Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 6. október 1969 Sölumiðstöðin Framhald af 1. síðu. þeir vissu svörin við fyrirfram, og hegðuðu sér í hvívetna sem lærðir sjentilmenn, sem kunna ekki að móðga gestgjafa sína. Voru bandarískir settir hjá? Á fslandi spyr fáfróður almenn- ingur: Hví var ekki heldur eytt viðlíka eða jafnvel minna fé í alls- herjarboð bandarískra aðila, hvort heldur var væntanlegra kaupenda eða blaðamanna vestra, sem kynnt hefðu framleiðslu og gæði íslenzka fisksins í málgöngum sínum? Við skulum ekki fullyrða, að svo hafi ekki verið gert, en hinsvegar hefur enn ekki komið fram, að slíkir menn vestrænir hafi verið í boði þessu hinu mikla, sem einna helzt minnir á erfidrykkju Hjaltasona eft- ir föður þeirra. Gagnlegt ytra — gagnslaust heima Auglýsing vestra er gulls ígildi. Auglýsing um starfsemi dótturfyr- irtækis S.H. í Ameríku er hér einsk- is virði fjárhagslega en getur haft nokkuð gildi sem hrein fræðslu- og upplýsingastarfsemi. Sölumiðstöðin er eflaust þarft fyrirtæki, og sam- kvæmt upplýsingum þeirra Þor- steins og Eyjólfs gengur þar allt vel, þótt þeir hefðu minnt heldur hryss- ingslega á, að vanda yrði betur hrá- efni allt vegna væntanlegrar lög- gjafar Bandaríkjaþings í þeim efn- um. Hér var í stuttu máli, kastað milljónum á glæ, sem betur hefði verið varið í auglýsingu á afurðum S.H. í Vesturheimi, bæði U.S. og Kanada — „og þótt víðar væri leitað" eins og orðað er. Við skul- um gera okkur ljóst, að hversu gam an og gott það er að fara til Amer- íku, þá er ekki heppilegt fyrir Sölu miðstöðina að efna til svoleiðist lúxusflakks eins og tímar eru nú Nauðsyn á eftirliti með styrkþegum Þar sem það er staðreynd að S.H. nýtur styrks, réttilega eða ekki, þá verður að telja nauðsyn, að eitthvert opinbert eftirlit sé haft með eyðslu þess fjár, sem fyrirtækið hefur milli handa. Það er algjör óþarfi fyr- ir iandsmenn að kasta tugum milljóna til að halda þessu þarfa fyrirtæki gangandi þegar svo hluta þess fjár er eytt í það eitt að bjóða nær hundrað manns alla leið vestur til þess eins að fræðast um það, sem þeir vissu og kynnast því, sem þeir þegar þekktu. Vera má, að S.H. sé miskunarmaður hinna ýmsu banka og stofn- ana, sem léð hafa þeim fé, en það er ekki skyldubundið að „bjóða“ í dýrar reisur þessum aðilum, sem sjá um lán opin- berra stofnana á kostnað þess fjár, sem þeim er lánað eða gefið til að halda þörfum rekstri sínum gangandi. SNJOHJOLBARÐAR MEÐ EÐA ÁN ÍSNAGLA Þér komizt lengra Þér hemlið betur Þér takið betur af stað á Yokohama snjóhjólbörðum TRYGGIÐ öryggi yðar og annarra í umferðinni akið á Yokohama með eða án ísnagla FAST HJA KAUPFÉLÖGUM UIVI LAND ALLT VELADEILD SIS SÍMI 38900 ARMULA3 LITAVER CROtöASVfö 2Z - 24 SIMAR' 30Z80-3ZZGZ Byggingavörur Ertu að byggja? Víltu breyta? Þarftu að laga GRENSÁSVEGI 22-24' SlMAR: 30280-32262 UTAVER ROME/BEIRUT RIODE JANEIRO LONDON/PARiS jíMmi BERUN/^wm MANILA Chesterfield Made in U. S.A. Hin nýja Chesterfield filter fer sigurför um allan heim 2 0 FILTER C I G' ’A R E T T E S NýttChesterfield Filters

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.