Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 10. nóvember 1989 Dagbók CIANOS greifa 18- maí: „II duce simar og bið- um mig að segja Eddu, að segja engum, undir neinum kringum stæðum, fré því, sem hún hefur séð í Þýzkalandi- Skýrinigin er þessi: Konungurinn sagði Musso- lini frá, að öll Róm viti, að í þýzkum spítala liggi ítalskur verkamaður, sem fingumir hafa verið höggnir af og Edda hafi mótmælt kröftuglega hjá Hitler“- 19. maí: „Englendingar hafa beðið um að fá að senda nokkur sjúkraflutningaskip til Möltu- Flotayfirvöld okkar samþykkja í höfuðatriðunum, en Þjóðverjamir eru því mótfallnir. II duce á- kveður að neita beiðninni, þar sem reynslan sýnir, að það eru margir hlutir, sem haegt er að geyma í sjúkraflutningasikipum. I fyrra vetur gátum við sent nokkr- ar benzínbirgðir, sem mikil þörf var fyrir, til Bengasi, með því að nota hvítu skipin“. 21. maí: „Ég tala við Colonna (italska sendiherrann í Bandaríkj- unum) og nokra fulltrúa, sem eru nýkomnir frá Wasihinigton. Þeir eru allir á einu máli um þetta: í fyrsta lagi, að Bandaríkin séu sem stendur ófær um að gera mikið á hemiaðarsviðinu; í öðru lagi, að iðnaðarframleiðsla þeirra sé ó- hemju mikil, og við munum eftir nokra mánuði fá að sjá fram- leiðslu, sem sé óútreiknanlega mikil; í þriðja lagi að stríðið sé þar alls ekki vel séð, en alir sóu ákveðnir í að berjast i tuttugu ár, éf þess gerist þörf; og í fjórða lagi, að almenningur sé alls ekki fjand- samlega sinnaður ítalíu" „Maður, sem þóti gaman a8 vera ónotalegur“ 23. maí: „II duce símaði og var argur út af því, að japanski sendi- herrann, Shiratori, hafðí látið ým- islegt óheppilegt út úr sér. Heims- yfirráðin tilheyra Japan, mikadó- inn er einasti guðinn á jörðinni, og bæði Hitler og Mussolini verða að viðurkenna þetta- Ég man eftir Shiratori . • • Hann var ofstækis- maður, og umfram allt var hann maður, sem þótti gaman að gefa öðrum olnlbiogaskot . . . Bismarck segir, að Himmler sé farinn að spila á sín eigin spil og gera tilraun til að verða foringi Þýzkalands“- 27- maá: „Sorrentino er nýkom- inn frá Rússlandi og hefur frá ýmsu að segja . . • Hann skýrði okkur frá grimmd Þjóðverja á svo lifandi lýsingum, að maður verð- ur tortrygginn. Miskunnarleysi þeirra er nú svo langt gengið, að maður getur talað um óslitna, samhamgandi glæpakeðju- Fólkið er drepið í hrönnum, rán og grip- deildir, morð á bömum eru dag- legir viðburðir og meira en það- Á móti þessu stendur ísköld á- kvörðun bolsévika að veita mót- stöðu og berjast til hins síðasta, svt> sannfærðir eru þeir um sig- urinn-“ 2- júní: „Mussolini er að hugsa um að ferðast til Libíu, en lang- ar ekki til, að það endurtaki sig, som gerðist í Albaniu, þegar hann var vottur að óförunum". Riccardi (verzlunarmálaráð- herra) talar í sterkum aðfinnslu- tón um fjölskyldu Petacci og um rnál dr. Marcello Petaccis • . , Harnn, sýnir mér eftirteiktarvert skjal- Undirforingi í riffilsveitun- um skrifaði yfirmönnum sínum, að tltekinn maður sé þorpari, en hann jafnframt elskugi systur Petacci vinkonu Mussolinis, og þess vegna er ekki hægt að refsa honum. Þetta er ótrúlegt-“ 4- júní: „Hef hitt Messe (for- ingja yfir ítalska hernum í Rúss- landi), síðan hann kom til baka • . • Eins og allir aðrir, sem nokkuð hafa haft með Þjóðverj- ana að gera, fyrirlítur hann þá og segir, að einasta ráðið við þá sé að gefa þeim spark í magann- Hann telur rússneska herinn vera ennþá sterkan og vel vopnaðan og að allt tal um það, að hann muni falla saman, sé hugarburður". „Skattaskýrslur“ 5- júní: „Grandi (dómsmálaráð- herrann) segir mér, að hann ætli á ráðiherrafundinum á morgun að leggja fram tillögu í samibandi við hækkun á tekjuskattinum um að koma á þeirri skyldu að gefa sjálfur upp skatt að viðlögðum drengskap ■ . ■ Þetta þýðir, að við eiguan í fyrsta sinn í sögu skatt- mála okar að fara að refsa skatt- svikurum- Þetta kerfi er ef til vill gott í öðrum löndum, en ekki hjá okkur, þar sem hver einasti maður mundi verða neyddur til þess að sverja rangan eið. Við mundum verða hlægilegir, ef við hefðum ekki opin augun fyrir þessu- Ef við ættum virkilega að fara eftir slikum lögum, þá mundi það þýða, að við yrðum að stækka fangelsin, þangað til þau færu með hálf ijaríog oidkar. Revei (fjármála- ráðherrann) hefur þegar tekið allt frá Itölum og — nú ætlar hann að rýja af þeim æruna". 6- júní: „Sfcattasvardaginn dó, áður en hann fæddist. Lagafrum- varpið var tekið til baka“. / 9. júní: „Hemaðarnjósnir okk- ar hafa komið upp um mjósna- miðstöð í þýzka sendiráðinu. Menningarfulltrúinn, dr- Sauer, hefur verið tekinn höndum, og hann hefur meðgengið. Hann ját- aði, að hann hefði ekki gert þetta fyrir peninga, heldur af hatri til nazisma og fasisma. Hann afhemti hemaðarupplýsinigar til svissn- eskra hemaðarsérfræðinga. Þýzk- ur ofursti, aðstöðarmaður hjá Rintelen (foringja þýzku hemað- arnefndarinnar í ítalíu), vareinn- ig flæktur í málið“- 11. júní: „Biskmarck símaði og sagði frá því, að til stæði að gera bandalag milli Bandaríkjanna, Englands og Rússlands og um Ioforð, sem Amerífca heffði átt að gefa um að opna aðrar vígstöðv- ar á móti Þjóðverjum. (Ensk- rússneska tuttugu ára samband- ið var tilkynnt í London þann 11- júnl). Þetta er inngjöf, sem mernn halda að dugi til þess að halda Rússunum uppi“- 12- júní: „Ég hef femgið að vita, að gufuskipinu „Usodimdre“ hafi í mistökum verið sökkt af einum af o-kkar eigin kafbátum“. 16. júní: „Hádegisvérður hjá hans hátign • • • Serrano (Suner, spánski utaniríkisráðherrann) segir frá því, að Englendingar leggi af mörkum fyrir milligöngu Samuel Hoare (brezka sendiherr- ans) 10 miljónir peseta (rúmlega fimm milljónir króna) á mánuði til áróðurs á Spáni. Konungu-rinn gerði þessa at- hugasemd: „Reynslan sýnir, að mlkið af þessum peningum verð- ur eftir hjá áróðursmönnumum, en þeir, sem sannfæra skal með áróðrinum, fá aðeins molana- Guð einn veit, hve margar stjómbylt- ingar hefðu annars orðið í heim- inum“. 20- júní: „Carboni hershöfðingi er kominn til Rómaborgar til þess að ræða um innrásina á Möltu- Hann er sannfærður um, að við munum bíða ógurlegt afhroð. Undirbúningurinn hefur verið hreint og beint barnalegur. Her- væðingin er annað hvort ófull- nægjandi eða þá að hana vantar algjörlega, innrásarherirnir kom- ast aldrei á land, og ef þeir skyldu komast það, þá eru þeir dæmdir til að tortímast • • • Ég er frekar en nokkum tíma áður á þeirri skoðun, að það verði ékkert úr þessu fyrirtækí“. (Or þessu varð ekkert). ’.öareglustióri sem var ""Hpmvalari 21- júní: „Tóbrúk er fallin, og tuttugu og fimm þúsund Eng- lendingar vom teknir til faniga af okkur... Riccardi þeinir enn á ný árásum gegn fjölskyldumni Petacci- Hann á'kærir hama fyrir að smygla gulli, og jafnvel Buff- arini er flæktur í málið“- (Buff- arini var meðal þekfctari fasisita ma. hafði hann verið lögreglu- stjóri, og sem stendur er hann ákæröur fyrir ítölskum dómstóli Saksióknari ríkisins hefur heimt- að, að hann verði tekinn af lífi) 22. júní: „í morgun gifti systir Petaccis sig í Rómaborg, og allur bærinm talaði um atburðinn. Hún fékk heilmikið af dýrmætum gjöfum. Það vom heilir skógar af blómum, og öhófllegar veizlur vom haldnar. ■. „Það er gott frá hagfræðilegu sjónarmiði", sagði II duce, „en það er ekki gott fyrir framtíð stúlkunnar. Hún hefði sennilega átt framtíð fyrir sér í kvikmyndum“. 23- júní: „Annað samital milli Serranos og Mussolinis- Serrano segir, að ef innrás skyldi verða gerð í Portúgal af Englendingum, þá mundi Sjánn ekki hika við að fara í striðið- Það er þegar til samkomulag milli Francos og Salazars (einræðisherra Portú- gals). Símskeyti, sem við höfum nóð í frá ameríska fulltrúanum í Kaíró, Feller, sýnir, að Englend- ingar hafa verið sigraðir, og að Rommel hafi möguleika á að komast áfram til Súezskurðarins, ef hann heldur sófcn sinni áfram- Komizt hefur upp um smygl á gulli i gegnum hraðpóstinn til Spánar, og veldur þetta alvarleg- um vandræðum- Ég hef tekið eign- amámi fjörutíu pund og afhent lögreglunni þau •.. Allir, sem eru flæktir í þetta mál,, tilheyra Pet- acciklíkunni". 26- júní: „Mussolini er ánægð- ui yfir framsókninni í Libýu, en óáanægður yfir því, að heiðurinn af því sikuli hlotnast Rommel .. Mussolini spáir engu, en vonast til að við munum verða eftir hálfan mánuð í Alexandríu.... Það hafa verið gefnar út yfir- lýsingar um sjálfstæði Egypta- lands, breytingar á stjórn þess o.s-frv- Víð ættum kannski held- ur að tala um málið, þegar lokið er við að taka Mersa Matruh“- RJ,,'Rsolini fer til Líbýu 28- júní: „Mersa Mati-uh er fall- in- Vegurinn til Nílardalsins liggur opinn“. 29. júní: „Mussolini er farin af stað til Líbýu“. 2- júlí: „Mussolini hefur með símskeyti gefið skipun um, að athuga í samvinnu við Þjóðverja framtíðarstjórnarfyrirkomulag Egyptalands- Rommel á að verða herstjóri, og íali á að verða borg- aralegur landstjóri. Hann bað mig um að stinga upp ó heppi- legum manni“. Rintelen (foringi þýzku hernaðar- nefndarinnar í ítalíu) o.s-frv-, og frá Englendingum koma mann, sem verða álíka hátt settir- Tam- aro sendi nokkrar ljósmyndir með, en ég þekkti engan alf þeim- Allt virðist þetta vera fimmibíu aura reyfari“. 23. júlí: „II duce er reiður út i hernaðarsérfræðingana, sem „1 annað skipti hafa látið migkoma fram eins og asna“ með því að fá hann til að samiþykkja víg- stöðvarnar (í Egyptalandi) á ó- 3- júlí: „Hitler samþykkti hvað Rommel viðvíkur, en frestar á- kvörðun sinni viðvíkjandi ítalska landstjóranum. Hann álítur etoki að neitt liggi á“. 6. júM: „Það er einhver óljós órói ríkjandi út af logninu við E’ Alamein. Menn eru hræddir um, að Rommel muni ekki kom- ast, lengra, og að krafturinn i sókninni s-é þrotinn.... Meðal hernaðarsérfræðinga eru menn mjög reiðir út af framkomu Þjóð- verja í Líbýu- Þeir hafa tekið allt herfangið.... Sá einasti, sem tókst að ná í nokkuð fyrir sinn eigin reikning, var Cavallero, sem hefur sent sitt herfang yfir til ítalíu með flugvél“. 7. júlí: „Þjóðverjar hafa sam- þyk'kt að borgarlegi stjórnandinin í Egyptalandi skuli vera Itali”. TIL AURA FERflA Dag- viku- og mánadargjald 1 22-0*22 Wjl BÍLALEIGAN MJAIAÍS" RAUOARÁRSTIG 31

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.