Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.11.1969, Síða 2

Mánudagsblaðið - 03.11.1969, Síða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 3. nóvember 1969 Dagbók CIANOS greifa Göring og málverk Rothschilds 6. apríl: „Þegar Göring var í Rómaborg, töluðum við uim mögu- leika á því að fá aftur nokkur ítölsik málverk, seim væru í Frakk- landi, einkum þau, sem væru eign Gyðinga og hefðu verið tekin eignarnámi af Þjóðverjum. Með- al þeirra nafna, sem nefnd voru, var jafnvei Rothschild, sem átti mörg málverk eftir Boldini. 1 dag hefur Göring sent mér eimn Böld- ini að gjöf, og bréf hans byrjar þannig: „Því miður var ekkert eftir á heimili Rothschilds" ■ ■ . Ef menn einhvemtíma finna þetta brélf, þá lítur það út eins og það hefði verið ég, sem hefði gefið hugmyndina um að ræna heimili Gyðinganna og hann væri leiður yfir, að hann hefði komið of seint-“ 9- apríl: „Alfieri er kominn til Rómaborgar í ársleyfi sitt. Hann hefur ekkert sérstaklega þýðing- armikið frá að segja, en hann er ekki eins bjartsýnn og venju- lega • • ■ Hinsvegar eru þær skýr- ingar mjög eftirtektarverðar, sem Bismarck hefur trúað mér fyrir: Þýzkaland verður að fá frið í október, hvemig svo sem allt fer, sagði hann. Herinn hvorki getur né vill gera árás um það leyti . • • Það er búið að brjóta í honurn hrygginn með því að vikja beztu hemaðarleiðtogunum frá. í flokknum er allt á ringulreið- Himmler sjálfur, sem var mjög róttækur áður fyrr, vill nú fá samkomulagsfrið. Eingland hlýtur að vera oiðið fulsatt af stríðinu og tilbúið til að semja, einkum ef það fær möguleika til sam- vinnu við Þjóðverja á móti Jap- önum. Skyldi þetta aðeins vera hugarburður Bismarks, eða skyldi það í rauninni vera skoðun ráð- andi manna í Þýzkalandi?“ 10. apríl: „Host-Venturi (sam- göngumáiaráðherra) segir, að á- stæðan til þess, að svefmvagnar, veitingavagnar og fynstaflokks- vagnar hafi verið teknir af jám- brautunum, sé sú, að Mussolini hafi óskað þess af þjóðfélagsleg- um ástæðum • • . Fyrir nokkrum kvöldum síðan varð að lyifta að- stoðarritaranum í póstmálaráðu- neytinu upp í lestina í gegnum gluggann . . Álit ríkisstjómar- innar hefur ekki vaxið“. Fjölskyldan Petacci 11. apríl: „Mussolini hefur farið í heimsökn til félags Japansvina- Honum fellur betur og betur að láta kalla sig „bezta vin Japans í heiminum" . • • De Peppo (ítalsíki sendiherrann í Tyrklandi) segir, 16 að Tyrkir mundu helzt vilja sjá síðasta þýzka hermanninn falla yfir líkið aif síðasta rússneska hermanninum“. 13. apríl: „Langt samtal við Donnu Edvige (systur Mussolin- is) ■ • . Hún vill létta á hjarta sínu út af máli, sem nú er orðið að þjóðmáli: Fjölskyldan Petacci • . . Hún hefur ákveðið að tala við Mussolini um málið“- 14- apríl: „Japanir hafa stung- ið upp á þríveldayfiriýsingu um sjálfstæði fyrir Indland og Arab- íu. I fyrstu tóíku menn þeirri fregn ekiki vel í Berlín. Framsókn Jap- ar.a í áttina til Evrópu er ekki vel séð- Mussolini mundi hins vegar fúslega viljað styrkja Japana 21- apríl: „Bismarck segir frá því, að þýzki aðalkonsúllinn í Mílanó hafi fengið mjög móðgandi bréf- Það síðasta hljóðaði á þessa leið: „Við höfum frétt, að þér sé- uð að litast um eftir nýjum bú- stað. Við bjóðum yður hér með bústað, sem er mjög snotur og yður samboðinn, þjóð yðar og for- ingja yðar. Utanáskriftin er þessi“- Aðalkonsúllinn fór til staðar, sem upp var gefinn, og sá allt í einu, að hann stóð fyrir tframan inn- ganiginn á — fangelsinu“- 22- apríl: „II duce hefur sagt mér, að Kesselring marskálkur hafi, þegar hann kom til bakafrá Þýzkalandi, haft með sér sam- þykki Hitlers til þess að ráðast inn í Möltu. (Innrásin var aldrei framkvaemd)“. 24. apríl: „Japanski hernaðar- sérfræðingurinn fór hörðum orð- um um afstöðu Þjóðverja og hern- aðarrekstur þeirra. Stjórnmála- legur hemaðarrekstur þeirra er algjöriega rangur, álíta Japanir". 29. apríl: „Kom til Salzburg • . • Hitler, Ribbentrop, venjuleg upp- vakning, venjuleg viðhöfn Við er- um gestir í Burg Kieisheim • • . Það er mjög ríkmannlegt þar: húsgögn, veggteppi, gluggatjöld og teppi — allt hefur verið tekið frá F'rakklandi. Þeir hafa sennilega ekki borgað allt of mikið fyrir það . . Hitler lítur þreytulega út, en hann er ákveðinn að sjá, og hon- um er mikið niðri fyrir • • • Vetr- armánuðimir í Rússlandi hafa gengið nærri honum. í fyrsta skipti uppgötvaði ég, að hann hef- ur mörg grá hár í höfðiniu . • • Hvað skyldi framtíðin bera í skauti sínu- Ribbentrop er dulari en áður. Árás gagnvart Rússum í suðri til olíulindanna sem pólit- I ísk-hernaðarlegt takmark? Þegar Rúsar geta ekki lengur náð í olíu, þá er mótstöðuafl þeirra brotið- Þá koma íhaldsmenn í Englandi (og hversvegna ekki Churchill sjálfur, sem er hygginn maður), og verða að beygja sig til þess að bjarga því, sem eftir er aÆ þeirra illa fengna heimsveldi • . • “ „Ameríka er stór sápukúla“ En hvað skeður, ef Englending- ar, sem eru einþykkir og þráir, á- kveða að halda stríðinu áfram? Flugfélar og kafbátar svarar Ribbentrop- Þá snúum við til baka til uppskriftarinnar 1940- En það varð enginn árangur af henni þá, og reglunni var skotið til hliðar- Nú hugsa þeir sér að taka hana í notkun aftur . . . Ameríka er stór sápukúla Það er slagorð, sem er endurtekið alls staðar af stórum og smáum- Ég held, að tilhugsunin um það, sem Ameríkumenn geti og eigi að gera, valdi þeim öllum óróleika- Þjóð- verjamir móka til þeas að þurfa ekki að sjá . • . Gagnvart Fraklandi kennir frekar vantrausts og óvissu held- ur en vináttu Þeir eru ekki örugg- ir um Laval- Hin sanna afstaða Frakklands kom greinilega og bet- ur í Ijós hjá þeim prentara, sem hætti lífi sínu til þesis, að blað hans skyldi koma út með nafn- inu Pétain breytt í Putain (orðið þýðir: púta eða skækja) ■ . - Annan daginn eftir hádegis- verð, þegar búið var að segja allt, talar Hitler óslitið í einn klt. og fjörutíu mínútur. Hann sleppti engu: stríð og friður, trúarbrögð og heimspeki, list og saga. Musso- lini leit á armbandsúrið sitt. Ég hugsaði um miín eiginmál- Það var bara Cavallero, sem fullyrti að hann hlustaði í hrifningu . • • Jodl hershöfðingi fór og lagði sig á legubekk eftir harða baráttu við sjálfan sig. Keitel hershöfðingi sat og kinkaði kolli, en honum tókst þó að halda sér vakandi- Maður sér enga líkamlega fríska menn á götunum í þýzkum borg- um og bœjum. Maður sér aðeins konur, börn og gamalmenni. Auk þess erlenda verkamenn- Þræla jarðarinnar. Edda, sem heimsótti vinnustöð ítalskra verkamanna, hitti mann, sem hafði særzt á handlegg, þegar miskunnarlaus varðmaður hjó hann með ljá- Hún sagði Hitler frá þessu, en hann leit út fyrir að verða ofsareiður og gaf skipun um allar mögulegar handtökur og rannsóknir. En það breytir engu um veruleikann. Þjóðverjar hafa misst mikið í Rússlandi. Ribbentrop segir: 275 000 fallnir. Maras hershöfðingi okkar (hemaðarsérfræðingur í Ber lín) hækkar töluna upp í 700 000- Með þeim, sem hafa misst limi, hafa kalið og eru alvarlega veik- ir, svo að þeir ná aldrei heilsu sinni aftur, stígur talan upp f þrjár miljónir. Brezki flugherinn veitir þung högg. Rostock og Liíbeck hafa bókstafiega verið jafnaðar við jörðu- Köln hefur orðið fyrir þungum höggum- Þjóðverjarnir reyna að berja frá sér, en kraftur þeirra fer síþverrandi- Þetta veit- ir almenningi í landinu litla raunabót, þar sem fólkið er vant því að berja aðra ög fá aldrei nein 1ALLRA FERflA Dag- viku- og mánaöargjald é-im-mLJk BO, . 22-0*22 WjI liíIALIJIGAX MjATÆH" RAOÐARÁRSTI'G 31 högg í staðinn. Það verður til þess, að margir þeirra, sem hafa eyðilagt hálfa Evrópu, fara að gráta og kvarta yfir „miskunnar- leysi Englendinga, sem gerir sak- lausar, þýzkar fjölskyldur heimil- islausar“- Það alvarlega í málinu er það, að þeim er full alvara- Ferðalag okkar vakti ekki mik- inn áhu-ga á Italíu . • Allir bjugg- ust við, að Hitler mundi tilkynma nýja sókn á móti Rússum- En í staðinn fyrir það hóf hann sókn á móti þýzku þjóðinni (svo kallaða allsherjar-hervæðingu)“ 4. maí: „Te-k á móti Bose, for- ingja þjóðernissinnaðra Indverja. Honum féll illa, þegar hann fékk að vita, að yfiriýsingin, sem stungið hafði verið upp á, í sam- bandi við sjálfstæði Indlanils, hefði verið söltuð í bili (vegna mótstöðu Þjóðverja). Hann hefur fengið það í höfuðið, að við látum Japana nota okku-r, og að þeir hafi frjálsar hendur án þess að kæra sig um, hvað sé möndul- veldunum fyrir beztu“. 5- maí: „Englendingar hafa her- tekið Madagaskar- Þessu gat mað- ur búizt við, síðan Laval hrópaði út um alla veröld, að hann von- aðist til að Japanar roum-du verða á undan Engilsöxum. Mér hefu.r tekizt að tala um fyrir hinum heilaga stól að hverfa frá málaleitunum (til að undir- búa samikomula-gsfrið), sem mundi áreiðanlega mistakast“- 11. maí: „Öróinn í Ungverja- landi kemur fram í smásögu, sem er nú sögð manna á milli í Búda- pest- Ungverski utanríkisráðherr- ann afhendir stríðsyfirlýsingu til Bandaríkjanna, en ameríski full- trúinn, sem tekur á móti tilkynn- ingunni, er ekki sérstakjjgga vel að sér í Evrópumálum- Hann spyr: Er Ungverjala-nd lýðveldi? Nei, það er konungsríki. Þá háfið þið sem sagt konun-g? Nei, við höfum aðmírál- Þá hafið þið sem sagt flota? Nei, við hafum ekki neitt vatn. Þá hafið þið víst eimbverjar kröfur friam að færa? Já- Móti Amerí'ku? Nei. Móti En-glandi? Nei. Móti Rússlandi? Nei. Hver er það þá, sem þið berið fram krö-fur ykkar gegn? Rúmenía. Þá ætlið þið sem sagt að segja Rúmenum stríð á hendur? Nei, við eru bandamenn". Hin nýja sókn Rommels 12- maí: „Rommel ætlar að hefja árás í Libíu í lok mánaðar- ins með það fyrir augum að sigra brezka herinn- (Árúsin byrjar 26. maí). Hann ætlar sér að taka Tó- brúk, ef han-n getur, og halda síð- an áfram allt að gömlu landamær- unuim. Ef honum tekst þetta ekki, þá verður hann að láta sér nægja að hindra fjandsamlega árás með þvf að verða fyrstur til- Ef svo fer, verður öllum hers-tyrknum síðan beitt í einu lagi gegn Möltu- Þjóðverjarnir ætla sér að senda niður fallhlífarhersveitir". 16- maí: „Mussolini kemur til baka (frá Sardíníu) Heimsókn hans hef-ur haft vissa þýðingu i sambandi við varnir eyjarinnar- Það eru góðar hersveitir þar og nægileg vopn, og köldusóttin á innrásarsvæðinu mun fella brezk- ar hersveitir eins og flugur á fá- einum dögum“.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.