Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.10.1969, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 27.10.1969, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 27. október 1969 Dagbók CIANOS greifa Hann heldur, að erfiðleikarnir muni standa allan veturinn, en hann er sem fyrr sannfærður um, að Rússland muni verða sigrað 1942, og að Stóra-Bretland muni leggja niður vopnin 1943. Göring hefur gert allan undir- búning undir árás á Malta- Mikl- ar flugvélaárásir eiga að hefjast innan fárra daga“. Göring með gullin sín 2. febrúar: „Miðdegisveizla með Göring heima hjá Cavallero (her- ráðsforingi ítala) . - • Með fíflið Cavallero í fararbroddi — var framkoma forfngjanna fyrir her- ráðum okkar rétt eins og þeir væru þjónar þessa Þjóðverja. Og hann var sýnilega ánaegður með að mega leika hlutverk æðsta prestsins. 4- febrúar: „Göring fer frá Rómaborg. I allri miðdegisveizl- unni talaði hann varla um neitt annað en gimsteina sína. Hann hafði nokkra faUega hringa á höndum. Hann sagði, að hann hefði keypt þá tiltölulega ódýrt í Hollandi, eftir að allir dýrgrip- ir hefðu verið gerðir upptækir í Þýzkalandi. Mér hefur verið sagt, að hann leiki sér að gimsteinum sínum rétt eins og smástrákur- Á ferðinni hingað var hann óró- legur. Þjónn hans bar þá fram einn kassa með demöntum handa honum. Hann hellti þeim á borð- ið, taldi þá. raðaði þeim, bland- aði þeim saman aftur — og svo var hann aftur ánægður. . . Einn af æðri liðsforingjunum, sem voru með GíiringJ tagði'Áifn hann: „Það er tvennt, sem hann elskar: Fallegir hlutir og strfð! Hvorttveggja er dýrt. Hann var í stórum safalafeldi, þegar hann ók til stöðvarinnar — einmitt mitt á milli þess sem bílstjórarnir not- uðu 1906 og það sem vændiskona gengur í til söngleikhússins. Ef einhver okkar ætlaði að fara að taka upp á einhverju slíku, þá mundi hann verða grýttur á göt- unum“. 9. febrúar: „Attolico (ítalski sendiherrann í Páfagarði) dó skyndilega í dag . . . Boddai (kennslumálaráðherrann) mundi fúslega vilja verða eftirmaður hans- En Mussolini var á móti því. Hann sagði: „Ég vil ekki trúa því að Bottai, 46 ára gamali, vilji enda líf sitt eins og kórdrengur". (Ári seinna var það Ciano, sem varð sendiherra í Vatíkaninu, og hann var þá ekki nema 39 ára gamall.) 10. febrúar: „Hef tekið á móti E1 Gailani (forsætisráðherra ír- aks), sem hefur komið af stað uppreisn á móti Bretum og ekur nú fram og til baka milli Róm og Berlínar til þess að leggja und- irstöðuna undir framtíð Araba- ríkjanna • . . Bismarck hefur látið okkur vita, að Þýzkaland undir- búi árás á Tyrkland. Það er ó- hjákvæmileg aðgerð, ef þeir vilja ná fram til olíulindanna. 12. febrúar: „Ég afhenti Mack- ensen (þýzka sendiherranum í Róm) afrit af símskeyti frá ame- ríska hemaðarsérfræðingnum f Moskva, sem var stílað til Wash- ington . . . Hann kvartar þar yfir, að afhending á vopnum, sem Ameríkumenn hafi lafað, gangi ekki eins og vera ber. Ef Sovét- ríkin fái ekki undir eins hjálp, er sagt í skeytinu, þá verða þau að hugsa um uppgjöf". 13. febrúar: „Til þess að geta sent tvær herdeildir til Rússlands í marz verðum við að biðja Þjóðverja um skriðdrekavarnar- byssur, loftvarnabyssur og bíla“- 16. febrúar: „Fall Singapore er mikið áfall fyrir Englendinga- „Mig mundi langa til að vita“, sagði Mussolini í dag, „hvaða á- hrif uppgjöf fjögurra enskra liðs- foringja með hvítu flaggi hefur haft á þessa einkennilegu Austur- landabúa. Ef það hefðum verið við, þá hefði maður ekki lagt neitt upp úr því“. Mussolini vill koma upp þýzkum kirkjugarði 18. febrúar: „Japönsku sigram- ir draga nú úr mótstöðu Breta með hverri stund sem líður og geta orðið orsök til skyndilegri og afdrifaríkari endis á stríðinu en við höfðum getað búizt við. Eng- land hefur aldrei verið jafn óskaplega illa statt“- 20. febrúar: „Alfieri (ítalski sendiherrann í Berlín) hefur sent einkennileg símskeyti,.'. en ■ sam- kvæmt því gefur Ribbentrop í skyn, að Stóra-Bretland rrvuni beiðast friðar til þess að bjarga því, sem ennþá er unnt að bjarga- Er hugsanlegt að Þjóðverjar fari nú loks að sjá fram á, hvílíkur ó- skaplegur harmleikur þessi styrj- öld verður fyrir hvíta kynflokk- inn? ••■'•“MtttsoHrri- -"var á.hyggjuful4wr í morgun út af kola- og stálbirgð- um okkar. Okkur vantar mikið af hvpryívgggja,. of. Þjí$verjarnir Standa aðeins að nokkru leyti Við skuldbindingar sínar. Mussohni sagði: „Ég ætla að búa til stóran kirkjugarð, þar sem ég gref þýzk loforð“. 22. febrúar: „Aðalræðismaður okkar tilkynnir frá Prag, að vara- maður ríkisvemdarans (Heydr- ichs) fari með landsmenn okkar a m.k. eins illa og með Tékka ef ekki ver. Ég sýndi Mussolini skýrsluna og hann komst í æsingu. „Og Þjóðv- ættu að koma með mótmæli út af Japönum! Ég vil miklu heldur gula kynstofninn heldur en Þjóðverjana. Jafnvel þótt Japanir ættu eftir að komast alla leið fram til Persaflóa". Ástandið í kolanámunum er slæmt ... I april munum við hafa eytt öllum þeim birgðum, sem við getum fengið fyrir járnbraut- imar“. 23. febrúar: „II duce er ergileg- ur út af fréttunum um það, sem hann á að hafa sagt út af kirkju- málum, og hann hefur beðið mig að láta Guariglia (ítalska sendi- herann í Páfagarði) afturkalla þau. Ég fylgdi Clodiusi til til Palazzo Venizia- Hann ætlar sér að út- skýra hversvegna kolasendingarn- ar hafa brugðizt. Veturinn er ó- venjulega kaldur og harður, það vantar vinnukraft og einnig sam- göngutæki. Rússnesku vígstöðv- amar einar þurftu fimm þúsund fleiri eimvagna heldur en menn höfðu gert ráð fyrir“. 24. febrúar: „Mussolini gerir grein fyrir einni af sínum nýju kenningum- Stríð er nauðsynlegt til þess, að menn geti fengið fram hina sönnu innri byggingu þjóð- arinnar, því að í stríði þá afhjúpa stéttimar sig, hetjurnar, braskar- arnir og letingjamir. Ég kom með þá mótbáru, að hvað sem öðru líði, þá gangi úrval stríðsins í öf- uga átt, þar sem það séu þeir beztu, sem falla. „Glötun hvíta kynstofnsins" Bismarck hefur talað við mig, og hann er mjög svartsýnn. í Þýzkalandi eru allir sannfærðir um, að menn geti ekki komizt yfir einn stríðsvetur í viðbót. En eniginn þorir að segja það við Hitler- Menn ættu að finna ein- hverja leið til þess að geta kom- izt að samkomulagi við Engilsax- ana, einkum þar sem framsókn Japana boðar glötun fyrir hvíta kynstofninn. Þjóðverjar geta ekk- ert gert í þeim efnum. Þeir eru allt of mikið hataðir, þeir era svörtu sauðimir. „Italir ættu i staðinn að taka að sér hlutverk friðarsamninganna“, sagði hann. 25- febrúar: „Ýmislegt bendir til þess, að samkomulagið milli Þjóð- verja og Japana hafi raskazt. Jap- önum hefur verið komið á óvart, og þeim finnst þeir vera móðgað- ir af uppástungum, sem Ribben- trop hefur komið fram með . . ■ Mussolini, sem er vinveittur Jap- önum, vegna þess að hann er á móti Þjóðverjum, lætur í ljós ánægju sína- „Japanir“, sagði hann, „era ekki þjóð, sem Þjóð- verjar geta leyft sér við að láta draga keisarann fram úr rúmi sínu kl. tvö að nóttu til þess að segja honum frá ákvörðunum, sem þegar hafa verið teknar". 2. marz: „Jacomini s'kýrir frá ástandinu í Albaníu . • . Við höf- um varla fjórar herdeildir og i þeim eru tvær hersveitir í hverri, en í hverri hersveit eru aðeins tvö fylki- Við höfðum ekki einn einast skriðdreka . . • Það er greinilegt, að við verðum að tryggja þá her- stöðu, sem við höfum, áður en við getum sent nokkurn nýjan her- styrk til Rússlands". 3. marz: „Hertoginn af Aosta er dauður -. . Seinni hluta dagsins símaði Bismarck til þess að segja mér frá því, að Þjóðverjar hefðu undirbúið áróðursherferð, þar sem þeir ætla að ákæra leyniþjónustu Englands fyrir að hafa myrt her- togann. Hann bætti því við, að persónulega fyndist sér þetta vera slæmt. Hann hefur rétt fyrir sér. Það er ekkert sem staðfestir þessa fullyrðingu Þjóðverja. (Hertoginn af Aosta, sem var varakonungur Abessíníu og stjórnaði ítölsku her- sveitunum þar, gafst loks upp með því, sem eftir var af her hans, og var farið með hann sem fanga til Kenya, þar sem hann dó úr lungnabólgu.) Mussolini verður meira og meira vinveittur Japönum. Hann mundi langa til að skrifa blaða- grein og lofa japönsku þjóðina, sem aftir aldir í neyð og eymd hefur á nokkrum mánuðum tekizt að breyta ástæðum sínum“. 7. marz: „Japönsku loftforingj- arnir tilkynna okkur, að þeir ætli sér að halda áfram til Indlands. Gert er ráð fyrir, að möndulveld- in sæki fram yfir Persaflóa tU þess að mæta þeim á miðri leið“. 10. marz: „Urak prins úr skrif- stofu Ribbentrops er kominn til Rómaborgar til þess að hitta d’Ajeta (einkaritara Cianos). Hon- um virðist vera bæði Ijúft og leitt, er hann talar í tvíræðum tón um einkennilega hluti í sambandi við Japanina. Það er ekki nema gott, að Japanir sigri, þar sem þeir eru sambandsþjóð okkar, en þeg- ar allt kemur til alls, þá era þeir af gula kynstofninum, og það er á kostnað hvítra manna, sem þeir vinna sigra sína . • . d’Ajeta virt- ist sem Urak vildi þreifa fyrir sér hjá okkur viðvíkjandi sér- friði milli möndulveldanna og Stóra-Bretlands“. 11. marz: „II duce var mjög mótfallinn því, sem Urak sagði. Hann ítrekaði enn á ný vináttu sína við Japani- 1 morgun var haldin minningar- guðsþjónusta yfir hertoganum af Aosta í Santa Maria degli Angeli. Engir voru boðnir nema meðlim- ir komungsfjölskyldunnar. . . Kon- ungsfjölskyldan sat á bekk, svo að við gátum ekki séð hana. Guðs- þjónustan var byrjuð, þegar dym- ar opnuðust og sorgmædd gömul kona kom inn og bar sig auð- mjúklega. Það var Donna Rachele (kona Mussolinis). Hún settist í fyr.sta sætið, sem hún gat fengið, og grét undir allri guðsþjónust- unni. Þegar allt var afstaðið, kallaði hún á bíl sinn, en hann var þar ekki. Ég bauð henni minn. En hún afþakkaði það. Hún kom fótgangandi, og hún fór frá kirkj- unni fótgangandi- Ég sagði Mussolini frá því, sem ég hafði séð, og hann var mjög hissa. „Það er í fyrsta skipti, sem slíkt hefur komið fyrir“, sagði hann. En gamla konan, sem grét í kirkjunni, var ekki kona hins rmkla þjóðarleiðtoga, heldur móð- ir liðsforingja, sem féll tuttugu ára gamall (Ciano á við Brano Mussolini, sem fórst í flugslysi)". 15. marz: „1 viðtal ivið Indelli (ítalska sendiherrann í Tokyo) hafa Japanir sagt frá áætlunum sínum í höfuðdráttunum. Engin árás á Indland. Það mundi dreifa kröftum þeirra allt of mikið. Eng- in árás á Rússland. Aftur á móti útvikkun styrjaldarinnar í áttina til Ástralíu, þar sem Ameríku- menn og Englendingar virðast vera að undirbúa gagnárás". 16- marz: „Minnkun brauð- skammtsins, sem framkvæmd var urn daginn um 25 prósent, hefur verið tekið með örvæntingu, þrátt fyrir það, að menn hafa varla séð nokkur merki mótmæla". Ástandið í Þýzkalandi 19. marz: „Pavolini (útbreiðslu- málaráðherra) er kominn aftur úr heimsókn frá Goebbels og gefur dökka mynd af ástandinu í Þýzka- landi. Hann segir, að stjómarfar- iö þar sé í hættu og að „menn gangi á rakihnífsegg” , , , Menn tala ekki lengur í Berlín um að sigra bolsévismann. Þeir væru án- ægðir, ef þeir gætu náð fram til Kákasuis. Pavolini sagði skemmtilega sögu. Þegar Goebbels átti aðsenda brjóstmynd af Hitler sem gjöf til Parinacci, þá sendi hann fylkis- stjórann í Essen, sem þykist kunna ítölsku, sem hann kunni þó ekki. Þegar hann afhenti brjóstmynd- ina sagði hann: „Yðar hágöfgi, Goebbels ráðherra hefur falið mér að afhenda yður questa busta!“ (Þetta umslag — i staðinn fyrir questo busto). Goebbels var sá fyrsti, sem hló að sögunni". 24- marz: „Ég afhenti Mussolini skýrslu frá Luciolli um Þýzka- land... Hann útskýrir, hvemig stjórnmálamönnunum sé ókleift að standa við skulbindingar sín- ar, síðan herforingjarnir unnu sigra sína- Nazistarnir töluðu mik- ið um nýsköpun, en gerðu ekkert til þess að koma henni í fram- kvæmd- öll Evrópa þjáist undir hertöku Þjóðverja. Luciolli minnist á það, að menn séu nú í Þýzkalandi famir að tala um möguleikann á ósigri... Af þeirri ástæðu vilja nazistamir, að öll lönd meginlandsim verði magn þrota, þannig að Þýzkaland verði jafnvel í ósigrinum tiltölulega sterkara- Sú hugsun hafði sterk áhrif á II duce, sem sagði að hann ætlaði sér að hafa fimmtán her- deildir á Pósléttunni í lok árs- ins 1943“. Um tilfinningar Mussolinis. 28. marz: „Uthlutað gull-minnis- peningum til fallinna flugmanna. Sonur Balbos, sem líkist alls ekki föður sínurn, en man mjög vel eftir honum, tók á móti minnis- peningi föður síns án þess að depla augunum, fölur og stoltur. Síðan kom röðin að ekkju Bran- os. (Sonur Mussolinis, Bruno, fórst í flugslysi í ágúst 1941). Svipurinn á Mussolini var grjótharður og breyttist ekkert. Hann sæmdi konu Brunos minnispeningnum, konu sonar síns, eins og hún hefði ver- ið einhver og einhver, sem hefði verið skilin ein eftir. Einhver spurði: Er II duce meira en mennsik ur eða alls ekki mennskur maður? Hann er hvoragt- Hann var blátt áfram þess meðvitandi,.að efþann hefði sýnt nokkurn vott við- kvæmni, þá mundi það hafa end- urómað í þúsund hjörtum... 1 Venezia hefur komið til upp- hlaups út af minnkun brauð- skammtsins. II duce var gramur og leiður í senn og gaf skipun um að láta tvístra mannsöfnuð- inum af lögreglunni með beitt- um vopnum". 20. marz: „Gastaldi, sem áður var flokksritari í Túrín, hefur heimsótt mig og sagt mér sögu um viðskipti við kunningja sinn. Hingað til hefur ekkert merkilegt verið við söguna, en eins og venju- lega þá kemur nú fjölskyldan Petacci í leikinn og fólk talar um það. Fjölskyldan Petacci rekur nef- ið í einn hlut, veitir pólitíska vernd í aðra átt, ógnar mönnum í þá þriðju og rær undir í þá fjórðu — og stelur í allar fjórar áttir . ■. Hneykslið verður alkunn- ugt og getur ekki farið fram hjá Mussolini. En hvað er hægt að gera til þesis að vara hann við einkum þar sem tveir af nánustu samstarfsmönnum hans raka fé að sér í stóram stíl“. 1. apríl: „II duce hefur heyrt frá iðnrekendum eftirfarandi fyndni, sem nú er á kreiki i Þýzkalandi: „Á tveimur mónuð- um munum við vinna stríðið á móti Rússlandi, á fjóram mán- uðum á móti Englandi og á fjór- um dögum á móti ítalíu“. 5. apríl: „Del Drago er kominn aftur frá París. 1 Berlín er ekk- ert nýtt að frétta á yfirborðinu- Sumir Þjóðverjar sögðu honum, að eftir árásina á austur-vígstöðvun- um, sem muni ríða Rússum að fullu, vonist menn eftir sam- komulagi við Engilsaxana".

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.