Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 4
 4 Mánudagsblaðið Mánudagur 10. nóvember 1969 Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: Agnar Bogason. Simi ritstjómar: 13496- — Auglýsingasími: 13496. Verð í lausasölu kr. 20.00 — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans. Rekstur ræflahótels í Reykjavík Sú vinsæla en vafasama venja er komin á hér í höfuðstaðn- um, að allir, hverju nafni sem nefnast, skuli fá einhverskonar styrk eða hjálp. Er svo langt gengið, að notuð eru ólíklegustu tækifæri og afsakanir til þess að „hjálpa" mönnum, hópum, iðngreinum og öðrum þjóðþrifafyrirtækjum með almennings- fé og er fyrr ráðist í þvílíka vesalingaaðstoð, en rannsakað sé hver nauðsyn liggur að baki „aðstoðinni". Nýjasta uppátæki hins opinbera er hið nýja „veitingahús" drykkjumanna í gamla Farsóttarhúsinu. Þarna er öllum óham- ingjumönnum Reykjavíkur, og eflaust gestum þeirra utan af landi, heimil gisting og matur ef þeir óska, en jafnframt er þeim gerð sú skylda að baða sig áður en gengið er til rekkju. Víst er um það, að til er nokkuð fjölmennur hópur manna, sem orðið hefur áfenginu að bráð. Þannig er þetta um heim allan og útilokað að öðruvísi verði, þótt góðurvilji, ásetningur eða jafnvel lögboð verði gerð til hins gagnstæða. Þessi eilífa hjálparárátta, smælingjadekur, er orðið að einskonar þjóðar- iðnaði og að því er virðist, veigameira sáluhjálparatriði þeim, sem hjálpar en þeim sem fyrir hjálpinni verður. Blöðin hafa lofað mjög þessar einstöku mannúðarráðstafanir, geta þess jafnvel með ódulbúnu stolti hóteleigandans, að aðsókn fari vaxandi og gestir komi æ ofaní æ aftur til að njóta þessarar einstæðu gestrisni. Það er sko ekki ónýtt að verða brennivíninu að bráð í henni Reykjavík. Þegar erfiðum drykkjudegi lýkur, og vasar sak- lausra borgara lokast steypir hinn lærði drykkjuræfill síðasta staupinu af koges eða öðru álíka góðgæti niður kverkar sér, kveður samféla.gaaajia bejþurah.róykirjnt á sjtt. „hóteC,baðast og sefur úr sér hrollinn. Næsta morgun rís hann úr rekkju, þvæst og púðrast, skiptir um föt ef þurfa þykir og drífur sig niður í bæ til að slá fyrir sjússi dagsins. Auðvitað leysir hótel- ið hann út með morgunverði ,svo hann byrji ekki að sulla í sig lækningameðölum apotekanna á tóman maga. Hann veit, að að kvöldi bíða hans sömu trakteringarnar, sama atlætið og sama hlýja hvílan — allt auðvitað á kostnað saklausra skatt- borgara, sem raunverulega halda allri þessari dýrð gangandi. Samkvæmt kenningunni: allir erum við mannlegar verur, má ekki kalla drykkjuræfil eínu rétta nafni. Hann er einskonar óhamingjubarn, sem við erum öll ábyrg fyrir. Meðan einhver snefill af karlmennsku og raunsæu mati var við lýði á íslandi, var þessum mönnum leyft að fara til helvítis á eigin spýtur og rónastéttin setti sinn sjarma á borgina, afskrifaðir með öllu og héldu sig i sínu umhverfi meðan heilsa entist, hurfu síðan niður í moldina búnir jafnmiklum jarðneskum auðæfum og við hinir. Einstaka maður, í von um að kaupa sér betra sæti í himnaríki eða helvíti, reit um þá minningargrein, en síðan var málið afgreitt með öllu og gleymt. Nú er þessu öðruvísi varið. Ríki og borg keppast um hylli þessara misskildu stórmenna. Þeim er gefið hótel, hlúð er að köldum kroppum þeirra og, ef að er fundið, eru þeir, sem það gera, kallaðir illmenni og harðjaxlar. Það er uppörfandi fyrir heiðarlega borgarbúa að horfa á stálhrausta menn slæpast hálffulla á götunum, slá út fé, gleðj- ast og hlæja að trúgjörnum sálum, sem ekki hafa annað að gera en skjóta yfir þá skjólshúsi þegar nátta fer, endurnæra þá til nýrra sigra í vasa borgarbúans. Þetta er kallað velferðarríki og að þessu er stefnt. Ljósafoss í Reykjavíkurhöfn. Ljósafoss. nýtt skip Eimskipa- félags íslands S.l. þriðjudag sigldi í höfn nýtt skip Eimskipafélags íslands, Ljósafoss, hinn glæsilegasti farkostur. Skipið er keypt í Rott- erdam, en á þessari fyrstu siglingu sinni til landsins, kom það fyrst við í Vestmannaeyjum, tók þar varning, en kom siðan til Reykjavíkur. E.í. hafði boð innii fyrir blaðamenn og stjóm og gesti, og lét blaðafulltrúi félagsins þá eftirfarandi upplýs- ingar af hendi. Skipið er smíðað árið 1961 hjá N. V. Scheepswerf „De Hoop" í Lobith í Hollandi og tekið í notk- un 24. júlí sama ár. Eigendur skips ins voru N. V. Maatschappij Vries- vaart í Rotterdam. Skipið er smíðað úr Stáli sam- kvæmt ströngustu reglúm Bureau Veritas og styrkt til siglinga í ís. Það er smíðað sem opið eða lokað íilifðarþilfarsskip og einkum út- búið til þess að flytja kælda vöru, t.d. kjöt hangandi á krókum, ban- ana og aðra ávexti, sem flytja þarf við ákveðið hitastig. Þá er skipið einnig til flutninga á frystivöru og Sjónvarpið Framhald af 8. síðu Iega skilyrði, að vandvirkni og fjöl- breytni verði alls ráðandi. Um leið og Svavari er óskað til hamingju með þáttinn, er þess vænzt, að hann, á ókomnum tímum, sjái svo til, að gæðin batni og vinsældirnar verði verðskuldaðar. ★ Loksins lauk norræna andvarp- inu, Worse skipstjóra, og það held- ur seinna en skyldi. Sjónvarpið lætur væntanlega ekki plata sig í annað álíka æfintýri, en þessi þátt- ur með öllum sínum smnum og guðspjallasnakki var næsta hvim- leiður. ★ Það er beinlínis hlálegt, þegar þulir sjónvarpsins eru að segja, í smtm máli, frá efni þátta, sem fara á að sýna. Er þetta álíka vimrlegt og skýra frá úrslitum kappleiks, áður en hann er leikinn á skerm- inum. Þessi ósiður er orðinn alltof algengur og einkar leiðinlegur. má halda hitastigi í lestum mjög breytilegum, allt frá 15° hita nið- ur í 30° frost. Þrjár Iestar eru í skipinu, að rúmm. samtals 75.310 rúmfet „bale" Eru Iestarnar að- greindar og einangraðar hver frá annarri og þar af leiðir að hægt er að halda hitastigi hverrar lestar mismunandi eftir því hvað við á fyrir þann farm, sem flutmr er í þeim. Sex rafmagnsvindur fyrir 3ja tonna þunga eru á skipnu og jafnframt lyftiásar fyrir sama þunga. Aðalvél skipsins er af Werk- poor TMABS 398 gerð og er 8 strokka hreyfill 1850 hestöfl. Vél- in er útbúin þannig að tiltækilegt sé að stjórna henni frá stjórnpalli. Ganghraði er um 14 sjómílur. Hjálparvélar eru þrjár. Þá eru 5 frystivélar, en kælivökvi er Freon 22. Helzm siglingatæki eru þessi: Tvær ratsjár, gyro áttaviti, raf- magnsstýrivél, vökvadrifin, sem er afar fljótvirk, dýptarmælir, miðun- arstöð, Marconi örbylgju talkerfi og fjarskiptatæki. Allt er skipið þannig útbúið að það upfyllir „SOLAS" reglugerð frá 1960, og á að vera hæft til sigl- inga um öll heimsins höf. íbúðir skipshafnar eru allar vist- legar og með góðri loftræstingu. Skipverjar eru 23. Skipstjóri er Erlendur Jónsson, yfirvélstjóri Gísli Hafliðasón og 1. stýrimaður Þór Elísson. Orðsending til r félagsmanna FIB Frá og með 1. nóvember 1969 yfirtekur Lúkasverk- stæðið rekstur þjónustustöðvarinnar að Suður- landsbraut 10, sem FÍB stofnaði þar. Jafnframt verður starfsemi Lúkasverkstæðisins flutt á sama stað. Bifreiðaeigendur munu áfram njóta allrar þeirrar þjónustu, sem innt hefur verið af hendi á stöðinni á Suðurlandsbraut 10, og auk þess verða þar mót- orstillingar, hjólastillingar, rafkerfisviðgerðir og aðrar viðgerðir, sem Lúkasverkstæðið framkvæmir. Samkomulag hefur verið gert við hina nýju eigend- ur stöðvarinnar um afslátt til félagsmanna FÍB af þeirri þjónustu, sem FÍB annaðist áður. Þannig verða viðskiptakjör félagsmanna þau sörnu og verið hefur. Sá afsláttur, sem Lúkasveikstæðið veitir félags- mönnum FÍB, er sem hér segir: 1. Stæðisleiga á sjálfsþ'jónustu 15% 2. Bifreiðaskoðun (48 skoðunaratriði) 15% 3. Ljósastillingar 10%. Þá verður bifreiðaeigendum eins og áður boðin ókeypis athugun á bifreiðaljósum á stöðinni að Suðurlandsbraut 10, dagana 3.—30. nóvember, og er þess vænzt að félagsmenn FÍB notfæri sér þessa ókeypis öryggisþjónustu. MAPPDBŒTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Á mánudag verður dregið í 11. flokki. 2.500 vinningar að f járhæð 8.700.000 krónur í dag er síðasti heili endurnýjunardagurinn. Happdrætti H&skóia ísiands 11. flokkur 2 á 500.000 kr. l.OOO.OOo. kr. 2 á 100.000 kr. 200.000 kr. 170 á 10.000 kr. 1.700.000 kr. 372 á 5.000 kr. 3.900.000 kr. 1.950 á 2.000 kr. 1.860.000 kx. Aukavi nningar: 4 á 10.000 kr. 40.000 kr. 2.500; 8.700.000 kr.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.