Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 8
úr EINU ; j ANIMflÐÍ Sjónvarp, útvarp, kommar eða kratar — „Góð frammistaða 4:0 — „Stóðlífi" kvenna — Árni og K.í. — Kaupmenn og skólaföt — Sr. Árelíus til Hafnar? — Félag enskukennara. ÞETTA fer nú að vera helvíti gott hjá fjölmiðlunarstofnununum okkar, sjónvarpi og útvarpi. Þeir, sem ekki eru kommar í fréttaþjónustu útvarpsins eru, undantekningarlítið, kratar, en þeir, sem ekki eru kratar hjá sjónvarpinu eru gallharðir komm- ar. Tveir nýir þulir sjónvarpsins eru nú teknir til starfa og er a.m.k. annar þekktur kommi, gegn-her-í-landi-persóna, sem staðið hefur framarlega í hópi labb-lýðsins fræga. Virðist nú sem það sé helzt skilyrði, að slíkar persónur hljóti miskunn í augum ráðamanna þessara stofnana. ★--------------------- EINN AF betri sálfræðilegum kostum íþróttamanna, einkum knattspyrnugarpa eða kappa, er bjartsýnin. Sá kostur er og nauðsynlegur hjá fréttariturum enda kemur hann oft í Ijós. í Morgunblaðinu s.l. fimmtudag slær þó fréttaritari „einskonar met“, er hann lýsir endalokum leiks okkar við Búlgari, en þar áttu Eyjamenn við liðið Levsky. Auðvitað töpuðum við, en fréttaritarinn brá á leik og sagði í fyrirsögn: ,,4:0 í Sofia — Góð frammistaða Eyjamanna". Nú, jæja. ★--------------------- HIÐ NÝJA málgagn vinstri stefnunnar Samtíðin (frágangur ágætur) birtir nú ýmsar hvatninga- og vísindagreinar um ungar stúlkur, sem lifa stóðlífi (promeskuitet, þýð. Halldór Laxness), enda endurprentar vinstri deild Tímans og ÞjóðviIjinn greinar- korn þessi, sem þyggð eru á sálfræðilegum hörmungum sem henda „einstæðar mæður“, þ.e. sú tegund afbragðskvenna, sem gutlar á grunnmiðum, en fær offylli í vörpuna. Eftir lang- an lestur kemst lesandinn að dálítið skemmtilegri niðurstöðu. Konur eru, frá sjónarmiði þessara kommakvenda, einskonar útungunardýr, sem þjóðin á að ala líkt og bændur uppáhalds mjólkurkú sína. Sú var tíðin, að konur höfðu jafn gaman af þessu brölti og karlmenn — eða hvar er nú PILLAN, félagar? ★--------------------- MINNIR ÞETTA dálítið á viðskipti Árna heitins Pálssonar, próf- essors, þegar, Kvenréttlndafélag (slands gekk á fund hans og bað hann að flytja erindi á samkomu þeirra. Árni var tregur til, hóf andóf gegn kvenréttindahreyfingunni, sem hann kallaði brölt, kvaðst ekki annað vita, en konur hefðu ýms forréttindi fram yfir karlmenn. Konum þóttu undirtektir prófessorsins næsta slæmar, og spurðu í hverju þau forréttindi feldust. Árni svaraði: ,,Nú, hvenær hafið þið til dæmis heyrt það, að konu væri kenndur krakki, sem hún á ekki?“ ★--------------------- ÞAÐ ER undarlegt, að ekki einum einasta kaupmanni skuli detta í hug, að hafa sérsölu á fatnaði handa ungu skólafólki úr barna og miðskólum. Fatnaður er geysilega dýr og börnin, skiljanlega, vilja reyna að „tolla í tízkunni" eins og þau kalla og leiðist mjög, ef foreldrar hafa ekki efni á að veita þeim það. Upplagt væri, ef einhver hefði vit til, að hafa sérstaka sölu á skólafatnaði. Hann myndi ábyggilega græða, þótt verðlagið væri aðeins lægra. ★--------------------- EKKI MÁ minna vera. Nú hafa enskukennarar stofnað Félag enskukennara, eftir að hafa verið á námskeiði fræðslumála- skrifstofunnar í sumar. Hér hefur verið starfandi einhverskon- ar kennarafélag, en ef hver grein út af fyrir sig á að koma sér upp sérstöku félagi, þá er kennaraliðið að verða að at- hlægi. Hver eru hagsmunasjónarmið enskukennara? Hlúið að enskri tungu? Takmarkaður félaga fjöldi? Tekin hörð afstaða gagnvart amerískri málýzku? Er kennarastéttin eða hluti hennar að verða kolbrjáluð? ★-----------—--------- VELVAKANDI, sá dáðadrengur, er nú orðinn þreyttur á að ræða; skandalann í Aðalstræti og borgarþúar eru sárlega reið- ir út í framkomu borgaryfirvaldanna í þessum efnum. Sam- krull þeirra Geirs borgarstjóra og Ragnars í Markaðinum, eig- anda lóðarinnar, er orðið ákaflega mystiskt og gerir jafnt bíl- stjórum og fótgangandi ekki annað en bölvun eina. Hve lengi, hve lengi, borgarstjóri? ★---------------------. SÁ ORÐRÓMUR er kominn á kreik, að sr. Árelínus Níelsson hafi fullan hug á því, að taka að sér prestsstöðu í Kaupmanna- höfn, en talið er að sr. Jónas Gíslason sé að hætta störfum þar. Árelínus er sérlega; vel hæfur í slíkt starf, huggunar- maður með afbrigðum og kann vel að tala um fyrir þeim sem við áhyggjur búa. 5 milljóna luxus Fraimhald af 1. síðu. Spurningar, svör og gestrisni Ameríkuferðir eru dýrar, þórt hóperðir séu. Hótelin eru dýr, veizlur kosta fé. Sölumiðstöðin hafði á hendi gamla, góða íslenzka brúðkaupsgestrisni, ekkert til spar- að, en allsstaðar látið heldur meira en þreyttir magar og uppgefnar taugar gátu við tekið. Gestir gengu skyldusamlega í halarófu milli starfsfólks, skáluðu óspart fyrir gestgjöfum, spurðu spurninga, sem Framihald á 5. siðu. Sólnes og heimsmálin Framihald af 1. síðu. Sagt er að öll viðskipti gangi treg- ar meðan Sólnes stjórnar heiminum ytra, því þó maður komi í manns stað, þá hefur sá, sem nyrðra situr ekki sömu ákvörðunarvöld og sjálf- ur Sólnes, sæti lrann í ríki sínu. Mannfæð ihaldsins Sjálfstæðisflokkurinn ætti að hafa nógum mannskap á að skipa, þótt hann ekki seilist til manna, sem skipa umsvifamiklar stöður. Sólnes hefur enga sérstaka hæfi- leika til þátttöku í alþjóðamálum, ef endilega er þörf manna þar vestra, þá hefði íhaldinu verið í lófa lagið að senda einhvern yngri manna í slíkar innkaupaferðir í Vesturheimi. Mánudagur 6. október 1969 Um þesar mundir sýnir Tónabíó afar spennandi ensk-ítalska mynd — bófamynd. í aðalhlutverki er Neil Connery — bróðir Seans (James Bond), en ítalska þokkadísin Daniela Bianchi er mótleikarinn. Mynd- in ber mjög keim Bond-myndanna — stolin leyniskjöl, bófasamtök o. s. frv. Enginn verður svikinn af að sjá þessa mynd. Nmiðgun, nauSgun, nauigun! Það virðist orðið talsvert algengt, að stúlkur sem samrekkja mönnum hrópi nauðgun! — nauðgun! verði þær saupsáttar við rekkjunauta sína. Eru þess, því miður, mýmörg dæmi, ný og gömul. Gróusögur Eitt slíkt mál er nú á döfinni, lögregluþjónn situr inni sakaður um ofbeldi. Þótt fátt fáist upplýst frá yfirvöldum annað en það, að maðurinn sé kærður, þá eru gróu- sögur þegar á lofti. Sagt er, að stúlkan hafi í fyrstu (tvö skipti?) tekið blíðulátum mannsins vel, en síðan orðið ósátt við hann ein- hverra hluta vegna og kært. Hvað hæft er í þessu skal ósagt, og svo það, að nokkrir menn hafi her- bergi á leigu til slíkra athafna. Alvörumál Hitt er svo annað, að liér er um alvarlegt mál að ræða, ef satt reyn- ist, því sá ákærði er lögregluþjónn, verndari borgaranna. Málið er nú komið í liendur saksóknara, sem taka mun ákvörðun um málshöfð- un innan skamms. Þarflaust ofbeldi Satt bezt sagt, þótt þetta kunni að vera undantekning, þá er hegð- an surnra ungra stúlkna hér í sam- bandi við vínneyzlu og lifnaðar- lrætti almennt, slík, að þarflaust ætti að vera að beita ofbeldi í þess- um málum, en nauðgunarákæra er alltaf alvarleg og sannist hún, ættu refsingar að vera geypilegar. STAÐREYNDIR — sem ekki mega gleymast: (38) Samningar við kommúnista Sóttkveikja — Brest-Litowsk, Rapallo og Moskwa — Stríðs- undirbúningur — Uppboðið mikla — Snilldarbragð Heydrichs — Gagnsemi óttans — Dauðasök „Hinn 21. Febrúar (1939. Innsk. mitt) lýsti Chamber- lain yfir, að ekkert tilefni væri til afvopnunarráð- stefnu í svipinn, hún myndi fara út um þúfur, og hann bætti við að allir flokkar í Englandi stæðu nú einhuga saman í stuðningi sínum við brezku vígbúnaðaráætlun- ina. En hann tók þó að því leyti tillit til nývakinna frið- artilhneiginga i Englandi, að hann féllst á það nokkrum dögum seinna, að vera kynni einhver möguleiki á umleitunum um afvopnun í lok ársins. Hinn 10. Marz ámælti Halifax honum fyrir þessa síðastgreindu at- hugasemd.11 — Peter H. Nicoll, M. A., B. D., skozkur prestur og rithöfundur: ENGLANDS KRIEG GEGEN DEUTSCHLAND (Verlag der Deutschen Hochschullehrer— Zeitung; Túbingen, 1963), bls. 129. CHURCHILLSKA Chamberltain var yfirleitt talinn gætinn í orðum og því enginn fleiprari, enda þótt Lord Halifax hafi talið sig þurfa að áminna hann um varfærni af því sérstaka tilefni, sem vitnað er til hér að ofan. Það sama verður naumast sagt um arf- taka hans í forsætisráðherrastól Stóra-Bretlands. Churchill fólit tal- aði feikn á langri ævi, en hjá því gat hins vegar ekki farið, að í vaðl- inum leyndist stundum sannleiks- kjarni. Hann komst t.d. þannig að orði í Neðri málstofu brezka þings- ins einn dag í Nóvembermánuði 1919: Framhald á 7. síðu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.