Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.12.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 08.12.1969, Blaðsíða 1
Panuóa BlsuÓfyrir alla ^ðlaðið 21. árgangur Mánudagur 8. desember 1969 34. töiublaS Hrakfarir Eggerts Þorsteinss. Ráðherra verður að gjalti í sjónvarpinu Hörmungarorð og heilræða, sendum við enn ríkisstjórn- inni: Látið ekki hann Eggert Þorsteinsson, ráðherra, hætta sér í klær ofureflismanna í þeim tilgangi að verja eða skýra stefnu stjórnarinnar. Er það satt, að borgaryfirvöld hygg- ist endursko'ða styrki sína og út- gjöld til handa óverðugum „pró- ventu"-áhangengur borgarsjóðsP Sjónvarpsþáttur Gunnars G. Schram, en þar leiddu saman hesta sína Eggert og Lúðvík Jósepsson, þingmaður, varð, því miður, ráðherra til minnk- unar, vinum hans til ieiðinda, þjóðinni til vonbrigða. Þátturinn hófst á einfaldri spurningu frá Gunnari: Stefna rikisstjórnarinnar í sjávarút- vegsmálum? Henni fékkst ekk ert svar við. Og nú tók Lúðvik við með sömu ákveðni og að- eins hæfir æfðum aftökumeist ara, sem, á sinn kaldlynda hátt, hefur meðaumkvun með fórnardýrinu. Lúðvik er í senn harðskeyttur, illvígur, fylginn sér, miskunnarlaus og oft brilliant, og heita má, að hann hafi nýtt alla þessa hæfileika sína til að hrella ráðherrann. Eggert hafði í engu við spyrj- anda, svaraði spuringum hans með útúrsnúningi, siagorðum og innantómum fullyrðingum. Gleypir EBE EFTA? Miklir möguleikar á sameiningu — Frjálst vinnuafl til landsins — Þola íslendingar sam- keppni og samanburð? Talin er vissa fyrir því, að smátt og smátt muni Efnabanda- lag Evrópu, EBE, gleypa EFTA, Fríverzlunarbandalagið, ef þróunin verður eins og allar líkur benda til, Fleiri og fleiri lönd, sem eru þegar í EFTA hafa augstað á EBE, ekki sízt Norðurlöndin, sem nú bíða eftir grænu Ijósi, og má telja sennilegt að ísland fylgi í kjölfarið ef að vanda lætur. Einn af aðalkostunum er sá, að með inngöngu í EBE, þá fær allt vinnu- afl, sem þess óskar, frá öðrum bandalagsríkjum að sækja hingað í atvinnu og fær enginn máttur staðizt gegn þeim óskum. Notað í hótunarskyni íslendingar hafa jafnan verið nokkuð órtafullir gagnvarc innrás vinnuafls, nema þegar þörfin er mest, eins og á uppgripaárunum, en nú munu þeir fátt eða ekkert geta sagt við þessari þróun, því okk ar fólki verður heimilt að sækja um atvinnu í hinum löndunum og njóta þeirra kosta, sem þar eru og verkalýðsleiðtogar hafa jafnan gumað af þegar þeir keyra ríkis- stjórnina í einhverja nauðungar- samninga. Kröfuminni Það verður anzi áhugavert að sjá viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar hér þegar inn í landið ryðst fjöldi vinnuglaðra verkamanna frá meg- inlandinu, vanir öllu verri kostuin en hér ríkja og verða umsvifamenn á vinnumarkaðnum hér heima. Mun þetta gera öllum vinnuveitend um miklu auðveldara fyrir, því allur þorri erlends vinnuafis er miklu kröfuminni og nægjusamari en okkar menn, sem búið hafa við ágætan kost og mikil fríðindi. Samanburður Til þessa hefur það jaðrað við goðgá, að minnast á við forkólfa verkamanna hér, að sambærilegar stéttir ytra hafi rýrari kost og minni fríðindi en hér heima, og slíkt talið ganga landráðum næst. Einfaldur dollarasamanburður við ríkustu þjóð heimsins um mun á almenningstekjum þar og hér ætti að færa heim sanninn um sannleiks gildi þessara orða, og er þá frá tal- inn allur aðbúnaður, skattar og gjöld og almenninr lifnaðarhættir. Lás fyrir búr Vera má, að verkalýðsleiðtogar okkar óski eftir innflutningi er- lends vinnuafls — það myndi gera hreyfinguna sterkari — en þröngt verður þá fyrir dyrum, ærl- um vér, hjá mörgum kotbóndan- um, og ekki ólíklegt að lás skjótist fyrir ýms nægtabúr sem áður voru fyrir innlenda menn einungis. En vel verður að athuga þennan mögu leika áður en lengra er farið í alls- kyns þátttöku í samskiptum við marg-milljónaþjóðir. Hvað kemur hlustendum það við, þótt spurningar Lúðvíks hafi verið ,slagorð“ eða „gamlar lummur“ úr þingsöl- um? Almenningur er ekki að staðaldri á áheyrendapölium þingsins, né í vitorði um karp þeirra þar. Spurningar Lúð- víks voru gildar og kröfðust svars. Ráðherra hafði engin svör, sveigðist sundur yfir í yfirlýsingar flokks sins, algjör lega þýðingarlausar, anzaði ekki sumum, en leit títt til him- ins í von um stuðning. Þó kom fyrir, að hann snerti veika punkta hjá Lúðvík Jósepssyni og þá varð Ijóst að Lúðvík dró í land, en þar sýndi ráðherra það eindæma getu- og kjark- leysi, svo ekki sé sagt þekk- ingarleysi, að fylgja ekki máli sínu skelegglega fram og hrekja andstæðing sinn og full yrðingar hans. Nú er Eggert góður maður, hægur og baráttulaus, prúð- menni og vinsæll, og hefur litla möguleika að etja við ó- fyrirleitinn, harðskeyttan og oft, brilliant, andstæðing eins og Lúðvík. Auk þess bætist sú staðreynd við, að jafnvel svæsnustu ihaldsmenn og andstæðingar Lúðvíks i stjórn málum, játa nöldrandi, að hann hafi verið hinn bezti sjáv arútvegsmálaráðherra í sinni tið, umsvifamaður og afkasta, ákveðinn og starfsamur. Leik- urinn var því í upphafi ójafn. Við viljum ekki hrekja Egg- ert af því einu, að hann hafi í engu tré við andstæðing sinn. En gæta verður þess, að hér á í hlut maðurinn, sem hefur í hendi sér örlög veigamesta þáttarins í atvinnulífi þjóðar- innar, fjöregg hennar, sjávar- útvegsmálin. Þessvegna krafð ist almenningur þess, að um greinargóð svör yrði að ræða, upplýsingar um þessi veiga- miklu mál og stefnu og gerðir ríkisstjórnarinnar. Ekkert af þessu fékkst. Lúðvík stóð eft- ir með pálmann í hendi, hrós- aði verðskulduðum sigri. Ekki að málefni hans væru góð, heldur hitt, að fulltrúi ríkis- stjórnarinnar hafði ekkert að Framhald á 2- síðu. Biskup o.fí. vilja afnema jólin Vikan spyr í jólablaði sínu ýmsa menn um álit þeirra á þeirri frægu ráð- stöfun Castrós, að fresta jólunum á Kúbu. Kennir þar ýmissa grasa. Biskupinn yfir (slandi ríður á vaðið og segir m.a.: Og til þess að segja eins og er, þá hef- ur mér oft dottið í hug, i Drottins nafni, að leggja jólin niður, því raunveruleg- ur tilgangur þeirra er að drukkna í peningum og hé- góma“. Magnús Kjartans- son, ritstjóri, segist ekki hafa skotið þessari hug- mynd að Castró, en telur kaupmenn seka. Aðrir merkir menn leggja og sitt til, einkum kirkjunnar menn. Það má sitthvað um þessa ráðstöfun Castrós segja, en ef Kúbu-menn hafa búið við aðra eins prestastétt og íslendingar þá væri ekki aðeins rétt að leggja jólin niður heldur allt kristnihald. Skólanemendur á dansleikjum: Skemmdir og brot fyrir tugþúsundir Hverjir ábyrgir — Skólayfirvöldin máttlaus hætt að starfa. Bindindisfélög Það er staðreynd, að skólakrakkar, sem héldu nýlega dans- skemmtun í einum af samkomustöðum höfuðborgarinnar, brutu og skemmdu fyrir tugþúsundir, skildu eftir tómar flösk- ur, brotnar, gengu þannig um, að líkast væri, að svín hefðu verið. Það er og staðreynd, að skólarnir sjálfir, sumir, hafa nú sitt eigið eftirlitsfólk með vínneyzlu krakkanna á slíkum skemmtunum, og hafa þar fullt í fangi. Þá er það einnig stað- reynd, að sumir skólanna, hafa tekið á leigu suma af stærstu veitingastöðum borgarinnar og verið sér og skóla sínum til sóma. ------------------------------ Blaða- og pappírsúrgangi fyrir milljónir kastað Arðvænleg iðngrein, ef nokkur nennir Iðnaðurinn á íslandi hefur, síðari árin, tekið eitt merkileg- asta bjartsýniskast sem um getur í sögu hans og hefur hann máske nokkuð til síns máls í einstökum tilfellum. Nýjasta bragð hans er nú, að vinna spónaplötur úr heyi, einkar vel fundið bragð þessa dagana, meðan bændur eru að kafna í of miklum heybirgðum. En ennþá lætur hann tugmilljónir verð- mæta fara í súginn, því á landinu er kastað milljónum í sjóinn í afgangspappír, pappa og öðrum umbúðum, sem hætt er að nota. Milljónir í súgin Það má heita undarlegt, að ekki skuli hafa verið nokkuð að ráði gert í því að hirða og nýta úr- gangs-pappír, en úr honum má vinna ýmsan iðnvarning, eins og gert er ytra, og mjög mikið í ná- grannalöndunum. Hér eru geysi- leg verðmæti, sem mætti m.a. nota í spónaplötur og ýmislegt annað iðnvinnsluefni, sem við flytjum inn dýrum dómum. Umbúðapappír, blaðapappír, pokar og o.s-frv. hljóta þau örlög, undantekningar- lítið að enda á öskuhaugum; engir hafa hug á að safna þessu og nýta, en raunverulega þarf ekki annað en lítið skipulag og hagsýni til þessum efnum, en þeir, sem bezt þess, að „gera góðan business" í til þekkja, telja að milljónum sé kastað á glæ. Skipulag Skátar erlendis, vinna sér inn drjúgan skilding með því að safna svona úrgangi í vissum hverfum og vel mættu dugmiklir og framsýnir menn skipuleggja slíka söfnun Framhald á 2- síðu. Spurningin er: hve langt verður gengið hjá æskunni og uppeldis- stöðum ríkisins þ.e. skólum, ef svo er nú komið að varast verður vín- neyzlu þeirra eins og um rútineraða ræfla og drykkjusjúklinga væri að ræða? Þetta er óeðli, sem raunar stafar af þrennu, almennri upp- lausn, óhemjulegu fé milli handa og svo frámunalegri og hættulegri vínlöggjöf, er nú komið á það stig, að nauðsyn er gerbreytinga í þess- um efnum. Stúkan dauð eða áhugalaus Bindindisfélögin hafa nú með öllu hætt starfsemi sinni. Þau hafa gefizt upp, ýmist af reiði vegna annarra líknarstofnana, sem þau telja, að farið hafi inn á „sitt svið". eða af áhugaleysi stúkumanna. Skólarnir, sem nú eru geysilega f jöl setnir, ráða sýnilega ekki við neitt, og ekki er talið alvarlegt, þótt nem ar stundi um helgar dýrustu og fín- ustu vínstaði „á resurasjón" eins og kallað er, og er það hvorttveggja, að ekki er eftirlit að ráði né áhugi fyrir hendi af opinberu hálfu að koma í veg fyrir þetta. Það þættu ekki lítil tíðindi, ef Framliald á 2- síðu. 4

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.