Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.11.1969, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 24.11.1969, Blaðsíða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 24. nóvember 1969 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. I T Sími ritstjórnar: 13496- — Auglýsingasími: 13496. Verð í lausasölu kr. 20.00 — Áskriftir ekki teknar. PrentsmiSja Þjóðviljans. Hvað er EFTA — cskað eftir svari Um fátt er meira rætt þessa dagana, en þátttöku okkar í EFTA-samtökunum. Hafa bæði menn og flokkar skiptar skoð- anir um gróða landsins af slíkri þátttöku en sýnilegt er, að bæði Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að styðja af alefli að því, að við göngum í þetta viðskiptabanda- lag, en Alþýðubandalagið hefur þegar lýst sig algjörlega and- vígt allri slíkri þátttöku. Enn sem komið er hefur Framsóknar- flokkurinn ekki ákveðið afstöðu sína en vitað er, að geysi- miklir flokkadrættir eru um málið innan flokksins. Um kosti og galla þátttöku okkar í EFTA-samtökunum skal ekki rætt hér að sinni en ástæðan ætti að vera augljós. ís- lendingum hefur enn ekki gefizt nokkur kostur að kynnast skil- yrðum fyrir EFTA-þátttöku okkar. Við, hinn almenni borgari, vitum í raun ekki nokkurn skapaðan hlut um hlutverk okkar i EFTA, hvorki hin almennu skilyrði né heldur ívilnanir, sem kunna að fást vegna sérstakrar aðstöðu landsins. Innganga okkar í EFTA hefur verið rædd og endurrædd fram og aftur, en á þann einstaka hátt, sem þjóðinni er lagið þegar taka á stórákvarðanir. Fylgjendur EFTA-samtakanna hafa hafið einstakan og óheppilegan áróður fyrir EFTA án þess að þeir hafi að nokkru ráði skýrt galla þess og kosti. Andstaðan hefur hrúgað upp „staðreyndum" gegn þátttök- unni, en ekki minnzt einu orði á kostina, aðlögunartímann né önnur veigamikil atriði, sem þjóðin vildi gjarna vita nokkur skil á áður en þetta verður aðeins pólitískt hitamál, sem barið verður fram, af meirihluta á Alþingi. Þá er og vitað að nær helmingur þingmanna veit ekki nokk- urn skapaðan hlut um eðli málsins, skilur hvorki né leggur sig fram til að skilja hvaða þýðingu slíkt spor þýðir fyrir þjóðar- heildina. Er hér nálega svo komið málum, að kosið verður um málið samkvæmt fyrirskipunum fIokksrá'ðanna eða þingsveit- ar hvers flokks fyrir sig, og þarf þá ekki að spyrja að enda- lokum. Það er krafa þjóðarinnar, að gerð sé ítarleg grein fyrir ÖLLUM skilyrðum, göllum og kostum EFTA-þátttökunnar um- búðalaust, en hætt a.m.k. í bili fjálgmælgi og áróðri hinna ein- stöku flokksforingja, sem um málið hafa fjallað. Þjóðin hefur engan áhuga á því, hvort dr. Gylfi eða dr. Bjarni annarsvegar en Magnús Kjartansson eða Ólafur Jóhannesson hinsvegar, eru fylgjandi EFTA-samtökunum. Þegar um ræðir, eins og nú er sýnt, að aðeins flokkssjónarmið verða allsráðandi, þá eru málin komin í óefni og jafnframt orðin að pólitískri sýndar- mennsku og hitamáli, sem hrekur alla dómgreind út í horn. Hinn almenni borgari verður engu nær, svo ekki sé talað um fólkið út á landi, sem aðeins heyrir eða sér viss blöð eða viss- an málflutning. Sjónvarp og útvarp eru hér óvenjulega hlut- laus, skýra aðeins frá sjónarmiðum þeim, sem fram koma á flokksþingum og birta yfirlýsingar þær, sem komið hafa fram hjá stjórnmálamönnum sem allar hafa verið litaðar pólitískum skoðunum viðkomandi. Innganga okkar í EFTA á alls ekki að vera, né er ekki, neitt leyndarmál. Það sem við vitum um EFTA er okkur til ýmissa hlunninda og sjálfsagt fyrir þjóðina að fylgjast sem bezt með öllum viðskiptamálum í V-Evrópu og taka sjálfsagðan þátt í þeirri þróun, sem þar verður. Hitt, að meðhöndla þetta mál eins og póiiitískt felumál, er ósvinna og skapar ekkert nema óþarfa tortryggni og gagns- laust rifrildi, sem aðeins tefur fyrir eðlilegum framgangi þess. KAUPMENN - KAUPFÉLÖG! Venjulega fyrirliggjandi: Sænkurveradamask, hvítt og mislitt. Lakaléreft, sængurveraléreft, dúnléreft. Handklæði tilbúin, handklæðadregill, hvítur og mislitur. Viskastykkjadregill. Bjarni Þ. Halldórsson, umboðs- og heildverzlun, Garðastræti 4. Símar: 23877 og 19437. KAKALI skrifar: í HREINSKILNISAGT - Jónas Árnason — Hinn mikli trúður — Klappið sem brást — Tjaldamenn sviku — Hlutverk sjónvarpsins — Útvarps- menn sviku á verðinum — Viet Nam-afsökunin — Að að- hyllast vinsæl málefni — Fágætt skálkaskjól — Læri- sveinn Brynka — Aðvörun til handa þjóðinni — Ef nokkuð cott hefur komið / , út úr afskiptum íslendinga af Viet Nam-styrjöldinni er það, að kommúnistar hafa haft sig í frammi og sýnt mjög vel hvað í rauninni býr að baki öllu brölti þeirra í „mannúðarmál- efnum', en meðan slík málefni eru á döfinni og nógu fjarskyld okkur þykir kommum jafnan gaman að skjótast bak við slíka „fronta" til að klæðast gervi mannúðar sjálfum sér og eigin illverkum til skjóls. Háttur þeirra er ætíð sá, að taka þátt í eða þykjast berjast fyrir ýmsum vinsælum „mannúðarverkum", fara í halarófumótmælagöngur, spila á viðkvæma strengi kerl- ingahugsunarháttar, míga utan í hvern þann staut, sem þeir halda að bæti að einhverju þá hryllingsmynd, sem komminn nú vekur nær allstaðar. En eins og of vill henda ill- rceðismenn, sem reyna dular- klœði úlfsins, þá mistekst þetm oftast að skýla tönnunum, úlfs- kjafturinn felst ekki, þótt jafn- vel snillingar svika, sýndar- mennsku, banaráða og annarra illverka fari þar höndum um. Eitt ef þessum fyrirhrigðum er Jónas Arnason, revíuhöfund- ur og þingmaður, einn af spjóts oddum kommúnista, lcerður al- þýðuflagari, skjallmenni, tungu- mjúkur og Ijúfmáll, boðberi upplausnar án tilgangs, ringul- reiðar án markmiðs og vand- rasða án vonar um endurbœtur. Ekkert hefur þó svo vendi- lega komið upp um moldvörpn- starfsemi kommúnista almennt og óskeikula stefnu þeirra, þótt dulbúin sé, en einmitt svoköll- uð afstaða þeirra til Viet Nam- málsins svonefnda. Hér hefur Jónas fimdið verðugt embcetti, frjóan akur til að sá sillgresi sínu undir fölsku yfirskini nytja jurtar. lnnrás hans og fulltrúa „órólegu deildarinnar" í sjón- varp og útvarp, fúkyrði þeirra og úlfaþytur út af meðhöndlun fréttamanna af Viet Nam-fundi vinstri manna og hreinna kommúnista, fjölmenns krakka- hóps, sem sótti „mótmœlafund inn" til að hlýða á vinsœlar pop- stjörnur, hafa sýnt almenningi enn einu sinni hvers er að vcenta, ef afvegaleidd þjóð lcet- ur þá nokkurntíma koma ncerri stjórnvöldum eða ráða lögum og lofum innan þeirrar stofnunar, sem sér um almenna og opin- bera fréttamiðlun. Það er síður en svo, að hér sé verið að ctfsaka eða bera í bcetifláka fyrir fréttastofu sjón- varps eða útvarps. Útvarpið hef ur um árabil verið griðastaður kommúnista og vinstri manna yfirleitt eða allt frá því, að Brynjólfur yfhkommi, var gerð- ur að menntamálaráðherra, eitt af þeim verkum, sem um aldur og cevi verður blettur á skjöld- óttum stjórnmálaferli Ólafs heit ins Thors. Brynki sá þá, af meðfceddri vizku, að skammscet myndi sú laug, sem hann nyti þess, að vera ceðsti yfvrmað- ur upplýsinga- og áróðursmyllu hins opinbera og hafði það eitt í huga að búa svo í haginn, að fréttastofa útvarps, leiklistar- deildin og önnur áhrifamestu á- róðurstceki þjóðarinnar þ. á m. kennarastéttin, sérlega unglinga kennarar, yrði um ófyrirsjáan- lega framtíð vel skipuð tryggum fylgismönnum, sem ekki létu deigan síga, þótt hann sjálfur hrökklaðist úr embcettinu. Þessi djúpu ráð Brynjólfs hafa reynzt kommúnistum ceði halddrjúg enda gcetir áhrifa þeirra enn þann dag í dag, bœði á fréttastofu útvarps, leikrita- deild stofnunarinnar og, ekki sízt meðal kennarastéttarinnar. Sitja þar við háborðið ýmist yf- irlýstir kommar, dulbúnir kommar og svo nytsöm mein- leysisdýr, einskonar yfirbót til að allt líti þokkalega út á yfir- borðinu. Hafa kommar og liðs- menn þeirra mátt vel við una, en sofandi þing, atkvceðalausir og hrceddir ráðherrar hafa jafn- an látið þetta ástand afskipta- laust, þótt taka verði fram, að einstakir þingmenn og blöðin hafa stundum látið í Ijós nokk- urn ugg út af þróun mála í þess um deildum. Aðfinnslur hafa þá verið með þeim hcetti að fljótt hefur fyrnzt yfir þcer, sem jafn- an verður þegar hálfvelgja og hugleysi fylgjast að. Einn af beztu lcerisvemum Brynka var Jónas Árnason, bú- inn flestum, ef ekki öllum kost- um undirmálsmannsins, áróðurs mannsins og flugumannsins. Jónas hefur marga kosti hins í- myndaða draumamanns kvik- myndanna. Glæsimenni sjálfur, gamansamur, söngvinn, þýður í viðmóti, kvennagull búinn seið- andi og sigurvissri rödd þess, sem veit að hann hefur sigrað og um leið algjörlega óprúttinn ef hann hyggur skugga bera á hlutverk sitt og athafnir, lceðist hann ýmist eða stekkur upp tcekifcerisstiga pólitísks áróðurs. Hann á sterkan cettbálk tryggra þjónustumanna, sem gjarnan vilja veg hans og eru, flestir, ófótvissvr á pólitískum skeiðis óróa og upplausnar. Jónas hefur leikið nær einstakt hlutverk í lífi sínu, margsannað gagn sitt og beinlínis náð meistaratökum í persónulegri áróðurslist. Rev- íur hans og Jóns Múla þuls, bróður hans, öðru glcesimenninn frá, hafa náð feiknavinsceldum og þannig búið í haginn við sköpun þeirrar myndar af Jón- asi er ceskilegust er, ef starfað er af einlcegni og áhuga í al- þýðudekri, skrumi og látbragðs- I pólitík. Til alls þessa hefur Jón- as kostað og hlotið ágcetan hljómgrunn meðal ceskumanna, hetjudýrkandi afhrakspútna inn- an flokksins, trillubátagarpa og annars auðtrúa fólks, sem gjarn- an lcetur blekkjast. En að baki brosins og mildi- leikans liggur alvörumaðurinn Jónas, hinn tryggi fylgismaður Brynjólfs Bjarnasonar, maður- inn, sem alla vill feiga, sem ekki aðhyllast sjónarmið hans. Til alls er tekið, sem verða má hon- um sjálfum og þó helzt málefn- inu til framdráttar. Jafnvel skólamál, aðbúnaður nemenda verður Jónasi baráttumál, þótt ekkert kccmi honum verr né stefnu hans en upplýst alþýða eða menntuð þjóð. En slík mál- efni og sýndarbarátta fyrir þeim veita Jónasi öruggt fótgöngulið, varpa á persónuna illa fengnum, en engu að síður, haldgóðum Ijóma hins sanna hugsjóna- manns. En eins og hjá flestum trúðum og leiklistarmönnum, koma fyr- ir þasr sýningar að jafnvel hin- um lcerðustu yfirsést og sýning- in kemur loksins fram í réttu Ijósi. Ekkert sýndi almenningi betur hinn rétta Jónas en sið- asta afrek hans á pólitiska svið- inu. Eins og margar stjörnur, einkum þcer, sem lengi hafa not ið almenningshylli á trúðasviði, svíður Jónasi þegar „klappið er tekði af honum". Hann óskar að hcetti ómerkilegra trúða, sem njóta skyndilukku, eftir fleiri tjaldaklöppum að lokinni sýn- ingu en áhorfendm eru til með að veita honum. Sjálfur hefur hann gefið tjaldamanni merki af sviðinu, að draga frá tjaldið að sýningu lokinni hvort leikhús ' gestir eru tilbúnir að klappa eður ei, „Þeir skulu klappa hel- vítin, þora ekki öðru þegar tjald ið fer frá", hugsar hann að hcetti hins sjálfumdýrkandi trúðs. Aldrei þessu vant, brugðust nú tjaldamennirnir í sjónvarpi og útvarpi. Ekki mun þá dyggð hafa valdið heldur einungis ein l af þesum tilviljunum, að þeir sáu ekki bendingar trúðsins urn að draga tjaldið frá. Frá þeirra sjónarmiði, sem vanir eru öllum sýningum, var þetta bara miðl- ungssýning, ósköp litlaus en hávaðasöm, en sosum ekkert sérstakt. Frá sjónarmiði kommúnist- í ans í gervi trúðsins var hér um óheyrilega ósvífni manna að rceða, sem raunar voru undir hann settir sem sviðsstjörnu. Þeir brugðust skyldu sinni, að sýna alþjóð sigur hans, glcesi- mennsku, einarða túlkun hlut- verksins, og þcer þakkir, sem hann krafðist að uppskera að lokinni sýningu. Þarna kom Framhald á 10. síðu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.