Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.12.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 15.12.1969, Blaðsíða 1
BlaSfyrir alla 21. árgangur. Mánudagur 15. desember 1969 25. tölublað. Skammarleg afstaða íslands til innanríkismála Grikkja Allar líkur benda nú til þess, að ísland verði fylgjandi til- lögu um brottvísun Grikklands úr Evrópuráðinu. Þótt opinber- lega hafi ekki verið skýrt frá þessu s.l. fimmtudagskvöld, þá kvisaðist út, að ákveðið hefði verið að taka þessa fáránlegu afstöðu — „að dæmi hinna Norðurlandanna". Grikkír hægfara Það má heita undarlegt hvaða hvatir eru hér að baki. Grikkir sjálfir hafa ekki ennþá gert tiltak- anlega ráðstöfun til að hrinda oki grísku hershöfðingjanna af sér, þótt hálfvitlaus leikari, pólitískt aðskotadýr, nokkrir alræmdir korhmar, hafi haft uppi háværan andspyrnuklið, fjarri Grikklandi, um ógnir þar. Gríska þjóðin virð- ist uná sínu hlutskipti, ferðamenn eru velkomnir, þjóðin er að rétta við, eftir óstjórn og niðurlægingu fyrrverandi stjórnar. Afstaða Dana Afstaða Dana er skiljanleg. Þeir einfaldlega tíma ekki að halda uppi tengdasyni Friðriks konungs, sem er konungur Grikkja, en nú flótta- maður í fjölmennri „colonie" af- dankaðs kóngafólks í Evrópu. Sví- ar eru orðnir einskonar friðardúfur með afskipti af innanlandsmálum allra þjóða. Norðmenn segja fátt, en fylgja. Grikkir og íslendingar íslendingar hafa aðeins haft við- skipti við Grikki. Þeir hafa keypt fiskafurðir okkar. Aldrei hafa þeir gert á okkar hluta, heldur hitt, er þeir ólu SAM þar í ár, sem hann nú launar eins og hann er maður til. Árangurinn af þessum óþörfu afskiptum okkar verður enginn, en þó hekt, að við missum viðskipti við Grikki — tæplega 100 milljón- ir á ári.- Emil Jónsson, gamalær og þreyttur,- hefur fengið skipun frá félögum sínum, skanínavískum krötum, að fylgja þessu skrefi eftir í íslenzkum utanríkismálum, og neyðir sýnilega dr- Bjarna að sam- þykkja gegn afarkostum. Hver stjórnar? Efast má um, að betri menn á íslandi séu samþykkir þessari á- kvörðun ef sönn reynist, þótt kommar fylgi henni. Þeir hafa sína línu og henni verður ekki breytt. Island hefur nú þá sérstöðu, að utanríkisstefnu þess, er stjórnað af sjúkum öfgamanni með blessun Alþýðubandalagsins og stuðningi afeksmannsins SAMs, atvinnumót- mælanda, sem lýgur á sig mann- gæzku í nafni samúðar. Hvað skeður ef? Hér gat íslenzka utanríkisráðu- neytið einu sinni haft hljótt- Öll afskipti þess af innanlandsmálum Grikkja eru okkur til ófarnaðar, ef nokkurs, og þjóðinni til skammar. Gaman væri að sjá viðbrögð þess- ara manna, ef aðrar þjóðir færu að blanda sér inn í þá óstjórn sem hér ríkir. íslendingar myndu þakka pent fyrir. Ríkisstjórn íslands ætti að skammast sín og láta stórþjóðir og önnur alvörulýðveldi hafa þau af- skipti af innanlandsmálum ann- arra þjóða sem þau telja heppileg- ust. Máttlaus þjóð, sem býr við flogaveikt lýðveldi og hrærist enn- þá á bónhjórgum en hefur tækni- lega atkvæði á þjóðaráðstefnum, ætti ekki að skapa sér óvild, sem hún hefur ekki efni á að standa undir, né sóma af að skipta sér af. Burt með »Beií- urlyfja"- hljómsveitir Ef upp kemst og sannast, að meðlimir unglingahljóm- sveita neyta eiturlyfja ber hik- laust að setja þær í algjört vinnubann á skemmtistöðum krakkanna. Þetta er skoðun alls alrhennings, og henni er- um við sammála. Sú staðreynd, að þessir hljómsveitarmenn og „stjörn- ur" þeirra hafa geysileg áhrif á æskuna, stjórna henni og hvetja beinlínis óþroskaða ung linga til eftiröpuunar. Skiptir engu máli í hverju það liggur, krakkarnir apa allt eftir „uppá- haldinu". Trúbrot er nú nefnd í sam- bandi við eiturlyf og lýst hefur verið yfir að þegar sé farið að banna henni vinnu á vissum stöðum. Ósennilegt er, að að- eins Trúbrot sé sek. Hinar hljómsveitirnar eru einnig grun aðar a.m.k. einstaklingar sem syngja eða leíka í þeim. Það er eflaust erfitt að Framhald á 6. síðu Ungfrú klandsýnir skartgrípi Erlend rísafyrírtælci hafa áhuga á Islandi EFTA-árangurinn að koma í ljós — Hluthaf- ar í íslenzkum fyrirtækjum — Smáfyrirtæki stofnuð — Erlent kapítal Þá er komið að því. Vitað er, að nokkur fársterk erlend fyrirtæki eru að athuga möguleika á að stofna „útbú" hér heima á islandi, í sambandi viS inngöngu okkar í EETA. Hafa mörg þeirra þreifað mjög fyrir um möguleika á að leppa slík fyrirtæki, til að byrja með. Vitað er, að smáiðnaður hefur verið keyptur hér heima, bæði í Reykjavík og úti á landi. Tvö fyrir- tæki, bæði í bíla- og vélasölu eru þegar orðin, að nær helm- ingi eign erlendra risafyrirtækja. Tóm blekking Læknir járnaður á Spáni — óður, allsnakinn, ósvifinn og fullur Ekki á af íslendingum á Spáni að ganga, enda oftast sekir. Fyrir skömmu, í einni af „vinsælu hópferðun- um" hagaði íslenzkur læknir sér svo stórkostlega, að endirinn varð sá, að spánskir lögreglumenn urðu að járna hann, nær naktan, en síðan varð að senda pen- inga að heiman honum til hjálpar. Læknir þessi hafði uppi þvílíka framkomu, ruddaskap og almenna ósiði, að jafnvel harSsvíruSustu íslendingum blöskraði. Hann reif af sér öll klæði, í hippíastíl, öskraði ókvæð- isorð að saklausum, gagnrýndi auðvitað stjórnarfarið og ofbauð öllu samferðafólkinu með drykkjulátum sínum. Það er sko ekki allt fengið með menntuninni, og þótt menn séu pólitísk fífl, þá er þeim sízt viðkomandi stjórnmálaástand í landi þar sem þeir eru gestkom- andi. Það er algjör misskilningur og draumkennd afsökun, að ríkið búi þannig um hnútana, að ekki sé hér hægt að stofna erlend fyrirtæki, nema með blessun þess. Hver ein- asti kaupsýslumaður veit, að kom- ast má kringum þessar ráðstafanir mjög auðveldlega, enda hefur það verið reynt og gert. Fjölmargir að- ilar hafa mikinn áhuga og enn fleiri eru þegar ákveðnir að koma sér fyrir hér heima, enda ráða þeir yfir miklu fjármagni og vilja gjarna koma því fyrir í afðvæn- leg viðskipti, þótt þeir peningar verði máske ekki gripnir upp á stundinni. Skortur Skortur íslenzkra fyrirtækja á fjármagni, oft kunnáttuleysi þeirra og úrelt vinnubrögð, hjálpa mjög erlendum aðilum að ná fótfestu hér og eflaust verður ekki við því amast, því sökin liggur mest hjá okkur, en jafnframt erum við að ganga í bandalag við miklar og Framhald á 6. síðu Fegurðardrottning íslands 1969 sýnir um þessar mundir skartgripi í skartgripaverzlun Halldórs á Skólavörðustíg 2. María Baldurs- dóttir úr Keflavík hefur verið önn- um kafin á þessu ári við ferðalög vegna fegurðarkeppni víða um lönd, auk þess sem hún hefur í mörg horn að líta heima fyrir því hún rekur eina af mörgum hár- greiðslustofum Keflavíkur. Undanfarin ár hefur Halldór ráðið ungar og fallegar stúlkur til að leiðbeina viðskiptavinum í vali á skartgripum, enda er það ekki á allra færi að velja þannig að vel sé. Hefur þessi þjónusta mælzt vel fyrir og orðið vinsæl meðal við- skiptavinanna; enda skemmtilegra að sjá t.d. hálsmen eða hringa a fallegri stúlku en í sýningarborði. Geysilegt úrval ýmiskonar skart- gripa er nú á markaðnum, og má nefna þar að íslenzkir steinar eru talsvert vinsælir. Sennilega athuga ekki allir að víða á íslandi liggja hinir beztu steinar, og kvaðst Hall- dór Sigurðsson, gullsmiður, oft nota útreiðartúra sína um landið til að leita sér steina. Þannig kvað hann jaspisa úr Esjunni vinsæla, greipta í gull eða silfur, hrafntinnu má finna t.d. við Mývatn, og í Gler hallarvík má f inna opala, en opalarn ir úr Tindastóli í Skagafirði hafa löngum verið álitnir óskasteinar. Egill Jónsson í Hafnarfirði hefur séð um að slípa íslenzku steinana fyrir Halldór. María Baldursdóttir mun sýna þá gripi, sem viðskiptavinir óska, næstu daga og allt til 20. desera- ber.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.