Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.11.1969, Blaðsíða 10

Mánudagsblaðið - 24.11.1969, Blaðsíða 10
10 Mánudagsblaðið Mánudagur 24. nóvember 1969 KAKALI Framhald ai 12. síðu upp í trúðnum okkar eðlið vel falda, sama eðlið og rússneskir kommar sýndu eftir að harm- leikur þeirra í Tékkóslóvakíu var ekki klappaður upp af sneyptum áhorfendum, ekki dáður né elskaður eins og afrek hinna sönnu, vinscclu listamanna hins pólitíska leik- húss. Og skyndireiði Jónasar greip nú frammí fyrir trúðn- um Jónasi og hann hljóp og klagaði. Tréttamenn sjón- varps og útvarps voru sauðir, illmenni, sem ekki skyldu hina fínu drcetti persónusköpunar hans og svívirtu ágœti hans. Þetta voru „vondir menn með vélaþras", sem bríxl gerðu að þeim útvöldu. Listamanseðlið, trúðurinn þoldi ekki þessa „á- virðingu" og þegar kommi þol- ir ekki ávirðingu, þá er djöfull- inn laus. Klögumálin sáu fljótt dagsins Ijós, þing og blöð voru fengin til að birta kvein hans um óréltlcetið og skömm þá, sem sjón- og útvarp hugðust gera honum. Útborgun kr. 2000 — Kr. 2000 á mánuði. Gjörið svo vel og lítið i gluggana um helgina. VALHÚSGÖGN Ármúla 4 — Sími 82275. Nýkomin sending af Renesanse-stólum Trésmiðjan Víðir hf. auglýsir: Nú er tækifærið að gera góð kaup. — Höfum aldrei haft meira úrval af húsgögnum en nú. Svo sem: Borðstofuhúsgögn, nýjar gerðir, svefn- herbergissett, sófasett, svefnbekki og margt fleira. Gjörið svo vel og lítið inn til okkar og gerið góð kaup. Greiðsluskilmálar h.afa aldrei verið betri. Notið þetta einstæða tækifæri. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. VERZLIÐ í VÍÐI! SJÓNVARPIÐ Gríman féll af trúðnum. Hann krafðist þess, að hcetti skoðanabrœðra eystra, að ríkis- trúðurinn á stjórnmálasviðinu fengi aukaklapp hvort heldur áhorfendum líkaði betur eða verr. Þarna kom eðlið, sem svo skilmerkilega var falið og þarna liggur vonin fái hann og hans líkar óskorað vald yfir okkur. Jónas er ekki blíðan og brot- ið, sem hann vill vera láta. Hann er ekki annað en harðsvírað af- sprengi hins pólitíska trúðs, sem reiðist þegar klappið bregst. Hans pólitísku meþóður eru fá- gcetar hér á landi, þekkjast vart og dularbúningur hans nálgast stundum snilld listamannsins. Engu að síður verða tennur úlfi- ins alltaf sjáanlegar þeim, sem nenna að skyggnast bak við hismið. Það leynir sér ekki. Sagt er að svikin kona verði djöfull í mannsmynd. Vera má að rétt sé. En hvað er kommi, sem ekki fcer sitt? Framhald aí 6. síðu. Þátttakendur voru ekki nærri eins líflegir og vonast hafði verið til, en málefnið hinsvegar all-áhuga- vert. Sjónvarp, og sérlega útvarp, hafa nú slitið barnsskónum, hafa hvort tveggja notið „hveitibrauðs- daganna" eins og Gröndal orðaði það — láns orðtæki notað um fyrstu 100 veldisdaga hvers og eins Bandaríkjaforseta — og verð- ur nú að horfast í augu við stað- reyndir lífsins og taka gagnrýni af þeim manndómi, sem því er ætl- að. Vissulega má gagnrýna næst- um flest hjá sjónvarpinu, en Bene- dikt Gröndal sló eiginlega spyrj- endur út af laginu þegar í upphafi með almennum yfirlýsingum, slag- orðum og skemmtilegri framkomu á skerminum. Heldur en ekki höfðu menn búizt við, að sjón- varpsgagnrýnandi Þjóðviljans mag. art. Árni Björnsson, hefði verið harðskeyttari en raun varð á, en hann, þrátt fyrir málamyndartil- raunir, eiginlega hvarf inn í sjálf- an sig, hræddist hógværð hinna og olli vonbrigðum, einkum vegna þess, að frá honum var til ein- hvers ætlazt. Benedikt Gröndal fór þarna með sigur af hólmi, ekki þó vegna góðs málefnis, heldur vegna hins, að spyrjendur voru í senn daufir og dáðlausir með öllu. Magnús, sem bæði er spyrjandi og stjórnandi, starfsmaður sjónvarps- ins, með fleiru, hélt sig á grunn- miðum, innti aðeins eftir fyrirhug- uðum byggingarframkvæmdum og öðru, sem heima átti á öðrum vet- vangi. Ef svona þættir eiga að verða þess virði, að almenningur hlusti á þá, er nauðsynlegt, að ein- hver harka og ákveðni komi í ljós, en ekki tóm ládeyða og vesalings- háttur eins og nú reyndist. Birgðastöð fyrir stál- og byggingariðnaðinn. Framleiðsla húsgagna stál - tré. Vélsmiðja — Verktakar í járnmannvirkjagerð Kaupmenn — Kaupfélög MUNIÐ NIÐURSUÐUVÖRUR MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN AÐEINS VALIN HRÁEFNI ORA-VÖRUR I HVERRI BÚÐ ORA-VÖRUR Á HVERT BORÐ Niðursuduverksmiðjan ORA h.f. Kársnesbraut 86 — Sími 41995 — 41996. >

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.