Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 5
Mánudagur 6. október 1969 Mánudagsblaðið 5 KAKAU ið leiklist og leikið sjálfur í Am- eríku, en auk þess var hann líka í Grikklandi „vöggu leik- listarinnar og leikritunar" eins og kallað er. En sveinar vaxa úr grasi og aðrir koma í staðinn, því vöggur eins og barnavagnar ganga kaupum og sölum. Ekki er alveg öruggt að næsti krói í vöggu leiklistarinnar í Grikk- landi sé jafnfær Sofoklesi, og Ameríka hefur skrifað út fleiri listamenn í Ieiklistinni en Barry- more-ana. Um ágæti og hæfi- leika þeirra hvítvoðunga sem urðu eftirmenn Sofoklesar og Barrymore-anna, skal látið ósagt, en eflaust hafa sumir orðið af- bragðsmenn. SAM hefur aðeins sýnt okkur Sofoklesar-hliðina á sér enn, þótt vitanlega sé beðið með nokkurri eftirvæntingu að hann sýni leikhæfileikana sína. Vera má, að honum takist að frelsa Grikki utan herforingjun- um illu, en ekki hefur orðið þess tiltölulega vart, að hann skyggi um of á Sofokles gamla. Þessi ritdeila hefur, því mið- ur, valdið nokkrum vonbrigðum. Það er alltof hljótt um leikhúsin okkar. Þau eru vart nefnd nema við uppfærslu nýs verkefnis. Leikhúsin eru það snar þáttur í menningarlífi okkar, að nauð- syn er að störf þeirra séu rædd öðru hvoru. En fullyrðingar og „skítkast" eins og nú hafa átt sér stað um einstakt leikrit og viðskipti Ieikhússins og höfund- ar er ekki það sem almenningur óskar eftir. Sjálfsagt er að gagn- rýna störf beggja leikhúsanna. I nVÍ& sk'Abiin aldrei vinna eftir þeirri vinsælu reglu barnanna — pabbi minn getur barið •pabba' þinn — það er ekki teatrískt. axminster * ANNAÐ EKKI AXMINSTER BÝÐUR KJÖR VIÐ ALLRA HÆFI axminster GRENSÁSVEGI 8 - SÍMI 30676 n

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.