Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.12.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 08.12.1969, Blaðsíða 8
8 Mánudagsblaðið Mánudagur 8. desember 1969 Nýjar bækur frá SKUGGSJÁ Blaðinu hafa borizt ýmsar bækur frá Skuggsjá og verð- ur þeirra getið á næstunni. Meðal bókanna eru: SIGURJÓN Á GARÐARI Endurminningar Sigurjóns Einarssonar skipstjóra Sigurjón Einarsson skipstjóri í Hafnarfirði er þjóðkunnur maður, bæði sem togaraskipstjóri, farsæll og fiskinn, og ekki síður af félags- málastarfi í þágu sjómannastéttar- innar. Sigurjón lézt að heimili sínu 3- janúar s.l. Sigurjón hafði nýlokið við að skrá endurminningar sínar er hann lézt. Þeim fækkar óðum, sem lifað hafa byltinguna í íslenzkri sjósókn og fiskveiðum, — hafa stundað fiskveiðar á öllum tegundum fiski- skipa, sem í notkun hafa verið á þessari öld, allt frá skútum til ný- tísku togara. Sigurjón, skipstjóri, Einarsson var einn þesasra manna og um þetta m.a. fjallar ævisaga hans að verulegum hluta. Á þeim árum sem hann var skipstjóri, var hann ætíð í fremstu röð aflamanna og brautryðjandi ýmissa nýjunga. Þóroddur Guðmundsson rithöf- undur segir í formála bókarinnar: „Um nafn Sigurjóns Einarssonar lék eigi aðeins ævintýralegur bjarmi heppins aflamanns, heldur bar hann líka hvað eftir annað gæfu til að forða öðrum frá slys- um. Hann reit margar greinar um öryggi skipa og slysavarnir, ofveiði á fiskimiðum, lét sér mjög annt um kjör, hag og heill sjómanna, hélt ræður um þau mál á fundum Óog tók drjúgan þátt í félagssam- tökum þeirra". Gunnar M. Magnúss: VD'LVA SUÐURNESJA Fátt eitt hefur verið sagt opin- berlega fyrr frá frú Unu Guð- mundsdóttur í Sjólyst í Garði. Hið helzta er í grein, er Grétar Fells skrifaði um hana í Ganglera 1958, þar sem hann gefur henni þetta sæmdarheiti, Völva Suðurnesja, sem er notað sem titill á þessa bók. Una er ekki framgjörn, hefur hvorki löngun né þörf fyrir að láta á sér bera. Hinsvegar hefur orðróm ur um hæfileika hennar borizt víða. Fjölmargir þekkja hana af per- sónulegri reynslu og ber öllum sam- an um, að til hennar hafi verið að sækja styrk og hjálp í orði og verki. Þó eru hinir fleiri, sem að- eins hafa heyrt hennar getið, en ekki haft kynni af henni. Una Guðmundsdóttir er fædd 18. nóvember 1894 í Skúlahúsum í Garði. Mörg skyldmenni hennar, einkum í móðurætt, hafa haft dul- argáfur. Völva Suðurnesja skiptist í marga kafla og segir Una þar frá ýmiskonar fyrirbærum, sem þykja munu forvitnileg- þeim stóra hópi, sem áhuga hefur á bókum um þessi efni. APTON RÖRKERFI Hentugt í skrifborð, bekki, stóla, hillur o.fl. o.fl. LAN DSSMIÐJAN SÍMI: 20680 NÝTT NÝTT Sendið vinum erlendis „GIFT PARCEL FROM ICELAND/y INNIHELDUR: Reykt læri útbeinað, harðfisk, sviðadós, reykta síld, reyktan lax, 1 dós smjörsíld, 1 dós kindakæfu 1 dós lifrakæfu og 1 glas kavíar — Verð kr. ca. 890,00. S LÁTU R F ÉLAG SUÐURLANOS NÝTT NÝTT Heimilistrygging betri — hagkvæmari .rryrrr^qvjl Tí Samvinnutryggingar hafa nýlega breytt skilmálum um HEIMILISTRYGGINGAR og bætt inn í þá nokkrum nýjum atriðum, sem gera trygginguna betri og hagkvæmari. Þá hafa fastar tryggingarupphæðir hennar verið hækkaðar verulega til samræmis við núverandi verðlag. T. d. er ábyrgðartrygging nú Kr. 1.250.000,— í stað Kr. 500.000,— og örorkutrygging húsmóður og barna (yngri en 20 ára) nú Kr. 300.000,— á hvern einstakling í stað Kr. 100.000,— áður. HEIMILISTRYGGING Samvinnutrygginga er sjálfsögð trygging fyrir öll heimili og fjölskyldur. Með einu símtali getið þér breytt innbústryggingu yöar í HEIMILIS- TRYGGINGU. SÍMI 38500 SAMVirvr\UTRYGGII\GAR t I i i í

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.