Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 6. október 1969 \ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogasou. Símar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Þörf á menntuðum sölumönnum erlendis Um þessar rnundir er mikið rætt um útflutning íslenzkra iðn- aðarvara. Hafa flestir leiðandi menn í iðnaði tæpt á því í blöð- um og víðar að miklir möguleikar séu að útflutningi íslenzks iðnaðarvarnings, en aðrir benda á, að ekki nægi stóriðja ein- vörðungu heldurverði líka að sinna smáiðnaði þeim, sem ætl- ar sér útflutning. Nú kann það að orka tvímælis, hversu farsælt er fyrir okk- ar smáa þjóðfélag, að reyna útflutning og samkeppni við stærri þjóðir, sumar með aldagamla reynslu í iðnaðarfram- leiðslu. Þó mun það svo, að sumar greinar iðnaðar okkar hafa nokkra möguleika á því, að hagnast af útflutningi. Þó er það eitt, sem lítið ef nokkuð er rætt í sambandi við slíkan útflutning og sölumöguleika. Það eru sölumenn, mark- aðsmenn, sem hafa þann starfa einn, að koma íslenzkum varningi á framfæri. Til þessa hefur um sára fáa menn verið að ræða í þessum efnum, en þeir hafa annaðhvort verið send- ir utan í sérstökum tilfellum til að kynna sérstakan iðnaðar- varning eða sendiráðin þ.e. skrifstofufólk þar, hafa verið að gaufa í þessum málum áhugalaust með öllu. Þetta verður að breytast og það nú þegar. Samkeppni á al- þjóðasviði í þessum efnum er geysileg og þar duga engin vetlingatök. Þjóðin verður að koma sér upp sérmenntuðum mönnum á þessu sviði, sem einungis sinna því, að auglýsa og kynna íslenzkan útflutningsvarning. Sendiráðin, í núverandi mynd, eru vita gagnslaus. Ambassadorar okkar bera lítt eða ekki skyn á sölumennsku, skilja ekki samkeppnina og hafa enga tæknilega þekkingu til þeirra verka. Skrifstofufólkið á þessum sendiráðum okkar er flest ekki annað en hálfmenntað ritvélalið, sem vinnur algeng skrifstofustörf af þeirri bjartsýni og áhuga sem skrifstofufólk afkastar vinnu sinni hér heima. Hér er því ekki um sölumenn að ræða. Þjóðin, samtök eða einstakar stéttir, verða að koma upp öruggu og lærðu sölu- mannaliði, sem kynnir íslenzkar afurðir á alþjóðamarkaði, skapar sambönd og tekur við viðskiptum. Þetta fólk, sem til slíks starfs velst, verður og að hafa eitthvað fyrir snúð sinn. Venjulega mun affarasælast, að slíkir sölumenn fái prósent- ur af sölu þeirri, sem þeir skapa, fái vel greitt fyrir sérþekk- ingu sína, dugnað og afköst. Þetta fyrirkomulag myndi skapa tvennt í senn. Aukinn áuga sölumanns og auka eftirspurn eftir þessum verkefnum. Einstaklingar hugsa ætíð fyrst um eigin hagsmuni og þann ábata, sem þeir geta sjálfir haft af verki sínu. Ef sú regla er iátin gilda, að afköstin ráði um endaniegan ábata þeirra má búast við að slíkir söiumenn myndu leggja sig í líma við að selja sem mest, ná sem flestum hagstæðum samböndum fyrir húsbændur sína hér heima. Þessi sérgrein í erlendri sölumennsku hefur legið niðri á (slandi. Sendiráðin hafa verið látin veita einhverjar smáar og ófullkomnar upplýsingar um möguleika á útflutningi varnings héðan að heiman, en þar hefur ríkt og ríkir ekki annað en deyfð og áhugaleysi. Hér er gullið tækifæri á þessum tíma ,,iðnvæðingar“ og iðnaðarframleiðslu til erlendra aðila, að skapa ný tækifæri, auka fjölbreytni og skapa betri markaði. Hér gæti bæði fiskiðnaðurinn og hinar ýmsu iðnaðargreinar tekið höndum saman. Ekki er nauðsyn, að hvert eitt fyrirtæki hafi sinn söluman ytra, en hinsvegar að hver einstaklingur sem starfið ynni, myndi vera fulltrúi einnar eða fleiri „grúppa", sem hann seldi fyrir eða kynnti. Það er ekki nóg að hugsa stórt. Nauðsyn er að gera eitt- hvað jákvætt í stáð þess að hanga sí og æ í sama sporinu. Það borgar sig að auglýsa í MÁNIJDAGSBLAÐIMJ _________________________ KAKALI skrifar: í HREINSKILNI Rósinkranz og Sigurður A. Magnússon í hári saman — Óraunhæfar deilur — Fullyrðing gegn fullyrðingu — SAM og Sofokles — íslenzkt leikrit — Lítt nýtilegt ennþá — Ómakleg árás — Klaufalegt svar. Skammt gerist nú milli stórra höggva hjá mikilmennum leik- listarinnar á íslandi. Á síðum Tímans hafa undanfarið orðið all-harðorð orðaskipti milli þeirra Guðlaugs Rósinkranz, þjóðleikhússtjóra, og Sigurðar A. Magnússonar, ritstjóra, um við- skipti þeirra félaga í leikhús- málum. Þegar Gissur Þorvaldsson og Þórður kakali fluttu mál sín fyrir Noregskonungi, segir Sturla Þórðarson, að hvorugur afsannaði orð hins, fluttu báðir drengiiega. Gekk jafnvel svo langt, að eitt sinn spurði kon- ungur Þórð hvort hann vildi ekki vera í himnaríki, ef Giss- ur væri þar, og svaraði Þórður á þá Ieið: Víst, herra, en væri þó langt á milli okkar. Slíkt verður þó vart sagt um málflutning þeirra Sigurðar og Guðlaugs. Deilan hófst út af fremur ómerkilegu og ákaflega hlutdrægu yfirliti Sigurða í tímaritinu Samvinnunni um starf leikhússins frá byrjun, upp- taldir vankantar á öllum rekstri stofnunarinnar, fyrirkomulagi, yfirstjórn, leikritavali, meðferð og öðru því, er teljast verður á ábyrgð leikhússtjórnarinnar. Grein SAMs var einkar rætin þótt finna mætti sumu stað, þá var jafnfrámt fullyrt ýmislegt, sem þeir, sem kunnir eru leik- húsinu, vita, að er annað af hvoru rangfært eða ýkt svo geypilega, að heita má, að það sé úr öllu samræmi við stað- reyndir. Það má sannarlega finna marga galla á því sem gert hef- ur verið í Þjóðleikhúsinu bæði leikritavalið sjálft, val leikstjóra, þeirri áráttu að taka nálega öll möguleg og ómöguleg verk til sýninga þess eins vegna, að þau voru íslenzk. Þjóðleikhússtjórn- in vinnur þar undir klafa, sem ekki er auðvelt að smokka sér undan. Svo er fyrir mælt, að stofnunin eigi að vera Iyftistöng íslenzkri leikritun, og þeim regl- um hefur þjóðleikhúsið fylgt svo kyrfilega, að reksturinn í heild hefur beðið stóran skaða af. Satt að segja, þá hafa, af nær fimm- tíu frumsömdum og „gömlum" reyndum íslenzkum leikritum, sem séð hafa náð fyrir augum stjórnar stofnunarinnar, á eng- an hátt verið sýningarhæf, og sum orðið íslenzkri leikritun, svo léleg sem hún er, fremur til ills en góðs. Sá galli er þó á málflutn- ingi Guðlaugs Rósinkranz, að hann fór út á þá braut, að lýsa persónulegum viðskiptum sínum og SAMs í sambandi við leikrit SAMs og síðan lýsir hann, frá eigin sjónarmiði, mannkost- um SAMs, hæfileikum hans til Ieikritunar, aðsókn að verki hans, gagnrýnendastörfum haris „þjósti" í framkomu og öðrum álíka „kostum". Þetta er var- hugaverð braut, en þjóðleikhús- stjóri á á vissan hátt í vök að verjast, þar eð SAM réðst að honum og stofnuninni á ómak- legan og ósmekklegan hátt. Á Þjóðleikhúsið og þá sérlega á þjóðleikhússtjóra hefur verið mikið deilt, og þá ekki sízt hér í blaðinu. Hefur margt verið gagnrýnt í heildarstörfum þar, en leikritin verið gagnrýnd sjálf- stætt, án tiltölulega lítillar gagn- rýni á stjórn leikhússins, nema þar sem nauðsyn krafði. Þjóðleikhússtjórinn er í svar- grein sinni við skrifum SAMs í Samvinnuna harðorður mjög, orðillur og jafnvel ósæmilegur ef borið er saman við hið virðu- Iega embætti, sem hann skip- ar. Afsökun hans er sú, að sveira- menn lesi mikið Samvinnuna, og fái þar jafnvel allar sínar upplýsingar um leiklistarmál höfuðstaðarins og sérstaklega Þjóðleikhússins. Er slíkt ofsagt því flestir bændur og búalið fá bæði Tímann og Morgunblaðið, sem birta reglulega ritdóma. Svar SAMs er því ósvífnara, sem það er einskonar testament Sigurðar A. Magnússonar, rit- stjóra, leikara, frelsisbaráttu- mann, leikritahöfundar, hernáms andstæðings o. s. framv., ásamt mörgu öðru, um SAM, hinn kunna réttlætismann, hæfileika- mann, listaman og ofsótt mikil- menni. Gerir Sigurður SAMi þar hin beztu skil og rekur raunir sínar og fáfræði Rósinkranz í stórum dráttum og telur lítt undan. Hér skilur mjög milli þeirra Gissurar og Þórðar og SAMs og Rósinkranz. Heita má, að það sem annar segir, fullyrð- ir hinn að sé tóm lygi og blekk- ing, svo að það fellur í skaut lesenda að trúa öðrum en ekki hinum og byggja þá trú á full- yrðingum, en ekki sönnunum. Þó fer Sigurði öllu verr mál- flutningurinn. Hann sakar þjóð- leikhússtjóra um beinar Iygar, hagræðingu staðrevnda og enn það, að hann grípi til uppspúna máli sínu til halds. Þetta þóttu einu sinni stór orð og stráksleg, en kemur þó ekki á óvart, því SAM er meira þekktur af of- stopa en skynsemi og rökvísi í málflutningi, og er illt að vita til þess um góðan pilt. Sigurður telur það sér mest til ágætis, að hann hafi nær ein- göngu sjálfur gengið frá leik- verki sínu, en Rósinkranz segist sjálfur hafa bent honum á veil- ur verksins, krafizt breytinga, úti í Grikklandi, fengið þær og síðan ákveðið að verkið væri sýningarhæft. Síðan segir hann að Ieikstjórinn, Benedikt Árna- son, hafi enn gert breytingar, fengið þær og „látið þær flakka". Sé þetta rétt hjá þjóðleikhús- stjóra, þá má Sigurður fagna nokkrum sigri, því þá er fleirum en honum einum að kenna hversu fór, en leikritið „kolféll" eins og þjóðleikhússtjóri orðar það. Ætti það í rauninni að vera sætur sigur og ágæt uppreisn fyrir SAM að geta sagt, að leik- húsið eða starfsmenn þess hafi eyðilagt verk hans, en óbreytt myndi það hafa sigrað áhorfend- ur og fengið „aðsókn". Þá væri gaman að vita hvað SAM mein- ar með því, að menn viti „af hvaða hvötum" þjóðleikhússtjóri velji verkefni eftir íslenzka höf- unda til sýninga. Er hér gefið ýmislegt í skyn, sem fróðlegt væri að vita, og sannarlega má vænta þess, að þjóðleikhússtjóri bregði nú bæði hart og títt við þessum dylgjum. Það er þokka- legt fyrir íslenzku leikritaskáld- in ef satt reynist, að þar sé eitt- hvað óhreint í pokanum, og ann- arleg sjónarmið ráði þar gerðum leikhússins. Við sakleysingjar héldum, að hið listræna og snjalla réði þar lögum og lofum, burtséð frá þeirri staðreynd, að um 60% af íslenzka draslinu sé og hafi verið ósýningarhæft, en * sýnt aðeins vegna þeirrarkvaðar að leikhúsið eigi „að stuðla að íslenzkri leikritun". í Samvinnugrein sitlhf kastá'r Sigurður mikilli rýrð á stórverk leikhússins, sem sýnd voru á s.l. leikári, „Fiðlarann" ofi. og sjá þá allir, að hér liggur meira að baki en Iistrænn áhugi SAMs. Þjóðleikhúsið hefur sýnt fjölda afbragðsverkefna, þótt deila megi um frammistöðu leikenda og Ieikstjóra. Ekki teljum við, að t.d. verk SAMs sé nokkur lyftistöng íslenzkri Ieikrimn, frá einu einasta sjónarmiði, fremur en flest önnur þau verk er ís- lenzkir höfundar hafa látið frá sér fara og pínt inn á stofnun- ina. Flest, ef ekki öll „nýju" Ieik- ritin eru, að mörgu leyti stað- færð uppmgga úr erlendum verkum, og auðþekkt hvað kem- ur frá sjálfum höfundunum, vegna ókunnugleika þeirra og sérlegs ófrumleika. Þessvegna er alveg út í bláinn, að tala enn um „hreina" íslenzka Ieikritun í þessum verkefnum, en það mun aflið að baki þess, að sýna hvern íslenzkan óburðinn á fæmr öðr- um. Þó eru hér undantekning- ar. Hálfvitlaus kerling, sem seldi vínarbrauð skólapilmm fyrir stríð, söng jafnan, þegar vel lá á henni: „Jeg har været i Grims- by og jeg har været i Hull, i alle disse steder drak jeg mig saa fuld", og þótti gaman að, því að kerling laug gjarnan upp á sig ástarævintýrum í sam- bandi við söngl þetta. SAM segist sjálfur hafa num- Framhald á 6. síðu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.