Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.11.1969, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 17.11.1969, Blaðsíða 5
Mánudagur 17. nóvember 1969 Mánudagsblaðið 5 24 og 48 stunda áningadvalir eru heimilaðar á íslandi. Fargjaldamismunur hinna nýju vetrargjalda Loftleiða og IATA- félaganna verður sem hér segir: NewYork - Luxemborg - New York, jafngildi ísl kr. . kr. 7.489 N. York - Skandinavía (Osló, Gautab., Kaupm.höfn) - New York .............. — 2.467 SÖLU- BÖRN Nú er tíminn að þéna peninga — þið fáið FIMMKALL CAMEL FILTER CAMEL REGULAR AUÐVITAÐ CAMEL CAMEL CAMEL CAMEL Lundúnagjöldin 20.880 krónum. Fargjöld Loftleiða IA TA-kapphlaupið um fargjöid Að undanförnu hafa harðar deilur verið með meðlimum IATA New York - Glasgow - New York............. — 2.467 Stjórnleysi framundan — Pan Am sparkar flugmönnum Að vanda bárust hingað fréttir af lATA-fundinum í Lau- sanne í Sviss, en þær fengu þá eina útreið í islenzkum frétta- stofnunum, að þær voru í senn fáfengilegar og villandi. Er þetta því undarlegra, að íslenzku flugfélögin bæði hafa þar nokkurs hagnaðar að gæta, reyndar mjög mikils. Flugfargjöld yfir Atlanzhafið eru svo ruglingsleg, glundroða- full, að starfsmenn ítalskra flugfélaga kalla þau, spagetti“, þeir þýzku „sauerkraut“, en Bandaríkjamenn „for the birds“. Ósamræmanlegt flugsamsteypunnar um fluggjöld yfir Norður-Atlanzhafið. Hófust þær með því að ítalska flugfélagið Alitalia auglýsti mikla fluggjalda- lækkun milli Rómar og New York, og kvaðst myndu halda þeini ákvörðun til streitu með eða án samþykkis annarra IATA félaga. Eftir að auðsætt varð að örðugt myndi að ná samstöðu um mála- miðlun tóku önnur flugfélög einn- ig að auglýsa fargjaldalækkanir. Um síðustu mánaðamót var gef- izt upp á að finna framtíðarlausn, en nýr fundur boðaður um miðjan þennan mánuð, og ákveðið að láta ótaldar í vetur þær ákvarðanir, sem Alitalia og önnur félög höfðu á- kveðið að framkvæma til fargjalda lækkunar. Meðan samningaumleitanir stóðu enn yfir taldi stjórn Loft- Ieiða hyggilegast að bíða átekta, en er augljóst var orðið að koma myndi til þeirra fargjaldalækkana, er boðaðar höfðu verið, ákvað hún að tilkynna fargjaldalækkanir Loft- leiða. Eru þær í samræmi við þá stefnu félagsins, er mörkuð var 1. janúar 1953, og fylgt hefur verið síðan, að bjóða Iægri fargjöld en keppinautarnir á flugleiðunum yf- ir Norður-Atlanzhafið. Frá og með 5. þ.m. verður unnt að ferðast fram og aftur milli Lux- emborgar og New York fyrir gjald, sem samsvarar 16.299 íslenzkum krónum. Er þá miðað við 22ja daga lágmarksdvöl. Þá er einnig boðin félagshópafargjöld á sömu flugleið, og er þar lágmark 15 manns, fyrir jafngildi 13.215 ís-- lenzkra króna, og eru þau háð þeim takmörkunum einum að ferðinni verður að Ijúka fyrir 15. maí 1970. Fargjald fram og afmr milli Skandinavíu og New York (Oslóar, Gautaborgar og Kaupmannahafn- ar) samsvarar 22.202 íslenzkum kr. og er það háð svipuðum takmörk- unum og þeim, er SAS hefur sett hinum nýju flugfargjöldum, sem það félag hefur ákveðið. Gildis- taka, brottfarar- og komudaga eru háðir sömu takmörkunum og Luxemborgarfluggjöldin. Á það einnig við um fluggjöldin milli Stóra-Bredands og Bandaríkjanna, en nýju fargjöldin fram og aftur milli Glasgow og New York sam- svara 20.440 íslenzkum krónum en New York - London - New York .................. — 2.027 Hin nýju gjöld Loftleiða og allt, er þau varðar, eru háð samþykki flugmálayfirvalda þeirra ríkis- stjórna, er hér eiga hlut að máli. Standa vonir til að því verði ekki fyrirstaða, þar sem bilið milli hinna nýju Loftleiða- og IATA vetrarfar- gjalda er svipað því og áður var og enn er milli annarra fargjalda- taxta. Þar sem enn hefur engin vitn- eskja borizt um fyrirhugaðar far- gjaldalækkanir IATA-félaga milli íslands og annarra Evrópulanda eða íslands og Bandaríkja Norður- Ameríku telur stjórn Loftleiða eng- an grundvöll fyrir að félagið sæki nú um fargjaldalækkanir á þeim flugleiðum. Eftir þriggja vikna samkomu- lagsumleitanir komust þó fulltrúar IATA-félaganna tuttugu og tveggja sem yfir hafið fljúga, að engri niðurstöðu um samræmanlegt verð. Árangurinn varð hreinlega sá, að þessa dagana fljúga þessi félög í al- gjöru stjórnleysi og munu þar til samkomulag næst, ráða alveg upp á eigin spýtur farmiðaverði yfir Atlanzhafið. Almenn lækkun Mörg þeirra gerðu það, farþega- um til mikillar ánægju. Pan Am, TWA og Alitalia seldu farmiða á 260 dollara milli New York og Rómar, BOAC bauð fargjöld á 299 dollara milli New York og London, Air Canada 282 dollara milli Montreal og London, en KLM, hið hollenzka tilkynnti 50% fargjaldalækkun milli Norð- ur-Ameríku og Austur Evrópu. Rikisreknu flugfélögin vilja hækka Ástæðan til þessa kapphlaups er, eins og Mánudagsblaðið benti á fyrir skömmu, einfaldlega sú, að leiguflugfélögin selja fargjöldin miklu ódýrar, og fluttu á s.I. ári 14% af allri farþega-trafík milli N-Ameríku og A-Evrópu. Eina leiðin fyrir flugfélögin, að keppa við leiguflugfélögin er að lækka fargjöldin, en galli er á gjöf Njarð- ar að flest flugfélög Evrópu, í rík- iseign, sem öllu ráða í IATA- samtökunum, hafa sí og æ krafizt hærri fargjalda. Ýmis vandræði — Bandarísku félögin, sem fljúga Framhald á 6. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.