Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 5
Mánudagur 10. nóvember 1969 AAánudagsblaðið 5 Byssur og skotfimi Þörf og merkileg bók fyrir skyttur Út er komin, á vegum. bókaút- gáfu Guðjóns Ö, þörf og aíhyglis- verð bók, Byssur og skotfimi, en höfundur hennar er hinn kunni bysu- og veiðimaður Egill Jónas- son Stardal, sem frá blautu bams- beini að kalla hefur stundað veiði- mennsku og meðferð skotvopna almennt- Mun Egill vera með lserðustu mönnum í meðferð og notkun skotvopna hér á landi, enda stundað þetta „hobþý“ af einstakri natni og áhuga- Meðferð skotvopna og veiði- skapur með byssum fer nú mjög vaxandi á íslandi, einkum hin síð- ari ár, er fjárráð hafa verið öll- um auðveldari en áður. Hafa menn nú almenmt getað fest kaup á beztu vopnum og iðkað þetta spennandi og ágæta sport í frítím um sínium, í auknum mseli. En þessi mannfjölgun í þessu sporti hefur líka sina dekikri hlið- ar. Er það auðvitað kunnáttuleysi, glannaskapur og almennt kæru- leysi í meðferð þessara hættulegu vopna, samfara óþblandi hugsun- arleysi gagnvart fuglum og öðr- um dýrum, sem verða skotmönn- um öft að fjörtjóni- Bók Egils Stardals þjónar í þessum efnum, þörfu og bráð- nauðsynlegu máli- í henni geta byrjendur, og ekki síður þeir, sem telja sig „vana“ lært öll höfuðat- riði í byssumeðferð, fengið leið- beiningar um gæði byssunnar, hæfni hennar, val á skotum, styrk, stærð og anmað varðandi notkun þeirra í gefnum tilfellum. t>ótt ýmislegt í þessum efnum sé einstaklingsbundið og gamlir skot- menn og vanir byssumenn hafi „byggt upp“ eigin reglur, er það þó mikill fenigur fyrir nýliða og jafnvel eldri skotmenn, að njóta og nýta þennan fróðleik sem bók Stardals hefur að geyma. Byssan er varhugaverður gripur í hönd- um óvanings eða glanna, og mis- tök í þeim efnum verða sjaldan aftur kölluð. Byssusóðar enu ekki aðeins sjálfum sér hættulegir heldur öðrum og öllu umhverfi- Má rekja flest slys og óhöpp til aðgæzluleysis og fákunnáttu í meðferð vopnanna- En bók Egils er einnig heill sjór af fróðleik um sögu vopnanna, veiðimennsku, fjallferðir, og und- irbúning til veiðifara- Heifur höf- undur reynt að koma við sem víð- ast, en fer þó aldrei laust og létti- lega yfir efni sitt, steytir á naar öllu sem máli skiptir og til hjálp- ar horfir- Bókinni er skipt í allmarga kafla, skilmerkilega ritaða og eru sumir þeirra því þarfari hinum almenna veiðimanni, sem erfiðara hefur verið til þessa fyrir leik- mann að nálgast þessar upplýs- ingar á íslenzku máli- Þá hefur PELIKAN Það er enginn betri hann leitað efnis í sumar fræg- ustu bækur, sem um byssur hafa verið ritaðar en heimildir má finna í lok bókarinnar. Kaflar bókarinnar eru í senn fræðandi, og því forvitnilegir þeim lesanda, sem ann byssum sem slík-um, og nauðsynlegir hinum almenna veiðimanni, sem hyggst læra að þekkja byssur án langrar reynslu og því erfiði sem fylgir „að prófa sig áfram". Með þessu er ekki átt við skyndi-þekkingu, byggða á bó-klestri einum saman- Höf- undur skýrir á greinargóðan hátt hversu bysisur vinna almennt, skoti-n sjálf, hvort heldur hagla- skot eða riffilkúlur, hleðslu, dreif- inigu hagla, afil og lögun sjálfrar kúlunnar, hættur samfara þvi t-d- að hlaða skoti í byssu, sem hvorki er gerð fyrir stærð né kraft við- komandi hagls eða kúlu- Að þessu leyti er og bók Egils ágæt heimild og góður fróðleik- ur vönum og lærðum skotmanni og sjálfsagður skyldulestur þeim, sem hyggur á meðferð skotvo-pna. Ég ætla mér hvorki að dærna einstök atriði í bókinni varðandi sögu skotvopnanna, gæði ein- stakra byssna eða tækniatriði sem höfundur drepur á, né heldur deiluatriði um einstök afbrigði þessara vopna. Egill er manna fróðastur og bók hans ber víða vott kennarans, sem að baki leyn- ist o-g ekki síður fræðarans, sem vill, að nemandinn kunni sem bezt skil á fagi sínu- Egill Stardal- Ég hefi dálitla, en heldur ó- merkilega reynslu af skotvopnum- Þótt sumir kunni að segja, að mín þekking takmarkist máske af „fræðilegri afspum um hættur skotvopna", þá hef óg, engu að síður, orðið þess óþyrmilega var, að miklu, mjög miklu, er ábóta- vant í almennri meðferð þessara verkfæra- Höfundur ekki aðeins reynir, heldur einnig tekst, að lýsa hættum, vörnum gegn þeim, lýs- ir kyrfilega allri nauðsyn þass, að hreinsa, þekkja og kynnast því vopni, sem einstaklingurinn ætlar sér að nota í þessu göfuga sporti- Hann fer þvl víðar en vænta mætti er hann kennir að varast villur í óbyggðum, ldæðaburð, al- mennar varúðameglur, kompás- þekkim-gu og önnur margvísleg en nauðsynleg mál, sem hver sannur skotmaður verður að kunna full skil á! Hér er ein af fáum bókum á ferð, sem gera á að skyldulestri allra þeirra er sækja um skotleyifi, byssuheimildir og hyggja á veiði- skap með skotvopnum almennt. Egill Stardal hefur hér unnið þarft verk og þakkarvert, sem ætti að vekja menm til jákvæðrar um- huigsunar um skyldur og þekkingu þess, sem vill fara með þessi vopn. AB- nu beraTVÆR bragðljúfar sigarettur "atniðCAMEL ÞVl CAMEL — FILTER ER KOMIN Á MARKAÐINN í ís m c:í< *r i 'XM RS 3 í\ I é|I & | A sjó otj landi, sumar og vetur Ilmandi Camel - og allt gengur betur

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.