Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.11.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 03.11.1969, Blaðsíða 8
Rjúpnaskyttur ekki afsakaðar — Fertugsafmæli Flosa — Skólar og hótel — Gosdrykkjaverðið — Tatarar — Köflóttar kýr — I vitlausu rithöfundafélagi — Sjómenn passaðir — NÚ HAFA rjúpnaskyttur ekki lengur afsökun fyrir því, að týnast á veiðiferðum. Skátar halda námskeið fyrir skytturnar og ætti reyndar að skylda þær til að sækja slík námskeið. Þessi fjallaæfintýri þeirra hafa mörg endað í dýrum og erfið- um leitarferðum fyrir hjálparsveitir og kosta ærið fé, svo ekki sé minnzt á óþarfar áhyggjur skyldmenna. Neyðarskot fást a.m.k. í Sportvöruhúsi Reykjavíkur, sem eru algjör nauð- syn, og nú ættu skyttur að vera þ.annig útbúnar að ekki annað en foraðsveður eða stórslys ættu að tefja þær á fjöllum. Óaf- sakanlegar villur og fjölmennar leitir ættu að vera á kostnað skyttanna. ÞAU TELJAST nú frægust tíðindi úr samkvæmislífinu að Flosi Ólafsson, leikari, varð fertugur s.l. mánudag. Var í uphafi ætlað að halda fögnuðinn í Domus Medica, en síðar var að því horfið að stefna gestum í samkvæmissali tannlækna við Bolholt. Gárungar fundu þó það út af hugviti sínu, að flutn- ingur þessi hafi litlu eða engu máli skipt, því svo höfðinglega var veitt í veizlu Flosa, að sumir gesta áttu ærin erindi í Domus Medica næsta dag. OG TALANDI um samkvæmislíf. Eru öll blankheitin á íslandi ekki meiri en svo að skólanemar, í svokölluðum æðri skólum, hafa efni á að taka sér stærstu hótel og fínustu hér í Reykja- vík til að dansa í kvöldin fyrir mánaðarfrí? Það þætti saga til næsta bæjar, jafnvel í velferðarríkjunum, og mörgum hér heima finnst það hreint bruðl, að þessi nemar skuli leigja þessi hótel undir d.ansa sína.....Og meðal annarra orða: er það ekki einum of langt gengið að Lido eða Tónabær skuli selja gagnfræðaskólakrökkum á kr. 25—35 eina flösku af gos- drykk. Þetta verða talsverð útgjöld barnmörgum fjölskyldum og ættu skólayfirvöldin þegar að kippa í taumana. OKKUR BARST um daginn hljómplata SG, en á henni eru tvö lög, Dimmar rósir og Sandkastalar, leikin af tiltölulega ungri hljómsveit sem nefnir sig TATARA, en hana skipa Magnús Magnússon, Jón Ólafsson, Þorsteinn Hauksson, Árni Blandon og Stefán Eggertsson, en umslag plötunnar birtir skemmti- legt æfiágrip hinna ungu listamanna. Sjálf er platan öll í ný- tízkustíl, ágætlega leikin og á eflaust eftir að ná miklum vin- sældum hjá unga fólkinu. Músikk-menn segja okkur að hljóm- platan sé vel unnin og meðlimir Tatara búi yfir ágætum hæfi- leikum. EINN AF miðaldra kaupsýslumönnum okkar, verzlar í Aust- urstræti, fór í fyrra suður í Evrópu m.a. til Júgóslavíu.o g þreyt- ist seint að dásama allt þar ytra bæði viðurgjörning allan, landslag, veðráttu og annað, sem við lítt þekkjum og finnum eða sjáum sjaldan. Nýlega lýsti hann fyrir okkur dásemdum „útlanda" með þessum orðum: „Fjöllin voru svo há, falleg og hlíðarnar skógi vaxnar og jafnvel kýrnar voru eins og hér heima, rauðar og köflóttar". Sennilega voru þær reknar af skjöldóttum hundi og bíldóttum bónda. ÞAÐ ER alkunna innan blaðamannastéttarinnar, að Svövu Jakobsdóttur, skáldkonu og blaðamanni, hafi verið vikið af Morgunblaðinu. Ekki var víst um ástæður fyrir þessari ákvörð- un ritstjórnarinnar, því Svava er ágætis blaðakona. Á kaup- kröfufundi blaðamanna s.l. sunnudag ræddu ýmsir blaða- menn mál Svövu sín á milli, og gátu sér til um ástæðuna, en þá var „Fjaðrafoksmálið" einna mest á döfinni. Árni Bergmann einn af andlegum leiðtogum Þjóðviljans, heyrði á tilgátur manna, en sagði síðan stundarhátt: „Mér var sagt, að hún hefði gengið í vitlaust rithöfundafélag." Fréttaglefsur úr kapp- leikjum — Munur íslenzkra og er lendra kvikmyndara — Til athugunar fyrir sjónvarpsstjórn — Hve lengi? — Hrólfur og Flosi — Einmuna léleg sýning — Hversvegna? — Blaójynr alla Mánudagur 3. nóvember 1969 Það hefur sýnt sig, aö hvorki dagblaðagagnrýni né önnur al- menn gagnrýni bítur á yfirráða- menn sjónvarpsins- Svo vissir eru þeir í sinni sök, að allar tilraunir til að benda á galla eða hreina hroðavinnu á verkefnum þeim, sem stofnunin lætur frá sér fara, ifara inn um annað eyrað og út um hitt, en áfram er svo ausið ósómanum, enda við enga að keppa- Það væri gaman, ef forráðamenn sjónvarpsins, þessir ágætu og vitru menn, kæmu saman í kompu sinni og létu „renna í gegn" frétta myndum af þrem kappleikjum, sem nýlega voru háðir og sýndir í sjónvarpinu um s;l- helgi- Tekið skal fram, að sýndar voru aðeins tfréttaglefsur úr þessum leikjum, en handbrögðin sviku ekki svo samanburður fékkst, glæsilegur samanburður. 1 sama iþróttaþætti Sig- Sig- urðssonar, sýndi sjónvarpið úr kappleik í Hamborg, milli þýzkra og skozkra, kappleik smilli argen- tíniskra og ítalskra í Buenos Ayr- es(?) og íslenzkra á Melavelli milli Akureyringa og Selfyssinga- Burt séð frá úrslitum þessara leikja og hæfni viðkomandi keppnisaðila væri gaman fyrir stjórn og eftirht sjónvarpsins að skoða samanbuirð á vinnu við töfcu þessara mynda- Báðar þær erlendu, í Hamborg og Argentínu, sýndu hvernig vinna má þessar fréttaglefsur og lýsa at- riðum, úrslitum og heildarleik í fám orðum, stuttum glefsum og fullnægjamdi skýringum á mest spennandi og athyglisverðustu at- riðum leikjanna. Var vinna hinna erlendu myndatökurnanna til fyrir myndar og frásagnir þula ekki síður. Islenzka úrhrakið var eitt hið versta sem sézt hefur. Kvikmynd- arinn sýndi eiginlega tóma vit- leysu, einskonar tilraunamyndir, sem þjónuðu engum tilgangi, sýndu enga heildarmynd, né þol- anlega kafla úr íslenzku viðureign inni, leit ekki við úrvalssprettum, ef þeir þá voru nokkrir og sýndu ekkert mark af fjórum eða fimm, sem í leiknum urðu- Flest útlendu mörkin í hinu leiikjunum voru sýnd, jafnvel í slow-moiion, skýr- ingar gagnorðar og frágagur allur hinn æskilegasti- Þarna fékkst frá- bær samanburður, sem sýndi alla yfirburði í tækni, skilningi og skýringahæfni bæði myndatöku- manna og þuila. Islenzka liðið frá sjónvarpinu sýndi ekkcrt af þessu- Þulurinn ósköp daufur, eins og hann skildi ekki knattspyrnu frem ur en venjulegir áhorfendur þ.e- tekniskar hliðar hennar, uppbygg- ingu liðanna o- s- frv. Yfir glefs- um okkar manna hvíldi einhver deyfðarblær, sem vakti engan á- huga. Taka verður fram, að Ieik- urimn var ekki aðeins Iélegur held ur aðstæður hinar verstu- En sú staðreynd breytist ekki, að það mál kom hvorki þul né tækni kvikmyndara nokkurn skapaðan hlut við. Þeir einfaldlega kunna ekki, héldu að venju, að þeirra væri þekking og vit, en hvorugt var fyrir hendi. Ef gagnrýni yfir- stjórnar sjónvarpsins hefði ekki nú átt að grípa í taumana er erfitt að sjá hversvegna þessir starfs- menn 'eru að burðast með yfir- stjórn og tiB hvers stjórn almennt er Iátin sofa við sjónvarpið- Þetta er sýnilega óþarft starfslið eða hefur a-m.k. ekkert starf við stofn- unina nema hirða laun sín. Skoðið þetta bara piltar, þið hljótið að sjá mismuninn. Spumingin er einfaldlega sú: hversvegna sýndi sjónvarpið Hrólf eftir Sigurð PéturssOn? Ýmsir telja það merkilegt fyrir það, að það er fyrsta leikritið ,sem opin- berlega var sýnt á íslandi- Vissu- lega er það sögulegur viðburður, en varla sá, að hann verðskuldi heila sýningu í sjónvarpinu 1969- Hrólfur er all-ómerkilegt verk, jafnvel álitið svo af höfundi, enda er an að ræða flýtishrip, samið af skyndingu, vegna hvatningar sam tíðarmanns Sigurður, biskupsins sjálfs. Þurfti að friðþæga skóla- piltum, og voru kröfur þeirra harla litlar, eins og við var að búast- Efnið er létt og lítils virði, en þó gæti þráðurinn verið tilefni smá-skemmtisýningar, ef sæmi- lega væri úr unnið' Því miður er svo ekki. Hrólfur er lyginn ver- maður, heimsækir bónda ,fátækl- ing, fær nýtt slátur að éta, sækir síðan heim, heimskan og fljótráð- an lögréttumann, Auðunn, og lýgur hann fulian að áeggjan ill- kvittinnar griðkonu- Auðunn kærir fátæklinginn fyrir sauða- Framh. á 4- síðu- STÓRGLÆPIR BANDAMANNA: XXXII. Viireisn viElimennskunnar Friðelskandi samvizka — Nýsiðabót — Sigurtilkynningin stórfenglega — Gengis Khan hefði roðnað — Fátt er svo með öllu illt ... — ÞAÐ VÆRI sannarlega tilhlökkunarefni fyrir íslenzka sjómenn, sem fylgja kommum að málum, að sömu reglur myndu gilda um þá og vini þeirra í Sovétríkjunum, sem sjóinn stunda. Þeim þætti eflaust ágætt, að einn „trúnaðarmaður" ríkisins fylgdi hverjum fimm manna hópi í landi og hefði það hlutverk að líta eftir og passa þá, varna þeim alls gamans, jafnvel konu- gamans og reka þá síðan um borð eins og sauðfé til slátrun- ar, en þannig var meðferðin á rúsnesku sjóliðunum sem hing- að rákust fyrir skemmstu. Þetta er „hið æskilega ástand" og furða að sjómenn skuli Ijá þessum mönnum liðsinni sitt. „Rudenko (aðalákærandi Sowjetmenna viö Churchill— Roosevelt-dómstólinn í Niirn- berg 1945-1946. (Innskot mitt- JÞA) talaði í nafni hinna mörgu milljóna saklausra fórn- ardýra, sem höfðu orðið hinum fasistísku ógnum að bráð. Hann sagði, að hinir ákærðu myndu verða látnir standa fullkominn og nákvæman reikningsskap gerða sinna, með hugsun um framtíðina og öryggi þjóðanna að leiðarljósi. Það eru skulda- skil við allt mannkynið, skulda skil, sem eru í samræmi við vilja og samvizku hinna frið- elskandi þjóða- Megi réttlæt- inu verða fullnægt til hins ítrasta-" . . — Willy Brandt alias Herbert Frahm' (1913— ), norskt laun morðingjaíhengi (1940—1947), kanzlari Sowjetríkjanna í Bonn lýðveldinu (1969—1971): „FORBRYTERE OG ANDRE TYSKERE" (H- Aschehoug & CO., Oslo 1946), bls. 39- Breytingatímar Margsinnis ber við, að atburðir, sem síðar reynast hafa verið hin- ir þýðingarmestu í samtíð sinni, eru ekki viðurkenndir sem slíkir, þegar þeir gerast. Þetta á sér- staklega við á yfirstandi tímum, sem færa okkur margar og hraðar breytingar, er engum fær dulizt, að hafa muni í för með sér djúp- stæð og víðtæk áhrif á líf manna og lífsviðhorf. Það gegnir því sízt furðu, þó að ýmtsar raskanir og umbrot, sem í sjáifum sér búa yfir djúpum langframaáhrifum, en ganga hins vegar tiltölulega fljótt og hávaðalítið yfir, hverfi i gný þeirra, sem verða sérhverri manneskju áþreifanlegar þegar í stað, með einum eða öðrum hætti. Sigrar raunvísindanna yfir víð- áttum loftsins og geimsins, töfra- veröld fjarskiptatækninnar, klofn- ing efniskjarnans og árangur hennar, gjöreyðing heillar stór- borgar. með einni einustu atóm- sprengju á örfáum sekúndum, eru nátúrulega risaskref, sem hlutu ó- hjákvæmilega að draga athygli heimsbyggðarinnar að sér óskipta- Gjörbreytingar stjórnmálalegs eðlis, eins og t-d. stofnun, vöxtur og viðgangur voldugs heimsveldis undir ógnun kommúnismanns og eymd sósíalisimans, breyting Mið- og Vestur-Evrópu í varanlegt, póli tískt munaðarleysingjaheimili, ennfremur hin niðuirlægjandi upp- lausn brezka heimisveldisins og þar af leiðandi arftaka Banda- ríkjajúða á stöðu þess í f jármála- heiminuim, allt eru þetta atburðir og atburðarásir, sem ekki hafa getað átt sér stað, án þess að eftir væri tekið- Á þessari öld hef- ir í rauninni svo ótal margt orðið saga, sem réttilega má segja um að hafi valdið aldahvörfum, og það m-a-s. þótt litið sé á málin út frá hinum margvíslegustu sjó"- armiðum, þannig að hugtakið „aldahvörf" hefir náð venju- bundnum áhrilfutn í fjölmörgum tungumálum. Langþráð blóðnótt Þegar því Bandamenn létu verða af þeirri fyrirætlun sinni að Heimsstyrjöld II afstaðinni, að hreykja sér upp i dómarasæti yfir öllum helztu eftirlifandi leiðtog- urn andstæðinga sinna, þá blésu þeir þá staðhæfingu sína út yfir Framhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.