Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 1
BlaÓ fyrir alla 21. árgangur. Mánudagur 1. desember 1969 23. tölublað Hannibal á mála hjá dr. Bjarna — Klofningur vinstri aflanna og und- irróður forsætisráðherrans — Póli- tískt snilldarbragð — Pólitísk snilld dr. Bjarna Benediktssonar virðist ekki eiga sér nokkur takmörk. Hefur nú komið í Ijós hversu gjörsamlega honum hefur tekizt að halda vinstri öflum íslenzkra stjórnmála algjörlega klofnum og óstarfhæfum, enda notið til þess dyggi- legrar aðstoðar Hannibals Valdimarssonar, sem nú er, í þriðja sinni, orðinn flokksformaður, þótt í rauninni megi varla kalla nýjc.sta sköpunarverkið pólitískan flokk. Á beit Það er ekki ýkja langt síðan Hannibal var í rauninni kominn á beit á eigin búgarði. Pólitískir mót vindar hreinlega blésu honnm burt af stjórnmálasviðinu, fáir fylgdu honum í útlegð,en þó hafði hánn persónulegt fylgi talsvert, sem gerði hann nytsaman þeim, sem kunnu með að fara. Viðurkenndur — hunzaður Þingið veitir honum viðurkenn- ingu í orði, en flokkur sá, sem kom honum þangað lítt eða ekki. Eini málsmetandi fylgismaður hans er Björn Jónsson, en aðrir, áður bundnir Hannibal hafa skilið við hann og myndað óbrúanlegan klöfning, ósamstarfshæfan með öllu. Öll áhugamál hans eru hundz uð' af meirihluta þingflokks Al- þýðubandlagsins og í rauninni er hann utangáttamaður með enga smugu þegar í harðbakka slær. Magnaður draugur Dr. Bjarni er fljótur að skynja hvar veikt er fyrir liðið og sá sþjótt þá miklu sprungu sem.þarna mætti takast að reka fleyg í. -Með öllum pólitískum brögðum og und- irmálum tókst Bjarna að magna þennan klofningsdraug svo, að hann færðist á fætur og fór að starfa í flokksmyndun, sem fyrir röskri viku sá dagsins Ijós- Upp reis flokkur án málefnis, einskon- ar blanda af hannibalistum og stefnulausum frjálsþýðingum, sem eiginlega vita ekkert hvar þeir standa. Megnið af frjálsþýðingum fylgdu Gils Guðmnndssyni yfir til sósíalista, og heita má að ekkert pólitískt fylgi sé ótryggara en í þeim herbúðum. Þríklofin andstaða Hlutverk Bjarna var að magna þennan uppvakning, teygja þunn- ildið sem mest, svo þar mætti skapa þá úlfúð og samstöðuleysi, sem sósíalistum kæmi verst. Með ýmsum undirmálum tókst Bjarna þetta svo vel, að aðalandstaða hans er nú þríklofin, máttlítil og hefur hvergi nærri þau úrslitaáhrif, sem ætla mætti, ef vinstri öflin stæðu saman. Dr. Bjarna voru fáir kostir væn- ir. Hans eigin flokkur, Sjálfstæðis- flokkurinn var ótryggur vegná end urtekinna svika og tómlætis í garð sterkustu stuðningsmanna hans. Hér hófst sá pólitíski hráskinna- leikur sem vart á nokkurt dæmi á landinu. Snilld Bjarna Bjarni vó til allra átta í senn. Fyrst tryggði hann hér grið hjá eigin mönnum með loforði um nýtt frumvarp til handa kaupsýslu- mönnum. Næst gekk hann á vit verkalýðsleiðtoga og kvað ekkert mál leysast nema fulltrúar verka- lýðsins væru með í ráðum. í þriðja lagi ól hann svo á ósamlyndi flokksbrotanna og þá sérlega Hannibals, að útilokað er um sam- starf í þá átt. Öllu þessu heldur dr. Bjarni enn í greip sér svo snilldar- lega, að jafnvel skærustu stjörnur íhaldsins fá ekki rönd við reist, né sýnt glögglega fram á þennan snilldarlega hirðleik. Atkvæðajöfnun Það er margra mál, að Hannibal sé kominn á sérstakan „mála" hjá dr. Bjarna. Áhrif Hannibals eru nú þau ein, að hann getur stutt sundrungu án þess að Ieggja nokk- uð jákvætt til málanna. Sjálfstæð- isflokkurinn er í sjálfheldu og það er honum ómetanlegt, að sundrung ríki meðal vinstri aflanna. Vitan- lega verður fjöldi stuðningsmanna dr. Bjarna í næstu þingkosningum honum andstæðir eða hlutlausir. Framhald á 2- síðu. Síðbuxi og pólitíið Sprettur án árangurs Kynferðismálablaðið, Al- þýðubl., hefur átt ærið ann- ríkt í síðustu viku. Birti það 1 m.a. í aðalfréttum bauk' manns við 3 ára telpu og gerði framhaldssögu þar af, sem birtist á miðviku- og fimmtudag. Auk þess var og útsíðufrétt af öðrum manni og tekst blaðinu þar ekki síður upp en í hinni fyrri. Eftir að maður sást fletta sig klæðum var lög- reglunni gert aðvart en „þá hafði maðurinn hlaupið með buxurnar á hælunum niður á Engjaveg og tókst lögreglunni ekki að hafa upp á honum“. Raunverulega hefði þessi frétt betur átt heima á i- þróttasíðu blaðsins og þá með verðugum ádeilum á lögregluna og þróttleysi hennar að hafa ekki við manni sem hleypur með buxurnar á hælunum í glæsilegasta hverfi höfuð- borgarinnar. Menn sjá í anda pólitíið okkar og buxnamanninn á spretti framhjá villum mill- anna við Laugarásveg, og má ímynda sér upplit fínu frúnna, sem úr glugga gægðust. Engir búskussar á Islandi! Dómgreindarlaus aðstoð við bændur gengur úr hófi fram Sú staðreynd blasir nú við, að á íslandi árið 1969, er ekki að finna einn.einasta búskussa. Samkvæmt samþykkt bænda má engu kenna um heyleysi nema ótíð, þótt vitað sé, að bændur á samliggjandi jörðum - geta verið og eru þannig staddir, að annar er í heyþroti en hinn á fullar hlöður. Á ctnnan í jólurn verður frumsýning í Þjóðleikhúsinu á hinni þekktu óperu Mozarts, Brúðkaupi Figarós. Hljómsveitarstjóri er Alfred Walter. Helztu söngvarar eru: Kristinn Hallsson, 'sem syngur.Fígaró .og.Karin Langebo, scensk óperusöngkona, sem syngur Súsönnu. .— Myndin er af Karin Langebo, Sú staðreynd, að sumarið var votviðrasamt og erfitt um heyskap, virðist nú nægja hverjum bónda til að krefjast aðstoðar í einu og öðru formi. Vitað er að margir bændur þurfa réttilega aðstoð, en þó er langt frá, að aðstoð, sem slík, sé réttlætanleg í þeim aragrúa tilfella sem um ræðir í kveinstöfum for- ustumanna bænda- Dugmiklir bændur, sem með at- orku vilja bjarga sér, og þurfa á aðstoð að halda, gjalda þess nú, að skussarnir eru metnir til jafns við þá og gert eins hátt undir höfði. Það er alls ekki forsvaranlegt að meta þá að jöfnu né Iáta öllum í té aðstoð án þess að kynna sér gaumgæfilega aðstæður. „Bíósýning11 Dæmi eru þess, að þá fáu þurrka daga sem komu fóru menn ekki í hey, á tilteknum bæjum vegna þess „að það var bíósýning í Ara- tungu" eins og einn komst að orði. Sú venja, að setja hvern skussa á bekk með ágætismönnum er orðin alltof almenn og óþarflega útgjalda söm. Ríkisstjórnin hefur ekkett leyfi til að ausa af almannafé í slíka bændur, enda telja flestir að nóg sé púkkað upp á bændur al- mennt, þó ofurlítillar dómgreindar njóti í þeim efnum. Bændasamtökin hafa verið á nær stanzlausum fundum til að finna úr lausnir þeirra vandamála, sem við blasa. Otar þar hver sínum tota. En þess er hvergi getið, að nokkur rannsaki þær ástæður sem kunna að liggja að baki heyleysis ein- stakra bænda og einmitt skussarnir fljótir að finna, hvar bezt er að bera niður og fela sig í.skjóli þeirra dugmeiri, sem börðust vonlausri baráttu ■ við nátúruöflin. — H.P. Er það satt, að Hjúkrunarfélagið, sé að ganga úr BSRB — vegna vanmats? 7 ekki fyrirgreiðslu Það má heita undarlegt, en a. m. k. eitt af aðalhó- telum Kaupmannahafnar, Imperial, hefur gefið út þá skipun til starfsfólks síns, að ekki skuli veita íslenzk- um ferðaskrifstofum, eða fólki á vegum þeirra, nokkra fyrirgreiðslu. Er ekki farið með þessa ákvörðun í neina launkofa, þvi nýlega varð íslenzkur ferðamaður fyrir þessu, og er þó um mann að ræða, sem ekki er aðeins við góð efni heldur einnig hafði gnótt fjár fyrir sig og sína. Starfsmaður hótelsins sýndi honum þessi fyrirmæli vegna fyrirspurna ferðamannsins um mann á vegum einnar skrifstofunnar hér heima. Nú veit almenningur að flestar ferðaskrifstofur sem hér eru nú reknar hafa ágætt orð á sér, virðast ,,gera það gott“ eins og kallað er. Svona orðspor af hendi jafnfjölsótts hótels og Imperial er hin versta auglýs- ing og ættu sambönd ferðaskrifstofa hið bráðasta að rannsaka þetta mál og kippa því í lag.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.