Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.11.1969, Síða 1

Mánudagsblaðið - 10.11.1969, Síða 1
 31aé fyrir alla. %la<Hi$ 21. árgangur Mánudagur 10. nóvember 1969 20. tölublað Löggæzlan — eiturlyf — klámrit öll dagblöðin hafa, undanfarna daga, skýrt frá „rannsókn- um“ lögreglunnar varðandi sölu og dreifingu erlendra klám- blaða, sem er orðin geigvænlega algeng hér. Er lögreglan, að því virðist, alveg undrandi yfir þessu, rétt eins og hún hafi skyndilega komið upp geysilegu leyndarmáli. Sannleikurinn er sá, að þessi klámblaðasala hefur viðgengizt um árabil og það sem verra er, sala innlendra klámblaða, viðbjóðslegar kynlífs og kyafbrigðislýsingar, hefur um árabil átt sér stað á nær hverjum blaðsölustað Reykjavíkur og kaupstaða úti á landi. Spurningin er einfaldlega sú: hve lengi ætlar lögreglan að slá því ryki í augu almennings, að hún VITI EKKI hvað er að ske í þesum málum? Söluvarningur í unglingaskólum Hér eru starfandi ótal siðferðis- nefndir og samtök um almennt velsæmi, en engu þeirra né lögregl- unni hefur tekizt að koma auga á ósómann. Það eru harla léleg vinnu brögð hjá þessum herrum ef hér er enn eitt dæmið um röggleysi og getuleysi lögreglunnar. Það þarf hvorki Sherlock Holmes né Her- cule Poirot til að ljósta þessu leyndarmáli upp. Sannanirnar liggja í hillum blaðasalanna og bókabúðanna. íslenzku tímaritin eru svo óhugnanleg, þvílíkur sori, að þar ber að bera fyrst niður. Eins og nú stendur á er þetta söluvarn- ingur í unglingaskólum líkt og „hazar''-blöðin voru á sínum tíma. Eiturlyf og andvaraleysi En fáfræði lögreglunnar er ekki aðeins bundin við klámrit og kvik- myndir í þessum efnum. Því er alveg neitað, að lögreglan hafi nokkra hugmynd um eiturlyfja- neyzlu hér á landi. Þrátt fyrir þá staðreynd, að bæði fullorðnir og börn hafa verið tekin „í rússi", með eitur í fórum sínum, hefur ís- lenzka lögreglan engar sannanir um neyzlu þessara lyfja. Jafnvel 14 ára piltur í Hafnarfirði og jafn- Tvö bílverð tíl upp- græ íslu lundsins! Ættjarðarást hefur ætíð verið okkar sterka hlið, þótt taka verði skýrt fram, að grundvallarskilyrðið verður að vera, að hún kosti okkur ekki neitt. íslenzkir vísindamenn hafa upplýst, að landið hafi blásið upp 50% frá landnámsöld. Þessi uppblástur er öllum kunnur og víða um sveitir blasir við hörmu- leg auðn á uppblásnu svæðunm. Skógrækt og landgræðsla hafa tek- ið miklmn framförum, jafnvel haldið í fullu tré við uppblásturinn sumsstaðar. Nú er reiknað með sjálfboðalið- um, sem vilja vinna gegn þessum vágesti. Þessari fórnfýsi hefur ver- ið tekið með verðskulduðum fögn- uði af þjóðhollum leiðtogum okk- ar, eins og dæmin skilmerkilega sanna. í fögnuði sínum yfir þessari óvæntu fórnfýsi landsmanna hefur hið opinbera bókstaflega tekizt á loft í örlæti sínu. Ákveðið hefur verið, að verja allt að 900 þúsund kr. til að styrkja þessa þjóðhollu viðleitni þ.e. starfandi ætt- jarðarást. Þessi ómetanlegi styrkur til varnar því, að land- ið þlási í auðn, nemur ná- kvæmlega tveim þílverðum. þ. BLAÐIÐ KOSTAR KR. 20.00 I ÚTSÖLU. — OKKAR ÁNÆGJAN YKKAR ER GRÓÐINN e. andvirði tveggja amerískra miðlungsþíla, líka þeim, er nú eru í þjónustu forsetaemþætt- isins. Þetta er hin sanna þjóð- hollusta, herrar mínir. Því ekki rífa þeir niður Jóns Sigurðs- sonar-styttuna á Austurvelli og setja upp smá-minnismerki um ykkur í staðinn? aldra vinkonur hans koma „undar- leg" heim, eitur finnst hjá honum, en lögreglan veit ekki neitt. Hverjir eru sekir? Vera má, að allar þessar rann- sóknir falli undir rannsóknarlög- regluna, en ekki lögregluna sjálfa, þótt hún, sem slík, hljóti að hafa mest afskipti af beinum, opinber- um brotum á lögum um eiturlyfja- meðferð. Það skiptir engu megin- máli. Eins og stendur gengur lög- gæzlan í berhögg við staðreyndir, sem almenningur veit að fyrir hendi eru. Verður ekki annað sagt en að löggæzlan brjóti þannig þann trúnað og þá ábyrgð sem henni er falið í starfi. Samskipti — læknar — Apótek Ef stjórn lögreglunnar er ennþá á því barnalega stigi, að ætla að þessi vandamál, sem nú „grasera" í grannlöndum okkar svo ekki sé talað um allan hinn siðmenntaða heim, fari fram hjá íslandi er hún grunnhyggnari, en almennt er álit- ið. Dagleg samskipti í lofti og á sjó við Evrópu og Ameríku, veita greiða leið öllum eiturlyfjum, neyzlu og innflutningi. Lögreglan verður að komast að hinu sanna, fá upp nöfn þeirra sem dreifa því og selja, skera upp herör gegn ó- sómanum. Ekki má heldur gleyma þeim möguleika að apótek og læknar séu, vitandi eður ei, mis- notuð í þessum tilgangi. Það er vissulega komið ijla fyrir þjóðinni, sem sökum slælegrar framgöngu í áfengismálum lætur átölulaust gengdarlaust fillirí smá- barna og unglinga á götunum, vín- veitingahúsunum, skóladansleikj - um, rússagildum og víðar, ætlar nú líka að heykjast á skyldu sinni, að notfæra sér öll tiltækileg meðul til að útrýma því í upphafi, að eitur- lyfjaneyzla, nái fótfestu hér á landi. Það kann að verða erfitt að útiloka neyzluna með öllu, en það verður ómögulegt að stöðva hana, komist hún á rekspöl hér á landi. Heimta dollara- aragreiðslu! Heita má, að það teljist til algerra undantekninga, áð barnapía á Keflavíkursvæðinu fáist til að „passa" nema henni sé greitt í dollurum. Það eru fjölskyldur varnarliðsins, sem sitja fyrir allri slíkri þjónustu, og sýna keflvískar stúlkur þarna einstætt og, máske, eftirbreytni- vert fordæmi í fjármálum. Hjón syðra, sem þurfa á slíkri þjón- usm að halda kvarta mjög um þessa nýju stefnu æskunnar, en, ef á allt er litið, er hægt að benda á nokkurn íslending, sem ekki vildi heldur fá greitt í dollurum, en okkar ágæta al- þjóðlega virta gjaldeyri? Laganemar sækja heim ísafjörð Eftirtektarverður áhugi skólanema á atvinnuháttum Iðnfyrirtæki, skrifstofur og einkaheimili skoðuð Samkvæmt fréttum frá fréttaritara okkar á ísafirði, hafa’ staðarmenn nýlega fengið hinn litríkasta og, sennilega, ágæt- asta hóp í heimsókn, en þangað rakst um s.l. helgi, hópur lögfræðinema úr Háskóla íslands í kynnisferð, en tilgangurinn mun hafa verið sá, að kynnast atvinnulífinu í hinni réttu mynd. Hverskonar mynd þessir ungu túlkendur laga og réttar fengu af atvinnuháttum þarvestra skal látið ósagt, en vissulega voru þessir ungu menn stétt sinni til verðugs sóma og juku mjög álit almennings á þessum umdeilda hópi. Kokkteill og skipasmíðar Hingað blésu kapparnir í flug- vél, lentu hátíðlega og römbuðu, að sögn viðstaddra beint í fagnandi fang bæjarstjórans og liðsmanna hans. Var þeim þegar ekið í hjarta bæjarins, en þar kepptust okkar menn við að bjóða þeim ýmist heim eða á vinnustaði. Skoðuðu þeir skipasmíðastöð Marsellíusar, gömul hús, allt að 200 ára, þágu kokkteilboð með fyrirfólki staðar- ins og trakteruðust eins víða og framast mátti. Heimasætur og hljómsveit Um kvöldið slógu innfæddir upp balli með hljómsveit og tilbe- hör, en borgararnir sendu dætur sínar og heimasætur, blóðrauðar og Keisari sjóskrímslamerkurinnar" Lli Blaijyru- atta Upplýst er á Alþingi, að varðskipin okkar hafi ekki lengra úthald á sjó en fremur lélegir fiskibátar en haldi sig óvenju- lega mikið í höfn, eins og Reykvíkingar hafa orðið óþyrmilega varir við. Skipin liggja hér bundin, eitt eða fleiri, allt árið, í stað þess að gæta landhelginnar eða sinna öðrum skyldum störfum. Pétur „Nelson" Sigurðsson, flotaforingi okkar hefur lítt eða ekki svarað ásökunum þingmanna okkar í þessum efnum, og hafa menn undrast tómlæti hans og hina miklu þögn. Við get- um, máske, upplýst eina af ástæðunum fyrir þessari geysi- lega leyndardómsfullu þögn. Péturs sjóliðsforingi mun vera ein mesta sjóhetja, sem nú er uppi á Islandi, einskonar arftaki hinna fornu víkinga og m.a. málar hann híbýli sín á Seltjarnesi í sama lit og flotann. Myndin hér að ofan, sem blaðinu barst frá flotamálaráðuneytinu, sýnir okkur sjókempuna okkar þar sem hún er að máta nýjan stríðsbúning, sem virðist fara eink- ar vel. Telja gárungar, að Pétur hafi í hyggju að stefna bryndrek- um sínum í suðurveg, herja á Miðjarðarhafinu og uppræta sjó- ræningja og annað illþýði, að dæmi forfeðranna, en spurning- in er: hvernig í helvítinu komst sjóliðsforinginn okkar yfir skartklæðin hans Selassis Abyssiníukeisara, eins og myndin gefur til kynna — Þótt þau reyndar fari honum ekki illa? Myndi ekki fráleitt, ef enn væru ortar drápur undir fornum bragar- hætti, að Pétur okkar yrði kallaður: „Keisari sjóskrímsla- merkurinnar". fylltar innri fögnuði til að dansa við þennan glæsilega hóp ungra menntamanna. Var þar bæði hjalað og sungið, dansað og kætzt, unz dagur rann. „Vísindaleiðangur“ Bæjarfógetinn og lið hans fór allt í sunnudagafötin og bauð pilt- um í skemmtilega át- og drykkju- veizlu, eins og vera ber, en síðan var og haldið í heimahús betri manna, skoðuð forn híbýli Hann- esar Hafstein, en eins og gefur að skilja var þetta í og með „vísinda- leiðangur". Verður ekki um það deilt af okkar hálfu, inum smærri mönnum, að lögfræðinemar hlutu bæði fræðslu og vísindi í ferðinni, kynntust vel atvinnuvegum þjóðar- innar eins og þeir gerast beztir hér vestra. Jóhann og Magnús Már borga Af okkar hálfu mættu blaða- menn og ljósmyndarar staðarins, uppdubbaðir, enda um feitan gölt að flá í fréttum. Og harla óvenju- legan. Tjáðu gestir innfæddum hér, að slíkar ferðir væru á vegum lagadeildarinnar að hálfu en dóms- málaráðherra að hálfu, enda skoð- uðu þeir kyrfilega allar lögmanna- skrifstofur á staðnum, bæði einka- skrifstofur og þær opinberu. Sögðu þeir, aðspurðir, að sú venja væri enn í háum heiðri, að slíkar ferð- ir væru farnar t.d. nemar á fyrsta ári ku gjarna skoða Litlahraun syðra sér til andlegrar hressingar. Framtíðin! Er gott til þess að vita, að lög- fræÖinemar skuli þannig hafa, ekki aðeins lifandi, heldur brennandi á- huga á störfum manna til lands og sjávar, en einmitt þar og í sam- bandi við þessi störf mun franvt tíðaratvinna þeirra liggja. Á. G. K.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.