Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 5
Mánudagur 1. desember 1969 Mánudagsblaðið 5 ÆSKAN 70 £RA Forsíða afmcelisblaðsins Það sýnir bezt, hve mikila vin- sælda ÆSKAN nýtur meðal æsku landsins, að blaðið er í dag prentað í 16 þúsund eintökum, og mun láta nærri, að 75.000 manna lesi það. Mun þetta vera hæsta kaupenda- tala, sem nokkurt barnablað hefur nokkru sinni haft hér á landi og met á öllum Norðurlöndum hjá barnablaði, þegar miðað er við fólksfjöldann. Bókaútgáfa Árið 1930 hóf ÆSKAN útgáfu á unglingabókum sínum og hefur Grímur Engilberts gefið út yfir 170 bækur. Bækur ÆSKUNNAR hafa jafnan átt mikl um vinsældum að fagna meðal barna, enda hefur ekkert verið spar að til að gefa út svo góðar og vand- aðar bækur að frágangi, sem bezt má verða. Fyrsta bókin, sem ÆSK- AN gaf út, var Sögur Æskunnar eftir Sigurð Júl. Jóhannesson, fyrsta ritstjóra blaðsins. Á þessu hausti mun blaðið gefa út 8 bækur fyrir börn og unglinga. Hollur æskufróðleikur Eins og áður er sagt kom fyrsta tölublað ÆSKUNNAR út 5. okt. árið 1897. Var það blað í mjög litlu broti og aðeins 4 síður að stærð, en nú er hvert blað milli 50 og 60 blaðsíður og auk þess farið að prenta það í litum í offset- prentvél. Sigurður Júl. Jóhannesson ÆSKAN er nú stærsta og fjöl- breytasta barna- og unglingablað á Það voru merkileg tímamót, þegar ÆSKAN hóf göngu sína 5. október 1897. Með útgáfu hennar var fyrir alvöru farið að viður- kenna hér á Iandi þá þörf, að börn og unglingar fái lestrarefni við sitt hæfi. Tildrög að útgáfu hennar voru þau, að Þorvarði Þorvarðar- syni, stórgæzlumanni ungtemplara, höfðu borizt óskir frá ýmsum Góð- templarastúkum um að Stórstúkan gæfi út barnablað „til eflingar bindindi, góðu siðferði, framförum og menntun unglinga yfir höfuð". Stórstúkan veitti til fyrirtækisins 150 krónur og ÆSKAN hljóp af stokkunum undir ritstjórn Sigurðar Júl. Jóhannessonar. Ritstjórinn var vinsælt skáld, einkum meðal æsku- fólks. En sögur og ævintýri ís- lenzkra og erlendra skálda urðu mjög vinsæl hér á landi eins og annarsstaðar..Það var því auðséð að. ÆSKAN mundi ná vexti, hún dafn aði ár frá ári. Þó urðu ýmsir örð- ugleikaf á végi hennar, svo að húti svaf Þyrnirósarsvefni í tvö ár, ár- in 1909 og 1920, vegna pappírs- skorts. Hún er í raun og veru 72ja ára, en þessi tvö ár, sem hún svaf, telur hún ekki í ævi sinni og hélt því 70 ára afmæli sitt hátíðlegt í haust. RÍKISÚTVARPIÐ Skúlagötu 4 — Reykjavík Skri'fstofur útvarpsstjóra og útvarpsráðs, auglýsingaskrifstofa, innheimtu- skrifstofa, tónlistardeild og fréttastofa. AFGREIÐSLUTÍMI ÚTVARPSAUGLÝSINGA: Virkir dagar, nema laugardagar . Kl. 8 —18 Laugardagar ........ Kl. 8 — 11 og 15 — 17 Sunnudagar og helgidagar ....... Kl. 10 — 11 og 16 — 17 ÚTVARPSAUGLÝSINGAR NÁ TIL ALLRA LANDSMANNÁ OG BERAST Á SVIPSTUNDU. ATHUGIÐ að símstöðvar utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar veita útvarps- auglýsingum móttöku gegn staðgreiðslu. AFSLÁTTUR TIL JÓLA —5% AFSLÁTTUR TIL JÓLA - 5% AFSLÁTTUR TIL JÓLA - 5% AFSLÁTTUR < D O D H tC D < iiijlH D Uh U-. < lO UTAVER 5% __ J 22-24 IR:3028)-322B AFSLÁTTUR GEGN STAÐGREIÐSLU TIL JÓLA •'vO > *n cn r > C pa H *—H r «—i o r LITAVER hefur ávallt í þjónustu sinni við viðskiptavini sína lagt megináherzlu á, að vöruverð sé eins lágt ^ ^ og kostur er. Magninnkaup LITAVERS gera verzluninni kleift að selja ýmsar vörutegundir mun lægra D verði en áður þekktist. O D ►—H H DC D H H '5 cn Uh < -vP lA Nií gengur LITAVER skrefi lengra í þjónustu sinni, verzlunin mun til jóla veita 5% afslátt gegn staðgreiðslu á öllum vörum verzlunarinnar. LÍTIÐ VIÐ í LITAVERI — ÞAÐ BORGAR SIG SANNARLEGA — r > AFSLÁTTUR TIL JÓLA - 5% AFSLÁTTUR TIL JÓLA - 5% AFSLÁTTUR TIL JÓLA - 5% AFSLÁTTUR 5% AFSLÁTTUR TIL JÓ

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.