Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 3
fetáiuidagur 10. nóvember 1969 3 Gjörbylting í samkvæmis- klæðnaði karla á næstunni Flauel, brókaði og indverskt silki, púffermar og flegin hálsmál niður á maga. — Við hvað miða dyraverðir þegar hálsbindið er fyrir bí? „I purpuraklæðum komu herrarnir til veizlunnar, girtir klingjandi silfur- og gullbelt- um“ og . . . barst frá þeim ómur, „brrr brrr og gling gling . . .“ Þannig lýsa 600 ára gamlir ann- álar Göttinger, „Dat olde book", klæðnaði karlmanna í riddaraveizlu hjá hertoganum af Wittelsbach, Otto hinum lata. En lýsingin sú arna gæti nú hæglega birzt óbreytt í einhverjum slúðurdálki gulu pressunnar í stórborgum heimsins, því einmitt þannig klæðast á okk- ar tímum þeir herrar sem bezt vilja fylgjast með tízkunni. Efdr kynslóðir kjólfata- og smoking- herra klingja nú á ný málmfestar um karlmannahálsa og mitti, og fiauel, brokaði og silki sveipa nú aftur brjóstkassa og lendar tízku- sinnaðra glaumgosa í partýum fyr- irf ólksins. • ■ ÚR ÁNAUÐ Þannig var t.d. einn umtalaðasti ungi aðalsherra V-Þýzkalands, Arndt von Bohlen og Halbach, allt að því gamaldags klæddur í flau- elsjakka, blúndublússu með rúllu- kraga og risablóm á bringunni við frumsýningu á söngleiknum „Hair ' í^únchen í haust, en vinirnir við hlið hans' gerðn liins vegar bragar- bót og skörtuðu blúndu og ind- Mfífijku stíie, gullbrókaði ög gl^fc andi og klingjandi brynju hals- keðja og brjóstnála. Víðast annarsstaðar í Evrópu hafa hefdristéttahippin af karlkyni líka komið á frumsýningar „Hair" í syo skrautlegum kvöldklæðnaði, að metnaðargjarnasti óperuleik- stjóri gæti vart óskað sér tilkomu- meiri búnings til handa stjörnum sínum á sviðinu. En nýju fötin ganga ekki aðeins við hippahátíðir og önnur álíka tækifæri. Hinn nýi samkvæmisklæðnaður karlmanna, segja tízkufróðir eins og t.d. stjórn- endur Þýzku herratízkustofnunar- innar, er „alger bylting í klæða- burði." Og hvarvetna í tízkuheimi Vesturlanda er nú spáð, að loks, loks, séu karlmennirnir að losna úr ánauð gráa hversdagsleikans í klæðaburði, tízkufrelsi þeirra sé að lrefjast. ÁÐUR FYRR Fyrr á öldum var reyndar ekk- ert óvenjulegt að karlmenn leyfðu sér allskyns óhóf í klæðaburði og tízkuprjál ekki síður en kvenfólkið. Þykkvatteraðir svokallaðir „gæsa- magar" spánska hirðbúningsins hafa t.d. fyrir tilstilli samtíma lista- manna hlotið ódauðlega frægð á bjöðum sögunnar, og þá ekki síður hverfisteinakragarnir miklu (þeirra vegna varð að Iengja sköft súpuskeiðanna á 16. og 17. öld) eða buxnakýlarnir gífurlegu, sem stundum, t.d. á 14. öld, urðu svo fyrirferðarmiklir, að fánaberarnir við hátíðlegar skrúðgöngur notuðu þá til að hvíla flaggstengurnar á. En „eftir siðaskiptln og með þróun nútímaþjóðfélagsins", segir félagsfræðiprófessorinn René Kön- ig við Kölnarháskóla í merku riti Nýja herratízkan í samkvœmis- klœðnaði: brókaði og hálskeðjur .. s*.......... ................. . . . púffermar . . . .• eða tronipetermar, og nakin bringan. um tízkuna, hefur „karlmaðurinn í raun afsalað sér tízkunni" — um stundarsakir a.m.k. Að vísu skamm ast höfundur bæklings með titlin- um „Tízkan óg klæðnaður", sem út kom 1840, þá þegar óspart yfir „almennum einkennisbúningi sið- menningarinnar", kjólfatnaðinum, sem allir klæðast, segir hann, „kirkj unnar þjónar, skírnarvo'ttar og lík- fylgdarmenn ekki síður en ballgest- ir, æstir aðdáendur prímadonnunn- ar á leiksviðinu eða fagurfræðilega sinnaðir tedrykkjumenn". En í meira en öld breyttist í þessu til- liti, — ef frá er talin tilkoma hins enn síður upplífgandi smokings, — nákvæmlega ekkert. En nú skal verða breyting á. Kjólfötin verða aðeins ætluð lang- afalegum heldri embættismönnum og smokingnum verður breytt á hugvitsamlegan hátt. Og ekki nóg með það: Á sama háft og tízku- tc-iknarinn R,udi Gernreich reyndi fyrir nokkrum árum að leysa kon- una úr gamalkunnum fjötrum hafa nú tveir vinsælir bandarískir tízku- kóngar, Bill Blass og John Weitz, skipað sér í forystu baráttunnar fyrir tízkufrelsun bandarískrá karl- kyns borgara. Tízkuboðorð þeirra til karlmannanna er- fyrir næsta sumar: „Topless" eða ofanber, í stíl við topplausu kventízkuna fyr- ir nokkrum sumrum; og fyrir vet- urinn ’69—70: Bringan sveipuð flaueli — hálsmálið eins flegið og hver óskar. „Óhemju skemmtilegt fyrir herðabreiða karlmenn með myndarlegan brjóstkassa", spáir frelsarinn Weitz. HAMLET-STÍLL Viðleitnin í þá átt að fletta karl- mannsbrjóstið klasðum er reyndar alþjóðleg. í Austurríki selur tízku fyrirtækið þekkta, Licona, afar frjálslegan, en hátíðlegan svartan, kvöldklæðnað karla með hálsmáli sem opinberar ljóslega viðbein, brjóst- og magahárvöxt viðkom- andi og jafnvel Kölnar-tízkustofn- unin, sem annars er þekkt fyrir sinn hægláta glæsimennskustíl, ráð- leggur nú tízkusinnuðum Þjóðverj- um bæði lafafrakka og silfurlamé, síðar blómamynztraðar brókaði- blússur og — „Hamlet-stíl" í svörtu flaueli með púffermum og bert brjóst. ÚTRÝMA BINDINU Gegnsæjar náttskyrtur með púff- og trompetermum, einnig mjög flegnar úr indversku, gullofnu sarisilki, eru framlag ítalska tízku- frömuðsins Samo til hinnar nýju frelsunar karlmansins og landi hans og kollegi, Valentino, lætur sauma bróderuð efnislítil boleróvesti, sem bera á við eða án skyrtu undir. , Ekki eru allir jafn ánægðir met$ þá gjörbreytingu sem virðist ætla að verða í samkvæmistízku karl- mannanna á næstunni, og hafa orð- íð um efnið mikil blaðaskrif og deilur. Og hvað skyldi svo valda mesta ósamkomulaginu? Nema hvað: það sem tízkufrömuðirnir hafa langmestan áhuga á að út- rýma nú Ioksins og fá í staðinn „hreinþveginn háls", eins og þeir leyfa sér að orða það, nefnilega hálsbindið. Um áratugi hefur háls- sllpÍÍláiiiM Þýzki aðalsmaðnrinn Arndt von Bohlen, lengst til vinstri, með vinmn sínum á frumsýningu „Hair" í Múnchen. bindið gilt sem mælikvarði á það hvort karlmaður væri sómasamlega klæddur og dyraverðir víða, t.a.m. hér á landi, hafa vart skipt sér af útgangi karla að öðru leyti, væru þeir á annað borð með þennan bleðii hnýttan um hálsinn. Svo það er kannski von, að hinir íhalds- sörnu óttist og spyrji: Við hvað á þá að miða? Auglýsing um skoðun léttra bifhjóla í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur. Aðalskoðun léttra bifhjóla fer fram sem hér segir: Fimmtudaginn 6. nóvember n.k. R-1 — 400 Föstudaginn 7. — — R-401 — 700 Mánudaginn 10. — — R-701 — 900 Þriðjudaginn 11. — — R-901 — 1100 Miðvikudaginn 12. — — R-1101 — 1300 Skoðunin verður framkvæmd fyrrnefnda daga að Borgartúni 7, kl. 9,00 — 16.30. Sýna ber við skoðun að lögboðin vátrygging sé í gildi. Tryggingariðgjald ökumanns fyrir árið 1969 ber að greiða við skoðun. hafi það ekki verið greitt áður. ‘’Skoðúh h'jola. sém’ éru í notkún' í borginni, en skrásett eru í öðru'm umdæmum. fer fram fyrr- nefnda daga. Vanræki einhver að. koma hjóli sínu til skoðunar umrædda daga, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og hjólið tekið úr um- ferð, hvar sem til þess næst. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 3. nóvember 1969. SIGURJÓN SIGURÐS SON. TILKYNNING UM GJALDDAGA Hinn 15. október féllu í gjalddaga iðgjöld af eftirtöldum .trygg- ingum hjá oss: BRUNATRYGGINGU HÚSEIGNA, BRUNATRYGGINU LAUSAFJÁR, INNBÚ STR Y GGINGUM og HEIMILISTRY GGINGUM Vinsamlegast greiðið iðgjöldin til umboðsmanna og/eða aðal- skrifstofu félagsins. Þeir, sem hafa heimilistryggingu hjá oss, fá afhenta nýja og víðtækari skilmála fyrir þessari tryggingu um leið og iðgjaldið er greitt. imm 'WSdtí]* 4 SÉflHi BRUNA^TAFÉLAG ÍSLANDS Laugavegi 103, Reykjavík.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.