u.þ.b. ári og var þá talið að kaupverðið væri allt að 18 milljónum króna. Nú segja menn, að heildarkostnaður við uppsetningu verksmiðjunnar á Hornafirði, muni nema allt að kr. 40 milljónum. Aðalsteinn, (Alli ríki) er vel kunnur hér í Reykjavík fyrir athafnir sinar eystra, en Asgrímur er ekki síður umsýslumaður, þótt minna þekktur af almenningi og mun reka eitt af fáum kaupfélögunum á landinu, sem ekki aðeins bera sig en hafa stórefnast i öllum fram- kvæmdum undir stjórn Ásgríms. Hvorutveggja menn- irnir eru vinsælir hér syðra, eins og reyndar flestir at- hafnamenn af fjörðum austur, gleðimenn í góðum hópi, harðskeyttir og útsjónarsamir í viðskiptum, og gætu verið fyrirmynd ýmissa „athafnamanna" hér í höfuð- staðnum, sem svo kallast.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.