Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 8
úr EINU EINS OG kunnugt er, þá er dálítill rígur milli Loftleiða og Flug- félags Islands, einkum í sambandi við flugvélakostinn. Nýlega hittust þeir Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri Loftleiða og Jó- hannes Snorrason, yfirflugstjóri F.í. á Keflavíkurflugvelli, en þá voru þar staddar þota F.l. og ein af Rolls Royce-vélum Loftleiða. Gljáðu fluggripirnir þarna báðir á vellinum, og horfðu þeir félagar á þá um stund: ,,Er þetta drasl ekki allt úr sér gengið, farið að bila og slitna?" spurði Jóhannes og horfði glottandi á ,,Leif Eiríksson'1 og gætti nokkurrar stríðni í rödd- inni. „Onei, ekki svo mikið" svaraði Dagfinnur, ,,það eru bara aðallega sætin". ★---------------------------- EITT AF ÞVI fáa, sem Lárus Sigurbjörnsson ekki náði í, þegar hann var á yfirreið sinni um höfuðborgina í að safna gömlum merkum gripum fyrir muna- og húsasafnið að Árbæ, voru verzlunarbækur. Zoéga-fyrirtækisins við Vesturgötu, en þar er til húsa m.a. Naustið (sjá afmæli). Þetta eru fyrstu bæk- urnar sinnar tegundar sem færðar eru á íslenzku og því merk heimld, en sagt er, að aðrir merkir gripir úr sögu höfuðstað- arins séu þar enn geymdir. Það er með öllu ótækt, að núver- andi eigendur fyrirtækisins geyma þessa gripi næstum því á glámbekk í timburhúsi, þar sem þeir yrðu þegar eldi að bráð ef í kviknaði. Látum vera þótt Zoéga-fjölskyldan vilji geyma gripi sína, en óskandi væri að þeim yrði komið fyrir í eld- traustri geymslu. ★--------*------------------- MARGT GOTT kemur frá Akureyri, að sögn kunnugra, hrein- læti með afbrigðum, iðnaður blómstrar, frúrnar á staðnum með afbrigðum skírlífar, svo ekki sé minnzt á æskuna, og allir þekkja þar hina opinskáu náttúru innfæddra, en þar er nær öllum gestum og gangandi fagnað af alúð og þegar í stað boðið í opið skaut gestrisninnar, og verða aðkomumenn næstum þegar innstu koppar í samkvæmis- og heimilislífi þar nyrðra. En Ijóður er á ráði þar. Hingað senda þeir okkur ná- kvæmlega með öllu óæta lifur í niðursuðu, sem er illmeti og markaði almennt til helberrar skammar. Þessi niðursuðuvarn- ingur þeirra er bæði ramur, harður, þurr og óaðgengilegur og íslenzkum iðnaði til skammar og ófrægðar í hvívetna. Eftir- litið ætti að smakka þennan óþverra og banna framleiðsluna unz fyrirtækið nyrðra bætih ráð sitt. ★---------------------------- ÞAÐ ER EKKI oft, að þessi aðfinnslu- og gamanþáttur hefur tilefni til að hæla einstökum fyrirtækjum, en þó kemur slíkt fyrir. Skóviðgerðarfyrirtæki eitt til húsa í svokölluðum MIÐ- BÆ, v. Miklubraut, en þar er verzlanatorg allmikið, er eitt vandvirkasta og skjótasta fyrirtæki sinnar tegundar, og öll þjónusta með afbrigðum lipur, og ættu menn, sem skóaðgerðir þurfa, að beina þangað viðskiptum sínum .... Þá er hinu- megin við götuna, þ.e. Miklubrautina, annað fyrirtæki, Slátur- félag Suðurlands við Háaleitisbraut einnig alveg frábært í sinni röð. Þangað sækja menn til matarkaupa úr allri Stór- Reykjavík, jafnvel af Seltjarnamesi vestur og suður í Kópa- vog, enda er fjölbreytni óvenjulega mikil, gæðavara til sölu, frábært hreinlæti og lipurð. Slík fyrirtæki eru borginni til sóma og verzlunarstéttinni til heiðurs og mættu sum önnur taka þau til fyrirmyndar. ★---------------------------- S. H. SKRIFAR: „Allir tala um aukna túristaþjónustu, hækkað hótelverð og bættan aðbúnað hjá erlendum gestum. En hvers- vegna minnist enginn á sjálfa þjónustuna á þessum stöðum. Þótt þjónar séu lærðir þá er síður en svo, að þeir nýti þessa þekkingu sína í öllum tilfellum a.m.k. ekki hvað íslendinga snertir. Sum hótelin eru langt á eftir í allri þjónustu, þjónar óhreinir til fara, þjónusta léleg og slíkur losarabragur á öllu, að úr öllu hófi gengur. Góð þjónusta er aðalsmerki hvers veitingastaðar, en ýms beztu hótel borgarinnar eru orðnar hreinar svínastíjur, hlaða á sig rónum eða yfirhlaða sali sína um helgar þannig, að næstum útilokað er að athafna sig við borð eða bar vegna þrengsla og „sláttumanna", sem setjast að í hverju horni. Svona lýð verður að útiloka. Hann á heima annarsstaðar en í fallegum sölum veitingastaðanna". ★---------------------------- EKKERT virðist skorta á leiðbeiningar og tilsagnir í umferð- inni og er það vel. En hafa umferðaryfirvöldin athugað nokkuð „gulu" Ijósin á bifreiðum, sem æ fjölgar hér í Reykjavík? Þessi bílljós eru einhver versti óvinur bílstjórans, sem á móti þeim ekur, algjörlega blindandi og stórhættuleg. Það er und- arlegt, að þau skuli leyfð hér í þéttbýlinu og hafa áreiðanlega valdið fjölda slysa, þótt aðrar aðstæður h.afi verið sagðar skýra einstök slys eða árekstra. Mánudagur 10. nóvembei’ 1339 Þáttur Svavars lofar góðu — Stendur til bóta Þuríður og Tatarar — Árni og Vernharður — Ýmislegt — Hvimleiðir siðir — VARP Hinn nýi þáttur Svavars Gests hljóp af stokkunum um s.l. helgi, en það er sannarlega kærkomið ný- næmi, að fá einhverja tilbreytingu frá þessari stofnun, ekki sízt þegar um gamanþátt er að ræða. Gera má ráð fyrir, að menn hafi búizt við of miklu þegar Svavar átti í hlut, því hann er að góðu kunnur úr þáttum sínum í útvarpi, en þar náði hann miklum vinsældum. Þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðug- leika, formgalla, og skiljanlegr- ar „frumsýningar"-taugaveiklunar Svavars, þá lofaði þátturinn samt svo góðu, að.telja verður, að.Svav- ar, og þá væntanlega þátturinn, eigi nokkuð trygga framtíð á skermin- inum, ef ekki neitt óvænt ber við. Sýnilega var útvarpsreynsla.Svav ars aðalstoð hans í. þesari frum- raun aukþess sem hann hefur vendi lega skoðað og lært þá tekníkk, sem liann hefur séð í Keflavíkur- sjónvarpinu, en þar eru, oft í viku, sýndir heimsfrægir og dýrustu sjón varpsþættir heims, sem fátækari og fámennari þjóðir heims keppast um að fá til sýninga. Svavar er í senn það praktiskur, raunsær og heimsborgari, að telja sig ekki yfir það hafinn, að læra af sér reyndari mönnum (sérstaklega Johnny Car- son og Joey Bishop), en þættir í því formi, sem þessi íslenzki, eru allajafna mjög Jíkir í sniðum og „kopieraðir" um heim allan. Þess vegna, þrátt fyrir ýmsa mikla galla, þá get ég fullyrt, að þeir eru þó þess eðlis, að þeir, sem slíkir, gefa mikla von um bata, þegar reynsla og æfing ná hald- betri tökum á stjórnanda þáttarins. Svavar er enn bundinn þeirri ó- sýnilegu en áþreyfanlega tækni hljóðvarpsins, sem gerðu hann vin- sælan. Svipbrigði hans voru nokk- uð þvinguð, auk þess, sem hann átti í nokkru stríði við meðfædda kæki, sem hann komst þó eiginlega miklu betur frá í frumraun sinni en við mátti búast, þó, eins og að framan segir, áhorfendur hafi búizt við meiru af Svavari, en gert hefði verið ef óreyndur hefði átt hlut að máli. Svavar mætti, að skað- lausu, fara í læri hjá leikara, og fá undirstöðuatriðaþekkingu í lát- bragði, því löng hljómsveitar- reynsla og stjórn útvarpsþáttar eru ekki nægjanlegt nesti á þessari nýju braut, sem menn fastlega vona að eigi eftir að verða bæfði löng og farsæl. Svavar var einkar heppinn, að njóta hæfileika Árna Tryggvasonar í þesum byrjunarþætti sínum, því Árni stóð sig vel, fór skínandi vel með texta og leik, hvorttveggja samvizkusamlega samið og unnið. Þuríður Sigurðardóttir (Ólafsson- ar, söngvara og hestamanns) vann hug áhorfenda með einkar þekki- legri rödd, auk meðfædds fríðleika, helzti svipbrigðalaus, klæddist vel og ,smart", bauð af sér hinn bezta þokka. Hér má skjóta inn, að sér- lega athygli vakti upptaka liljóm- sveitarinnar, tónn og fylling. Hljóm sveitin TATARAR tók hressilega til „máls" en þeir ungu menn eru alveg í stíl við óskir æskunnar, flinkir menn í starfi sínu. Skoðanir talsmanns hljómsveitarinnar varð- andi afstöðuna til „umhverfisins", „frjálsræðis" kann að orka tvímæl- is, en með tilliti til þess, að æskan krefst þess, að hafa skoðanir, er máske ekkert við því að segja. Gestur þáttarins, Vernharður Bjarnason, sá eini „reynslulausi" í showman-ship stóð sig með ágæt- um, óundirbúinn, en hvergi smeyk- ur, eins og gestir oft vilja verða. Sú staðreynd blasir við, að Svav- ar verður að vanda miklu betur spurningar gagnvart einstakling- um, auka fjölbreytni og undirbúa sig stórum bemr í þeim efnum. Hann verður að laða fram áhuga og líflegri viðbrögð hjá þeim, sem spurðir eru, koma ölium viðstödd- um í stuð, sem sennilega næst bezt með því, að „verma" bæði þá og viðstadda áheyrendur skömmu fyr- ir þáttarbyrjun. Örn Sveinsson og Gunnar Rún- arsson sáu um myndatöku, sem var ósköp litlaus og viðvaningsleg, og er álitamál hvort sakast má um það við þá eða stjórnanda upptök- unnar, Andrés Indriðason. Vélarnar voru hvergi nærri nógu fljótar eða lifandi og alltof almenns eðlis x tökunum. Hér er á ferð þáttur sem afrækt- ir sjónvarpsáhorfendur hafa mik- inn áhuga á, að blessist og dafni. Raunar mætti hafa hann á ekki minna en 3ja vikna fresti (en ekki mánaðar), jafnvel oftar er fram í sækir. Slíkir þættir eru ekki auka- vinna, né tómstundagaman þáttar- stjóra, ættu að greiðast vel og hon- um gefnar rýmilegar upphæðir til þarfa sinna, gegn því ófrávíkjan- ',4- L /vbj Wu Framhald á 4. síðu SJON STÓRGLÆPIR BANDAMANNA- XXXI!!. ,VIÐ HOFUM HAÐ SMAN- ARLEGT STRÍÐ" Framtíðarhorfur sigraðra — Júðinn Jackson — Eins og hjá siðlausum villiþjóðum — Fróðlegur samanburður — Leit, sem verður að hefja! „Hvers konar stríð heldur al- menningur eiginlega að við höfum háð? Við skutum fanga að yfirlögðu ráði, þurrkuðum út sjúkrahús, sökktum björg- unarbátum, drápum cða mis- þyrmdum óbreyttum borgur- um af þjóðernum fjandmanna, stútuðum særðum óvinum, fleygðum hinum deyjandi í gryfjur mcð hinum dauðu, og á Kyrrahafsvígstöðvunum suð- um við holdið af hauskúpum óvinanna til þess að gera úr þeim borðskraut handa unn- ustúm okkar, cða tálguðum bréfhnífa úr beinum þeirra- Við rákum smiðshöggið á gjör- eyðingarloflárásir okkar og fjöldamorð okkar á óbreyttum borgurum með því að varpa kjarnorkusprengjum á tvær næstum því varnarlausar bórg- ir, og settum þar með mann- kynssögumet í f jöldahraðslátr- un“. — Edgar L- Jones, bandarísk- ur Maðamaður og hermaður á Kyrrahaífsvígstövunum (1941- 1945): „ONE WAR IS EN- OUGH“ (grein í „The Atlantic Monthly", New York; Febrú- ai’hefti 1946). Allsherjarreglur Telja má nokkurn veginn víst, að allir helztu stjórnmála- og hem aðar-leiðtogar hinna sigruðu úr næstu heimstyrjöld, muni hljóta sömu meðferð og andstæðingar lýðræðiis og kommúnisma- urðu að þola af há'lfu Ghurchill/Roos- velt-nýsiðabótarinnar í Niirn- berg Tokio og víðar að Heims- styrjöld II afstaðinni. Ennfremur hlaut sú allsherjarregla einróma staðfestingu sigurvegaranna, að eignir borgara sigi'aðs ríkLS falli sigurvegui’unuim sjálfkrafa og bótalaust í skaut- Stríðsifangar, sem ekki ei-u af nógu göfugum ættum eða hafa gegnt nótgu tign- um stöðum til þess að verða tald- ir verðugir réttarhalda — og þar af leiðandi dómsmorða —, hafa allar líkur með sór til að hljóta það hlutskipti að verða látnir inoa þrælkunarvinnu af höndum í þágu siguirvegai’anna um óákveð- inn lengri tíma- A-m.k- lagði Ro- bert H- Jaokson (Júði), aðalákær- andi Bandarí'kjanna við Ohurc- hill/Rossevelt-glæpadómstólinn í Núrnberg alveg sérstaka áherzlu á að þessi atriði yllu engum mis- skilningi, þegar hann komst þann- ig að orði í inngangsræðu sinni þar hinn 21- Nóvember 1945: „Eeyfið mér að taka skýrt fram: Þessari löggjöf (Júðinn á við Churchill/Rooseveltreg'l- urnar, sem „rétturinn“ jók og „endurbætti" eftir þörfum. Innsk. mitt- JÞÁ) verður að vísu fyrst beitt gegn þýzkum árásaraðilum, en hún felur einnig í sér, og hún vcrður að fela í sér, ef hún á að koma að gagni, fordæmingu á árás sérhverrar annarrar þjóðar, að þeim þjóðum, sem hér sitja til dóms, ekki undanteknum“. Það er fremur ólí'klegt, að Rúss- ar muni gleyma, hvernig „þess- ari löggjöf“ verð haganlegast beitt til þess að hún megi „koma að gagni“; en ef svo skyldi vilja Framihald á 7- síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.