Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.11.1969, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 03.11.1969, Blaðsíða 5
Mánudagur 3. nóvember 1969 AAánudagsblaðið MYSTICUS LÆKUR Ég hef aldrei á ævinni verið mikið gefinn fyrir ferðalög, sízt af öllu gönguferðir. Ég hef alltaf verið heldur latur til slíkra hluta, ekki sízt eftir að ég fór að eldast og fitna, en ég er núna rúmlega f immtugur- Það var heldur ekki ég. sem átti hugmyndina að þessu sögulega ferðalagi. Það var hann Ásgeir, sern átti hana. Við Ásgeir höfum í mörg ár unnið á sdmu skrifstofu og erum góðir kunn- ingjar- Hann er fjórum eða fimm árurn yngri en ég. Við erum báð- ir piparsveinar og lítið gefnir fyr- ir skarkala heimsins. En Ásgeir á það til að fá hinar og þesisar flugur í höfuðið, og þá er engin leið að hagga honum, hann er ekki í rónni fyrr en hann er búinn að framkvaema það, sem honum dettur í hug- Einu sinni fókk hann badmintondellu, og lét mig ekki í friði, fyrr en ég fór að iðka þessa íþrótt með hönum, þó að ég hefði satt að segja engan áhuga á henni- Svo fór badmintonáhuginn að dvína hjá Ásgeir, en það komu þá bara aðrar flugur í staðinn. Og núna í vor voru það göngulferðir, sem hann fékfc á heilann- Og hann beit sig í það að fara í sum- arfríinu í göngutúr norður á Strandir og vildi endilega hafa mig.með sér- Mig langaði ekkert til að fara þetta. Ég hefði helzt viljað hafa það rólegt hérna í R- vík og vera bara í sólbaði á blett- inum heima hjá mér- Sveitasælan hefur alltaf haft lítið aðdráttarafl á mig- En ég vissi af reynslunni, að það er- ómögulegt að komast umdan Ásgeiri, þegar hann fær svona flugur. Og auðvitað fór þetta eins og alltaf áður, ég lét undan og lofaði að fara með hon- um- Við höfðum með okkur heil- mikinn útbúnað, tjald, svefnpoka, prímus ög talsverðar matarbirgð- ir, því að við vissum, að það er allt komið í eyði þegar lengra dregur norður á Strandir- Við fórum í rútunni til Hófaia- víkur, en þar átti gönguferðin að hefjast- Við lögðum af stað snemma morguns, en þann dag var ferðinni heitið til Reykjaf jarð- ar norður um Trékyllisheiði- Við höfðum þungar byrðar að bera og þreyta var farin að sækja á mig löngu áður en við komumst að Bólstað, þar sem Iagt er upp á heiðina, enda er löng ganga þangað frá Hólmavík. Það var komið fram á miðjan dag, þegar við loksins lögðum á heiðina. Þarna er bílvegur en ekki góður og litla umferð sáum við um heið- ina- Og þessi heiði reyndist erfið. Satt að segja var ég að leka niður af þreytu áður en við vorum komnir á miðja heiði, enda á- reynslunni óvanur- Svo sótti á ofckur gífurlegur þorsti, en það var heitt í veðri þennan dag. Okkur fór að langa ákaflega í svalt drykkjarvatn, en lengi vel sáurn við ekkert nema blásna mela eða þá stórgrýtisurð- Ég var kófsveitur og tungan var alveg að skrælna í mér, að mér fannst- Við vorum alltaf að setjast niður annað veifið, en það gerði bara illt verra, við stirðnuðum allir upp við það og vorum haltir og s!kakkir, þegar við hófum gönguna á ný. Með sjálfum mér bölvaði ég Ásgeir í sand og ösku fyrir að hafa ginnt mig út í þessa vitleysu. Það var eitthvað þægilegra líf að sitja á stól á blettinum sínum heima með kókflösku við hliðina á sér. Þið getið þessvegna hugsað ykk- ur, að það glaðnaði heldur betur yfir okkur þegar við allt í einu komum auga á lítinn læk, sem rann rétt fyrir vestan veginn. Við vorum ekki lengi að snara okkur þangað- Þarna rann hann hreinn og silfurtær á tandurhreinum sandbotni eins og óskadraumur dauðþyrstra manna. Og við Ás- geir vorum ekkert að tvínóna við það, við lögðumst endilangir við litla lækinn og teiguðum svalt vatnið- Og einhvern veginn fannst mér þetta vatn allt öðruvísi á bragðið en allt annað vatn, sem ég hafði bragðað- Það var svalt, en þó ekki ískalt eins og sumt fjallavatn er. Ég svolgraði það í mig, og ég held, að Ásgeir hafi þamfoað ennþá meira- „Nú verðum við eins og nýir menn" hugsaði ég með mér. , ,Við verðum ekki lengi að stika norður í Reykja- fjörð eftir þessa hressingu". Svo settumst við á steina við litla læk- inn silfurtæra til þess að blása svolítið úr nös áður en við hæf- um gönguna á ný. Ég held, að við höfum verið búnir að sitja þarna í eina eða tvær mínútur, þegar mér allt í einu fannst, að einhvern veginn væri ekki allt með felldu- Mér fannst ég vera að verða einhvern veginn svo skrýtinn, án þess þó að gera mér grein fyrir, hvað um væri að vera. Og mér varð litið á Ásgeir félaga minn. Ég gæti svo sem sagt, að blóðið hefði stirðnað í æðum mér, þegar ég sá hann, en það er nú bara frasi, sem seg- ir ekki nema brot af sannleikan- um. Allra fyrst sá ég Ásgeir í hálfgerðri þoku, það var eins og einhver gulgrá móða í kringum hann, og hann var sjálfur eins og hálfgerður þokuhnoðri. Svo fór myndin að smáskýrast, og nú veit ég, hvað það þýðir, að trúa ekki sínum eigin augum. Ásgeir var óðum að dragast saman og minnka, en hið ógurlegasta var þó það, að hann var jafnframt að breyta um form og gervi- öll mannsmynd var að hverf a af hon- um, fyrst kom einhver formleysa, en svo sá ég, hvaða gervi hann var að taka á sig. Þar sem hann hafði setið húkti á steininum gul- bröndóttur köttur, lúpulegur, dauð hræddur og skjálfandi og skelf- ingu- Þessi sýn var svo ægileg, að á meðan hafði ég ekki haft neinn tímatil að hugsa um sjálfan. mig.. En allt í einu var eins og eldur færi um mig. Ég leit niður og sá svartar loppur, minar eiginhendur. Ég vissi um leið að hið sama hafði skeð með mig. Við störðum þarna hver á aranan agndoifa af skelf- ingu- Þessi litli lækur hlýtur að hafa haft einhverja ótrúlega nátt- úru- Og allt í einu minntist ég sagna um það að fiöldi manns hefði týnzt á Trékyllisheiði og aldrei fundizt. Hafði eithvað svip- að komið fyrir þetta fólk og okk- ur? Ég reyndi að reka upp angistar- vein, en ekkert kom nema ámát- ALLT Á SAMA STAÐ: - SNJÓHJÓLBARÐAR - ÞAÐ ERU FINNSKU HJÓLBARÐARNIR sem slegið hafa í gegn hér á landi. Það er hið óviðjafnan- lega snjómynstur, sem gerir þá eftirsótta. GERIÐ SNJÓHJÓLBARÐA- KAUPIN TÍMANLEGA SENDUM í KRÖFU. BIFREIÐA- EIGENDUR MUNIÐ AÐ NÆG BÍLASTÆÐI ERU FYRIR VIÐSKIPTA- VINI Á HORNI RAUÐARÁRSTÍGS OG GRETTISGÖTU. FLESTAR STÆRÐIR SNJÓHJÓLBARÐA FYRIRLIGGJANDI. EGILL VILHJÁLAASSON hf. Laugavegi 118 — Sími 2-22-40. legt mjálm- Og ég heyrði svipuð hljóð frá Ásgeiri- Ég veit ekki, hve lengi við sétum þarna agn- dofa og ráðalausir á steinunum- Og ekkert gátum við talað sam- an nema túlkað örvæntingu okk- ar með mjálmi. En svo var eins og okkur dytti báðum hið sama í hug- Við skokkuðum út á veginn og áfram norður heiðina. Einu sinni fór jeppi fram hjá okkur- í honum voru tveir menn, sem horfðu snöggvast á okkur- ,Hel- vítis urðarkettir, tautaði auuar þeirra. Það var komið kvöld, þeg- ar við komuim á Djúpuvík- En þar var grimmur hundur, sem tók á móti okkur með gelti og urri, svo að við flýðum dauðhræddir langt út í móa. Og það fáa fólk, sem við sáum fussaði og sveiaði við okkur og talaði um það að endilega þyrfti að skjóta bölvaða urðar- kettina, þeir væru vísir til að leggjaist á hænsin.. Svo að í mann- heirnum virtist lítillar hjálpar að vænita- Okkar bíður vist ekkert annað en , hungurdauðinn- Við höfðum ekki rænu á að veiða, þó að við séum kettir. Og það er áreiðan- legt, að engin mannleg vera skýt- ur bita að okkur. Mannkindin er harðbrjósta og illa ínrætt. En eft- ir nokkra daga verður kannski farið að leita að ferðamönnunum sem hurfu á heiðinni- Farangur- inn finnst, en ekki tangur eða tetur alf mönnunum sjálfum- Ör- lög þeirra verða alltaf óráðin gáta, en auðvitað dettur engum hinn voðalegi sannleikur í hug- Við hækkum bara tölu þeirra, sem horfið hafa á dularfullan hátt á Trékyllisheiði- Og litli lækurinn heldur áfram að niða í auðninni silfurtær og svalliur. NÝTT NYTT — NÝTT NYTT ÍKVÍLS ÍKVÓLD ÍKVÖLD ÍKVÖLD ÍKVÓ'LD MTIKVOLS HÖT<il#A<&A SÚLNASALUR MM BJáBMSOM OG HLJGMSVEIT ÁSAMT ÓMARi. GESTUR KVÖLDSINS KARL EINARSSON. ^ Á FUNDINUM %. BLÁSARAKVARTETT & FJÓRAR JAFNFLJÓTAR Á FLYGLINUM ^ í ÓPERUNNI OG FL. O. FL. O. FL. O. FL. O. FL. SÖNGUR, GRIN OG GLEÐ1 Borðpantanir í síma 20221 eftir kl. 4. Enginn sérstakur aðgangseyrir. Aðeins rúllugjald kr. 25.—' GÓÐA SKEMMTUN Dansað til kl. 1. NÝTT — NÝTT — NÝTT — NÝTT — Föstudagskvöld og Sunnudagskvöld. —

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.