Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.11.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 24.11.1969, Blaðsíða 1
BlaÓjyrir alla 21. árgangur Mánudagur 24. nóv. 1969 22. tölublaS Yerður einn Jtoppanna' rekinn úr póstþjónustunni? Líkur íyrir milljónatapi vegna óstjórnar — Fjögur frímerki á bréf — Stimpilvélar í sveitum geta ekki unnið — Málið hjá ríkisendurskoðuninni. Allar líkur benda til þess, að á næstunni fari fram rann- sókn vegna óstjórnar hjá póststjórninni, en mál þetta hefur verið talsvert til umræðu í blöðum, einkum Tímanum, sem upp- lýst hefur mikið um þetta einstæða mál. Fullvíst er talið, að pósturinn tapi milljónum vegna þessarar óreiðu, sem er aðal- lega i sambandi við útgáfu 4 og 5 krónu frímerkja, en þau eru algengust í notkun, en í stað þeirra verður að frímerkja hvert bréf með smærri einingartölum, þannig að í stað eins frímerk- is verður að setja 3—4 frímerki á hvert bréf. Við þetta bætist evo að póststofur út um land hafa ekki vélar til að stimpla svo langa röð frímerkja og má gera ráð fyrir, að handstimpla verði öll merkin. Ekki nýtt Þetta er ekki alveg nýtt hjá póst- þjónustunni, því svipað atvik eða óstjórn kom fyrir, fyrir nokkrum árum og hlutust af mikil vandræði. Um all-langan tíma hefur það ver- ið vitað mál, að mikillar óánægju gætti innan póstmálastjórnarinnar vegna þessarar óreiðu. Hafa nú svo snúizt málin, að hafin er rannsókn á starfi eins háttsetts starfsmanns, og mun ríkisendurskoðunin starfa í henni þessa dagana, og af fullum krafti nú þegar „topparnir" sem verið hafa ytra eru nú komnir í heimahaga. Illur kurr Starfsfólk póstþjónustunnar hef- ur kurrað illa vegna hegðunar eins tiltekins starfsmanns. Kemur þar ýmislegt til og má vera að öfund- ar gæti nokkuð svo ekki skal full- yrt að allar þær ásakanir hafi vio rök að styðjast. Hins verður að geta, að ekki er enn á nokkurn hátt verið að drótta því að einstök- um starfmönnum æðri eða lægri, að um persónulega auðgun hati verið að ræða. „Sjálfseignabændur" Mikið er og rætt um, að innan skamms muni einn háttsettur starfs maður verða látinn víkja vegna óstjórnar, og mun úr skorið bráð- lega hvernig þau mál ljúkast. Það hefur löngum legið í láginni en þó verið vitað meðal almenn- ings, að einhver óregla hefur rið- ið í garð hjá póststjórninni, ein- staklingar hafa þar litið á sig sem sjálfseignabændur og farið sínu fram á kostnað fyrirtækisins. Hefur þetta að vonum valdið nokkurri gremju. Alvarlegt mál Frímerkjamálið mun vera eitt al- varlegasta sinnar tegundar, því fyr- irsjáanlega mun það baka stofnun- inni milljónatjóni, en menn trúa varlega afsökunum um galla í steypu frímerkjanna nýju, sem fram komu við prentun. Þykir mönnum slælega að gengið ef allt slíkt hefur ekki verið athugað áð- ur en nú, en næstum ár er síðan þessir gallar, sem nú hafa komið málum þessum í óefni, hefðu átt að koma fram. Er hér á ferðinni mjög alvarlegt mál og útilokað að spá hversu því lýkur enn sem kom ið er. Á það má benda að málið er mikið rætt og úrslita vænzt. BLAÐINU Verða íþróttaafreksmenn vanskapningar eftir 20 ár? — (Sjá 7. síðu). Jónas Árnason, revíu- höfundur og þingmaður — hatræmt vigamenni eða dýrlingur? (Sjá KAKALA). Hvað er EFTA — Svör sem ekki fást. (Leiðari). Sjónvarpsgagnrýni. Úr Einu í annað. Járntjaldið o. m. fl. Þá er lesendum bent á að lesa gaumgæfilega hinar mörgu auglýsingar. Hassis vinsælast Sí og æ berast okkur frásagnir af notkun eitur- lyfja, en segja verður hvern hlut eins og hann er, flestir vilja jafnan aðeins segja frá en felast bak við vegg dulnefnis. Það er á allra vitorði, að hér á landi verður notkun eiturlyfsins „hassi" æ algengari l og ungir sem gamlir neyta þessara lyfja bæði af fikti i og sem forfallnir neytendur, viðþolslausir án þess. Ungri stúlku, staddri á hótel Loftleiðum, var boðin 1 „amerísk sígaretta" sem hún þáði. Henni varð ,,ó- glatt" — eitthvað skrítin, en félagi hennar spurði gef- andann hvaða tegund tóbaks þetta væri. „Hassis", svaraði dóninn hlæjandi — og vissulega var þetta tegund eiturlyfs. Lögreglan varð fyrir óvæntri hjálp frá dönsku lög- reglunni á dögunum og kom upp um ,,dope"-partý hér í borg. Undarlegt er, að ekki skuli hafa komizt upp um fleiri slík partý, því nóg mun af þeim. Það er enn full ástæða til að hvetja löggæzluna að hafa opin augun, rannsaka hvem orðróm og grun og krefjast fullrar skýringa af þeim, sem handteknir eru í slíkri vímu. Svona ástand er enn alvarlegra en al- menningur ætlar. Sálarlmknir skýrír „athafnir" Birnu Þórðardóttur Þorgerður, kona Páls, prests Sölvasonar í Reykholti, var svo grimm í skapi, að með ódæmum mátti kalla. Þegar maður hennar og Hvamms-Sturla, faðir Þórðar, Sighvats og Snorra sátu á sáttafundi, hljóp kerlingin skyndilega upp í æði með hníf í hendi og ætlaði að reka augað úr Sturlu. Þegar menn Sturlu vildu hlaupa upp og hefna áverkans, sagði Sturla með- al annars, að menn skyldu láta þetta frumhlaup kyrrt ,,því konur kunna með ýmsu máti að tjá ást sína, enda vinfengi okkar Þorbjargar jafnan verið mikið". Eitthvað þessu líkt dettur manni í hug þegar lesið er um athafnir stúlku einnar, Birnu Þórðardóttur, en þær h.afa verið mjög spottaðar undan- farna daga í sambandi við brölt hennar á mannfundum og þó sérstaklega við heimsókn óvita og rumpulýðs í bækistöðv- ar sjónvarpsstöðvarinnar á Keflavíkurflugvellinum. Blaðið hafði samband við mann, lærðan í sálfræði, og innti hann eftir skýringu á þessu broslega brölti stúlkunnar, sem sýnilega er unnið undir áhrifum „ættjarðarást- ar", misskilinnar meðaumkunar með Viet Cong hryðjuverkamönn- um Viet Nams, djúpri þrá til að láta bera á sér, og einhverri sjúk- legri ósk um að vekja athygli, eink- um karlmanna. „Þetta er mjög skiljanlegt", sagði sálfræðingur vor, „og skýringar ekki all-fjarri ef leitað er þeirra í sálarfylgsnum stúlkugapans. Þær gætu verið ýmskonar, slungnar, en flestir munu þó hallast að því, að hér sé um kynferðislega útrás af vissri tegund að ræða. Brjótast þessar földu tilfinningar út á ólík- legasta hátt t. d. í ofsaaðgerðum á ýmsan hátt, einkum í fjolmenni, venjulega litríkri tilgerð, t. d. í klæðaburði, persónulegum áburði, taugaveikluðum útbrotum í skap- gerð, óeðlilegri vergirni eða öðru „abnormaliteti" á mörgum svið- um. Rakið til meðgöngutímans En í þessu tilfelli? „Það skal ekki fullyrt, því leita ber mjög langt aftur, jafnvel til þess tíma er stúlkan var í móður- kviði. Bæði amerískir og evrópsk- ir sálfræðingar hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að atvik, sem ófrískar mæður lenda í um með- göngutímann, hafa- viss áhrif í sumum tilfellum. Ef ófrísk kona sker sig t. d. á dós með niðursoðnu sultutaui, þá má vel verða, að barn- ið verði óhemjuhrætt við blóð, allt sitt Iíf. Ef væntanleg móðir verður fyrir góðu atlæti dýra t. d. hesta eða nautgripa, getur lundin orðið viðkvæm. • Á hinn bóginn má ætla að eins og í flestum tilfellum, að hér sé um að ræða það, sem við lærðir menn köluðu „sexual frustration", einskonar kynferðilegt los, upp- reisnar og vonbrigða, sem út brýst á ótrúlegasta hátt. Þessi stúlka hef- ur sýnilega þörf til að láta bera á sér. Upphlaup hennar á afmælis- hátíð Laxness, innan um rösklega 900 manns, gefur henni þá von og þá tilfinningu, að NÚ verði tekið eftir henni. Að einhver karlmaður í þessum stóra hópi, hljóti að fyll- ast aðdáun á þessum veikbyggða, dömulega, varnarlausa kroppi, titr- andi vörum og andliti ljómandi af stríðsblossa og sannfæringu. Vekur þráða eftirtekt Hér gæti líka verið um keðju- verkun að ræða, samræmdar að- gerðir. Hugsum okkur, að þessi stúlka þjáist af ást á mönnum af filippsku kyni, smávöxnum, gul- leitum, heldur hjálparvana piltum, en getur ekki, vegna pólitískra skoðana fengið sig til samneytis við þá, og því síður vegna þess, að þeir klæðast bandarískum sjóliða- búningi. Filippínar og Viet Nam- búar eru ekki ósvipaðir í útliti og vegna þessa þjóðareinkennis setur stúlkukindin þá á bekk saman. Ýms málaefnabarátta Á hinn bóginn, og jafnvel eins líklegt er, að þjáning stúlkunnar sé almenns eðlis, dulin þrá til alls þess, sem karlkyns er. Þetta er næsta algengt og á til að sýna sig á ótrúlegasta hátt. Flestar stúlkur bæla þessa þörf niður, bíða átekta eða deyfa hana með lyfjum eða áfengi. En vissulega ekki þessi stúlka. Hennar þörf er meiri en svo, og athafnir hennar fá skjöld siðferðis og öfgatrúar á vissum málefnum dagsins. Þessi stúlka gæti t. d., ef svo bæri undir, barizt með oddi og egg gegn ómannúð- legri meðferð sjómanna á þorski eða síld, hvatt til útrýmingar al- mennra sláturhúsa eða krafizt refs- inga yfir börnum, sem drepa eða limlesta flugur. Allir þessir mögu- leikar eru fyrir hendi, en eins og stendur virðast Laxness og Viet Nam handhægust til að vekja á sér áburð. ' Furðulegar ástríður Fyrir þessu eru engin takmörk. Til mín hafa t. d. komið stúlkur, sem ekki átti heitari ósk en að sparka í Stefán Jóhann, klóra dr. Bjarna Ben. „knúsa" dr. Gylfa í rúminu, leggjast út í Herðubreið- arlindum með Jónasi Árnasyni, eða annarri álíka ónáttúru, hugsandi sér alla þessa menn afvegaleidda eða vanrækta á einn eða annan hátt. En spurningu yðar um Birnu Þórðardóttur get ég ekki svarað. Vera má, að hún heyri ekki undir nein afbrigði þessa andlegu ástr- íðna, sem skapazt af kynferðisleg- um þorsta, að bezt verður séð. Aðeins eina aðvörun. Gerið ekki spott að þessu. Meðan þetta sálar- ástand ríkir í hverjum sem er, þá er hættulegt að spotta það eða hæða á nokkurn hátt. Snúið því í aðdáun, hrósið tiltektum hennar, „muntrið" hana upp, eins og við segjum á fræðimáli. Þá mun henn- ar pund eflaust aukast og marg- faldast og enda með því að hún verður, ekki síður en aðrir, gegn þjóðfélagsþegn. Sælir".

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.