Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.11.1969, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 17.11.1969, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 17. nóvember 1969 Dagbók CIANOS greifa 20. júlí: „Heimikcnma Mussolin- is og fregnimar frá Líbýu sann- færir almenning um það, að hinir rósrauðu draumar um Egypta- land hafi þyrlazt upp í reyk“- 21. júlí: „II duce er ánaegður með, að við getum hafið aftur sóknina eftir tæpar þrjár vikur og sótt þá fram til Nílardalsins og Súezskurðarins. Hann er svo viss í sinmi sök, að hann skyldi eftir farangur sinn í Líbýu.... Bismarck telur, að sókn okkar hafi verið frestað fyrir fullt og allt.... Auðvitað er Mussolini reiður út í Romimel“. 20. júlí: „Tamaro (sendiherra Itala í Bem) hefur sent skýrslu um vissar ensk-þýzkar umræður, sem, eftir því sem hann segir, eigi að hefjast i Lúganó- Hann hefur mikið af nákvæmum upp- lýsingum- Frá Þjóðverjum verða þátttakendumir Seyss-Inquart (ríkisfuilltr. fyrir Holland). Hann hafði gefið Cavallero skipun að síma orðið „Tevere“ (ítalska nafnið fyrir ána Tíber), þegar hann vissi um, að hersveitir hans mundu ná alla leið til Súezskurð- arins. Þetta símskeyti fékk Musso lini svo föstudaginn þann 27- júní. II duce frestaði brottför sinni í tvo daga vegna óveðurs- Þegar hann var kominn á staðinn, varð honum Ijóst, að ástandið var ekki eins gott og hann hafi haldið- Otnefning Cavallero til mar- skálks var ekki hægt að kom- ast hjá vegna þess, að II duce sá, að hann varð „milli Romm- els og Kesselrings,' eins' og Krist- ur á milli tveggja ræningja”. 24- júlí: „Frá ýmsum áttum ber- ast nú þær fregndr, að Englend- ingar og Amerffcumenn muni opna aðrar vígstöðvar í Frakk- landi- Samkvæmt því, sem Alfieri símar, eru Þjóðverjarnir frekar argir heldur en órólegir út af þessu“- 1. ágúst: „Ástandið á Sikiley er mikið áhyggjuefni. Bændurnir neita að afhenda skepnur sinar, og í mörgum tilfellum skjóta þeir á þá, sem koma að heimta þær.. I mörgum verkamannahverfum ber á næringaskorti“- Lítitshátar fjölskyldurifrildi 2. ágúst: „Edda réðst á mig rheð skömmum fyrir að hataÞjóð verjana, og hún sagði, að öbeit mín á þeim sé alkunn og eink- um meðal Þjóðverjanna sjélfra- Ég get ekki skilið, hvers vegna Edda var svo æst eða hver það er, sem hetfur talað um þetta við hana- Venjulega er hún undir á- hrifum frá einhverjum, þegarhún kemur til mín og talar svona- Ég svaraði henni varla nokkru". 4. ágúst: „Ambrosio, herráðsfor- ingi.... trúir ekki á sigur, sem mumidi algerlega eyðileggja óvin- ina- Hann telur aftur á móti mögulegt, að unnt sé að einangra Rússiand frá bandamönnum, og eftir það mundu Engiand og Ameríka neyðast til þess að semja“- 6. ágúst: „Arpinato (varamaður Buffarinis sem innanríkisráð- herra) hefur beðið miig að greiða fyrir einum af vinum sínum- Hann lýsir ástandinu í Romagna sem ógeðslegu, vegna þess að allt of margar frænkur Mussolinis stingi nefjuim sínum í sveitaimál. Þar við bætist nú Petacci, sem rær uodir og gerir hvað hún getur í Rimini, þar sem hún sé nú á baðstað- Milligöngumaður hennar er ein- hver Spisani, sem er þriðja flokks danskennari.... Petecci fór ný- lega til Búdapest, eftir þvi sem sagt er. Það er líklegt, því að hún reynir að fá skilnað". Við qröf Brunos 7- ágúst: „Hef verið í Forli til þess að vera viðstaddur athöfnina þegar kista Brunos var sett í jarð- hús.... Á yfirborðinu virtist II duce ósnortinn, en ég vissi, að hann þjáðist- Hann kyssti líkkistu Brunos eftir athöfnina, og um leið og hann benti á svæðið á milli Brunos og altarsins, sagði hann hvað eftir annað, að þar ætlaði hann einhverntíma að liggja.... Hann var argur út í þjófana, sem höfðu tekið á móti matar- körfu frá einhverjum bændum og sagði: „Ég ætla ekfci að snúa aft- ur frá gröf sonar mins með kjúkl- inga og perur“. 8. ágúst: „Nú fréttist um næt- ýjgajc^kort víSsvegar aö, ^ landinu, Mussolini hugsar meira um þetta heldur en hann segir og meira heldur en hann vildi láta aðra menn halda. Magakrampi hans hef- ur gert vart við sig aftur, eins og gamla magasárið, og hann hefur áhyggjur út af því." 10. ágúst: „Hertaka Majkop (olíusvæðið í Kákasus) og óróinn í Indlandi. . . Fyrnefndi atburður- inn kemur til að hafa þau áhrif, að olíuvandræðum möndulveldanna léttir þó ekki strax eða algerlega. Hinn atburðurinn getur að áliti Mussolinis flýtt fyrir úrslitunum í Asíu". 12. ágúst: „Nú stendur yfir sam- einaður loft- og sjóhernaður. (Eng- lendingar reyndu að koma stórri skipaiest í gegnum til þess að koma hjálp til Möltu). Við bíðum Iægri hlut. Hin þungu herskip okkar geta ekki farið úr höfn vegna olíu- skorts, og vegna þess að þau vant- ar létt herskip til fylgdar". 15. ágúst: „Langt samtal við Buti (ítalska sendiherrann í París). .. Hatur Frakka gagnvart Þjóðverjum vex óðum, en aftur á móti ekki á móti okkur. Samt mun ekkert gerast annað en mótmælagöngur, morð og spellvirki. Franska stjórtiin trúir því, að möndulveldin muni sigra, en fólkið er sannfært um, að bandamenn muni sigra. Persónulega hafa allir óbeit á de GauIIe, en landið er í raun og veru á bandi de Gaulle. .. „Tilfinningar Frakka eru algerlega þær sömu og ítala gagnvart Þjóð- verjum". Einu sinni gat þó Buti ekki komizt betur að orði". 16. ágúst „Mótspyrnan á rúss- nesku vígstöðvunum harðnar. . . Eftir tyrknesku símskeyti að dæma, sem njósnarar okkar hafa náð í, þá lítur út fyrir, að matvælaástand- ið í Rússlandi sé gott og fólkið von gott. Zobrini sendiherra símar: „Eg hef séð tærð andlit aðeins í Vínar- borg og í Múnchen. í Kúbýsjev (bráðabirgða-höfuðborg Rússlands eftir að flutt var frá Moskvu) lifa allir vel og borða vel". Versti óvin- ur sendifulltrúanna eru leiðindi, sagði hann, og til þess að yfirvinna þau drekka allir mikið". Elskulegur Ribbentrop 27. ágúst: „Langt samtal við Ribbentrop. (Ciano hitti hann í Búdapest, þar sem báðir utanríkis- ráðherrarnir voru viðstaddir jarð- arför Stephans Horty, sonar ríkis- stjóra Ungverjalands, sem hafði farizt í flugslysi). Hann er óvenju- lega kurteis. Hann heimsækir mig fyrst, býður mér í hádegisverð og lætur mig ganga á undan sér í gegnum dyrnar. Ribbentrop er stiginn niður úr skýjunum þó hann sé ennþá bjart- sýnn. Orðið „stríðið er þegar unn- ið", sem hann var vanur að nota áður, heyrist nú ekki lengur, en í þess stað „við getum ekki tapað þessu stríði" . . . Hann segir, að Rússland sé seigt, mjög seigt og á við, að ekki einusinni japönsk á- rás gæti komið því á kné". 30. ágúst: „Ghigi (fulltrúi ítala í Aþenu) hefur sent SOS frá Grikk landi. Þjóðverjar heimta óheyrileg- ar skaðabætur, stjórnin hótar að segja af sér, óeirðir geta byrjað þá og þegar". 31. ágúst: „Klukkan 20 í gær hóf Rommel hina nýju sókn sína í Líbýu. Hann valdi tímann og daginn af fyrirhyggju, þannig áð árásin byrjaði, þegar enginn bjóst við henni og þegar byrjað er að bera inn viskyflöskur á borð Eng- Iendinganna". 2. september „Rommel situr fastur í Egyptalandi vegna olíu- skorts. Þrem af olíuskipum okkar hefur verið sökkt á tveimur dög- um. Cavallero segir, að menn verði að finna önnur ráð. . . í staðinn fyrir olíuskip verðum við að finna venjuleg vöruflutningaskip og sjúkraflutningaskip". 3. september: „Mussolini er í mjög slæmu skapi. .. Hann er aftur illa haldinn af magaverknum. í gær lét hann taka röntgenmynd af sér. Það er ekkert alvarlegt, það er bara hans gamla magaveiki, en hún er kvalafull og gengur nærri kröftum hans. Honum tókst ekki að harka af sér í dag". 9. september: „Nú er búið að gefa upp á bátinn fyrst um sinn allar áætlanir um árás (í Líbýu).. . Eins og ávallt þá finnur sigurinn hundrað feður, en enginn vill gang ast við ósigrinum. Nú rífast þeir suður í Líbýu, og Kesselring flýrti sér til Berlínar til þess að kæra Rommel. Það er talað um að kalla Rommel til baka". 22. september: „Faugier lýsir framleiðslu okkar á flugvélum í dökkum litum. Við og Þýzkaland framleiðum samanlagt aðeins fimmta eða sjötta hluta á móti bandamönnum. Framleiðsla nýrra flugmanna fer líka hrakandi. Banda menn munu verða ráðandi í loftinu sumarið 1943. D’Ajeta (ritari Cianos) segir mér frá samtali, sem hann átti í trúnaði við Bismarck. Hann er nú sann- færður um, að Þýzkaland muni tapa, en það muni halda út allt til endalokanna, hversu beisk sem þau verða. Ítalía verður að finna ein- hverja leið út úr þessu. Bottai (kennslumálaráðherra) hefur verið í tvo daga með mér (í Lívornó). . Hann segir, að stríð ið sé ólöglegt, þar sem fasistiska stórráðið hafi ekki verið spurt ráða. Hann er eins og venjulega fjandsamlega sinnaður gagnvart Mussolini. Hann kallar hann „sjálf- lærðan mann, sem hafði slæman kennara og sjálfur var enn verri lærisveinn". 23. september „Guariglia (ítalski sendiherrann í Páfagarði) hefur ekkert nýtt að segja lun ferð Myron Taylors (persónulegs fulltrúa Roosevelts til páfans). Það er greinilegt, að í Páfagarði láta þeir okkur aðeins vita það, sem þeir vilja, að við vitum. Það einasta merkilega er, að Þjóðverjarnir hafa beðið páfann um að gera eitthvað til þess að koma í veg fyrir það, áð þýzkar óvíggirtar borgir verði fyrir prengjuárásum. Orðið „coventrisi- ering" var skapað í Þýzkalandi, ef ég man rétt!" 25. september: „Hef fengið bréf frá Eddu, sem gerir mig býsna ó- rólegan. . . Hún skrifar: „Kæri Galo! Föður mínum líður ekki vel, hann hefur magaverki, hann er ergilegur og fær þung- lyndiskost o. s. frv. Mamma málar þetta í svörtum litum. Eftir minni skoðun, þá er gamla magasárið aft ur að gera vart við sig. . . Þeir tóku allar mögulegar röntgenmyndir, sem ekki sýndu neitt, en enginn læknir var kallaður til. Einustu Iæknislyfin hafa hingað til verið tár og bölbænir. . . Það hefur verið fallegur dagur, þó finnst mér eins og ég sé að kafna af ótta. Það getur verið, að það sé af því, að ég var þreytt og illa fyrirkölluð. Jl/T bílaleigan mja /aii; RAUDARÁRSTÍG 31

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.