Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 1^0. nóvember 1969 Veitingahúsið NAUST 15 úra Veitingahúsið Naust á um þess- ar mundir 15 ára starfsafmæli, en það hóf rekstur sinn 6. nóvember 1954. Hlutafélagið Naust var aftur á móti raunverulega stofnað um haustið 1953 af sjö ungum mönn- um: Ásmundi Einarssyni, Ágúst Hafberg, Eyjólfi Konráð Jónssyni, Hafsteini Baldvinssyni, Geir Zoega jr., Sigurði Kristinssyni og Hall- dóri S. Gröndal, sem þá var ný- kominn frá Bandaríkjunum, þar sem hann hafði lagt stund á nám í gisti- og í'etówgahúsarekstri. Húsakynnin, sem öllum eru kunn, eru hin sögufrægu hús Geirs Zoéga, að Vesturgötu 6—8, og má segja, að ýmislegt, sem þar var fyrir, hafi haft mikil áhrif á allar innréttingar. Sveinn Kjarval, innanhússarkitekt tók að sér að teikna innréttingar og gera skreyt- ingar, og verður ekki annað sagt en að verkið lofi meistarann, því að öllum ber saman um, að Sveini hafi tekizt frábærlega vel allt verk þetta. Segja má, að með tilkomu Nausts verði þáttaskil í veitinga- starfsemi Reykjavíkur. Komið var fyrsta flokks vínveitingahús, sem auglýsti: „Opið allan daginn, alla daga" og „Um 50 rétti að velja daglega". Þótti mörgum djarft mælt, en þetta eru þau boðorð, sem Naust hefur ávallt starfað eft- ir og vafalaust áttu stóran þátt í vinsældum þess, en Naust hlaut fá- dæma vinsældir strax í upphafi og hefur enn. Auk þess hefur motto fyrirtækisins verið frá upphafi að „láta alltaf eitthvað vera að ger- ast". Hefur verið bryddað upp á ótal nýjungum, svo sem kynning- arvikur á mat ýmissa þjóða, m.a. Bandaríkjanna, sem varð það vin- sæl, að sú kynning stóð í heilar fjórar vikur, Rússland, sem gerð var í samráði við rússneska sendi- ráðið hér, Austurríki, Þýzkaland, Ítalía, Spánn, o. fl. Margir nýir réttir hafa og verið kynntir og hafa sumir þeirra öðlazt miklar vin- sældir, svo sem Körfukjúklingur- Skítugir baðgestir í Laugar- dalslaugunum inn, Glóðarsteiktir humarhalar í skel og að ógleymdum Þorramatn- um, framreiddum í trogum, sem Naust átti tvímælalaust sinn stóra þátt í að endurvekja. Auk hinna venjulegu gesta, er í Naustið hafa komið, má geta þess, að fyrrv. forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, hélt þar nokkrar „konunglegar" veizlur, þar sem boðnir voru Gústaf Adolf VI. Svía- konungur (1957), Friðrik IX. Danakonungur (1956), Kekkonen Finnlandsforseti (1957) og Har- aldur ríkisarfi Noregs (1967)., Naust er nú snar þáttur í bæj- arlífi Reykjavíkur, og enn er það opið „Allan daginn, alla daga". Eru Reykvíkingar stoltir af því og sýna þeir gjarnan gestum sínum, jafnt erlendum, sem innlendum, Naust. SOKKABUXUR 30 DENIER með skrefbót. VANDAÐAR — STERKAR Útsöluverð aðein'sJkr. 139,00. Kr. Þorvaldsson&Co. heildv. Grettisgötu 6. Símar 24730 — 24478. Herra ritstjóri-: Ég hefi lengi verið gestur í nýju sundlauginni í Laugardal, þ.e. al- veg síðan hún var opnuð almenn- ingi. Þaðan hef ég ek'ki nema gott eitt að segja, ef frá eru tal- in þau umkvörtunarefni, sem ég nú kem á framfæri- Það er algjörlega ofar mínum skilningi hve islenzkir baðgestir, flestir eða margir, em algjörlega sneyddir öllu siðferði í sambandi við almennt hreinlæti- Morgun elitir morgun mæta þama bæði krakkar og fullorðnir í viðbjóðs- lega óhreinum nærfötum, sumir einkum krakkar, sleppa baðinu og hlaupa í laugina án nokkurra hreinlætisráðstafana- Þykir mér undarlegt, að foreldrar skuli ekki skammast sín fyrir, að láta böm sín fara þannig af heimilunum, því flestir sundlaugargestir þekkja er fram líður, hvaðan bömin koma. Þá tjáir mér vinkona mín, sem líka er daglegur sundlaugargestur, að ástandið sé lítið betra hjá kvenfólkinu. Kerlingar mæta þarna alveg viðbjóðslega óhrein- ar, þ-e- undirfötin, pils og buxur, virðist þeim umhverfið og aðrir baðgestir litlu eða engu máli skipta- Ef að er fundið, við bæði fullorðna og krakka segja þau, að slíkt komi engum við- Verst er, að baðverðir virðast lítil eða engin afskipti vilja hafa af þessum ósóma og er það þó, eða ætti að vera, eitt af störfum þeirra. Ástandið eins og það er, er al gjörlega óviðunandi og ætti visisu lega að kæra þetta fyrir heilbrigð- isyfirvöldunum og verður gert, ef ekki skipast þessi mál til batnað- ar. Svona sóðaskapur og kæm- leysi er alls óþolandi auk þess, sem það er hreinn viðbjóður að baða sig innan um þessa sóða- Við, sem greiðum skilvíslega okkar sundgjald, krefjumst þess og heimtum að þessum málum verði nú þegar kippt í lag- H-R-Ó- ápönnuna < *ls/ á. brauðið í baksturinn SÖLU- BÖRN Nú er timinn að þéna peninga — þið fáið FIMMKALL — Með litprentuðu sniðörkinni og hárnákvæmu sniðunum! — Útbreiddasta tízku- og handavinnublað Evrópu! — Með notkun „Burda-moden“ er leikur að sníða og sauma sjálfar! \

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.