Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 8
úr EINUI ÍANNAÐ Þingforsetar í Vallarsjónvarpi — ESSO og snyrtiherbergi — Afsláttar-„ályktun“ kommakrakka — Of seint auglýst — Sím- in á fréttatíma — Minkur og ofsaveður — Innlend eða erlend klámrit. ÞAÐ VAR gaman að sjá þá þingskörungana Sigurð frá Vigur, Jónas Rafnar og Birgi Finnsson í Keflavíkursjónvarpi kl. 6:30 næstliðinn föstudag. Þarna voru stórstjörnur þingsins mættar og miðluðu verndurum okkar af þekkingu sinni á störfum Al- þingis, sögu þess og þýðingu. Meðan varnarliðið dvelur hér er alveg nauðsyn, að hinar rösku og vakandi stríðskempur kunni nokkur skil á því hvaða supermenn þeir eru að verja, og ekki dugir minna en forsetar þingsins veiti þeim þann fróðleik. Annars eru þessir þættir Vallarsjónvarpsins, Impressions, oft mjög þokkalegir. ★-------------------------- BlLSTJÖRAR og aðrir vegfarendur, sem þurfa að skreppa á snyrtiherbergi Olíufélagsins (ESSO) við Nesti, Elliðaár, skulu ekki treysta á það, að þeir fái nokkurt athafnaskjól, hjá þeim háu herrum, sem þar þjóna. Sannleikurinn er sá, að þessar slöngu- og vindhetjur þar, eru svo rassvandar, að aðeins út- völdum eru þar heimil grið og fyrirgreiðsla. Ferðamenn fá um víða; veröld, að ganga að slíkum náðhúsum á vegum ESSO og annarra benzínstöðva, en strákunum við Elliðaár er sárara um þjóhnappa sína en svo, að þar geti hver ótíndur ferðamaður vænzt almennrar fyrirgreiðslu. Menn eru hræddir um, að höfuðstöðvar ESSO myndu ekki líta svona þjónustu þakklátum augum ef út spyrðist. Það er nefnilega samkeppni, að sögn, milli félaganna. ★-------------------------- KOMMÚNISTADEILD Menntaskólans í Reykjavík, sem hefur höfuðbækistöðvar í Hamrahlíð, hefur nú gert ýmsar „afsláttar- samþykktir" sem Morgunblaðið birtir. Kennir þar ýmissa grasa varðandi rekstur Þjóðleikhússins, brúðuleikhúss, ís- lenzks kvikmyndaiðnaðar, sjónvarpsins o. fl„ auk bókakaupa hins opinbera og starfsemi sinfóníunnar. Kalla nemendur þetta ,,ályktun“. Mergur ályktunarinnar er almennur afsláttur að öllum skemmtunum, sem til menningar teljast. Krökkunum gleymist alveg að minnast á, að þeirfengju einhvern þægileg- an afslátt af útgjöldum á veitingastöðum, sem þeir sækja, þótt 99% séu langt undir aldri. ★-------------------------- SKRÍTIÐ er það, á þessum dögum sjónvarps, að auglýst sé eftir manni „sem ekki gengur heill til skógar“ skuli ekki birt mynd af manninum, en gefið var í skyn, að líklegt væri að maðurinn hefði lagt leið út á þjóðvegi og væri þar hans senni- lega bezt að leita. Bílstjórar myndu eflaust geta hjálpað lög- reglunni mikið í svona mannaleit og undarlegt að ekki skuli nýtt betur nýtízku tækni. (Mynd af manninum var reyndar birt 24 klst. eftir að hans var saknað). ★-------------------------- VIÐ HOFUM fengið nokkur bréf varðandi þann ósið, að hringt sé í menn á sama tíma og verið er að sýna fréttir í sjónvarp- inu. Þessi vinsæli þáttur þykir svo mikils virði, sem hann er, að óskað er eftir að hann sé ekki truflaður nema nauðsyn krefji. Þetta er dagsanna, óþarfar upphringingar á þessum tíma eru næsta hvimleiðar. ★--------------—----------- ÞAÐ ER EINS gott, að tilvonandi minkabændur á fslandi geri ráðstafanir til þess, að girðingar dýranna verði ekki aðeins „heldar" dýrunum undir venjulegum kringumstæðum. Danskt blað birtir nýlega, að slíkt óveður hafi gert þar í landi, að 1000 minkar hafi sloppið þegar geymslan þoldi ekki veðrið, en ungir menn í sveitinni hefðu farið á skytterí til að reyna að útrýma hinum óvinsælu „frjálsu" íbúum héraðsins. Það færi ekki vel, ef slíkt kæmi fyrir hér á íslandi ★-------------------------- SVO ER að sjá af fréttum, að sókn lögreglunnar gegn klámrit- um skuli aðeins ná til dreifingar ritanna, en ekki til útgefenda. Hér í Reykjavík eru gefin út viðbjóðsleg klámrit, rit, sem ekki hafa neitt til brunns að bera nema viðbjóðinn og virðast þau dafna vel. Svona hálf-kák er gagnslaust. Annaðhvort á að banna svona rit almennt, eða hafa engin afskipti af útkomu eða sölu þeirra hvort heldur þau eru af innlendum eða erlend- um uppruna. Sjálfslýgin ætJarekki að láta að sér hæða fremur en vant ,er. Mánudagur 1. desember 1969 Laxness-stykkið — Frost- þættirnir — llla undirbúið — Álappalegar Lappaslóðir — Hver velur? — Áhugaverður sjónvarpsþáttur — Auglýsing- in hans Jóns Múla. MESTA ATHYGLI í s.l. viku vakti eflaust „smásaga í Ieikformi" eftir Laxness, einkar skemmtilegur, og vel unninn þáttur, miklu betur en við höfum átt að venjast um langan tíma. Sjónvarpið sýndi mjög þokkalega, að því eru ekki ætluð mistökin ein saman, og ber að þakka mjög laglegri leikstjórn og ágætum leik Þorsteins O. Steph ensens og Vals Gíslasonar, enda fór þar saman vönduð vinna og prýði- Iegt gerfi. Umgerðin öll var ein- föld og einkar eðlileg. ★ DAVID'FROST-þáettirnir eru ým- ist einkar vel heppnaðir eða. miður svo og er oft furðulegt bil á milli. Frost tileinkar sér það bezta úr amerískum þáttum af þessu tagi, en varast að nota hið „simpla", kjánalega og hreinlega unggæðis- lega, sem oft hendir jafnvel hina beztu sjónVarpsmenn Ameríku- Þátturinn í s.l viku var t.d. mjög góður, enda ágætir gestir t.d. Pe- ter Sellers. ★ LEIKGAGNRÝNISÞÁTTUR- INN vakti talsverð vonbrigði vegna þess, að hann var hreinlega ekki nógu vel undirbúinn og stjórn andinn reyndi of augljóslega að „snobba niður á við" bæði hvað leikara sjálfa snerti og svo áhorf- endur. Hins vegar reyndu flestir gagnrýnenda að sýna hófsemi, nema einn, sem gjarna þurfti að koma lærdómi sínum að. Það er skrítið, að öll þessi menntun manns ins skuli ekki skína gegnum grein- ar hans heldur þurfa að birtast al- þjóð á vegum annarra fjölmiðlun- artækja en blaðsins, sem hann skrif ar fyrir. En svo geta menn verið hófsamir að þeir eru beinlínis feimnir við að gera grein fyrir mennmn sinni og hæfileikum fyrr en það er bókstaflega togað út lír þeim með töngum. ★ OKKAR ER ekki að dæma auglýs ingar, en vert er þó að geta þess, að fáar, ef nokkrar auglýsingar hafa vakið jafnmilda athygli og auglýsing þvo'ttaefnis, sem sýnir okkur hinn vinsæla útvarpsþul Á innréttingu hússins hafa ver- ið gerðar gagngerar breytingar bæði hvað varðar útlit og öryggis- útbúnað. í allri byggingunni hef- ur verið komið fyrir sérstakri neyð- arlýsingu er sjálfkrafa fer á ef raf- magnslaust verður. Einnig hafa verið stækkaðir neyðarútgangar og brunastigi breikkaður til muna. ]ón Múla. Menn búast helzt við stórtíðindum er Jón birtist á skerm inum og hefur uppi lofsöng sinn um þetta, eflaust ágæta, þvottaefni. Auglýsingin er frumleg og nýstár- leg og höfundi sínum til mikils sóma. ★ ÞAÐ VANTAR sannarlega fleiti þætti á borð við „Sannfrœði íslend ingasagna" því þarna var á ferð- inni bæði áhugavert og fræðandi sjónvarpsefni, sem margir vilja gjarna hlusta á. Um hvern ein- stakling og skoðanir hans get ég ekki dæmt, en sjónarmið þeirra og rök eru ákaflega athyglisverð, jafn- vel þótt um skoðanaágreining sé að ræða. Meira af slíku og gaman væri og ef einhverjir fræðimenn í Sturlungu myndu vilja leiða fram hesta sína og segja skoðun sína og máske niðurstöður rannsókna á sagnahöfundum okkar, sem þjóðin réttilega metur að verðleikum- Framhald af 2. síðu Á fyrstu hæð hússins hefur „hell irinn" svokallaði verið fjarlægður og hefur þar nú aftur verið sköp- uð aðstaða til smærri 'léiksýninga. Breydng samkomusalar á ann- arri hæð hússins er þannig upp byggð, að skapað hefur verið gan:- alt „baðstofu" umhverfi með súl- um og binim úr grófri furu, en Framhald af 6. síðu flaumbær breytir um svip — Innréttingum gjörbreytt Miklar breytingar hafa verið gerðar á Glaumbæ, en veit- ingastaðurinn hefur náð feiknavinsældum. Nýlega var blaða- mönnum boðið að skoða staðinn og lét forstjórinn þá í té eftirfarandi uppiýsingar: STAÐREYNDIR — SEM EKKI MEGA GLEYMAST: (41) RADDIR ÚR NEANDERTAL Fordæmi og fyrirmyndir — Rhona Churchill og „Mrs Jones“ — Tvíhugsun lýðræðisins — „Right or Wrong, my Country!11 — Djúpar rætur og óslítandi taugar — Erindi til Núrnberg. „Réttarhöld sigurvegar- anna yfir hinum sigruðu geta ekki verið óhlutdræg, alveg án tillits til þess, hvernig þau eru týgjuð formsatriðum laganna. Ég efast um, að henging þeirra manna, sem voru leiðtogar þýzku þjóðarinnar, hversu óviðfelldnir, sem þeir voru, muni nokkurn tíma letja nokkurn til þess að hefja árásarstríð, því að enginn leggur út í árásarstríð, án þess að vænta sér sigurs. Þessir dómar eru í heild sinni innblásnir hefndar- anda, og hefnd er sjaldan réttlæti." — Róhért A .Taft 1889— 1953, bandarískur senator 1938—1953: í ávarpi við Kenyon College, Gambier, Ohio; Okótber 1947. (Tilvitnun hér úr bók Rusicl Kirk/James McClellan: „THE POLITICAL PRINCIPLES OF ROBERT A. TAFT" (Fleet Press Corporation New York 1967, bls. 101). TVENNT ÓLÍKT Þó að nútímafólk hafi hvað eft- ir annað orðið vitni að sýndarrétt- arhöldum og hefndardómum, sem hafa verið skrýdd búningum lög- skilaréttar að meira eða minna Ieyti, þá hefur margur gert sér ó- ljósa grein fyrir þeim reginmun, sem er á gnindvallar-eðli og -til- gangi þessara tveggja réttarfars- forma. í fyrrnefnda tilvikinu, sýnd- arréttarhöldunum og hefndardóm- unum, er um táknrænt staðgöngu- endurgjald að ræða, þar sem hinn eða hinir sáksóttu taka út refsingar fyrir afbrot, yfirsjónir, mistök eöa blátt áfram ósigur stefnu sinnar eða skoðana, flokks eða þjóðar, trú- ar eða sannfæringar. Þetta viðhorf rekur rætur sínar aftur í gráa forneskju. allt til þess tíma, er mannkynið tók að ganga sæmilega upprétt, þegar fyrst tók að örla á mörkunum á milli manna og ó- menna. Lögskila-réttarhöld og -dómar eiga sér bersýnilega miklu yngri aðdraganda og styttri sögu. Tími þeirra hefst um leið og mannleg samfélög taka að þýðast borðorð, setja sér lög og reglur, leitast við að halda boð og bönn í heiðri, og það þvx varð einn hornsteinn sið- menningar að skera úr um það, hvort þessi menningargæði hefðu orðið fyrir yfortroðslum eða ekki. Hver sá, sem hlýtur lögskiladóm að undangengnum réttarhöldum, afplánar ekki sem blórabárður vegna annars manns, heldur tekur út refsingu fyrir persónuleg brot, er á hann hafa sannazt. Eg tel alveg fullvíst, að fæstir muni lengur vera í efa um, hvorrar tegundar þau fordæmi voru, sem Churchill/Roosevelt-réttarhöldin, er lýðræðissinnar settu á svið og ráku í Niirnberg á árunum 1945 —1946, einkum studdust við, og hvert fyrirmyndir þeirra voru sótt- ar, þannig að þess gerist ekki þörf að meta, hversu nálægt frumkvöðl- Framhald af 7. síðu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.