Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.11.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 03.11.1969, Blaðsíða 1
21. árgangur. Mánudagur 3. nóvember 1969 19. tbl. LAXNES RASSSKELLIR SKÁLDA-MAFÍUNA Geðheilindi dregin í efa — Háð H. K. L. fellur í frjóan jarðveg Ef nokkur hópur manna hefur hlotið verðskuldaðan rass- skell, þá er það rithöfunda-mafían, sem síðustu vikur hefur haft sig allmjög í frammi, heimtað styrki og allskyns fríðindi sér til handa, bæði heild og einstaklingum. Það neyðarlega er, að það er einn úr þeirra hópi, að vísu alvörurithöfundur, sem greiddi þeim höggið, en Halldór Laxness var ómyrkur í máli um brölt þeirra og umstang í tilefni rithöfundaþingsins, sem nýlega er lokið. Sjónvarpið átti stutt viðtal við Gljúfra- steinsbúann, er hann kom að utan, og lýsti skáldið sig í senn undrandi og hvumsa yfir þeim atburðum, sem skeð hafa. afköst hans og gæði verkanna. Það er stór ástæða að þakka Lax- ness þetta óvænta innlegg, enda vart um annað meira talað nú, en afstöðu hans til freklegra krafna mafíunnar. Þá ber og að þakka honum rúsínuna í pylsuendanum er hann í logandi háði brá við skiln- ingsleysi sínu á þeirri ósk rithöf- unda, að klína nafni Ara fróða og Snorra í Reykholti á betlistyrki sína og sjóði. Brá Halldór grönum er hann lýsti undrun sinni á þess- um væntanlegu tiltektum mafíunn- ar í garð vel metinna sagnfræð- inga sem þjóðin hefur tekið ást- fóstri við — styrkjalaust. Sjálfsmorð auk- ast — tilraunir mistakast Sjálfsmorð og sjálfsmorðs- tilraunir fara nú mjög í vöxt. enda er þetta tíminn til slíkra athafna, að sögn lækna. Þá ku vera ískyggilega algengt að þessar athafnir misheppn- ist og vinnur Slysavarðstofan drengilega að því að lífga þessa klaufa við, sem hvorki skot, eitur eða henging virð- ast bíta á. Ástæður til þessa „æðis" virðast á reiki, en fjármála- áhyggjur, ástir og skamm- degið eiga drjúgan þátt í þessum lífsleiða. Nú er af sú tíð, að menn drápust eða drápu sig, létu brenna hræið og sendu það í eldspýtustokki til fjármála- ráðuneytisins með orðunum: „Hér hafið þið restina" —. BLAÐIÐ KOSTAR KR. 20.00 I ÚTSÖLU. — OKKAR ÁNÆGJAN YKKAR ER GRÓÐINN Verzlunarmenn hóta dr. Bjarna Feiknar óánægja meðal kaupmanna — Frjáls verzlun hótar afarkostum verði ekki breytt um stefnu Jæja, loksins er komið að því. Málpipa verzlunar- og at- hafnamanna hefur nú hótað Sjálfstæðisflokknum og þá sér- staklega dr. Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, afar- kostum, ef ekki skipast, nú þegar á þessu þingi, eitthvað já- kvætt í málum verzlunarmanna. Frjáls verzlun, 9. tbl. 1969, hótar því í leiðara, að „Verzlunarstéttin sé búin að sætta sig nógu lengi við að vera hornreka og sæta ákúrum fyrir skort á þjóðhollustu. Verði ekki afgreitt frá næsta Alþingi stjórn- arfrumvarp, sem leiðréttir málefni verzlunarinnar, getur ríkis- stjórnin ekki búizt við stuðningi verzlunarinnar í komandi sveitarstjórnar- og þingkosningum.“ Má heita að flokkurinn hafi aldrei fengið jafnákveðna yfirlýsingu frá stétt, sem til þessa hefur verið álitin auðsveipur leppur Sjálfstæðisflokks- ins. Yfirfullar bókahallir í sambandi við þá fáránlegu ósk, áð ríkið kaupi fimm hundruð ein- tök verka þeirra, sem svokallaðir rithöfundar unga út, sagði skáldið, að reynslan væri sú, jafnvel í nafn- greindu himnaríki kommúnista, að stór hús væru þar full af bókadóti, sem enginn vildi lesa, þrátt fyrir tilraunir viðkomandi stjórnarvalda að troða þessu í haus borgaranna. „Idíótar“ eður ei? Þá /agði skáldið jrá Gljúfrasteini áherzlu á það, að áður en nefnd yrði skipuð til að dcema einstök verk ungra skálda, yrði fyrst að ganga úr skugga um það hvort við- komandi vœri með fullu viti, þ.e. brjálaður, áður en bafizt yrði handa að veita honum opinberan styrk eða kaupa tonn af verkum bans. Um sjóði handa skáldum kvað hann gott eitt að segja, en taldi þó öruggustu leiðina að beinlínis launa þá, sem sýnt hefðu að eitthvað byggi í þeim á sviði skáldlistarinn- ar, boðskapur, áhugamál, einlcegni o. s. frv. Grín að mafiunni Ekki er því að leyna, að skáldið hæddist allmjög að öllu brambolti rithöfundafélaganna, en að hann gerði ekki púra grín að öllu sam- an má þakka, að enn hefur hann ekki lesið hinar brjálæðislegu greinar og óra Einars Braga né yf- irlýsingar sumra félaga hans í rit- höfunda-mafíunni. Myndi jafnvel radikala eins og Laxness ofbjóða þær yfirlýsingar allar og þá hlá- legu drauma, sem þar sáu dagsins Ijós. Ekkert gæðamat — óþarfur fjáraustur Það er auðvitað hlutverk ríkis og þings að slá niður þessa hugar- óra, jafnvel þótt dr. Gylfi og önnur prófessionell styrkja og úthlutunar- flón þingsins, þyki sjálfsagt að neyða almenning til fjárútláta til þessa lióps. Allur almenningur er algjörlega andvígur slíkum „gjöf- um" til handa þessum hópi, ekki sízt vegna þeirrar ósvífnu afstöðu, að þjóðinni komi alls ekki við hæfileikar styrkþegans né heldur Náð hámarki Það er alkunna, að um árabil hefur verzlunarstéttin verið algjör- lega hunzuð af ráðamönnum Sjálf- stæðisflokksins. Svo langt gekk fyrir röskum áratug, að í alvöru var áformað að stofna flokk til höf- uðs íhaldinu, en úr því varð þó ekki. Nú hefur óánægjan hinsveg- ar náð algjöru hámarki, eins og yf- irlýsing blaðsins bendir til. Það má í rauninni heita furða hve lengi kaupmenn hafa unað undir því regin óréttlæti, sem flokkurinn hefur boðið þessum sterka hryggjarlið sínum upp á. Síðari árjn hefur þó keyrt um þver- bak, og hefur flokkurinn nær ein- göngu verið í makki við verka- lýðinn, sósíalista og aðra höfuðó- vini hins frjálsa framtaks, bein- línis gengið að öllum óskum komm únista og fylgifiska þeirra um nær allar takmarkanir á athafnasviði kaupsýslumanna. Árangurinn er þegar kominn í Ijós, því stéttin í heild býr við féleysi, heftar álögur, missi fyrirtækja og önnur viðlíka afhroð. Dr. Bjami í hættu Því verður ekki neitað, að sam- starfið við krata á hér drjúgan þátt, ekki síður en óheillindi flokksstjórnarinnar. Dr. Bjarni er orðinn algjör einræðisherra og fjöl- Framhald á 6. síðu. Kynlífs- og klámsýningin „Sex '69" í Khöfn Geysilga vel heppnuð — Fyrsta opin- bera klámsýning í veröldinni — Kyn- villa karla og kvenna, kynorka, pynt- ingatæki og allskyns fróðleikur Kynlífs- og klámmyndasýningin, sem haldin var í Kaup- mannahöfn á dögunum og nýlega hætti, hefur vakið heimsat- hygli. Gestir hafa komið alla leið frá Japan, en frá meginland- inu, t. d. V-Þýzkalandi, hafa hópar leigt sér stóra ferðabíla til að missa ekki af dýrðinni. Kaupmannahöfn, hin fagra, getur nú státað af því, að vera hið sanna höfuðból, sýningarhöll klámmynda og ýmissa verkfæra, sem nýtt eru til afbrigðilegra kynmaka. í fyrrasumar þegar danska stjórnin aflétti öllum bönnum og takmörkunum í þessum málum, hafa danskar blað- og bókasölur verið yfirfullar af þessum bókmenntum, einkum þó sérstaklega til að seiða amerizka, brezka, og þýzka og aðra ferðamenn og selja þeim myndir og bækur sem lýsa kyn- lífi í öllum sinum margþættu myndum. Stórgróði En jafnvel þetta virtist ekki nægja hinum athafna- og uppfinn- ingasömu frumherjum kynlífisbók- menntanna. Fyrir skömmu opnuðu þeir fyrstu „heimssýninguna" í þessum efnum, hreina viðskipta- sýningu, sem nefnist „SEX ’69". Sýningarstaðurinn var badminton- bygging, og ef ekki kom annað til, þá var sýningin geysilegt fjárhags- legt gróðafyrirtæki. Frá Japan og Kanada í sex daga streymdu þangað, í þúsundavís, ungir og gamlir, ein- mana gamalmenni, ungar giftar konur með börn á handlegg, ung hjón og krakkax, sem þakklát greiddu kr. 150,00 til þess að fá að gramsa í gullinu. Þeir lengst að komnu voru frá t. d. Kanada og Japan, en þarna voru allra þjóða kvikindi. M.a. mættu 300 blaða- menn, fleiri en mættu þegar Krús- joff hinn rússneski heimsótti Dani árið 1964. „Nakin og nauðgað" Orgel og Dixieland-músík dundu meðan gestir liðuðust milli skær- málaðra básanna, og sýningarstað- anna, en til leiðbeiningar voru brjóstaberar danskar stúlkur. Klukkustundum saman blöðuðu gestir í tímaritum, sem nefndust m.a. „Freisting", „Nakin og nauðg- að" og „Kynlífsskýringar", eða handfjötluðu kynorkumeðöl, eins og listaverk væru. Sænskar syndir Einn básinn var t.d. sérlega inn- réttaður fyrir kynvillubókmenntir, annar skreyttur æsandi náttldæðum. Jafnvel var svo langt gengið, að ýmsir gripir, sem notaðir eru í sa- distiskum tilgangi eða til sjálfs- píningar — og teoretískt eru bann- aðir á sýningunni — t.d. lurkar, liandjárn fyrir handleggi og fætur, svipur og ótæmandi birgðir af gúmmífötum og grímum. Aðrir básar sýndu ,klám"-gulldjásn fyrir karla og konur, kymörfandi tæki o. fl. Fyrir þá sem óskuðu þess voru Framhald á 6. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.