Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.11.1969, Side 3

Mánudagsblaðið - 03.11.1969, Side 3
I Mánudagur 3. nóvember 1969 Mamidagsblaðlð 3 Egill Vilhjálmsson hf. 40 ára Þainin X. nóvember 1929 stofnaöi Egill Vilhjálmsson fyrirtæki sitt, sem á því nú 40 ára afmæli- Fyrst var verið að Grettisgötu 16- 18, en síðan flutt að Laugavegi 116-118, þar sem byggt hafði ver- ið yfir starfsemina. Árið 1932 var byrjað að byggja yfir langferðabíla á verkstæði E- V- og árið 1933 var byggt yfir Egill Vilhjálmsson ALLT A SAMA STAÐ íyrsta strætisvagninn, en Egill Vilhjálmsson var einn af stofn- endum Strætisvagna Reykjavíkur og eigandi, þar til Reykjavíkur- borg keypti árið 1943. Til dæmis um kostnað við yfir- byggingar fyrr og nú má sjá að 1933 var byggt yfir 27 manna langferðabifreið fyrir Steindór Einarsson og kostaði það kr. 8'157.00. Síðasta yfirbygging 1954 á líkum bíl kostaði kr 123.000-00- Alls hefur fyrirtækið byggt yfir 235 langferðabifreiðir auk breyt- inga á yfirbyggingum, og smíð- að fjölda húsa á minni bíla, og þá sérstaklega á jeppa frá árinu 1955, en E- V. fékk umboð fyrir Willys jeppum 1951- Árið 1941 vora teknar til sam- setningar 108 Dodge bifreiðar, sem ríkisstjórnin hafi fest kaup á í Englandi, þar sem þær höfðu orðið innlyksa í stríðbyrjun, en áttu upphafslega að setjast sam- an í Svíþjóð- Egill Vilíhjálmisson var um þetta leyti úti í Banda- ríkjunum og tókst þar að ná í nauðsynleg áhöld til þessarar sam setninga. Hér var um algera sam- setningu að ræða og tókst hún svo vel hvað afköst snerti að við voram þriðja þjóð í röðinni í samisetningarhraða- Era þetta einu bifreiðamar, sem settar hafa ver- ið saman hér á landi, svo að segja stykki fyrir stykki. Kostn- aðurinn við samsetninguna var kr. 1-610-00 á bíl, þar í innfalin máln- ing. Á fyrstu starfsmánuðum fyrir- tækisins unnu hjá því aðeins þrír menn auk eiganda, þeim hefur svo fjölgað með árunum og nú era þeir um 90- Árið 1930 námu greidd vinnulaun kr. 32-011-36 árið 1953 kr- 4-050.767,40 og nú síðastliðið ár yfir sautján milljónir- A fyrstu árum fyrirtækisins var aðeins um bifreiðaviðgerðir að ræða auk varáhlutasölu, en nú 'era starfsgreinar þessar: Bifreiðá-i viðgerðir, bifreiðayfirbyggingar, bifreiðamálun, renniverkstæði, smurstöð, glerskurður og slíping svo og bifreiðainnflutningur og varahlutasala. Fyrirtækið hefur nú umboð fyrir Rootes í Eng- landi og Willys jeppa, eins fjölda varahlutaframleiðenda bæði í ; USA og Evrópu enda jafnan lagt áherzlu á að hafa á boðstólum varahluti í sem flestar tegundir bifreiða og er orðtæki fyrirtækis- ins þess vegna ALLT Á SAMA STAÐ. Árið 1935 í janúar tók Egill Vilhjálmsson fyrsta nemandann í ■ bifvélavirkjun og hafa nú 139 iðnnemar lokið prófi hjá fyrir- tækinu í bifvélavirkjun, renni- smíði, bifreiðasmíði og bifreiða- I málun- Egill Vilhjálmsson var forstjóri fyrirtækisins frá byrjun og aillt til dauðadags árið 1967, í nóvember. Síðan hafa rekið fyrirtækið synir hans tveir og tengdasonur. Starfs- mannalán hefur verið mikið hjá fyrirtækinu og fjöldi manna starf- að áratugum saman hjá því- Sá háttur er á hafður að færa þeim manni gullúr að gjöf, sem unnið hefur hjá fyrirtækinu í 30 ár og eru þeir nú orðnir 8 sem það hafa fengið- PELIKAN Það er enginn betri íslenzk börn og reykingar í erlendum blöðum ísland er talið búa við hæstu tölu hvað reykingar æskufólkis sinertir. Þriðji hver 13 ára ung- lingur reykir, og 19 prósent af 13 ára stúlkum reykja. Einn af hverjum 10 ára strákum reykja og 2,8 prósent af tíu ára telp- um, hafa þegar hafið reyking- ar. Þetta eru athyglisverðar upp- lýsingar. Við þetta kippir enginn sér upp.lengur, Allt sést gegnum þunnan kjólinn nema þetta etna sem eftir er og Mary Quant vitt nú. draga f'rairrtr daþsljósíð. StiHk'an á mtyndinni er '•fcyniat brétká söngkonán Jane Birkin, vinkona franska tónskáldsins Serge Gainsbourg, sem er með henni á myndinni. Mary Quant boðar „nýtt tízkutromp " Ætlar að sýna það eina, sem aldrei hefur verið sýnt í sögu tízkunnar Fyrst stytti hún pilsið, síðan stytti hún það meira og nú ræðst hún enn hærra. Mary Quant, brezka tízkuteiknaranum, sem fann upp pínupilsin, finnst nú jafnvel sá smábleðill sem eftir er af pilsum Lundúnadamanna ekki lengur nógu stuttur. Mary Quant, sem nú er 35 ára, hefur hagnazt vel á sinni stuttu tízku, stofnaði hlutafélag um framleiðsiuna og framleiðir orðið ekki aðeins tízkufatnað heldur líka snyrtivörur allskonar og nú síðast vítamín- og sólbrúnkupillur. En eft- ir að hafa komið pilsunum upp undir nára, nægir Mary það ekki lengur og í framtíðinni vill hún sýna meira en lærin — „nýtt tízkutromp": blygðunarhárið. Ekki aðeins sitt eigið, heldur allra ungra — og kannski líka eldri — Breta- meyja. — Skapahárin, fullvissaði Mary þá David Bailey og Peter Evans, höfunda bókarinnar „Sarabande sjöunda áratugsins", — eru mjög fallegur hluti kvenlíkamans, — nærri því á fagurfræðilegan hátt. Segir ekki líka um álfkonuna í ævintýri Skónála-Bjarna: Píeturnir voru rauðir sem rós, rétt voru Iterin, fögur sem Ijós. Hoffmannastaðurinn hcerður svo vel sem hnakki á sólþurrum kópsel. Enn hefur hin djarfa Mary Quant ekki kynnt tízkunýjung sína í smáatriðum, — hvort notazt verð- ur við síkkaða gegnsæja blússu eða þríhyrningurinn borinn fram í buxum úr gegnsæju efni, eða hvort byltingarkonan mælir með buxnaleysi eða gægjugati. Kven- Iöndum sínum — því enn hefur herratízkuna ekki borið á góma í þessu sambandi — gaf hún þegar smáábendingu eða húsráð: — Mað- urinn minn hefur einu sinni rak- að mitt hár hjartalaga. Frú.Quant þurfti ekki Iengi að bíða viðbragða gagnvart fyrirhug- aðri tízkunýjting sinni. Tízkusagn- fræðingurinn James Laver svaraði ofsareiður: „í sögu tízkunnar lief- ur aldrei komið það tímabil, að blygðunarhárið væri sýnt." Og þeg'ar Lundúnablaðið „Daily Mir- Mary Quant (sitjandi t.h.) t saumastofu sinni ásamt módeli. Ekki nógu stutt lengur. ror" kannaði álit fimm ungra stúlkna á að sýna ekki lengur bara hné og læri, en nærri allt þar fyr- ir ofan, svaraði nektarfyrirsætan Toni Lee: „Því taka stúlkurnar aldrei þátt í. Þær eru að vísu löngu hættar við brjóstahaldarann, en það var líka til einhvers ... Vel sköpuð brjóst eru falleg, en kynhárin ekki". En Mary Quant, sem 1967 tók við „Orðu Brezka heimsveldisins" úr hendi Bretadrottningar fyrir þjónustu sína í þágu tízkunnar og brezks útflutnings, hefur hingað til haft heppnina með sér og hug- myndir hennar slegið í gegn þótt enginn tryði á þær í fyrstu. „í okk- ar görótta samfélagi", skrifar „Dai- ly Mirror", „er nefnilega syndin frá í gær siðsamlegt athæfi á morg- un"

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.