Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.11.1969, Síða 1

Mánudagsblaðið - 17.11.1969, Síða 1
BlaSfyrir alla 21. árgangur Mánudagur 17. nóv. 1969 21. tölublað 17 milljónirnar og Sinfóníuhneykslið! — Menningarsnobbið síaukinn útgjaldaliður fjár- laganna — Sömu áheyrendur — Músíkalskur ó- möguleiki — Botnlaust tap — Óðaverðbólgan í menningarviðleitni þjóðarinnar kemur víða fram. Listamannaheimurinn er orðinn nær vitstola í fáheyrðum kröfum um gjafir og styrki, málarar efna til sýninga allt að 400 sinnum á ári, rithöfundar krefjast opinberra kaupa á verkum sínum, á alla kanta er leitað styrkja og aðstoðar. Gæðin skipta þar engu máli. Eitt af gleggstu dæmum opinbers fjárausturs í þessum efnum er svokölluð „Sinfóníuhljómsveit íslands“, fyrirtæki, sem um árabil hefur lifað á ölmusu og opinberum framlögum almennt en lítið eða ekkert listrænt, þó með örfá- um undantekningum, komið i staðinn. Á bls. 86 í fjárlagafrum- varpinu fyrir 1969 er skýrt frá því, að þessu fyrirtæki sé ætl- aðar 17 milljónir króna á þessu ári. Innkoman er um 2—3 miljónir, hitt ölmusa. Leikfang Mánu- dagsblaðsins Sinfóníuhljómsveitin hefur um árabil stritast áfram andvarpandi, bölvandi sínku almennings, aug- lýsandi eigin verðleika og listrænt mat, hrópandi menningarorð um gervalt Iandið og beinlínis hagað sér eins og að þjóðin stæði í stór- felldri þakkarskuld við hana, ekki aðeins fjárhagsleg heldur hvað list- rænt verðmæti snerti. Þetta gjálfur og neyðaróp hefur kostað þjóðina tugmilljónir árum saman, nokkur hundruð músík-unnendur og enn fleiri hundruð ómenntuð, skraut- klædd músík-snobb hafa reglulega haft kjólaskipti til að heyra samhljóm sveitarinnar, auðvitað án nokkurs skiLnings né músíkals mats á flutningi hennar. Ófullkomin hljómsveit Þessi einstæða hljómsveit hefur nálega allt á móti sér. Hún er of fámenn til að geta flutt að gagni Útvarp - Sjónvarp hálf milljón á dag — Furðuleg útgjöld — Sjónvarpið að slá met — Hvar er endurskoðunin? — Tvö fyrirtæki hins opinbera, sem rekin eru undir sama flaggi, þ.e. útvarp og sjónvarp, kosta okkur tæpar 500 — fimm hundruð — þúsund á dag. Útvarpið hefur starfað síðan 1930, og er nú orðið eins konar varta í þjóðarsálinni, varta, sem þjóðarlíkaminn venst og beinlínis verkjar ekki að ráði undan. Alloft koma góðir sprettir, en síðari árin, hafa komm- únistar þar náð öllum völdum og reka þar nú, áhrifamestu deildirnar eins og einkaeign. Sjónvarpið er hinsvegar eins og kláði, oftast óþægilegur en stundum þolandi. þau beztu verk sem hún stritast við. Útilokað er, að hún geti borg- að rekstur sinn, starf hennar er rekið miklu fremur í anda her- skyldu „stuðningsmanna" en sem listræn ósk þorra manna. Fluttir eru hingað fyrir ærið gjald „heims- frægir" snillingar en það skrýtna er, að þeir koma flestir aftur og aftur, eins og heimurinn, utan ís- lands, vilji ekki af einhverjum sök- um, viðurkenna þá eða a.m.k. ekki sækjast eftir list þeirra í milljóna- borgunum. Erfiði milljónaþjóða Mikil klassísk tónverk þurfa af- bragðshljómsveit búna dýrum og miklum tækjum, fjölmenni hljóm- listarmanna til þess að þau verði flutt að gagni. Milljónaþjóðir eiga nógu erfitt með að undirhalda slíkan fjölda hljómlistarmanna, skammlaust, jafnvel smærri millj- ónaþjóðir, stórríkar, eru í eilífum vandræðum með að halda uppi smáum en oft þokkalegum hópi Framhald á 6- siðu. Skurður frá Vigur bíður átekta Vandræði dr. Bjarna Ali-mjög er rætt um það, hvort Sigurður Bjarnason frá Vigur, einn af innstu mönnum í stjórn Sjálfstæðisflokksins, þingmaður og þingforseti um árabil, verði gerður að sendi- herra, en eins og vitað er, þá eru um þesar mundir tvær sendiherrastöður, í Danmörku og Svíþjóð, lausar, girnilegir bitar afdönkuðum stjórnmála- mönnum. Gallinn er sá, að Sig- urður er enn ekki kominn í hóp afdankaðra stjórnmálamanna og erfitt verður dr. Bjarna, að missa Sigurð, eftir að hafa fjarlægzt vináttu Jóhanns Hafsteins, ná- lega sparkað Jónasi Rafnar — hvorttveggja á landsfundinum sæla — og ekki að kafna í vin- sældum sjálfur um þessar mund- ir. Mjög náinn samstarfsmaður Sigurðar tjáði blaðinu s.l. mið- vikudag, að enn væri ekkert ráðið í þessum efnum, ekki að heyra að Sigurður myndi fussa við embættinu en bíða átekta. Þetta er næsta undarlegt með Sjálfstæðisflokkinn. Hann virð- ist ekki eiga nógu gamla menn til að fylla þessi uppgjafa- embætti né heldur unga menn til að fylla í ört vaxandi skörð á vettvangi stjórnmála. Laglegt ástand að tarna, dr. Bjarni. En á blaðsíðu 85 í fjárlaga- frumvarpinu getur að líta, að hljóð lllar heimtur á hverfa- fundum íha/dsins 200 manns, 1,8% úr 10 þúsund manna hverfum Hverfafundir Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru eitt auglýstasta og, að vissu leyti, stoltasta fyrirtæki flokksins síðari árin. Niðurstöðurnar, þrátt fyrir sigur- óp Moggans, eru hinsvegar ekki eins glæsilegar. Eins og almenningur veit á að stofna nokkur flokkssam- bönd þ.e. eitt í hverju hverfi og eru ca. 8—10 — tíu þúsund manns í hverju hverfi. Samkvæmt upplýsing- um Mbl. eru að meðaltali um 200 — tvö hundruð manns á hverjum stofnfundi, eða 1,8% af hverfisbú- um. Reikna má þá, að um 1400 manns hafi áhuga á þessu hverfabrölti flokksins, sem hefur höfuðvígi sitt í Reykjavik. Að tarna þykir harla léleg útkoma, miðað við t.d. að árið 1930 voru 500 manns í Heimdalli, smá- patta- og pabbadrengjadeild flokksins. Nú eru í borg- inni nær90 þúsund manns. Vera má, að þetta þyki góð latína á máli flokks- stjórnarinnar en alvörustjórnmálamönnum munu þykja þetta heldur lélegar heimtur, verri en á verstu útilegu- mannaafréttum í gamla daga. varpið kostar okkur 80 milljónir og 959 þúsundir en sjónvarpið 85 milljónir og 884 þúsundir. Gerir þessi upphæði nær 500 þúsund á dag. Og spurningin er — fyrir hvað? Fjárausturinn hjá þessum stofnunum er gengdarlaus og þætt- ir hvorttveggja ekki að neinu leyti sambærilegir að gæðum og útgjöld- um. Bruðl og „fréttir“ Báðar þessar stofnanir og þó einkum sjónvarpið eru orðnar hlægilegar í bruðli sínu, í skjóli t.d. fréttaöflunar eins og að maður er sendur alla leið til Sviss til þess að hringja til íslands, og segja fréttir, sem flytja mætti með einu einföldu skeyti. Starf- fólksfjöldi sjónvarpsins er að- eins dæmi um frekara bruðl. Nú eru ráðnar fjórar stúlkur til þularstarfa, en látið í skína, að þær dundi við ,,klippingar“ í tómstundum. „Censor“ Það sorglega er, að þau mál, sem einhverju skipta fyrir Framhald á 6. síðu. Jörgensens-bomhan að sprynga Mesta svindlmál landsins? Gera má ráð fyrir, að svokölluð „Jörgensens-sprengja“ spryngi hátt í loft á næstunni, enda hefur mál þetta verið í ærið langri rannsókn, og telja fróðir að hér sé um eitt mesta svikamál á viðskiptasviðinu að ræða. Málið er nú komið á fjórða ár, rannsóknin orðin all-umfangsmikil og ýmislegt al- gjörlega óvænt komið í Ijós. Enn sem komið er, þá er forleik- urinn að mestu um garð genginn, búið er hirða eignir Jörg- ensens og nálega allt ætilegt úr búi hans. Allskyns sukk Grunur liggur á, að ekki sé öll sökin hjá Jörgensen einum heldur sé um ýmislegar óreið- ur aðrar að ræða, sem spilað hafa inn í sukkið, jafnvel talið að opinberir aðilar eigi þar ó- fagran hlut að máli. Sjálfur hefur Jörgensen, að sögn kunn ugra, ekki látið deigan síga, telur sig saklausan og ofsótt- an, einskonar misskilið fórn- ardýr í frumskógi stórvið- skipta. Sektir, fangelsi, gjaldþrot Margir hafa leitt getum að mögulegum refsiaðgerðum í máli þessu, telja að við liggi sektir ó- skaplegar og fangelsisvist, allt að fjórum árum, ef ekki lengur, eigna- missir og gjaldþrot. Lögfræðingar fortelja oss, að ailt að sex ár bak við lás og slá sé ekki ofætlað, ef Jörgensen verði dæmdur fyrir öll ákæruatriði. Hvar var eftirlitið? Sú spurning hlýtur þó að vakna í sambandi við allan gang málsins: Hvernig í ó- sköpunum var mögulegt, að einum manni skyldi lánast að komast í slíka aðstöðu í þess- ari viðskiptagrein? Hugsan- legt er, að mönnum takist að blekkja í viðskiptum á öðrum sviðum en í sambandi við eina aðalatvinnugrein landsins, sem á að vera undir ströngu eftirliti, er þetta því sem næst óhugsandi ,,athugunarleysi“ hjá þeim, sem næstir voru þessum málum og eftirlit áttu að annast. Of langur tími Jörgensen-málið hefur verið svo vendilega rakið í dagblöðunum, að óþarfi er að rekja það hér en gott til þess að vita, að rannsóknarvald- ið á íslandi lætur ekki sinn hlut eftir liggja, þótt sumum þyki ær- inn tíma hafa farið í rannsókn- ina. H. B, t v

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.