Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.10.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 27.10.1969, Blaðsíða 1
Blajéfyrir alla 21. árgangur Mánudagur 27. október 1969 18. tölublað fslenzku flugfélögin í hættu? Getur það verið, að íslenzku flugfélögin F.í. og Loftleiðir séu bæði í hættu? Þetta er spurning, sem margir fróðir menn í þessum efnum spyrja nú. Um allan heim stækka flugfélaga- einingarnar, slá sér saman í einstökum tilfellum, vinna saman að úrlausn mála, jafnvel eru rekin með sama fjármagni. Stóru félögin, þau mestu, hafa neytt smærri einingar til að vinna sameiginlega á þeim markaði, sem í dag býður upp á mestu samkeppni sem um getur. KLM, SAS, SABENA, UTA (franskt) svo nokkur dæmi séu nefnd, hafa neyðst til að hefja samvinnu í einhverju formi tii að standa sig á veili samkeppninnar. Eru þvi möguleikar á því, að íslenzku félögin, sem máli skipta, neyðist til að sameinast eða a.m.k. að vinna náið saman? Þó svo yrði, þá yrðu þessi tvö félög harla smá eining á al- þjóðavettvangi. Loftleiðir Loftleiðir er eitt stærsta fyrir- tæki á íslandi, vel rekið, voldugt og Hafa ekki tíma til þingstarfa! „Heimaannir" afsökunin Sú venja er ætíð að færast í aukanna, að eintstakir þing- menn boði fjarveru „vegna anna heimafyrir" og taka þá varamenn þingsætin. Þetta er óhæfa sem þegar í stað ber að rannsaka- I fyrra sátu um tíma yfir tólf varaþingmenn á þingi vegna ýmissra „anna" kjörinna þingmanna, og þótt undantekn- ingar séu auðvitað til, þá er öhæfa, að maður bjóði sig fram til þings, sem ekki hefur tima til að sinna þingstörfum sök- um „anna heima". Þessar „heimaannir" eru, að sögn ýmislegar, jafnvel hefur verið fullyrt að þingm- hafi átt i h.iónabandserjum og ekki getað sinnt þingstörfum af þeim sök- um- Nú skal játað, að ALLIR viljum við heimafriðinn, en skapskipti í hjónabandi er harla lítil afsökun til að slcppa þingmennsku og ættu slíkir erfiðsmenn heimafyrir, að sleppa þingmennsku og starfa einungis heimafyrir.. auðugt miðað við íslenzkar að- stæður. Við aðstæður á heimsmark- aði er það ekki annað en smáfyr- irtæki, fátækt af fé og gamalt að vélakosti. Það býr við ýmsar press- ur frá t.d. Pan Am og öðrum banda rískum fyrirtækjum vegna aðstöðu sinnar í Ameríku, en lifir í sífelld- um ótta við, að það missi þau fríð- indi sem það hefur í sambandi við lendingarleyfi þar. Ætla má, að miskunn ráði að því verði leyft að hafa eínar tvær áætlanir til Ame- ríku og Evrópu. Eitt pennaskrik getur heft starfsemi þess, krypplað hana svo, að félaginu verður mjög erfitt um vik. Mesta áhyggjuefni félagsins, utan þess, er svo gamall vélakostur og smá, ef nokkur, tæki- færi að losna við núverandi vélar. Flugfélag íslands Flugfélag íslands er ilJa statt fjár hagslega, tapar í rekstri allt að sex^ mánuði af hverjum tólf, verður að græða yfir háannatímann, þrjá mánuði, stendur í stað í þrjá mán- uði. Innanlandsflugið er stopulla en sólskinið og því fylgja ýmsar skyld- ur, sem skapa fyrirsjáanlegt tap hjá félaginu. Enn hefur ekki tek- izt að selja Viscount-vél, sem hefur verið því baggi, en Fokker-vélarnar hafa verið því hinir mestu þrifa- og gróðagripir. Samt stendur félag- ið illa, þótt einhverjar eignir komi þar á móti. Sameiginleg hætta Sameiginlegur óvinur beggja fé- laganna eru svo leiguflugfélögin, sem nú blómstra og „yfirtaka" þann business, sem áður var bókaður af venjulegum flugfélögum. Er hér ekki aðeins átt við hin íslenzku, sem minnstu máli skipta, heldur eru þessi leiguflugfélög að sjúga merginn úr stóru félögunum ytra. Hafa nær öll starfandi félög, í harðri samkeppni sín á milli, orðið vör við starfsemi leiguflugfélag- Gífurleg samkeppni Það er því ekki að undra, þótt risarnir hafi undanfarin ár leitað möguleika á einhverju samstarfi sín á milli, þótt þau enn keppi, og komi til með að keppa, harðlega á Framhald á 5. síðu. Er það satt að nýráðinn gagnrýnandi Morgun- blaðsins hafi enn ekki brotið EGG af oflæti sínu? (Sbr. Skoðanir Mbl. 12. okt. s.l.). Svarar f jármála- ráðherra? „Milla"-gróðinn nyrðra Það cr kominn tími til þess, að Magnús Jónsson .fjármála- ráðherra og bjargvættur, fall- ítt-fyrirtækjanna í kjördæmi sínu, geri landsmönnum grein fyrir nokkrum atriðum í sam- bandi víð þau reginhneyksli, sem embætti hans er orðað við nyðra, Hvaða fyrirtæki hafa Ieyfi ráðherra til að sleppa með öllu við aðflutningsgjöld? Og hvaða aðstöðu verður fyrirtæki að hafa til að sleppa við tollgjöld? Hver voru tappagjöld SANA-fyrirtækisins þegar Magnús tók við rekstrinum og framleiðslu áfengs öls m-a. 169 flaskna, sem fluttar voru til Færeykja og drukkn- í góðtemplarahúsi Eyja- skeggja, samkvæmt færeysku blaði? Þá mætti ráðherrann, sem er nákvæmismaður hinn mesti og ekki má vamm sitt vita gefa okkur nákvæman Iista yf- ir störf álíka stórfyrirtækja og Norðurkjörs, hótelævintýrisins, hænsna og svínabúsins og annara álíka þrifafyrirtækja, sem blómstrað hafa cða a-m-k. hafið störf undir hadarjaðri ráðhcrra í kjördæmi hans. Gjafír eru ylur gef- f* nar, íhaldsmenn Þessir sækja um aðstoðar- bankastjórastöðuna Eins og kunnugt er þá er staða varabankastjóra Lands- banka íslands laus til umsókn- ar, síðan Björgvin Vilmundar- son var ráðinn aðalbankastjóri við bankann. Varabankastjórastaðan er Rússar, læknirinn og trúðurinn lipri Rússnesk herskip eru nú í heimsókn og mun hljómsveit þeirra leika fyrir almenning, en skipin sýnd forvitnum. Það væri gaman að vita hvort læknirinn okkar og einvígismaður- inn, Skúli Thoroddsen og einn Mprasti trúður landsins, Arnar Jónsson, kommúnistar, hafi undirbúið komu þeirra með hæfi- legum birgðum af málningu, söfnun ólátaskríls úr herbúðum sínum til að veita hinum austræna flota álíka virðingu og NATO-flotanum þegar hann kom hingað eða öðrum vestræn- um skipum í kurteisisheimsókn. Ef ekki, þá lýsa þessi heljar- menni íslenzkra stjórnmála, að sjálfsagt sé að fagna heimsókn rauðliða, en ekki mála skip þeirra svívirðigarorðum eins og skeði við komu hinna skipanna. Þá gæti læknir Skúli eflaust boðið einhverjum leiðtoga Sov- étrikjanna til einvígis, en trúðurinn dansað striðsdans landinu til sóma og Rússum til aðvörunar. mjög mikilsvert embætti og eftirsóknarvert fyrir marga bankamenn að hljóta hnossið, enda hafa hvorki meira né minna en 17 — sautján — starfsmenn bankans sótt um umbættið, sem veita á á næst- unni. Blaðið hefur frétt að eftir- taldir menn hafi sótt og ríkir talsverð eftirvænting um veit- inguna. Tektið skal fram, að af hálfu blaðsins, er ekkert full- yrt um að ÖLL þessi nöfn, sem hér eru talin séu rétt, enda sagði fréttamaður blaðsins — í bankanum — að hann ábyrgð ist þau ekki öll, en víst væri, að flest væru þau rétt. Blaðið biður velvirðingar á, ef þeir menn eru nefndir hér á eftir, sem ekki hafa sótt um embættið. Vitanlega er engu spáð um hver hreppir stöðuna. Þetta eru mennimir: Höskuldur Ólafsson, Guðmundur Kristjánsson, Karl Bergmann, Helgi Bachmann FraimfoaiLd á síðu 5 Sjálfstæðisflokknum voru gefnar ýmsar ,,gjafir" á lands- fundinum á dögunum, en fáar komu þó til jafns við gjöf Gunn^ ars Bjarnasonar, fulltrúa hrossadeildar „allra stétta flokksins". Gunnar er jafnan skorinyrtur í máli, hlífist lítt við ef svo býður við að horfa. Gunnar hélt ræðu um almenn- ar álögur manna hér á landi, ræddi um þær langt mál, en endaði svo á þeim óvæntu, en máske sönnu orðum, yfir fullu húsi fulltrúanna: Og ekki efast ég um, að hver einasti maður sem hér er staddur hefur svikið undan réttu framtali. Þetta eru að vísu ekki mörg orð, enda brá viðstöddum ekki meira en svo, að hvorki var orðið tekið af ræðumanni né hann víttur og sýnir það hvílíkt óhemju frelsi ríkir á samkund- um flokksins. Viðstaddir voru auðvitað allir ráðherrar flokks- ins, ráðamenn, áróðursmeist- arar, nefndastjórar og aðrir forkólfar. Má visulega taka undir orð Bergþóru gömlu: „Gjafir eru yður gefnar". Leikfang MánudagsblaSsins

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.