Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 6. október 1969 Dagbók CIANOS greifa 6. júlí: „Skrifaðu í dagbók þína”, segir II duce, „að ég sjái fram á óhjákvæmilega baráttu milli Ítalíu og Þýzkalands. Eg hef litla trú á þjóð okkar. Við fyrstu sprengjuárás irnar sem eyðileggja frægan turn eða málverk eftir Biotto, munu ítalarnir fá kast af listamannsvið- kvæmni og láta undan". 11. júlí: „Loftárás á Napóli og hún mjög svæsin. Ekki svo mikið vegna þess, hve margir lémst, held- ur vegna þess, hve efnalegt tjón varð mikið, og það alvarlegasta var bruninn, sem brauzt út í olíuhreins- unarstöðvum Standard Oils. . . II duce sagði: „Mér þykir vænt um, að Napoli skuli reyna þessar hörm- ungar á næturnar. Það verður til þess að herða fólkið. Stríðið mun breyta Napoli-mönnum í norrænan kynstofn". Eg er mjög efins um það". 17. júlí: „Eins og vanalega talar Mussolini með beiskju um liðsfor- ingjana og segir, að það sé aðeins einn herforingi sem sér líki við. Eg hef gleymt hvað hann heitir, en sá maður sagði við hermenn sína í Albaníu: „Eg hef heyrt að þið séuð góðir heimilisfeður. Það er ágætt heima, en hér dugar það ekki. Hér getið þið aldrei verið nógu miklir þjófar, morðingjar eða ræningjar". 18. júlí: „Anfuso hefur talað í trúnaði við frú Mollier, konu þýzka blaðafulltrúans. Hún Ijóstraði upp fyrir honum, að rúsneska herförin al ráðandi stétta í Þyzkalandi. Hitler fór út í stríðið við Rússa vegna þess, að han hélt, að styrjöldin gegn bolsévismanum mundi koma Eng- ilsöxum til þess að draga sig út úr styrjöldinni. . . Hún sagði, að Hitl- er væri auli". 22. júlí „Tilefnislaus loftvarna- merki í Rómaborg. Það er Musso- lini, sem persónulega hefur gefið skipun um að vekja höfuðborgina, í hvert skipti sem árásarmerki er gefið í Napólí. Hann vill láta land sitt vita, að það sé raunverulega í stríði. Hann hefur skipað loftvarna stöðvunum að skjóta við fyrsta tæki færi til þess að gera það allt sam- an meira spennandi". 24. september: „Eg las í skýrslu frá Cecchi, sem athugar þjóðfélags- mál okkar í Berlín, um meðferðina á verkamönnum okkar í Þýzka- landi. Á sumum vinnustöðum kem- ur það fyrir — fyrir utan barsmíð- ar — að stórir varðhundar eru æfð- ir í að bíta í fæmrna á verka- mönnunum, ef þeir gerast sekir um minniháttar yfirsjónir". 25. september: „Ástandið í Mið- jarðarhafinu er slæmt og versnar stöðugt vegna þess, hversu mikið við missum af skipum. Bigliardi, sem er alvörugefinn sjóliðsforingi, sem fylgist vel með því. sem gerist, segir, að meðal ábyrgra manna í sjóhernum sé rætt um, hvort ekki mundi vera skynsamlegt að draga sig góðfúslega út úr Líbýu .. . ." 26. september: „Einnig annars staðar frá höfum við fengið tilkynn ingu um, að þýzkir varðhundar hafi bitið verkamenn okkar í Þýzka- landi, og II duce hefur fengið vitn- eskju um það. Hann er æstur og gramur út af þessu og sagði: „Slíkt getur aðeins leitt til langvinns hat- urs. Eg get beðið í mörg og löng ár, en einhverntíma kemur að því, að ég geri þennan reikning upp. Eg get ekki leyft, að synir þjóðar, sem hefur gefið heiminum Caesar, Dante og Michelangelo, séu bitnir af hundum Húnanna". Stolnar skóreimar 30. september: „Mussolini er stoltur og upp með sér yfir fram- sókn hers okkar í Rússlandi. . . Phillips (sendiherra Bandaríkjanna í Rómaborg) er tilbúinn að fara af. stað. Hann talaði lengi og vel um þá óánægju, sem væri ríkjandi með al ítala, og fullyrti hvað eftir annað að í Ameríku væri samúð með landi okkar. . . Eg sagði ekkert, því að upplýs- ingaskrifstofa hers okkar hefur ameríska leynistafrófið, og allt, sem Phillips símar, er lesið af liðsfor- ingjum okkar, sem lesa úr dul- málaskeytum þeirra. Það gæti auð- veldlega leitt til rangra þýðinga. 1. október: „Mótsetningarnar milli Prússa og Bayara eru að áger- ast. Trúmálin hafa mikið að segja, en við megum ekki gleyma, að miklu hefur verið sóað í Bayern, síðan ríku Prússarnir fóru að flýja þangað (undan ensku loftárásun- um)“. 4. október: „Musolini segir: „Þjóðverjarnir hafa meira að segja stolið skóreimunum frá Grikjum, hagsástandinu í landinu (það er að verða hungursneyð í Grikklandi). Við getum tekið á okkur ábyrgð- ina, en því aðeins, að Þjóðverjarn- ir hafi sig á brott úr Aþenu og öllu Grikklandi". 6. október: „Aðdrættir til Líbýu verða stöðugt erfiðari. Aðein 20% af þeim sendingum, sem áttu að fara í september, hafa komizt þang- að. Af hersveitunum kemst meira, nálægt 50%. 9. október: „Ástandið í Grikk- landi er að verða svo óskaplegt, að liætt er við, að fólkið geri upp- reisn. Brauðskammturinn er kom- inn niður í 90 gr. á dag. Annars hafa þeir alls ekki neitt. . . Mat- vælaástandið í Aþenu versnar vegna þess, hve afskaplega mikið er af matgráðugum, þýzkum liðs- f oringj a-ræningj um". 11. október: „Ghigi hefur átt hreinskilið samtal við II duce um ástandið í Grikklandi, því er hægt að lýsa með einu orði: Hungur. Allt getur komið fyrir, frá farsóttum til hamslausrar uppreisna. . . Musso- lini hefur gefið skipun um að láta senda 7.500 smálestir af hveiti þang að. . . Við getum ekki gert meira. ítalir eru að herða sultarólina upp í síðasta gat, sem þeir kalla „Musso- linigatið". „Fylkisstjóri á Ítalíu“ 13. október: „II duce hefur frétt, að Þjóðverji hafi látið þetta út úr sér, meðan hann var í heimsókn á rússnesku vígstöðvunum (í ágúst): „Þarna gengur fylkisstjórinn (Gau- leiter) okkar á Ítalíu". Hann skrif- aði Alfieri (ítalska sendiherranum í Berlín) til þess að fá þetta stað- fest". 17. október: „Hertaka borgarinn- ar Ódessa (sem rúmenskar hersveit- ir tóku) hefur fallið Mussolini illa, og hann sér nú sjálfan sig koma í annari röð, á eftir Rúmenum. .. Miðdegisveizla fyrir frú Goebb- els, sem er hér ásamt mágkonu sinni hjá Attolica (ítalska sendiherr anum í Páfagarði). Bismarck sagði við Anfuso (ritara Cianos): „Frú Goebbels er ágætt dæmi um konur hinna æðstu nazistafor- ingja. Fyrst giftist hún þorpara og þénaði fé með auðveldu móti. Síð- an varð hún vinkona Goebbels, en það þýddi ekki, að hún yfirgæfi aðra. Goebbels giftist henni eina nótt, þegar hann var fullur. Þau eiga mörg börn saman, eða kannski ekki saman, því að frú Goebbels hefur haldið áfram fyrra líferai sínu. Nú gengur hún á veiðar eftir mönnum, og ef þörf er á tveimur konum þá hefur hún mágkonu sína til taks. Eg skammast mín fyrir að kona mín skuli hafa nokkur af- skipti af slíku fólki". 12 20. október: „Alfieri hefur sent skýrslu um langt viðtal, sem hann átti við Robbentrop. Hann söng sitt gamla viðkvæði: „Sigurinn er þegar fenginn, rússneski herinn er sigr- aður, England syngur sitt síðasta vers". Og þrátt fyrir þetta standa skrið- drekasveitirnar fyrir utan Moskvu án þess að geta hreyft sig úr stað, og margir þýzkir hermenn eiga eft- ir að deyja, áður en þýzki fáninn blaktir yfir Kreml". Gordiskur hnútur 22. október: „Cavallero hers- höfðingi bítur höfuðið af allri skömm í ábyrgðarlausri Iéttúð. Hann segir, að hann hafi leyst vandann við að vélbúa herinn, ekki með því að útvega hersveitunum vörubíla, heldur með því að auka gönguhraða liðsins. Þvílíkur erki- bjáni. Hann fullvissaði mig um, að við mundum hafa 92 herdeildir til- búnar. Þetta er ósvífin lýgi. . ." 25.—30. október: „Eg kem til höfuðstaðar þýzka hersins. Á stöð- inni er tekið á móti mér af Ribben- trop og Hitler við innganginn til húss hans, sem er víggirt. . . Hann var í bezta skapi. . . Hann er mjög kurteis, eða ég ætti frekar að segja kumpánlegur. . . Ribbentrop talar í einkennilega alúðlegum tón. . . Hann lætur sér svo annt um mína persónulegu vel- Iíðan, að hann Iætur senda mér heita mjólk í rúmið til þess að lækna hóstann í mér. 1 Toscana segja menn, að þegar einhver er venju fremur gestrisinn, þá hugsi hann til að svíkja þig, eða að hann sé þegar búinn að svíkja þig. Veiðiförin gekk ágætlega og allt var prýðilega skipulagt. Veiðin var tínd upp af 400 hermönnum undir stjórn liðsforingja sinna, og þeir tóku starf sitt allir alvarlega, rétt eins og þeir væru að flæma Rússa úr skógunum í Vyasma eða Deby- ansk. . . Ef einhver flokksforingi á Ítalíu hefði notað hermenn í slík- um tilgangi, þá hefði það orðið meiriháttar hneyksli. . . Ræða Roosevelts ( á flotadaginn þann 27. október, þegar hann sagði, að byrjað yrði að skjóta) hafði mik- il áhrif. Þjóðverjarnir höfðu ákveð- ið að gera ekki neitt, sem gæti flýtt fyrir eða hrundið Ameríku út í stríðið. Við hádegisverðinn sagði Ribbentrop: „Eg hef gefið blöðun- um skipun um að skrifa stöðugt Gyðingurinn Roosevelt. Eg ætla að koma með einn spádóm: Sá maður mun verða grýttur í Hvíta húsinu af sinni eigin þjóð". Persónulega held ég, að hann mun deyja úr elli. Reynslan hefur kennt mér, að spá- dómar Ribbentrops rætast aldrei. .. Meðan við vorum á leiðinni til stöðvarinnar, þá endurtók Ribben- trop setningu, sem ég hafði oft heyrt: „Nýsköpun Hitlers í Evrópu mun tryggja friðinn í næstu þús- und ár". Eg gerði þá athugasemd, að þúsund ár sé nokkuð Iangur tími. . . Ribbentrop lauk með því gefa eftir og sagði: „Látum okkur þá segja hundrað ár. . ." Dörnberg (skrifstofustjóri Hitl- ers) var dálítið kenndur og sagði við einn förunauta minna: „Næsta nýlenda okkar verður Ungverja- land. Eg hef góða von um, að verða landsstjóri þar". Þrátt fyrir vínið held ég, því miður, að honum hafi verið alvara". „Hver Þjóðverji hefur sinn Frakka“ „Eg hitti lest, sem var fullhlaðin ítölskum verkamönnum: Með langt skegg, opnar skyrtur, vínflöskur og nokkra gítara. Þeir líktust nákvæm- lega þeim útflytjendum, sem ég var vanur að sjá fyrir sextán árum síðan í Suður-Ameríku. . . í Þýzkalandi er samúð og virðing fyrir okkur í öfugu hlutfalli við fjölda ítalskra verkamanna í hverju héraði. Það er sorgleg sjón að sjá alla stríðsfangana. Maður rekst alls stað- ar a þa í landinu, og þeir vinna meðal annars á bændabýlunum, þar sem karlmennirnir eru fjarverandi. Dörnberg segir: „Hver Þjóðverji hefur sinn Frakka" — og það þýðir sama og að hann hafi sína eigin kú og sinn eigin hest. Þeir eru þjón ar, þrælar. Ef þeir snerta nokkra konu, þá eru þeir skotnir. Og samt eru þeir af sama blóði og Vol- taire og Pasteur". 30. október: „Mussolini sagði í morgun, að hann yrði minna og minna sannfærður um, að Banda- ríkin færu í stríðið. „Nú er orðið greinilegt, að Rosevelt ætlar ekki að láta bíta sig", sagði hann". 31. október: „Las rétt í þessu, að ameríski tundurspillinum „Reuben James" hefði verið sökkt í gær- kvöldi vestan við ísland. Margir virðast hafa farizt (amerísku flota- yfirvöldin skýrðu frá því, að 98 hefði verið saknað og hefðu að Iík- indum farizt). Eg hef fengið að vita, að mark- greifafrúin-----------muni verða tekin föst fyrir njósnir. Hún er hefði vajdið.alvarleguistandirjcneð-. «g nú ákæta.þeir okkux 4t afjjár.- fædd í Ameríku og mjög vel þekkt í Rómaborg fyrir ástarævintýri sín og sitt ljósa hár. Og hún er vinkona amerísks liðsforingja. Þetta hefur komið illa við Sherlock Holmes okkar upplýsingaskrifstofu. Verið getur, að þeir hafi rétt fyrir sér. Allt er mögulegt. En ég held, að sam- band hennar við Ameríkumanninn standi ekki á pólitískum grunni, heldur sé miklu frekar afleiðing af löngun hennar eftir glöðu og skemmtilegu Iífi, nú þegar hún er farin að eldast og getur ekki leng- ur haldið sama hraða og á yngri árum sínum". 1. október: „Komið er nýtt bréf frá Hitler. . . Það sem vekur eftir- tekt Mussolini frekar öllu öðru, er að foringinn talar næsmm því ekk- ert um hersveitir okkar. . . Hann hefur sýnilega áhyggjur út af okk- ur. . . Han er hræddur við innrás Englendinga á Korsíku, Sikiley og Sardíníu og býður okkur alla þá hjálp, sem hann gemr veitt, strax frá deginum x dag. Hann skrifar eins og maður, sem veit ekki hvað sigursæl orrusta Englendinga muni þýða fyrir okkur". 5. nóvember: „Cavallero (her- ráðsforinginn) talar um, að Kessel- ring marskálkur muni koma til Ítalíu. Hann á að taka að sér yfir- stjórn yfir hersveimm möndulveld- anna á Suður-Ítalíu og á eyjunum, sem þýðir raunverulega öllum her- aflanum. . . Mussolini hefur gleypt hina beisku pillu. Honum er Ijóst, hvaða áhrif þetta hefur á heildarmynd styrjaldarinnar og eins fyrir okkar eigið land, en hann tekur við áfall- inu eins og góður leikari og þykist ekki vita um það". 6. nóvember: „Anme-Maríe Bismarck sagði við Anfuso (ritara Cianos), að þegar Rintelen hers- höfðingi (foringi þýzku hernaðar- nefndarinnar á Ítalíu) fór til aust- ur-vígstöðvanna til að hitta Foringj ann, þá hefðu þýzku hermarskálk- arnir og hershöfðingjarnir komið til hans og hafi einskonar fundur orð- ið með þeim. Á þessum fundi báðu þeir hann að reyna að finna einhverja leið til þess að koma Hitler í skilning um, að það væri hreint brjálæði, hvern- ir styrjöldin í Rússlandi væri rek- in. Þýzki herinn eyddist meira en hann þyldi, og að hann, Hitler, væri á Ieiðinni að steypa Þýzkalandi út í glötun. Þetta virtist vera sam- hljóða álit hernaðarleiðtoganna, en enginn þorir að minnast á það við Hitler. Jafnvel Rintelen lagði ekki út í það." Meðal vina 8. nóvember: „Skýrsla sú, sem sendiherra okkar í Washington hef ur sent okkur, sýnir, að hernaðar- framleiðsla Ameríku hefur vaxið Musolini í augum, því að hann bað um, að hliðstæð skýrsla yrði gerð fyrir mánuðina þar á undan. Aukn- ing hernaðarframleiðslunnar er ægileg. von Plessen (sendisveitarráð með ráðherratitil við þýzku sendisveit- ina í Róm) spurði hreint út konu nokkra í miðdegisveizlu: „Hvenær byrjar stjórnarbyltingin á Ítalíu?" Konan svraði rólega: „Eins og þér vitið, þá förum við í öllu eftir Þjóð verjunum. Stjórnarbyltingin byrjar, þegar hún hefur brotizt út í yðar landi. . ." Þetta er vingjarnlegt and rúmsloft!"

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.