Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.11.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 17.11.1969, Blaðsíða 8
Listamenn til írlands — Bókakaup borgarinnar — Þýzkir læknar í strjálbýlið — Löggan og nauðgarar — Borgin og óþarfar hækkanir — Grímseyjargarðurinn, hver er sekur? — Breyta bíóin sýningartima? Á ÞESSUM alþjóðaumbrotatímum, ekki sízt hjá listamönnum, kemur mönnum til hugar að spyrja hvað dvelji listamennina íslenzku að leita ekki fyrir sér í Irlandi, þar sem þeim eru nú veitt grið skatta og álaga. Þetta yrði tilvalið tækifæri fyrir ,,500'‘-kallana okkar því ekki aðeins myndu þeir njóta einir ávaxta andlegra afreksverka sinna heldur myndu og verk þeirra koma út á alþjóðamáli, ensku, og myndi þá heimurinn ekki fara á mis við kommu og púnkta-freti rithöfunda-aðals- ins, sem svo hörmulega er leikinn í heimalandi. Munu íslend- ingar almennt sætta sig við útlegð þeirra, vitandi, að þeim yrði það nokkur hagnaður. ★-------------------------- SPYRJA MÁ, hvort Geir Hallgrímssan og lið hans hafi látið kúgast og keypt 500—1000 eintök af hinni nýju bók komm- únista um Reykjavík. Bókin er talin harla lítilsverð bæði að efni og efnismeðferð, kostar borgina kr. 1000 per stykki, og ekki er enn alveg Ijóst hvað gera skal við þessi eintök, sem borgin er sögð hafa keypt. Getur það virkilega verið, að borg- arstjórinn hafi haft ánægju af bókinni? ★--------------------------- LÆKNUM BRÁ alvarlega er til mála kom, að seilast til Þýzka- lands eftir læknum í strjálbýlið hér. Læknar hafa forðazt að vinna í sveitum og læknabústaðir fyrir tug-milljónir króna standa auðir út um landið. Samkvæmt uppiýsingum fyrirsvars- manns þeirra mun læknakaupið vera um milljón á ári, en út- gjöld hafa þeir nokkur í benzínkostnaði. Ef ungir læknar fást ekki til starfa um stund út á landi er ekkert úr vegi, að fá t.d. þýzka lækna til slíkra starfa, en því á auðvitað að fylgja, að þessir læknar sitji fyrir um starfsleyfi í Reykjavík eða öðrum kaupstöðum, óski þeir eftir því. Lýðræði, eins og þeir muna. ★--------------------------- ÞAÐ ER dálítið gaman að fréttatilkynningum lögreglunnar, þótt málefnið sjálft sé ekki sérstakt gamanmál. Fjölmiðlunar- tækin.skýr.ðu frá.því.,í,s..|,.yiku„..gð. enp. hafi..nauðgapir verið kærðar. Látum svo vera, en það er verra þegar sjálf lögreglan upplýsir, jafnframt fréttinni, að delikventinn sé þekktur vel að sl.íku athæfi og auðvitað „góður kunningi lögreglunnar". Já, það velur sér hver kunningja, sem honum hentar bezt. ★--------------------------- ÞAÐ MUN flestum óskiljanlegt, að jafnhliða því, að hið opin- bera prédikar af ákafa; sparnað, bannar allar hækkanir og tel- ur kaupsýslumenn skylda til að ,,selja á gamla verðinu", þá gengur það sjálft á undan í allskyns hækkunum. Það er t.d. erfitt að finna skýringu á því, að bílastæðisgjöld hækka fyrir- varalaust I miðborginni. Spyrja má: hafa lóðargjöldin eða leig- an hækkað mikið á stæðum eins og t.d. við Kirkjuhvol eða aðra álíka staði í borginni, en þar kostar nú fimmkall að leggja bíl í 15 mínútur. Ef yfirvöldin fara þannig kinnroðalaust út í verðhækkanir, því þetta er ekkert annað, þá ætti kaupmönn- um eða hverium sem er ekki að verða erfitt að hækka sinn varning að vild, án allra opinberra afskipta. Hér er í rauninni ekki um annað að ræða en fjárplógsstarfsemi af verstu teg- und og, sem verra er, algjörlega að ástæðulausu, því ekki ein einasta afsökun er fyrir hendi. ★-------------------------- MENN KURRA illa vegna hins mikla seinagangs, sem virðist hafa orðið á rannsókn í sambandi við „ófarir" hafnargarðsins fræga í Grímsey. Samkvæmt frásögnum blaða, er hér um óafsakanleg mistök af hendi hafnarskrifstofunnar í Reykjavík að ræða, því starfsmenn þaðan hirtu lítt eða ekki um ráð þeirra eyjaskeggja, sem þekkja til aðstæðna og ráðlögðu eindregið frá því, að garðurinn skyldi byggður þar sem byggt var, enda fór sem fór, garðurinn „hvarf" í fyrsta óveðrinu, milljónum kastað á glæ. Svona mál ber að rannsaka og refsa þeim, sem réðu, eins og gert er I menningarlöndum. Við þurf- um ekki að ráða einhverja þekkingarlausa klaufa til að sóa verðmætum okkar. Við eigum enn of marga sérfræðinga til þeirra hluta. ★-------------------------- MIKIÐ MYNDI sú sárþjáða stétt, bíóeigendur hagnast í allri sinni vesöld og samkeppni við sjónvarpið ef þeir breyttu 5- sýningum sínum í klukkan 5:15 eða 5:30 á eftirmiðdögum. Fjöldi manns vill gjarna skreppa í bíó eftir vinnu, en almennt sleppa menn ekki fyrr en klukkan fimm, en þá er það of seint. Eftir að heim er komið og sjónvarpið væntanlegt, nennir al- menningur ekki út, vill ekki rífa sig upp úr hægindastól, þótt þeir gjarna vildu hafa séð einhverja myndina. Máské svona breyting á sýningartíma myndi bæta úr? Lélegur persónuleiki í ung- lingaþætti — Misskilin dyggð — Lífsgleði Guð- brandar — Glöggur saman- burður — Engar kröfur Sjónvarpsins. Oft verður manni á að halda, að enn eimi af þeirri „þjóðarskoð- un, að persónuleysi sé dyggð. Eink- um og sér í lagi þegar manni verð- ur á að skoða ýmsa þá, sem fram koma í sjónvarpinu. Oft rugla menn einnig saman persónuleika og leiðinlegri áburðarmennsku líkri þeirri, sem oft kemur fram hjá drukknum sjómanni eða sveit- arþingmanni, sem skyndilega hef- ur snúið aftur til frummennskunn- ar, vegna áfengisneyzu eða afrísk- ur blámaður, sem skyndilega finnst hann hljóti að „sýnast" vegna þess að hann er tekinn sem jafningi meðal hvítra eða hefur hlotið sam- úð þeirra. Þessar persónur verða oft yfirborðskenndar, til gerðar- samar og öllum hvimleiðar. Slík framkoma á í engu skylt við per- sónuleika. Stjórnandi sjónvarpsþáttar, sem kemur fram fyrir alþjóð, verður að hafa persónuleika, skríða úr skei sinni og láta ferskt loft leika um sig þannig, að hann beinlínis „smiti" frá sér, veki áhuga þess er á horfir. Því iniður virðist stjórnandi þáttarins „í góðu tómi", Stefán Mánudagur 17. nóvember 1969 Halldórsson, ekki hafa gert sér þessa einföldu staðreynd ljósa, þeg- ar hann hóf hinn nýja þátt sinn í sjónvarpinu. Stefán fylgdi þeirri reglu, og eflaust sannfæringu, dyggi lega, að vera „hlédrægur" og hélt að bezt varð séð, að þessi dyggð myndi falla í góðan jarðveg hjá hlustendum. Því fór víðs fjarri. Al- menningur sér í daglegu lífi al- veg nóg af „þungt hugsandi dauð- yflum", sviplausum almúgamönn- um, líflausum andlitum og ófrjó- um jarðarfararsvip. Slíks verður ekki í bráð saknað á sjónvarps- skerminum. Þessi ungi maður, fremur útvaskaður á svipinn en hitt, fulltrúi hinnar vösku, hávaða- sömu, en engu að síður, hressilegu æsku, féll illa inn í „efni" þessa þáttar. Persónuleiki var þar ekki fyrir, heldur einmuna sofandi- háttur, deyfð og misskilin hæ- verska og vonleysi, sem betur hefði hæft einhverjum heylitlum ein- yrkja, en ungum manni, vart sprott- in grön, sem kæta vildi unga og gamla. Sjálft val hans í þáttinn var, sem slíkt, mjög þokkalegt, en hann gerði ekkert sjálfur til að púrra upp á þátttakendur né hleypa lífi í fólkið sem spurt var. Að vísu fengum við okkar skerf af feimnis- flissi og einlægri stjörnudýrkun æskunnar að ungum pop-söngvara, en sjálfur söngvarinn, fulltrúi blómstrandi og vel-aldar æsku, var ósköp persónulítill bæði í fram- komu og söng, miklu meira en svo, sem almenningur hafði búizt við, af svo víðfrægri persónu. Þessi reginmisskilningur á framkomu í sjónvarpi er næsta algengur. Það eimar enn of mikið af hugsjcn bóndalurfsins frá liðnum niðurlæg- ingarárum, að einhver innibyrgð- ur aulaskapur sé affarasælastur í Framhald á 6. síðu. Sveinn Benediktsson hunzar Magnús fró Mel Erfiður gerist nú hann Sveinn Benediktsson þeim forkólfum Sjálfstæðisflokksins. Á „Frum varpi til fjárlaga 1969“, en þar er m.a. fjallað um öll þau fyrir- tæki, sem ríkið rekur eða styrkir, má lesa eftirfarandi fróðleik. Um síldarverksmiðjur ríkisins segir þar á bls. 94. „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekizt að fá fjár- hagstillögur frá þessu fyrir- tæki.“ En þar láta þessir herrar ekki staðar numið. Á sömu „bók“ getur einnig að líta, að þessu sinni frá Síldarútvegs- nefnd: „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekizt að fá fjárlagatillögur frá þessu fyrirtæki". Þessi stuttu en greinagóðu „svör“ segja sína sögu. Það ræður enginn við herra Svein Ben. og gildir einu hvort um alþingismenn eða ráðherra er að ræða. Þessi svör, sem fjár- málaráðherra birtir í fjárlaga- frumvarpinu og ALLIR geta lesið að vild, sem nenna niður í þing til að fá ejijtflk, sýna glöggt hverjir halda enn um stjórnvölinn og hverjir eru vikadrengirnir. STÓRGLÆPIR BANDAMANNA: XXXIV. Gangsterkorpóral Eisenhower í striðum — Tímamót enn — Eisenhower var stimamjúkur harmaði — Kosl „Við verðum að greiða þung högg, án miskunnar. Það næg- ir, að dómsúrskurðurinn sé réttmætur. Vissulega er stigs- munur á sektarþunganum. I.eiöir af því, að refsingarnar þurfi, að sínu leyti líka, að vera misþungar, þar sem einn- ig sá þeirra, sem á minnsta sök, verðskuldar að okkar á- iiti þegar dauðann?“ — Charles Dubost, staðgöngu- aðalákærandi Frakka við Chur- chill/Roosevelt-dómsitólinn í Núrnberg 1945—1946: I loka- sðknarraeðu sinni þar hinn 27. Júlí 1946- Lítill friður Mannkynssagan, eins og hún venjulega er skráð, er í öllum aðalatriðum samfelld skýrsla um stríð og stórmenni, hetjur og snillinga; ennfremur greinargerð- ir og hugleiðingar um áhrif og afleiðingar þess, sem gerzt hefir. Og hún hefir einnig kunnað við- unanleg skil á skálkum og ill- virkjum, níðingsverkum og nið- urlægingum. En fyrst og fremst ■ Bismarck og Shawcross — við Sowjetmenni — Hann naðarsamt líf — er hún stríðssaga. Þannig hefir þetta verið allt frá þeim tíma, þegar konungar Assyriumanna girtu sig sverðum og hófu fyrstu herhlaup sin- Þessi sannindi þurfa ekki endilega að vekja neina undrun eða andúð, jafn alkunna og það er, að bardagar og blóðs- úthellingar hafa verið og eru einhver eðlislægustu viðbrögð manna og dýra í óblíðu umhverfi almáttugs siköpunarverks og frá- vikalausra náttúrulögmiála, sem ennþá hafa varla lyft leyndar- dómahulu sinni meira en hál'ft hænufet. Samkvæmt niðurstöðum hins nafntogaða þjóðfélagsfræðings Jacques Novicow koma 13 stríðs- ár á móti hverju einu friðarári síðustu 3 000 árin, og er sú nið- urstaða í fullu samræmi við rann- sóknir annarra fræðimanna, s-s- F. L. Dunbar og von Kalckreuth, sem telja 287 friðarár og 3.135 stríðsár á tímabilinu frá 1469 f- Kr. til 1930 e- Kr. í bðk sinni „Von Tausend Dingen“ (Georg Dolllhei- mer, Leipzig 1937)- Engan fræði- mann er nauðsynlegt að kveðja til vitnisburðar um það, að síðan „lýðræðið tryggði sér heiminn“ i hið síðara sinnið árið 1945, eða fyrir tæpum aldarfjórðungi, he'f- ir ekki ríkt friður eitt einasta ár, morð og hryðjuverk hafa verið daglegt brauð. 8.000 eilífðar samningar En friðarviðleitnin, eða am-k. friðarskrafið og — skrifið virð- ast ekki hafa staðið með fáskrúð- ugri blóma á umliðnum öldum heldur en á öld lýðræðisins- Novi- cow skrifar: „Á tímabilinu frá 1500 f. Kr. til 1860 e- Kr. voru gerðir rösklega 8-000 friðarsamn- ingar, sem öilum var ætlað að gilda til eilífðar. Að mcðaltali entust þeir í tvö ár.“ Rúmenski prófessorinn Pella kemst að svo að segja nákvæmlega sömu nið- urstöðu með rannsóknum sínum- Það er því enigum efa undir- orpið, að stríðin hafa ávallt ver- ið fyrirferðarmesti þáttur mann- logs lífs á jörðinni. Enski hag- fræðingurinn Walter Bagehart staðhæfir m-a.s- í bók sinni „Pfaysics and Politics“: „Stríð eru Framh. á 7. síðu. ♦ e.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.