Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.11.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 24.11.1969, Blaðsíða 8
8 Mánudagsblaðið Mánudagur 24. nóvember 1969 íþróttamenn framtíðarinnar Framhald af 7. síðu. ur fögur framtíðarsýn, en á við margt að styðjast. Venjulega vax- inn íþróttamaður hefur ekkert tækifæri gegn sérhæfniskrypp- lingnum. Hinar stórstígu framfarir í- þróttamanna og gífurlegu íþrótta- afrek og stórmet sem sett hafa ver- ið síðustu áratugina hafa fært lágmarksmetin til afreka á heims- vettvangi á stig sem venjulegu fólki er fyrirmunað að ná. Líffræð- ingurinn þýzki, dr. Hans Löwe- neck, sem mikið hefur rannsakað líffæra- og líkamsstarfsemi íþrótta- manna, spáir: — Árið 2000 verða það ekki lengur líkamsafköst sem greina á milli afreksmannanna á sviði í- þrótta. Það sem skilur á milli þeirra verða líkamssérkennin. Eða með öðrum, bitrari orðum: Með jöfnum líkamsafköstum vinnur sá íþróttamaður sem heppilegar er vanskapaður. Fjöldi þjálfara og íþróttamanna eru sammála þessu áliti dr. Löw- enecks. Frjálsíþróttaþjálfarinn Bert Sumser sér þegar fyrir sér há- stökkvara sem stekkur að vísu létti- lega yfir 2,50 metra, en getur ekki hlaupið 200 metra þolanlega. Sumser hefur tekið eftir: — Sérhæfninni fer óðfluga fram. Bráðum fáum við kringlukastara sem er leikur einn að kasta íþrótta- tæki sínu 80 metra, segir hann, en alls ófær um að framkvæma nokkra aðra íþrótt, hlaupa,. stökkva né jafnvel kasta neinu öðru. Þekktasti íþróttalæknir Vestur- Þjóðverja, dr. Ernst von Aaken gerir líka ráð fyrir sérhæfni í sinni ýktustu mynd í framtíðinni. Hann segir: — Það líður ekki á löngu þar til tíu þúsund metrarnir verða hlaupnir á 26 mínútum, sem jafn- gildir 24 km hraða á klst. Lungu slíkra hlaupara verða að geta tekið við sex lítrum súrefnis á mínútu. Miðað við þessar 26 mínútur er þetta meira magn en innihald fimm Volkswagen benzíngeyma. Maðurinn má ekki vera stytttri en Bodo Túmmler, en ekki þyngri eu 57 kíló. íþróttamaðurinn Bodo Túmmler er talinn langur og mjór nú, 1,88 m á hæð og 71,5 kíló að þyngd. Hvernig lítur hlaupari framtíðar- innar, út? Með þessum líkamlegu skilyrð- um sem dr. von Aaken setur sig- urvegara ársns 2000 í Ianghlaup- um ætlast liann jafnframt til „ó- hugnanlegrar hjartastærðar", eins og hann orðar það. Á Iæknastofu sinni hefur hann eftirmynd af hjarta þolhlauparans Haralds Nor- poths, — gífurlegum klump. Mód- elhjarta spretthlauparans Armins virðist örsmátt við hliðina á Nor- poths hjartanu. Hjartastærð Har- alds Norpoths mælist 1200 fer- sentímetrar, en Harys 600. Þetta þýðir að Iífspumpa þolhlauparans þolir helmingi meira álag en spretthlauparans 1200 fersentí- metra hjarta er langt frá því að vera eðlilegt. Samt segir dr. von Aaken: — Hlaup er eðlilegasta hreyfing mannsins. Þessvegna verður hann að hlaupa. Og þessvegna sendir hann skjól- stæðinga sína í tíu til fjórtán kíló- metra skógarhlaup daglega. Með fyrirmælunum: Hlauptu hægt, en hlauptu. Þeir sem fengið hafa óvenjulega stór íþróttahjörtu eru dæmdir til ævilangra hlaupa, því sá sem hætt- ir skyndilega eftir mikla þjálfun getur fljótlega dáið. Það er síður en svo einfalt að stilla mótorinn á minni hraða. Harald Norpoth sættir sig auð- veldlega við þau örlög sem bíða hans, því hann getur ekki hugsað sér lífið án hlaupa. — Þegar ég hætti einhverntíma, segir Norpoth, ætla ég að Ieika fótbolta og tennis af kappi. Það sem Norpoth á enn eftir ao reyna, — lífið eftir íþróttaferilinn, er tveim öðrum þýzkum skjólstæð- ingum dr. von Aaaken, nú daglegt brauð. Armin Hary unir sér prýði- lega við tennisleik, skíðaferðir og hestamennsku, þótt hann hafi bætt á sig ófáum kílóum og Martin Lauer tryggir langlífið með leik- fimi og siglingum. Glímumaðurinn Wilfried Diet- rich vill helzt ekki hugsa til þess að þurfa einhverntíma að hætta keppni, en þykist þó, þegar að því kemur, hafa á takteinum ráð gegn fitu og hjartaslagi: — Daglega 20 — 30 kílómetra hjólreiðar,segir hann. Þótt okkur þyki ristahjörtu af- reksmanna óeðlieg, lætur dr. von Aaken sér fátt um finnast. Hins vegar finnast honum tæknireglur frjálsíþróttanna óeðlilegar, ekki sízt hvað kvenfólk snertir. ÍSUiNZKAR FORNSÖGUR I Séríilboð Tvær bækur ókeypis ÍSLENDINGASÖGUR með nútíma stafsetningu í útgáfu Gríms M. Helgasonar og Vésteins Ólasonar verða alls átta blndi. Auk hinna átta sagnabinda kemur eitt bindi sem í verður nafnaskrá og ennfremur atnðisorSaskrá, en slík skrá hefur ekki til þessa fylgt neinni útgáfu íslendinga- sagna. Að sjálfsögðo fáið þér þetta aukabindi með sömu kostakjörum og sög- urnar. Koma tvö bindi út árlega 1969, 1970, 1971 og 1972. Hér er því kjörið tœkifœri til að eignast vandaða útgáfu allra íslendingasagna með nútíma stafsethingu, á hóflegu verði og á viðráðanlegan hátt, þv! með því að gerast áskrifandi að þessari heildarútgáfu fáið þér bœkurnar á 25% Icegra verði en búðarverð þeirra er. ► Þér fáið öll níu bindin á minna verði en sjö bindi fcosfa í búðr ef þér gerisf nú áskrifandi að íslendingasögum með núfíma sfafsefningu! - Þér fáið Því sem svarar fvö bindi ókeypisl Til þessarar útgáfu hefur verið vandað á allan hátt, pappír er óvenju góður og sérstaklega pantaður í þessa útgáfu, bandið er traust og gott skinnlíki og sérprentuð saurblöð og spjaldapappír. — Allir Ijúka lofsorði á þessa útgáfu ís- lendingasagna með nútíma stafseiningu. Hér eru nokkur sýnishorn úr ummœlum um þessa útgáfu: „Þelta er drengtkaparbragíS gagnvarl unglingi eSa krakkaanga, sen vilt leia um feðranna frcegð". Sigurveig GuSmimdsclótlir, Mbt, 12. jan. 1969. „Inngangur Gríms og Vétleins er hœfilcga sluiiur, en höfðar einmill prýði- lega til ungt fólks. ... Þá tel ég, að skýringar á orðum og orðasambönd- um komi að bezlum notum á þann veg, sem þœr eru prentaðar i þessari bók: í slafrófsröð og í einu lagi á eftir öllum sögunum. í þvi sambandi vil ég geta þess, þar eð íslendingasögur eru nú losnar i. skólum landsins — á öllum sligum — að ég þekki ekki aðra útgáfu, sem bctur mundi henta til skólanámt". Erlcnclur Jónsson, MorgunbhðicS, 28. iles. 1968, „Aðeins með þvi móti að laða úlgáfur þannig að kröfum samtímans verða islendingasögurnar sígilt feslrarefni eins og gáðar skáldsögur.- Sá á að vera Andrés Krístjánsson, Tíminn 25, marz 1969. „Þetta er alþýðleg feslrarútgáfa í sömu sniðum og fyrri slíkar að slafseln- ingunni frátalinni; skýringar eintkorðaðar við það sem óhjákvœmilegt er. Auðvitað eiga slík ritsöfn jafnart að vera á markaði.... Og hér er mynd- arlega af stað farið og verðiir vonandi fram haldið sem horfir". Ólafur Jónsson, Alþýðiiblaðið 12. jan. 1969. „Þegar menn bfaðq í toxtanum skilja þeír fljátl, að rithátlur skiptir í raun og yeru máli — það fer ekki hjá því að hinn gamli, samrcemdi ritháttur var fráhrindandi að ýmsu leyti, ekki sízt ungu fólki". Árni Bergmann, Þjóðviljinn 15. des. 1968. „Fyrsta bindið, sem úl kom fyrir íólin, ber gotf yitni um fyrírhyggju útgef- andans og umsjá ráðsmanna hans. 'Stakkur bókanna og snið er fallegt og mjög smekkvislegt. Brotið er mjög handhægt, íbreitt og síður því fetur- drjúgar. Letrið er einnig alldrjúgt en fallegt og lcesilegt. Pappír er vand- aður og sterkur og band traustlegt. Bókirt fer vel jafnt í hendi sem skáp. Hlifðarkápa er fallcgt verk með stefni.vikingaskips og nafnletur í rúnaslH". Andrés Krístjánsson, Tíminn 25. marz 1969. „...verði framhald á þcssari útgáfu, sem maður hlýfur að vona, svo vsl sem hún fer af stað, getur hún markað tímamót í útgáfu. fslenzkra fornrita" Erlendur Jónsson, Morgunblaðið, 28. des. 1968. „Er sá formáli ekki aðeins snjallritaður og tcesilegur, heldur að mfnu viti óvenjuiega vel til þess fallinn að feiða menn á vit þessara bókmennta". Andrés' Krístjánsson, Tíminn 25. marz 1969. „En ég held — það er að vísu ekki nema von og trú'— að þessi útgáfa eigi líka eftir að hreyfast, vera lesin, enda er hún' öðrum útgáfum betur td þess fallin . Erlendur Jónsson, Morgunblaðið, 28. des. 1968. „Eins og fyrr segir er svokölluð nútfma slafsetning á þessari útgáfu, og má telja það einboðið nú orðið. Það finna allir, hve miklu auðveldara er að lesa og njáta Islendingasagna með þeirri stafselningu, sem menn eru van- astir. Þarf slíkt naumast skýringa við". Andrés Krístjánsson, Tíminn 25. marz 1969. SKUGGSJA — BOKABUD OLIVERS STEINS Strandgötu 31, Ifafnarfirði Já, ég óska að gerast áskrifandi að íslendingasögum I -IX með núifma stafsetningu, í útgáfu Gríms M. Helgasonar og Vésteins Ólasonar, á áskriftarverði sem er 25% lœgra en verð bókanna er í jausasölu f búð. □ Áskriftarverð I. bindis er kr. 484,00 (búðarverð er kr. 645,00} fnnb. □ Áskriftarv.erð II. bindis er kr. 524,00 (búðarverð er kr. 698,75) innb. G Áskriftarverð III. bindis er kr. 524,00 (búðarverð er kr. 698,75) innb. Ég óska að fá bœkurnar: , □ gegn postkrofu □ scekja þatr til forlagsins □ grciðsla hér með lcr................ Staða Heimili sfmi — Spjótkast, t.d., segir hann, er kvenfólki líkamlega óeðlilegt, svo ekki sé minnzt á hinar kastíþrótr- irnar, því konur hafa ekki kast- handleggi eins og karlmenn þær eru öðrtivísi vaxnar frá náttúrunn- ar hendi. Því geta aðeins þær kon- ur náð verulegum árangri í spjót- kasti sem fæddar eru með karl- handleggi og því ekki eðlilega vaxnar. Hann er líka á móti þjálfunar- aðferðum kúluvarpara, sem hann lýsir þannig: — Kúluvarparar, karlar eða kon- ur, lyfta járni í tonnatali þegar þeir eru ekki með kúluna í hönd- unum, taka inn lyf til að auka vöðvavöxtinn og deyja svo eins og útblásnir veitingamenn af feitustu gerð. Holdafar kúluvarparanna er þó ekkert á móti vöðvafjöllunum sem fást við lyftingar, enda taka þeir enn áhirfameiri lyf og lyfta ensn fleiri járntonnum. Undrabarn lját- inganna í V-Þýzkalandi, Rudolf Mang, lyftir t.d. daglega 20 tonn- um járns, eða álíka og þyngd tveggja stórra vörubíla, og vonast með þessu eftir að verða síerkasti lyftingamaður heims. En til þess skortir hann ennþá langþráðan 19 kílóa líkamsþunga til viðbótar. Rudolf Mang er enn aðeins 116 kíló að þyngd, sterkasti maður heims, Leoníd Tsjabotinski frá Sovétríkjunum vegur 145 kíló. Rudolf Mang keppist við að verða þyxigri —og sterkari — og tilhugsunin um að verða fituhlunk- ur síðar á ævinni skelfir hann eng- anveginn. Hann er rétt orðinn 19 ára og trúir á töframátt megrun- arkúrsins sem hann ætlar að fara eftir til að komast aftur niður í 100 kíló þegar hann hættir lyfting- um. íþróttaheimurinn í dag býður þegar upp á mörg furðuafbrigði mannslíkamans, framtíðarhorfurn- ar eru geigvænlegar. Kannski getur olympíusigurvegari morgundagsins fengið risahjarta úr tilraunastof- unni til að knýja líkamánn áfram. Hjartasérfræðingurinn próf. Hoi- mar von Ditfurth í Heidelberg á- lítur að hægt sé að ná heimsmeturn í hlaupum með aðstoð gervihjarta. Batterídrifin pumpa úr gerviefni sem grædd væri í brjóst mannsins er alls ekki óhugsandi, álítur hann, og væri fyrst um sinn hápunktur viðleitninnar við að ná meiri á- rangri í íþróttum. Sérfræðingnum finnst það einnig síður en svo fjar- stæðukennt að hugsa sér að íþrótta- menn notfæri sér gervisinar, Iiða- mót eða jafnvel augu. En hve langt er frá gervihjart- anu í gervimanninn, — í olympíu- sigurvegarann úr tilraunaglasinu? Hvar verða mörkin dregin? Og verður við íþróttamót framtíðar- innar hægt að fá varahluti í menn, hægt að skipta um líffæri rétt eins og nú til dags eru settir nýir gadd- ar undir skóna eða skipt um vara- hluti í kappakstursbílnum? Þetta er framtíðarsýn sem jafnvel hinn framfarasinnaði prófessor von Dit- furth neitar að ímynda sér. — Gervihjartað verður grætt í íþróttamanninn í eitt skipti fyrir öll, segir hann. Það á enginn vara- hlutabíll að aka við hlið maraþon- hlauparans í keppni eins og nú er venjan í hjólreiðakeppni. Okkur verður þá a.m.k. hlíft við því. Nóg er samt. i i

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.