Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.11.1969, Page 6

Mánudagsblaðið - 03.11.1969, Page 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 3. nóvember 1969 Reglugerð um sníða- og sauma- keppni „Norðurljósaföt 1970" „Norðurljósaföt'1 skulu eingöngu vera úr Álafoss norðurljósaefnum sem fást hjá Álafoss og umboðs- mönnum um land allt. Fatnaður allur á yngri sem eldri, konur og karla; er móttekinn í samkeppnina, sem stendur til 10. janú- ar 1970. Fatnaður skal merktur dulmerki og sendur til Ála- foss, Þingholtsstræti 2, en upplýsingar um fram- leiðsluna settar í lokað umslag með dulmerki utaná, og sendist formanni dómnefndar frú Dýrleif Ármann, Eskihlíð 23, Reykjavík. Verðlaun verða sem hér segir: 1. verðlaun kr. 25.000,00 2. — — 5.000,00 3. —10. — — 1.000,00 hver Þau skilyrði eru sett að Álafoss hafi framleiðslu- rétt á verðlaunafatnaðinum, og sýningarrétt í 4 mán- uði. Dómnefnd skipa eftirtaldir: frú Dýrleif Ármann, Eskihlíð 23, Reykjavík, frú Auður Laxness, Gljúfra- steini, Mosfellssveit og Björn Guðmundsson, Hlíðar- vegi 10, Reykjavík. Álafoss hf. Hekl- og lopaprjónasamkeppni Álafoss 1970 Allur fatnaður úr lopa hefur rétt til verðlauna sem eru sem hér segir: 1. verðlaun kr. 25.000,00 2. — — 5.000,00 3. —io. — — 1.000,00 hver Það skilyrði fylgir verðlaunafatnaði að Álafoss mun endurgjaldslaust nota uppskriftir í endurprent- un og sölu, auk þess að hafa sýningarrétt á verð- launafatnaðinum í 4 mánuði. Dómnefnd skipa eftirtaldir: Haukur Gunnarsson, Rammagerðinni, formaður, Elísabet Waage, Bað- stofunfii 'Ógf'frú Kristín Jónasdótitr frá Heimil'feiðnað- arfélagi íslands. Keppnin stendur til 20. janúar 1970, og þarf að koma fatnáði tiT verzíunar ÁlaToss i Þíngholtssfræti 2, Reykjavík, og skal hver flík merkt dulmerki. Bréf í lokuðu umslagi sendist formanni dómnefnd- ar, Hauki Gunnarssyni, Rammagerðinni fyrir20. janú- ar 1970 og skulu þar fylgja munstur, skýringar og nafn höfundar. Álafoss hf. eru þeir vandlátir - Allir velja þeir KORONA-föt k'ÖWÖ.MA K'ÓUÖNA — Með litprentuðu sniðörkinni og hárnákvæmu sniðunum! — Otbreiddasta tizku- og handavinnublað Evrópu! — Með notkun „Burda-moden“ er leikur að sníða og sauma sjálfar! Dr. Bjarni Framhald af 1. síðu. mennir harðskeytdr hópar innan raða hans eru nú komnir í víga- hug og vilja Bjarna pólitískt feig- an. Sýndi landsfundur þeirra einna gleggst þessa afstöðu, enda varð Bjarni að beita allri kænsku sinni og valdi til að gjalda ekki afhroð í höndum hinna byltingarsinnuðu flokksmanna. Þótt fundurinn varp- aði dr. Bjarna ekki fyrir borð, að þessu sinni, hlýtur honum að vera ljóst, að staða hans, þó enn sé hún ekki í hættu, er miklu veikari en áður. Má svo lengi brýna deigt járn að bíti. Annars er óhætt fyrir flokksein- ræðið að gera sér ljóst, að lengur verður ekki þolað, að stoðir flokks ins séu hunzaðar, en hins vegar gælt við andstæðingana taumlaust. Vilja margir ganga svo Iangt, að betra sé að sitja heiðarlega í stjórn- arandstöðu en lyppast á þennan hátt fyrir hverjum andstæðingi flokknum til aðhláturs og andstæð- ingum til skemmtunar. Dr. Bjarni, sem æðsti og valdamesti maður flokksins hlýtur að sjá, að nú blæs nýr og ferskur andi yfir vötnunum, gamla einrasðið og svikin við stefnuskrá flokksins verða ekki lengur þoluð. Áminning sú, sem flokksstjórnin hlaut á síðasta lands- fundi ætti að vera ærin ábending um þau örlög, sem bíða þeirra er hunza flokksviljann. Klám í Khöfn Framhald af 1. síðu. einnig klám-hljómplötur, fullar af stunum og kjökri t. d. ein, sem eins og gera má ráð fyrir nefndist „Syndir í Svíþjóð". Litkvikmyndir — l6lte UJe£111„la allar aðferðir En mestmegnis heimsóttu gestir þeir, en þangað rákust kvikmynda- sýningar, sem sýndar voru reglu- lega í litum, en þær sýndu karla og konur, pör og hópa í öllum hugs- anlegum aðferðum og stellingum samfara. Sumir gesta, dollfallnir, sáu sömu myndina þrisvar sinnum. Aðrir urðu, satt bezt sagt sjokkað- ir yfir því, sem þeir sáu. Ein lag- leg dönsk stúlka jafnvel leit undan og sagði, „ef kynlífið er raunveru- lega svona, þá vildi ég heldur vera í. klaustri." Ógnun við siðferði bama Nokkrir danskir „mótmælendur" kallandi sig „Unga kristtrúarmenn" gagnrýndu sýninguna harðlega og sögðu hana ógnun við siðferði danskra barna. Og sjálf danska stjórnin rausnaðist við að banna beinar sölur varningsins á staðn- um. „Hrein“ klámsýning Flestir Danir tóku öllu þessu ró- lega, reyndu jafnvel að sýnast leið- ir á þessu. En sýningaraðilarnir — sem sáu fram á geysiaukningu í sölu þessa varnings síns voru yfir sig ánægðir. „Fólkið elskar þetta, af því það er „hrein" klámsýning", sagði Jens Theander, ein af leið- andi klámmyndatökumönnum Hafnar, „þetta er normalt fólk, og því þykir gaman að þessu. Það er þessvegna, að ég get þénað peninga og sef á næturnar með hreina sam- vizku". (Endnrsagt lauslega úr Netvs- week, 3. nóvember 1969).

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.