Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.12.1969, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 08.12.1969, Blaðsíða 5
Mánudagur 8. desember 1969 Mánudagsblaðið 5 „Ættbók og saga íslenzka hestsins" Ný, fróðleg bók Gunnars Bjarasonar komin út má, að bækur um þetta efni nú séu ófáanlegar. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri, hefur nú bætt verulega úr þessu ástandi, en á vegum þess, er nú kömin út „Ættbók og saga hestsins á 20. öld" og er höfundur hennar Gunnar Bjarnason, Hvann- eyri, Iandskunnur hestamaður og fróðleiksmaður á allt þaS, sem að hestum lýtur. Er áhugamönnum um hesta og þá ekki síður hestaunn endum almennt mikill fróSleikur aS þessu ágæta verki, því bókin er ekki aðeins fræðiefni, eins og nafnið gefur til kynna, heldur og skemmtileg og fróðleg lesning öll- um þeim, sem hestinum unna og vilja kunna skil á þróun hans síð- ari árin, ættum stólpagripa, sem fram úr hafa skaraS- Gunnar sjálfur hefur alizt upp í hrossum, ekki að- eins sem mikill hestamaður al- mennt, heldur og ráðunautur hins opinbera, dómari mn ágæti ein- stakra gæðinga, fræðimaður og sölumaður, kynninga- og áróðurs- maður íslenzka hestsins um Evrópu og Ameríku. Sjálfur hefur hann ritað allmargar greinar í blöS og tímarit um íslenzka hestinn og er nú viðurkenndur, sem einn af fremstu sérþekkingarmönnum um allt það, sem að hestinum lýtur. Bókinni er skipti í allmarga sér- stæða kafla, en hinn fyrsti heitir „Af mönnum og hestum 1940— 1950" og er þeim kaflá skipt í minni greinar. Segir Gunnar þar stuttlega frá eigin reynslu, kynnum Þótt hestamensnka hafi aukizt síðustu tvo til þrjá áratugina, eink- um síðustu 10 árin, hafa bækur um hesta og hestamennsku ekki aukizt að sama skapi og, það sem verra er, eldri og næstum „klass- ísk" verk um þessa íþrótt horfið úr bókabúðum og orðið ófáanlég- ar. Má þar t.d. minna á „Horfna góðhesta" (1947) Ásgeirs frá Gottorp, „íslenzkir hestar og ferða- menn" (útg. 1931) eftir Guðmund Hávarðsson, „Hestar" (útg. 1931 af Búnaðarfél.), eftir Theodór Arn- björnsson og „Hestar og reiðmenn" eftir George H. F. Schrader í ís- lenzkri þýðingu Jónasar Jónasson- ar, sem gefin var út á Akureyri 1913. Allt eru þetta góðar og fróð- legar bækur, sumar hreint afbragð og mætti ætla, að með auknum áhuga almennings á hestum, myndi slík bókaútgáfa njóta þeirra vin- sælda, bæði af lesenda og seljenda hálfu, að báðir högnuðust. En heita sínum frá því hann fyrst var kvadd ur til dóma um hesta, skilmerkileg- um frásögnum af mönnum og hest um, sem þá komu mikið við þessi mál, og gera enn. Eru þesar frá- sagnir mjög bundnar einstökum hrossasýningum og mótum. Eru frásagnir höfundar glöggar og skemmtilegar, nákvæmlega lýst ein- stökum hestum og mönnum og at- vikum ásamt lýsingum á einstak- lingum, sem þar koma við sögu. Næsti kafli nefnist „Félagsmál", og fjallar fyrri hluti um Hrossa- ræktarfélögin 1904—1950. Þar eru félögin talin upp í röð, sam- andregin skýrsla um notkun stóð- hesta frá aldamótum. Geta menn þar gert sér grein fyrir „kostum ein stakra hesta og arfgengu eðlisfari". Er hér um geysilegan fróðleik að ræða, sögu einstakra hesta og ættir þeirra, starf félaganna, nöfn gæðinganna, eigendur og nær allt sem tilheyrir slíkum fræðum. Þá er og nafnaskrá í tveim köfl- um, talin upp nöfn einstakra hrossa og þau ættfærð í bókinni. Manna- nöfn eru þar einnig og vandlega frá öllu þessu gengið og nákvæm- lega. í bókinni er hreinn aragrúi mynda af hestum og mönnum, prýðilegar myndir og sumar ein- staklega vel teknar og gefa ytri hugmynd um útlit gripanna. Þá eru og margar myndir af einstak- lingum, sem við sögu hestsins koma, eigendur og þess víða getið er einstakir góðgripir hafa skipt um eigendur og verið seldir burtu. Af forlagsins hálfu er skínandi vel frá bókinni gengið, letur, um- brot og frágangur allur aðgengi- legur og til fyrirmyndar. Bókin er 383 síður og lýkur henni á eftir- mála höfundar. Hér er um þarfa og tímabæra bók um hestinn að ræða, bók, sem telja verður mikinn feng fyrir hinn fjölmenna hóp, sem yndi hefur af hestum og hestamennsku hvar sem er á landinu. Má ætla, að ekki verði hestamanni gefinn betri jólagjöf en eintak af þessum mikla fróð- leik, sem Gunnar Bjarnason hef- ur hér tekið saman. A.B. jurta HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR I i i

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.